Borgin hefur keypt af H. Pálsson fyrir 37 milljónir frá 2008

newspapers.jpg
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg hefur keypt þjón­ustu af H. Páls­son ehf. fyrir 37,2 millj­ónir króna frá árinu 2008 og út ágúst­mánuð 2014. Þjón­ustan sem um ræðir er umbrot og birt­ingar aug­lýs­inga, en allar aug­lýs­ingar sem borgin birtir í gegnum H. Páls­son ehf. birt­ast ein­vörð­ungu í Frétta­blað­inu og Morg­un­blað­inu. Þorri við­skipt­anna er vegna birt­inga aug­lýs­inga á vegum umhverf­is- og skipu­lags­sviðs. Skrif­stofu­stjóri þess segir ástæð­una fyrir því að við­skipt­unum sé beint til H. Páls­son ehf. vera þá að fyr­ir­tækið nái betri afsláttum á birt­ingum aug­lýs­inga hjá Frétta­blað­inu en borg­inni býðst. Sam­kvæmt atvinnu­greina­flokkum rík­is­skatt­stjóra er H. Páls­son ehf. „Heild­verslun með aðrar ótaldar vélar og tæki".

Aug­lýs­inga­kaup Reykja­vík­ur­borgar komust í sviðs­ljósið eftir að Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, borg­ar­ráðs­full­trúi Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina, lagði fram fyr­ir­spurn um þau í borg­ar­ráði. Hún fékk svör við fyr­ir­spurn­inni í síð­ustu viku. Þar kom í ljós að H.Páls­son ehf. var það fyr­ir­tæki, á eftir Frétta­blað­inu og Morg­un­blað­inu, sem var í mestum við­skiptum við borg­ina þegar kom að aug­lýs­ingum og birt­ing­um.

Við­skiptin byggja á gam­alli hefðHá­kon Páls­son, fram­kvæmda­stjóri H. Páls­son ehf., segir að við­skipti fyr­ir­tæk­is­ins við Reykja­vík­ur­borg byggi á gam­alli hefð. Fyr­ir­tækið sé með nokkra aðra kúnna í birt­ingum og aug­lýs­inga­gerð en sá hópur sé ekki mjög stór. Hluti af starf­semi H.Páls­son snú­ist um birt­ing­ar. „Við erum hefð­bundið fyr­ir­tæki úr prent­iðn­aði.  Það sem við erum að gera fyrir borg­ina eru lög­bundnar aug­lýs­ing­ar. Þessi við­skipti voru skoðuð fyrir nokkrum árum og borgin ákvað þá ekki að breyta nein­u.“

Að sögn Hákonar fer þorri þeirrar upp­hæðar sem borgin greiðir til fyr­ir­tækis hans vegna birt­inga áfram til fjöl­miðl­anna sem birta aug­lýs­ing­arn­ar.  „Við tökum mjög hóf­legt gjald fyrir upp­setn­ing­una. Megnið af þessum kostn­aði er birt­ing­ar.“

Auglýsing

Reykjavíkurborg hefur samtals keypt þjónustu af H. Pálsson fyrir rúmlega 37 milljónir króna frá árinu 2008. Reykja­vík­ur­borg hefur sam­tals keypt þjón­ustu af H. Páls­son fyrir rúm­lega 37 millj­ónir króna frá árinu 2008.

Engin gild­andi samn­ingurÍ svari Birg­is. B. Sig­ur­jóns­son­ar, fjár­mála­stjóra Reykja­vík­ur­borg­ar, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um magn við­skipta borg­ar­innar við H. Páls­son vegna birt­inga aug­lýs­inga, segir að „flest öll við­skipti eru að eiga sér stað frá skipu­lags­full­trúa á Umhverf­is- og skipu­lags­svið­i[...]eða yfir 90% við­skipta kom frá kostn­að­ar­stöðum sem til­heyra þeim“.

Aðspurður hvort við­skipti Reykja­vík­ur­borgar við H. Páls­son séu á grunni ein­hvers konar samn­ings svarar Birgir því neit­andi. „Engin gild­andi samn­ingur er á milli Reykja­vík­ur­borgar og H. Páls­son ehf. sem Inn­kaup­deild Reykja­vík­ur­borgar hefur staðið að; þetta fyr­ir­tæki er ekki aðili að ramma­samn­ingi við Reykja­vík­ur­borg né samn­ingi um afslátt­ar­kjör. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum er verið að greiða fyrir birt­ingar í miðlum Frétta­blaðs­ins og Morg­un­blaðs­ins ásamt umbrotsvinnu við gerð aug­lýs­inga þessa,“ segir Birg­ir.

Ná betri afslætti hjá Frétta­blað­inuKjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til umhverf­is- og skipu­lags­sviðs Reykja­víkur vegna við­skipta þess við H. Páls­son. Í svari Niku­lásar Úlf­ars Más­son­ar, skrif­stofu­stjóra sviðs­ins, segir að H. Páls­son sé „aug­lýs­inga­stofa [sem] sér um aug­lýs­ingar í dag­blöðum fyrir umhverf­is- og skipu­lags­svið og er milli­liður á milli sviðs­ins ann­ars vegar og Morg­un­blaðs­ins og Frétta­blaðs­ins hins­veg­ar. Ekki er til sér­stakur samn­ingur um þessa þjón­ustu en við­skiptin hafa gengið mjög vel í mörg ár.“

Að sögn skrifstofustjóra hjá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar fær H. Pálsson ehf. allt að 40 prósent afslátt á birtingum hjá Fréttablaðinu, sem er meira en borginni býðst í beinum viðskiptum. Að sögn skrif­stofu­stjóra hjá umhverf­is- og skipu­lags­sviði borg­ar­innar fær H. Páls­son ehf. allt að 40 pró­sent afslátt á birt­ingum hjá Frétta­blað­inu, sem er meira en borg­inni býðst í beinum við­skipt­u­m.

Niku­lás Úlfar segir að þjón­ustan sem H. Páls­son veitir sé að setja upp aug­lýs­ing­ar, passa upp á allar birt­ingar í dag­blöð­um, fara yfir texta og dag­setn­ing­ar, senda PDF-skjal til yfir­lestrar áður en aug­lýs­ing er birt og senda úrklippur úr blöðum með reikn­ingum sem sendir eru á borg­ina.

Hann segir sviðið hafa verið í sam­skiptum við inn­kaupa­skrif­stofu vegna þess­ara við­skipta. „Þau hafa ekk­ert við þetta að athuga þar sem H. Páls­son hefur náð meiri afslætti við Frétta­blaðið vegna aug­lýs­inga fyrir sviðið heldur en Reykja­vík­ur­borg. Reykja­vík­ur­borg fær 20% afslátt af aug­lýs­ingum hjá báðum þessum aðilum en H. Páls­son fær 40% afslátt hjá Frétta­blað­inu en 20% afslátt hjá Morg­un­blað­in­u“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None