SPRON átti allt sitt undir því að Exista lifði - ákæran í heild

fors----umynd.jpg
Auglýsing

Fjórir fyrrum stjórn­ar­menn í SPRON voru fyrr í vik­unni ákærðir fyrir umboðs­svik vegna tveggja millj­arða króna láns sem SPRON veitti Exista þann 30. Sept­em­ber 2008, deg­inum eftir að Glitnir var þjóð­nýttur og íslenska banka­kerfið allt var á helj­ar­þröm.  Hinir ákærðu eru Guð­mundur Örn Hauks­son, fyrrum spari­sjóðs­stjóri og síðar for­stjóri SPRON, og stjórn­ar­menn­irnir Rann­veig Rist, sem er for­stjóri Rio Tinto Alcan, Mar­grét Guð­munds­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður N1, auk Ara Berg­manns Ein­ars­sonar og Jóhanns Ásgeirs Bald­urs.

Erlendur Hjalta­son, sem jafn­framt var annar tveggja for­stjóra Exista ásamt Sig­urði Val­týs­syni, er ekki ákærður en hann vék af stjórn­ar­fundi SPRON þegar lánið var sam­þykkt. Þetta er í fyrsta skipti sem sér­stakur sak­sókn­ari ákærir stjórn fjár­mála­fyr­ir­tækis vegna ákvarð­ana í aðdrag­anda hruns­ins.

Ákæran í mál­inu er hér með­fylgj­andi frétt­inni. Ákært er fyrir umboðs­svik þar sem fyrr­nefnt lán var veitt án trygg­inga, pen­inga­mark­aðs­lán með gjald­daga 31. októ­ber 2008.

Auglýsing

Kjarn­inn ákvað að rekja tengsl SPRON við Exista og reyna að útskýra hvað bjó að baki lán­veit­ing­unni sem var veitt á þessum víð­sjár­verðu tím­um, og tap­að­ist á end­anum öll.

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, er á meðal þeirra sem eru ákærðir í málinu. Hún mun gegna starfi sínu áfram á meðan að málið stendur yfir. Rann­veig Rist, for­stjóri Rio Tinto Alcan, er á meðal þeirra sem eru ákærðir í mál­inu. Hún mun gegna starfi sínu áfram á meðan að málið stendur yfir­.

Spari­sjóð­ur­inn sem varð fjár­fest­inga­fé­lag

SPRON tók skrefið frá spari­sjóða­mód­el­inu og í átt að hreinni fjár­fest­ing­ar­starf­semi lengra en flestir aðrir spari­sjóð­ir. Sjóðnum var meðal ann­ars breytt í hluta­fé­lag haustið 2007, en virði félags­ins féll gratt í kjöl­farið og búið var að sam­þykkja að láta Kaup­þing taka SPRON yfir sum­arið fyrir banka­hrun. Af þeirri sam­ein­ingu varð þó aldrei og á end­anum var SPRON tek­inn yfir af Fjár­mála­eft­ir­lit­inu

„Fram að útgáfu skýrslu rann­sókn­ar­nefndar um spari­sjóði lands­ins, sem komu út í apríl 2014, hafði lítið lekið út um hvað gekk á innan þessa áður stærsta spari­sjóðs lands­ins. Sú skýrsla varp­aði ljósi á margt sem áður var á huldu.“
og lagður niður vorið 2009. Fram að útgáfu skýrslu rann­sókn­ar­nefndar um spari­sjóði lands­ins, sem komu út í apríl 2014, hafði lítið lekið út um hvað gekk á innan þessa áður stærsta spari­sjóðs lands­ins. Sú skýrsla varp­aði ljósi á margt sem áður var á huldu.

Lán­uðu Exista á ögur­stundu

Eitt þeirra mála sem þar voru leidd fram í dags­ljósið var lán sem SPRON veitti Existu þann 30. sept­em­ber 2008, dag­inn eftir að ríkið til­kynnti um þjóð­nýt­ingu Glitnis og í miðju banka­hruni, upp á tvo millj­arða króna. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar seg­ir: „Sam­dæg­urs [...]lagði dótt­ur­fé­lag Exista hf., Vátrygg­inga­fé­lag Íslands hf., 2 millj­arða króna pen­inga­mark­aðsinn­lán inn í [SPRON] með sama upp­hafs- og loka­dag  og lánið til Existu [...] Pen­inga­mark­aðsinn­láni Vátrygg­inga­fé­lags Íslands var breytt í almennt inn­lán á gjald­daga þess, 31. októ­ber 2008“.

