Ein kona fyrir hverja níu karla í æðstu stöðum íslensks fjármálaheims

forsidumynd4-1.jpg
Auglýsing

Karlar eru alls­ráð­andi í íslenskum fjár­mála­geira og konur sjald­séðar í æðstu stjórn­un­ar­stöð­um. Í úttekt Kjarn­ans, sem náði til 87 æðstu stjórn­enda fyr­ir­tækja sem starfa í íslensku fjár­fest­inga- og fjár­mála­kerfi, kemur í ljós að ein­ungis sjö ­konur stýra þeim fyr­ir­tækjum en 80 karl­ar. Því eru níu pró­sent þeirra stjórn­enda sem stjórna pen­ing­unum í íslensku sam­fé­lagi konur en 91 pró­sent þeirra karl­ar.

Kjarn­inn taldi saman æðstu stjórn­endur við­skipta­banka, spari­sjóða, líf­eyr­is­sjóða, skráðra félaga, félaga á leið á mark­að, óskráðra trygg­inga­fé­laga, orku­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­fyr­ir­tækja, rekstr­ar­fé­laga verð­bréfa- og fjár­fest­inga­sjóða, inn­láns­deilda, verð­bréfa­miðl­ara og Fram­taks­sjóðs Íslands. Nið­ur­staðan varð sú sem greint er frá hér að ofan.

Lög sem taka á kynja­hlut­falli stjórna

Í sept­em­ber 2013 tóku gildi lög hér­lendis sem gerðu þær kröfur að hlut­fall hvors kyns í stjórnum fyr­ir­tækja með fleiri en 50 starfs­menn væri að minnsta kosti 40 pró­sent. Þetta leiddi til þess að ansi mörg fyr­ir­tæki og líf­eyr­is­sjóðir þurftu að ráð­ast í miklar breyt­ingar á sam­setn­ingu stjórna sinna, enda var hlut­fall kvenna í stjórnum sem féllu undir lög­gjöf­ina ein­ungis 20 pró­sent í árs­lok 2009.

Auglýsing

Í árs­lok 2013, eftir að lögin tóku gildi, voru konur orðnar 31 pró­sent stjórn­ar­manna í þeim félögum sem þau náðu yfir. Ein­ungis um helm­ingur fyr­ir­tækj­anna sem falla undir lögin upp­fylltu skil­yrðin á þessum tíma.

Ekki liggja fyrir sam­bæri­legar tölur um stöð­una í árs­lok 2014. Lögin ná hins vegar ein­ungis til stjórna fyr­ir­tækj­anna, ekki stjórn­enda. Í þeim leð­ur­stólum eru konur enn ákaf­lega fáséð­ar, sér­stak­lega þegar kemur að störfum sem fela í sér stýr­ingu á pen­ing­um. Og pen­ingar láta jú heim­inn snú­ast.

Karlar eyðilögðu allt, en stýra samt áfram

Fyrir banka­hrun var íslenski pen­inga­geir­inn þétt­set­inn körl­um. Karlar stýrðu öllum helstu bönk­un­um, öllum helstu fjár­fest­inga­fé­lög­unum og öllum stærstu fyr­ir­tækj­un­um. Og þessir karlar skil­uðu af sér íslensku fjár­mála­kerfi ónýtu og án nokk­urs trú­verð­ug­leika. Menn­ingin sem ein­kenndi óhófið sem fylgdi þessum stjórn­endum var einnig mjög karllæg.

Þrátt fyrir sex og hálft ár sé liðið frá hruni þá virð­ast ekki hafa orðið miklar breyt­ingar á því hvort kynið stýrir fjár­magn­inu. Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, er enn eina konan sem stýrir við­skipta­banka. Hinir þrír, Lands­bank­inn, Arion banki og MP banki, eru allir með karl við stýr­ið. Lands­bank­inn er eini bank­inn sem er með jafn marga karla í fram­kvæmda­stjórn og kon­ur, fjóra af hvoru kyni. Hjá Arion banka eru karl­arnir sjö en kon­urnar þrjár, hjá Íslands­banka karl­arnir fimm en kon­urnar fjórar og hjá MP banka eru karl­arnir sjö en ein­ungis ein kona.

Spari­sjóðum lands­ins stýra fimm karlar en ein kona. Sú heiti Anna Karen Arn­ar­dóttir og er spari­sjóðs­stjóri hjá Spari­sjóði Suð­ur­-­Þing­ey­inga.

Karl­ar, karl­ar, karlar

Alls eru rekin tíu rekstr­ar­fé­lög verð­bréfa- og fjár­fest­inga­sjóða á Íslandi. Þau höndla með hund­ruð ef ekki þús­undir millj­arða króna. Þau heita nöfnum eins og t.d. Stefn­ir, Lands­bréf, Íslands­sjóð­ir, GAMMA og Júpít­er. Og öllum tíu er stýrt af körl­um.

Alls eru níu verð­bréfa­fyr­ir­tæki á Íslandi eft­ir­lits­skyld. Æðstu stjórn­endur þeirra allra eru karl­ar. Karlar stýra líka báðum eft­ir­lits­skyldu verð­bréfa­miðl­unum lands­ins og einu inn­láns­deild sam­vinnu­fé­lags (Hjá Kaup­fé­lagi Skag­firð­inga) sem starf­rækt er á land­inu.

