Einkaneyslan eykst um eitt prósent milli ára

15811235437-de5090f267-h.jpg
Auglýsing

Stofnun um fjár­mála­læsi og Meniga hafa tekið saman helstu útgjalda­flokka Meniga­not­enda og breyt­ingar á þeim. Nið­ur­staða sam­an­tekt­ar­innar er að einka­neysla hefur vaxið um 1 % á fyrstu ell­efu mán­uði árs­ins miðað við árið í fyrra.

Í nið­ur­broti á hlut­deild helstu útgjalda­flokka sést að inn­kaup í mat­vöru­versl­unum eru 30%, elds­neytis­kaup 14%, til­bú­inn matur tæp 11% og kaup í hús­gagna- og bygg­inga­vöru­versl­unum 10%.

Með­al­velta Meniga­not­enda í  mat­vöru­versl­unum jókst um 3% ef fyrstu ell­efu mán­uðir árs­ins eru bornir saman við sama tíma­bil á fyrra ári. Við­skipti við bens­ín­stöðvar dróst saman um tæp 3% og kaup á til­búnum mat juk­ust um tæp 7%.

AuglýsingHlut­falls­leg aukn­ing útgjalda til fjar­skipta­fyr­ir­tækja var 7% og til bygg­inga­vöru- og hús­gagna­versl­ana var 6,5%. Þá dró úr útgjöldum við fjöl­miðla um tæp 7%.

Mikil aukn­ing í erlendri vef­versl­un, en fólk eyðir minnaHeild­ar­velta vef­versl­unar jókst um tæp 23% fyrstu ell­efu mán­uði árs­ins sem skýrist aðal­lega af því að fleiri versla á net­inu en áður. Fjöldi Meniga­not­enda sem versl­uðu á net­inu jókst um tæp 32% á milli ára. Á sama tíma lækk­aði með­al­upp­hæð versl­unar um tæp 7% sem lík­lega má skýra með styrk­ingu krón­unn­ar.

Und­an­farin ár hefur vef­versl­unin náð hámarki í nóv­em­ber og lík­legt má telja að kaup­endur séu að versla fyrir jól­in. Ef litið er til síð­ustu þriggja mán­aða sést að það eru tveir turnar á mark­að­in­um. Lang­vin­sæl­ustu vef­versl­an­irnar eru Amazon og  Ali­Ex­press, en þrjár af hverjum fjórum krónum sem verslað er með á net­inu rata til Amazon eða Ali­Ex­press. Verslun hjá Amazon hefur auk­ist á milli ára um 12% og um 23% hjá Ali­Ex­press. Sé ein­ungis litið til nóv­em­ber­mán­aðar hefur vef­verslun við Amazon auk­ist um 10% og um 3% hjá Ali­Ex­press.

Af þeim Meniga­not­endum sem verslað hafa á net­inu á síð­ustu þrjá mán­uðum hefur rúm­lega helm­ingur verslað við Amazon á tíma­bil­inu og rúm­lega þriðj­ungur við Ali­Ex­press. Það er um 5% aukn­ing hjá Amazon og 40% aukn­ing hjá Ali­Ex­press miðað við sama tíma­bil í fyrra.

Með­al­verslun Men­inga­not­enda hjá Amazon nemur rúmum 6.500 krónum og hefur hækkað um tæp 14% á meðan með­al­upp­hæð hefur lækkað um tæp 25% hjá Ali­Ex­press og nemur nú rúmum 4.100.


Allar tölur mið­ast við breyti­legt verð­lag, þ.e.a.s. ekki er leið­rétt fyrir verð­bólgu. Ofan­greindar upp­lýs­ingar eru fengnar úr Meniga­hag­kerf­inu og unnar í sam­starfi Stofn­unar um fjár­mála­læsi og Meniga. Meniga hjálpar fólki að halda utan um fjár­mál heim­il­is­ins og er heild­ar­fjöldi not­enda um 40.000. Aldrei er unnið með per­sónu­grein­an­leg gögn í Meniga hag­kerf­inu. Nán­ari upp­lýs­ingar má finna á www.­fe.is og www.­meniga.is.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None