Vátrygg­inga­fé­lag Ísland mátti vænt­an­lega ekki lána Existu þessa pen­inga beint. Því lagði félagið pen­ing­anna inn í SPRON og þeir síðan lán­aðir áfram til Existu, sem var á helj­ar­þröm á þessum tíma. Í lok októ­ber var pen­inga­mark­aðsinn­láni Vátrygg­inga­fé­lags­ins hins vegar breytt í almennt inn­lán og SPRON sat eftir með tapið af lán­inu, sem átti upp­haf­lega að vera til 30 daga, ef það feng­ist ekki greitt.

Gu.mundur.Hauksson Guð­mundur Hauks­son var spari­sjóðs­stjóri SPRON, og síðar for­stjóri þegar sjóð­ur­inn var gerður að hluta­fé­lagi. Hann var einnig fyrrum for­stjóri Kaup­þings, sat í stjórn Exista þegar lánið umdeilda var veitt og var stjórn­ar­maður í Kist­u.

„Óheppi­leg lán­veit­ing“

Lánið sem SPRON veitti Existu í auga storms­ins var auð­vitað aldrei greitt til baka. Á fundi end­ur­skoð­un­ar­nefndar SPRON í jan­úar 2009 kom fram að þetta hefði verið „óheppi­leg lán­veit­ing“. 1,6 millj­arðar króna voru færðir á afskrift­ar­reikn­ing í lok árs 2008 en sú upp­hæð var enn útistand­andi í júlí 2009 og hefur þannig lík­ast til öll tap­ast.

Alls nam skuld Existu við SPRON um 2,5 millj­örðum króna í lok árs 2008. Því er ljóst að þetta lán, veitt á mjög víð­sjár­verðum tím­um, er uppi­staðan í við­skiptum SPRON og Existu. Spari­sjóð­ur­inn

„Af hverju leit­aði Exista, með öll sín alþjóð­legu banka­tengsl, til litla SPRON til að fá fyr­ir­greiðslu á þessum tíma?“
fyrrverandi var aug­ljós­lega ekki einn af þeim fjár­mála­stofn­unum sem Exista var að sækja fjár­mögnun reglu­lega til. Fjár­fest­inga­fé­lagið skuld­aði enda hund­ruði millj­arða króna sem teknar höfðu verið á láni víðs­vegar um heim til að fjár­magna upp­kaup þess á ýmis­konar fyr­ir­tækj­um.

Af hverju leit­aði Exista, með öll sín alþjóð­legu banka­tengsl, til litla SPRON til að fá fyr­ir­greiðslu á þessum tíma?

Margret.Gudmundsdottir_newrender (1) Mar­grét Guð­munds­dótt­ir, sem í dag er stjórn­ar­for­maður N1, sat í stjórn SPRON þegar lánið til Exista var veitt. Hún er á meðal ákærðu í máli sér­staks sak­sókn­ara.

Tengsl SPRON, Kaup­þings og Existu mikil

Þótt SPRON hafi ekki lánað Exista mikið af pen­ingum áður en kom að þess­ari tveggja millj­arða króna lán­veit­ingu í miðju hrun­inu var sam­kurl SPRON og Existu mjög víð­tækt og átti sér langa sögu.

Á tíunda ára­tugnum áttu átta spari­sjóðir í land­inu, þar á meðal SPRON, eign­ar­halds­fé­lag sem hét Meið­ur. Félagið hélt á eign­ar­hluti spari­sjóð­anna átta í þá litlu fjár­mála­fyr­ir­tæki sem hét Kaup­þing. For­stjóri Kaup­þings á þessum tíma var Guð­mundur Hauks­son. Hann hætti þar 1996 til að taka við stöðu spari­sjóðs­stjóra SPRON, sem þá þótti stærra starf en að stýra litlu fjár­mála­fyr­ir­tæki. Það átti hins vegar eftir að breyt­ast.

Þegar einka­væð­ing Bún­að­ar­bank­ans, sem síðar varð hluti af Kaup­þingi, stóð sem hæst í októ­ber 2002 setti Kaup­þing eign sína í sjálfu sér inn í eign­ar­halds­fé­lagið Meið. Kaup­þing mátti sam­kvæmt lögum ekki eiga meira en tíu pró­sent í sjálfu sér og því var ljóst að bank­inn þurfti að selja sinn hlut í Meið. Það gerði Kaup­þing í lok des­em­ber 2002, skömmu áður en S-hóp­ur­inn svo­kall­aði kláraði kaupin á Bún­að­ar­bank­anum af rík­inu. Kaupin voru fjár­mögnuð af Kaup­þingi og kaup­and­inn var Bakka­bra­edur Hold­ing, félag í eigu bræðr­anna Lýðs og Ágústs Guð­munds­sona. Bræð­urnir höfðu verið góðir við­skipta­vinir Kaup­þings um skeið og sterk tengsl höfðu skap­ast á milli þeirra og helstu stjórn­enda Kaup­þings. Þeir treystu ein­fald­lega þessum  bræðrum og á grunni þess trausts var ákveðið að fela þeim að kaupa rúm­lega helm­ing­inn í Meið.

