Búskapur hjá dönskum bændum á brauðfótum

Dutch.Cow-.Shutterstock.jpg
Auglýsing

Það drýpur ekki smjör af hverju strái allra danskra bænda um þessar mund­ir. Fimmtán pró­sent þeirra eru í raun gjald­þrota og stór hópur til við­bótar stendur mjög tæpt.

Fyrir nokkrum dögum kom út ný skýrsla Rann­sókna­set­urs danska land­bún­að­ar­ins og þar er dregin upp dökk mynd af efna­hags­á­standi danskra bænda. 1700 bændur (15.4 pró­sent) eru í raun gjald­þrota og eru algjör­lega upp á náð bank­ans komnir og 700 til við­bótar eru mjög illa settir og sá hópur sem þannig er ástatt um fer ört stækk­andi. Í árs­lok 2012 námu skuldir danskra bænda hjá við­skipta­bönk­unum 352 millj­örðum danskra króna (u.þ.b.7220 millj­örðum ísl) og þótt ekki liggi fyrir end­an­legar tölur vegna síð­ast­lið­ins árs er ljóst að skuld­irnar juk­ust og á þessu ári hefur enn syrt í álinn. 352 millj­arðar jafn­gilda nær fjór­földum árs­tekjum land­bún­að­ar­ins, skuld­irnar eru því langtum meiri en búrekst­ur­inn getur með nokkru móti staðið und­ir. Svína-og naut­gripa­bænd­ur, korn­fram­leið­endur og minka­bændur eru verst sett­ir.

"K­laus Kaiser höf­undur áður­nefndrar skýrslu um danskan land­búnað segir að “ástandið sé svo slæmt að veru­leg hætta sé á alvar­legri kreppu í dönskum land­bún­að­i”. Stór hópur bænda megi ekki við neinum skakka­föll­um, svig­rúmið ekk­ert, eins og skýrslu­höf­undur orðar það".


Auglýsing

Vanda­málið ekki nýtt af nál­inniFjár­hags­vand­inn í dönskum land­bún­aði er ekki nýtil­kom­inn. Á und­an­förum ára­tugum hafa bændur marg­sinnis staðið frammi fyrir miklum erf­ið­leikum í búrekstr­in­um, núna er vand­inn þó meiri en nokkru sinni fyrr. Skulda­bagg­inn sem bændur burð­ast nú með má að hluta rekja til fjár­málakrepp­unnar 2008. Í kjöl­far hennar lentu margir margir bændur í erf­ið­leik­um, fengu lán til að halda rekstr­inum gang­andi og skuld­irnar tóku að hrann­ast upp. Síðan hefur jafnt og þétt sigið á ógæfu­hlið­ina, fyrir einu ári var tæp­lega fimmta hvert bú rekið með halla, í dag stendur þriðja hvert bú ekki undir rekstr­in­um. Klaus Kaiser höf­undur áður­nefndrar skýrslu um danskan land­búnað segir að “ástandið sé svo slæmt að veru­leg hætta sé á alvar­legri kreppu í dönskum land­bún­að­i”. Stór hópur bænda megi ekki við neinum skakka­föll­um, svig­rúmið ekk­ert, eins og skýrslu­höf­undur orðar það.

Kreppan er ekki eina orsökinÞótt fjár­málakreppan 2008 hafi komið illa við bændur er hún langt í frá eina ástæða þess hvernig komið er. Sú ákvörðun Rússa að stöðva inn­flutn­ing land­bún­að­ar­vara frá löndum Evr­ópu­sam­bands­ins hefur komið mjög illa við danskan land­bún­að. Kín­verjar, sem nú eiga miklar birgðir mat­ar, hafa dregið úr inn­kaupum frá Dan­mörku, aukin mat­væla­fram­leiðsla víða um heim veldur verð­lækkun og minni eft­ir­spurn.

