Einkaneyslan eykst um eitt prósent milli ára

15811235437-de5090f267-h.jpg
Auglýsing

Stofnun um fjár­mála­læsi og Meniga hafa tekið saman helstu útgjalda­flokka Meniga­not­enda og breyt­ingar á þeim. Nið­ur­staða sam­an­tekt­ar­innar er að einka­neysla hefur vaxið um 1 % á fyrstu ell­efu mán­uði árs­ins miðað við árið í fyrra.

Í nið­ur­broti á hlut­deild helstu útgjalda­flokka sést að inn­kaup í mat­vöru­versl­unum eru 30%, elds­neytis­kaup 14%, til­bú­inn matur tæp 11% og kaup í hús­gagna- og bygg­inga­vöru­versl­unum 10%.

Með­al­velta Meniga­not­enda í  mat­vöru­versl­unum jókst um 3% ef fyrstu ell­efu mán­uðir árs­ins eru bornir saman við sama tíma­bil á fyrra ári. Við­skipti við bens­ín­stöðvar dróst saman um tæp 3% og kaup á til­búnum mat juk­ust um tæp 7%.

AuglýsingHlut­falls­leg aukn­ing útgjalda til fjar­skipta­fyr­ir­tækja var 7% og til bygg­inga­vöru- og hús­gagna­versl­ana var 6,5%. Þá dró úr útgjöldum við fjöl­miðla um tæp 7%.

Mikil aukn­ing í erlendri vef­versl­un, en fólk eyðir minnaHeild­ar­velta vef­versl­unar jókst um tæp 23% fyrstu ell­efu mán­uði árs­ins sem skýrist aðal­lega af því að fleiri versla á net­inu en áður. Fjöldi Meniga­not­enda sem versl­uðu á net­inu jókst um tæp 32% á milli ára. Á sama tíma lækk­aði með­al­upp­hæð versl­unar um tæp 7% sem lík­lega má skýra með styrk­ingu krón­unn­ar.

Und­an­farin ár hefur vef­versl­unin náð hámarki í nóv­em­ber og lík­legt má telja að kaup­endur séu að versla fyrir jól­in. Ef litið er til síð­ustu þriggja mán­aða sést að það eru tveir turnar á mark­að­in­um. Lang­vin­sæl­ustu vef­versl­an­irnar eru Amazon og  Ali­Ex­press, en þrjár af hverjum fjórum krónum sem verslað er með á net­inu rata til Amazon eða Ali­Ex­press. Verslun hjá Amazon hefur auk­ist á milli ára um 12% og um 23% hjá Ali­Ex­press. Sé ein­ungis litið til nóv­em­ber­mán­aðar hefur vef­verslun við Amazon auk­ist um 10% og um 3% hjá Ali­Ex­press.

Af þeim Meniga­not­endum sem verslað hafa á net­inu á síð­ustu þrjá mán­uðum hefur rúm­lega helm­ingur verslað við Amazon á tíma­bil­inu og rúm­lega þriðj­ungur við Ali­Ex­press. Það er um 5% aukn­ing hjá Amazon og 40% aukn­ing hjá Ali­Ex­press miðað við sama tíma­bil í fyrra.

Með­al­verslun Men­inga­not­enda hjá Amazon nemur rúmum 6.500 krónum og hefur hækkað um tæp 14% á meðan með­al­upp­hæð hefur lækkað um tæp 25% hjá Ali­Ex­press og nemur nú rúmum 4.100.


Allar tölur mið­ast við breyti­legt verð­lag, þ.e.a.s. ekki er leið­rétt fyrir verð­bólgu. Ofan­greindar upp­lýs­ingar eru fengnar úr Meniga­hag­kerf­inu og unnar í sam­starfi Stofn­unar um fjár­mála­læsi og Meniga. Meniga hjálpar fólki að halda utan um fjár­mál heim­il­is­ins og er heild­ar­fjöldi not­enda um 40.000. Aldrei er unnið með per­sónu­grein­an­leg gögn í Meniga hag­kerf­inu. Nán­ari upp­lýs­ingar má finna á www.­fe.is og www.­meniga.is.

Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki
Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt.
Kjarninn 19. september 2019
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Vilja gera jarðakaup leyfisskyld
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None