Hagur gisti- og veitingastaða vænkast hratt á síðustu árum

HotelBorg.jpg
Auglýsing

Rekstur gisti- og veit­inga­staða á Íslandi hefur vænkast mjög á síð­ustu árum, í takt við ört fjölg­andi komu erlendra ferða­manna hingað til lands. Þetta sýna upp­lýs­ingar sem Credit­info hefur tekið saman að beiðni Kjarn­ans.

Credit­info tók saman upp­lýs­ingar úr árs­reikn­ingum félaga sem sinna rekstri á eft­ir­töldu: Hótel og gisti­heim­ili án veit­inga­þjón­ustu, hótel og gisti­heim­ili með veit­inga­þjón­ustu, orlofs­dval­ar­staðir og ann­ars konar gisti­að­staða, önnur gisti­að­staða og veit­inga­stað­ir.

Sveifla upp á rúma þrjá millj­arða króna á milli áraSam­kvæmt gögnum Credit­in­fo voru félögin rekin með 1,6 millj­arða króna tapi árið 2009. Árið eftir nam hagn­að­ur­inn hins vegar rúmum 1,5 millj­örðum króna, en það er sveifla upp á 3,1 millj­arð króna á milli ára. Rekstur félag­anna vænk­að­ist svo enn frekar árið eft­ir, en hagn­aður félaga í geir­anum árið 2011 nam rétt rúmum fjórum millj­örðum ára. Það er besta ársnið­ur­staða félag­anna til þessa, sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi árs­reikn­ing­um. Lík­leg­asta skýr­ingin á upp­sveifl­unni það árið, þrátt fyrir ört fjölg­andi ferða­menn, er sú að lán félag­anna hafi verið færð nið­ur, mögu­lega vegna ólög­mætra geng­is­lána, vegna eft­ir­gjafar skulda eða umbreyt­ingu skulda í hluta­fé.

Hagn­aður félag­anna árið 2012 nam röskum 2,3 millj­örðum króna, og hátt í 1,8 millj­örðum króna í fyrra. Þess skal getið að tölur fyrir síð­asta ár gefa ekki rétta mynd af hagn­aði félag­anna, eins og fjöldi þeirra í neð­an­greindri töflu gefur til kynna, því enn á stór hluti þeirra eftir að skila árs­reikn­ingi fyrir síð­asta ár, en frestur til að skila inn árs­reikn­ingum fyrir árið 2013 rann út 31. ágúst síð­ast­lið­inn.

Auglýsing

[ta­ble file="https://docs.­google.com/­spr­eads­heets/d/1X­d­Gi­i7S8FqS0Z2KiMDILiKyf­bJmbuG­iccc44RaX32Os/ex­port?­format=csv"][/ta­ble]

*Tölur í þús­und­um.

Eig­in­fjár­hlut­fallið tekið stórt stökk upp­á­við á nokkrum árum

Til marks um upp­gang­inn í grein­inni hafa heild­ar­eignir félag­anna auk­ist úr tæp­lega 38,8 millj­örðum króna árið 2009 í tæpa 54 millj­arða króna árið 2012. Á sama tíma varð veru­leg breyt­ing á eig­in­fjár­stöðu félag­anna, það er eignir að frá­dregnum skuld­um, því árið 2009 var eigið fé félaga í geir­anum nei­kvætt um hátt í sextán millj­arða króna, eða 40,27 pró­sent, en árið 2012 var eigið fé þeirra tæpir þrír millj­arðar í mínus, eða 5,55 pró­sent. Í fyrra náði eigin fé félag­anna sem um ræðir í fyrsta skipti upp fyrir núllið, en í árs­lok 2013 nam eigið fé þeirra tæpum 4,4 millj­örðum króna, eða 11,25 pró­sent. Staða í lok árs 2009 gefur til kynna hversu skuld­sett félögin voru. Á nokkrum árum hefur því eig­in­fjár­hlut­fall félag­anna hækkað um 51,52 pró­sentu­stig.

Félög­unum hefur að sama skapi fjölgað í takt við sívax­andi straum erlendra ferða­manna til lands­ins. Árið 2009 voru félögin í geir­anum 892 tals­ins, en í lok árs 2012 voru þau orðin 933 að tölu. Sem fyrr liggur ekki fyrir hversu mörg félögin voru í lok síð­asta árs vegna seina­gangs margra þeirra að skila inn árs­reikn­ing­um.

Margir vilja meina að nú ríki hálf­gert gull­graf­ara­æði í ferða­manna­brans­an­um. Til að mynda spretta hótel upp eins og gorkúlur víða um borg­ina og á lands­byggð­inni. Hvernig þró­unin verður í brans­anum skal ósagt lát­ið, því þrátt fyrir að spár geri ráð fyrir að erlendum ferða­mönnum á Íslandi eigi bara eftir að fjölga, er ekki víst að til staðar sé grund­völlur fyrir hömlu­lausri upp­bygg­ingu gisti­staða. Eftir því sem þeim fjölgar, verður minna til skipt­anna fyrir þá sem berj­ast um bit­ana. Sjálf­sagt munu sumir deyja, og aðrir lifa. Hvað fram­tíðin ber í skauti sér á eftir að koma í ljós.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnÆgir Þór Eysteinsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None