Einkaneyslan eykst um eitt prósent milli ára

15811235437-de5090f267-h.jpg
Auglýsing

Stofnun um fjár­mála­læsi og Meniga hafa tekið saman helstu útgjalda­flokka Meniga­not­enda og breyt­ingar á þeim. Nið­ur­staða sam­an­tekt­ar­innar er að einka­neysla hefur vaxið um 1 % á fyrstu ell­efu mán­uði árs­ins miðað við árið í fyrra.

Í nið­ur­broti á hlut­deild helstu útgjalda­flokka sést að inn­kaup í mat­vöru­versl­unum eru 30%, elds­neytis­kaup 14%, til­bú­inn matur tæp 11% og kaup í hús­gagna- og bygg­inga­vöru­versl­unum 10%.

Með­al­velta Meniga­not­enda í  mat­vöru­versl­unum jókst um 3% ef fyrstu ell­efu mán­uðir árs­ins eru bornir saman við sama tíma­bil á fyrra ári. Við­skipti við bens­ín­stöðvar dróst saman um tæp 3% og kaup á til­búnum mat juk­ust um tæp 7%.

AuglýsingHlut­falls­leg aukn­ing útgjalda til fjar­skipta­fyr­ir­tækja var 7% og til bygg­inga­vöru- og hús­gagna­versl­ana var 6,5%. Þá dró úr útgjöldum við fjöl­miðla um tæp 7%.

Mikil aukn­ing í erlendri vef­versl­un, en fólk eyðir minnaHeild­ar­velta vef­versl­unar jókst um tæp 23% fyrstu ell­efu mán­uði árs­ins sem skýrist aðal­lega af því að fleiri versla á net­inu en áður. Fjöldi Meniga­not­enda sem versl­uðu á net­inu jókst um tæp 32% á milli ára. Á sama tíma lækk­aði með­al­upp­hæð versl­unar um tæp 7% sem lík­lega má skýra með styrk­ingu krón­unn­ar.

Und­an­farin ár hefur vef­versl­unin náð hámarki í nóv­em­ber og lík­legt má telja að kaup­endur séu að versla fyrir jól­in. Ef litið er til síð­ustu þriggja mán­aða sést að það eru tveir turnar á mark­að­in­um. Lang­vin­sæl­ustu vef­versl­an­irnar eru Amazon og  Ali­Ex­press, en þrjár af hverjum fjórum krónum sem verslað er með á net­inu rata til Amazon eða Ali­Ex­press. Verslun hjá Amazon hefur auk­ist á milli ára um 12% og um 23% hjá Ali­Ex­press. Sé ein­ungis litið til nóv­em­ber­mán­aðar hefur vef­verslun við Amazon auk­ist um 10% og um 3% hjá Ali­Ex­press.

Af þeim Meniga­not­endum sem verslað hafa á net­inu á síð­ustu þrjá mán­uðum hefur rúm­lega helm­ingur verslað við Amazon á tíma­bil­inu og rúm­lega þriðj­ungur við Ali­Ex­press. Það er um 5% aukn­ing hjá Amazon og 40% aukn­ing hjá Ali­Ex­press miðað við sama tíma­bil í fyrra.

Með­al­verslun Men­inga­not­enda hjá Amazon nemur rúmum 6.500 krónum og hefur hækkað um tæp 14% á meðan með­al­upp­hæð hefur lækkað um tæp 25% hjá Ali­Ex­press og nemur nú rúmum 4.100.


Allar tölur mið­ast við breyti­legt verð­lag, þ.e.a.s. ekki er leið­rétt fyrir verð­bólgu. Ofan­greindar upp­lýs­ingar eru fengnar úr Meniga­hag­kerf­inu og unnar í sam­starfi Stofn­unar um fjár­mála­læsi og Meniga. Meniga hjálpar fólki að halda utan um fjár­mál heim­il­is­ins og er heild­ar­fjöldi not­enda um 40.000. Aldrei er unnið með per­sónu­grein­an­leg gögn í Meniga hag­kerf­inu. Nán­ari upp­lýs­ingar má finna á www.­fe.is og www.­meniga.is.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None