Lána­fyr­ir­tækjum lands­ins, sem eru Borg­un, Valitor, Lýs­ing, Straumur fjár­fest­inga­banki, Byggða­stofnun og Lána­sjóður sveita­fé­laga, er stýrt af fimm körlum og einni konu. Hún heitir Lilja Dóra Hall­dórs­dóttir og er for­stjóri Lýs­ing­ar.

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS, er eina konan sem stýrir skráðu félagi á Íslandi í dag. Sig­rún Ragna Ólafs­dótt­ir, for­stjóri VÍS, er eina konan sem stýrir skráðu félagi á Íslandi í dag.

 

Líf­eyr­is­sjóð­unum að lang­mestu leyti stýrt af körlum

Íslensku líf­eyr­is­sjóð­irnir eru langstærstu fjár­festar lands­ins. Þeir eiga tæp­lega 2.700 millj­arða króna og þurfa að koma um 120 millj­örðum krónum í vinnu fyrir sig á ári. Til marks um stærð þeirra á íslenskum mark­aði þá er inn­lend verð­bréfa­eign þeirra metin á rúm­lega 1.900 millj­arða króna. Sjóð­irnir eiga, beint og óbeint, yfir helm­ing allra skráðra hluta­bréfa í Kaup­höll­inni í dag.

Þeir eiga auk þess þorra skráðra útgef­inna skulda­bréfa á íslenska mark­að­in­um. Tíu stærstu sjóð­irnir eru lang­um­svifa­mest­ir. Þeir eiga um 81 pró­sent af öllum eignum íslenska líf­eyr­is­kerf­is­ins. Allir stjórn­endur þeirra eru karlar og starfs­menn í eigna­stýr­ingu þeirra að lang­mestu leyti karl­ar. Alls eru æðstu stjórn­endur líf­eyr­is­sjóða 23. Tveir þeirra eru kon­ur, þær Gerður Guð­jóns­dótt­ir, sem stýrir líf­eyr­is­sjóði starfs­manna sveit­ar­fé­laga, og Auður Finn­boga­dótt­ir, sem stýrir líf­eyr­is­sjóði verk­fræð­inga. Til við­bótar er Her­dís Dröfn Fjeld­sted for­stjóri Fram­taks­sjóðs Íslands, sem er að stórum hluta í eigu íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna. Þórey S. Þórð­ar­dóttir er síðan fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, en þau fjár­festa auð­vitað ekki.

 

Teg­und fyr­ir­tækja karlar konur
Við­skipta­bankar 3 1
Spari­sjóðir 5 1
Lána­fyr­ir­tæki 5 1
Verð­bréfa­fyr­ir­tæki 9 0
Verð­bréfa­miðl­anir 2 0
Rekstr­ar­fé­lög verð­bréfa- og fjár­fest­inga­sjóða 10 0
Eft­ir­lits­skyld inn­láns­deild sam­vinnu­fé­lags 1 0
Líf­eyr­is­sjóðir 21 2
Fram­taks­sjóður Íslands 0 1
Orku­fyr­ir­tæki 7 0
Skráð félög á mark­aði 12 1
Félög á leið á markað 3 0
Óskráð trygg­inga­fé­lög 2 0
80 7

 

Ein kona stýrir skráðu félagi

Þegar kemur að skráðum félögum á mark­aði er kynja­hlut­fallið ekk­ert mikið skárra en ann­ars­stað­ar. Raunar er ein­ungis ein koma æðsti stjórn­andi skráðs félags, Sig­rún Ragna Ólafs­dótt­ir, for­stjóri VÍS. Karl­arnir eru hins vegar tólf. Þrjú félög hafa til­kynnt um skrán­ingu á þessu ári: Reit­ir, Eik og Sím­inn. Þeim eru öllum stýrt af körl­um.

Æðstu stjórn­endur skráðra félaga og félaga á leið á markað | Create infograp­hics

Í stjórnum skráðra félaga sitja fimm konur sem stjórn­ar­for­menn en átta karl­ar. Af öllum stjórn­ar­mönnum eru 30 konur en 37 karl­ar. Í þeim þremur félögum sem eru á leið á markað sitja níu karlar í stjórn en sex kon­ur.

Stjórn­ar­for­menn skráðra félaga | Create infograp­hics

Stjórn­ar­menn í skráðum félögum | Create infograp­hicsOg restin er...karlarFor­stjóri Kaup­hallar Íslands er karl. Seðla­banka­stjóri, aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri og aðal­hag­fræð­ingur Seðla­bank­ans eru allt karl­ar. For­sæt­is­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra, sem leiða sitj­andi rík­is­stjórn og ráða lang­mestu innan henn­ar, eru báðir karl­ar. Og allir for­stjórar orku­fyr­ir­tækja lands­ins; Lands­virkj­un­ar, Orku­veitu Reykja­vík­ur, ON, HS Orku, Orku­bús Vest­fjarða, Lands­nets og Orku­söl­unnar eru líka allt karl­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None