Alls eign­uð­ust bræð­urnir 55 pró­sent í Meið við þessi kaup. Þegar Kaup­þing var sam­einað Bún­að­ar­bank­anum nokkrum mán­uðum eftir einka­væð­ingu þess síð­ar­nefnda urðu bræð­urnir síðan á meðal stærstu eig­enda hins sam­ein­aða banka, stærsta banka lands­ins. Þeirri stöðu héldu þeir fram að falli bank­ans í októ­ber 2008, en þá áttu þeir tæp­lega fjórð­ung allra hluta­bréfa.

Kista spari­sjóð­anna

Bræð­urnir breyttu nafni Meiðs í Exista vorið 2005. Helsta eign félags var stór hlutur í Kaup­þingi en starf­semin var þó farin að teygja betur úr sér. Sum­arið eftir keypti félagið ásamt Kaup­þingi til dæmis hlut rík­is­ins í Sím­an­um, langstærsta fjar­skipta­fyr­ir­tæki lands­ins, á tæpa 67 millj­arða króna.

Spari­sjóð­irn­ir, þar á meðal SPRON, settu eign­ar­hlut sinn í Existu inn í fjár­fest­inga­fé­lag sem fékk nafnið Kista.  Í lok árs 2007 var Kista annar stærsti hlut­hafi Existu á eftir Bakka­var­ar­bræðr­un­um. Alls var hlutur Kistu í Existu met­inn á 20 millj­arða króna. Félagið hafði hins vegar skuld­sett sig gríð­ar­lega með lánum frá Kaup­þingi, Glitni og Straumi til að eign­ast þessa hluti. Alls námu skuldir Kistu

„­Spari­sjóð­irnir settu eign­ar­hlut sinn í Existu inn í fjár­fest­inga­fé­lag sem fékk nafnið Kista.  Í lok árs 2007 var Kista annar stærsti hlut­hafi Existu á eftir Bakkavararbræðrunum.“
17,3 millj­örðum króna á þessum tíma.

Hluta­bréfa­verð í Existu hafði lækkað hratt árið 2007 og Kista „tap­að“ 8,5 millj­örðum króna. Í stað þess að draga í land og minnka áhætt­una sem þessi eina fjár­fest­ing skap­aði eig­end­unum var ákveðið að auka hana enn frek­ar. Snemma árs 2008 juku eig­endur Kistu hlutafé félags­ins um 7,1 millj­arða króna til að koma í veg fyrir að eignir yrðu lægri en skuld­ir. Auk þess lögðu þeir fram auknar ábyrgðir til að ekki væri hægt að gjald­fella lán­in.

Dóminó-á­hrif vegna falls Kaup­þings

Kista, og spari­sjóð­irnir sem áttu félag­ið, áttu því gríð­ar­lega mikið undir því að Exista myndi lifa af. Ef Exista færi á haus­inn myndu þeir lík­ast til gera það líka.  Auk þess voru ýmis­leg tengsl milli stjórn­enda félag­anna.

Erlendur Hjalta­son, annar tveggja for­stjóra Existu áður en félagið fór á hlið­ina, var stjórn­ar­for­maður SPRON og Guð­mundur Hauks­son, for­stjóri SPRON, sat í stjórn Exista. Guð­mund­ur, sem er einn hinna ákærðu í mál­inu, átti auk þess hluti í Existu og hafði því mikla per­sónu­lega fjár­hags­lega hags­muni af því að Exista lifði. Hann sat líka í stjórn Kistu á sínum tíma.

Ástæða þess að Erlendur Hjalta­son er ekki ákærður í mál­inu sem sér­stakur sak­sókn­ari hefur nú höfðað er sú að hann vék af fundi áður en lánið til Exista, sem veitt var 30. sept­em­ber 2008, var tekið til umfjöll­un­ar.

Við banka­hrunið varð eign Existu í Kaup­þingi, og um leið eign Kistu í Existu, verð­laus. Á sama tíma varð ljóst að Exista myndi ekki greiða skuld sína við SPRON.

Fjár­fest­inga­fé­lagið Kista varð gjald­þrota eftir banka­hrun. Félagið átti 1,2 millj­ónir króna upp í 14 millj­arða króna kröf­ur.

Ákæra - 02.10.14 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None