Snemma á þessu ári hættu margar sænskar versl­anir (þar á meðal ICA fyr­ir­tækið sem rekur 1350 versl­an­ir) að kaupa danskt svína­kjöt. Ástæður þess að Svíar hættu að miklu leyti inn­flutn­ingi á dönsku svína­kjöti má rekja til frétta um að í Dan­mörku séu flestir aligrísir hala­klipptir (til að koma í veg fyrir sýk­ingu) og einnig ótta við hina svo­nefndu MRSA bakt­eríu (nefnd MOSA á íslensku). Bakt­ería þessi er nokkuð algeng í svínum í Dan­mörku en er í flestum til­vikum skað­laus full­hraustu fólki. Danir sjálfir virð­ast kæra sig koll­ótta um þetta bakt­er­íutal, stærstur hluti þeirra horfir fyrst og fremst á verð­mið­ann þegar keypt er inn.

Á næsta ári fellur úr gildi mjólk­ur­fram­leiðslu­kvóti Evr­ópu­sam­bands­ins og þá má fast­lega búast við að verð til bænda lækki, en Danir hafa haft mjög stóran kvóta og notið góðs af. Margir bændur hafa líka lagt í mik­inn kostnað vegna end­ur­nýj­unar véla-og húsa­kosts, að hluta til vegna hertra krafna stjórn­valda. Fleira mætti og nefna sem reynst hefur bændum mót­drægt.

Hvað er til ráða?Þeirri spurn­ingu er ekki svarað í land­bún­að­ar­skýrsl­unni. Danskir fjöl­miðlar hafa hins­vegar rætt við ýmsa sér­fræð­inga og þeir eru á einu máli um að ein­hvers konar skulda­nið­ur­fell­ing eða afskriftir séu eina lausn­in. Pen­inga­stofn­an­irnar hafi lánað féð og þeirra sé því ábyrgð­in. Þrátt fyrir að slíkar aðgerðir kosti við­kom­andi banka stórfé sé það þó skárri kostur en að keyra bændur í þrot. Bæði fyrir banka og bænd­ur.

Ekki allir bændur á kúp­unniÍ þess­ari nýút­komnu skýrsla Rann­sókn­ar­stofn­unar danska land­bún­að­ar­ins er líka ýmis­legt jákvætt að finna. Stór hluti bænda virð­ist hafa mjög þokka­lega afkomu og horfa með bjart­sýni fram á veg­inn. Í þeim hópi eru einkum þeir sem rækta græn­meti og ávexti ásamt ali­fugla­bænd­um. Skýr­ing­arnar á betri afkomu í þessum greinum má, að sögn skýrslu­höf­und­ar, rekja til ein­fald­ari rekstrar og minni til­kostn­að­ar. Líka er bent á að Dan­mörk sé gott land­bún­að­ar­land, danskar land­bún­að­ar­af­urðir séu und­an­tekn­inga­lítið í háum gæða­flokki og hafi á sér gott orð (þrátt fyrir MSRA bakt­er­í­una í svín­um). Ýmsar þjóðir sæk­ist mjög eftir dönskum mat­vörum og þar eru Kín­verjar sér­stak­lega nefnd­ir.

Í Kína eykst kjöt­neysla mjög hratt og danskar kjöt­vinnslur eiga nú þegar fullt í fangi með að anna eft­ir­spurn­inni eftir svína­kjöti. Í einu útbreiddasta dag­blaði Kína var fyrir skömmu löng umfjöllun um danskan land­bún­að, þar var dönsku svína­kjöti hrósað í hástert. Blaða­mað­ur­inn sagði að danska beikonið bráðn­aði hrein­lega á tung­unni, “tekur öllu fram!”

Sömu sögu er að segja um mjólk­ina, Kín­verjar vilja kaupa alla þá dönsku mjólk sem þeir geta komið höndum yfir og munar um minna. “Danska mjólkin er sú lang­besta” var sam­dóma álit kín­verskra sér­fræð­inga sem próf­uðu og rann­sök­uðu mjólk frá fjöl­mörgum þjóðum á mat­væla­ráð­stefnu sem haldin var í Beijing fyrir nokkru. Hvort þessi aukni áhugi risa­þjóð­ar­innar í austri skili sér á end­anum í vasa danskra bænda er hins vegar ósögð saga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None