Félagsmenn SAF vildu komugjöld - settu náttúrupassa í 6. sætið

14357076178-5f9265d4c4-z.jpg
Auglýsing

Eftir að Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra, til­kynnti síð­asta vor að ekki væri á von á frum­varpi um nátt­úrupassa á vor­þingi, ákváðu Sam­tök ferða­þjón­ust­unar (SAF) að kanna hug félags­manna sinna til þeirra gjald­töku­leiða sem helst höfðu verið til umræðu til að standa straum af kostn­aði við varð­veislu og upp­bygg­ingu ferða­manna­staða á Íslandi. Sam­tökin sáu sér þá leik á borði í kjöl­far til­kynn­ingar ráð­herra um að dráttur yrði á nátt­úrupass­an­um, til að skapa víð­tæka sátt um þá leið sem sam­tökin ættu að fylkja sér á bak­við.

Sam­tökin réðu til sín ráð­gjafa og í gang fóru funda­höld með félags­mönnum víðs vegar um land, en auk þess var skoð­ana­könnun send félags­mönnum í maí­mán­uði, þar ­sem þeir voru spurðir að því hvaða skil­yrði fyr­ir­huguð gjald­taka yrði að upp­fylla. Nið­ur­stöð­urnar voru afger­andi. Félags­menn SAF lögðu áherslu á að á­sýnd ferða­manna­staða myndu ekki taka breyt­ingum vegna gjald­tök­unn­ar, til að mynda með til­komu gjald­skýla eða eft­ir­lits­manna.

Félags­menn SAF settu komu­gjöld í fyrsta sætiðÁ félags­fundi í júní lá nið­ur­staða félags­manna SAF ­fyr­ir. Val­kost­un­um var raðað upp á lista, eftir for­gangs­röð, sem sam­tökin ættu að beita sér fyrir að yrðu ofan á. Í fyrsta sætið voru sett svokölluð komu­gjöld, eða hóf­leg­t ­gjald á alla far­þega sem koma inn til lands­ins. Félags­mönnum SAF þótt­i ­fyr­ir­komu­lagið ein­falt og skil­virkt, auk þess sem gjald­takan yrði ein­föld í útfærslu, það er að gjaldið yrði haft inn í far­miða­verðum flug­fé­lag­anna.

Sér­stakt landamæra­gjald var sett í annað sæti list­ans, sem er sam­bæri­legt við komu­gjald­ið, nema þá myndi sér­stakt gjald vera inn­heimt við kom­una til lands­ins, í stað þess að flug­fé­lögin sæu um inn­heimt­una.

Auglýsing

Í þriðja sæti var krafa um að hið opin­bera myndi veita meira fé til varð­veislu og upp­bygg­ingu ferða­manna­staða, á þeim rökum að ferða­þjón­ustan væri nú þegar að skila góðum tekjum í rík­is­sjóð í formi skatta.

„Ráðu­neytið hafi tjáð sam­tök­unum að sér­stök komu- eða landamæra­gjöld, væru ekki fram­kvæm­an­leg þar sem þau brjóti í bága við alþjóð­lega samn­inga, til að mynda Shengen og EES-samninginn.“

Hækkun gistin­átta­gjalds þótti fjórði álit­leg­asti kost­ur­inn, og í fimmta sæti var hug­mynd um að ferða­þjón­ustan kæmi á fót sér­stökum sjóði sem myndi standa straum af nátt­úru­vernd og öðru til­heyr­andi. Sjóð­ur­inn yrði fjár­magn­aður með gjöldum sem ferða­þjón­ustan myndi inn­heimta og úthluta sjálf. Hug­myndin var ekki síst sprott­inn af efa­semdum aðila innan ferða­þjón­ust­unnar að fjár­magnið myndi ekki skila sér að fullu til geirans ef rík­is­sjóður sæi um inn­heimt­una.

Í sjötta sæti var svo hinn umdeildi nátt­úrupassi, sem er sú leið sem iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra hefur nú ákveðið að fara, og gjald­taka land­eig­enda rak lest­ina í sjö­unda sæti list­ans.

Stjórn SAF ákveður að hampa fjórða kost­inumEftir að hafa kannað ger­leika val­kost­anna ákvað stjórn SAF á dög­unum að leggja til að gistin­átta­gjaldið yrði hækkað til að kosta bráð­nauð­syn­legar aðgerðir í þágu ferða­þjón­ust­unn­ar. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans olli ákvörðun stjórn­ar­inn­ar, um að fara þessa leið, tölu­verða furðu og reiði á meðal hót­el- og gisti­húsa­eig­enda sem að minnsta kosti í einu til­felli leiddi til úrsagnar úr sam­tök­un­um. Heim­ildir Kjarn­ans herma að fleiri aðilar í gisti­rekstri hygg­ist gera slíkt hið sama.

Helga Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SAF, segir í sam­tali við Kjarn­ann, að ákvörðun stjórn­ar­innar um að leggja til hækkun gistin­átta­gjalds, hafi meðal ann­ars byggt á sam­skiptum við atvinnu­vega­ráðu­neyt­ið. Ráðu­neytið hafi tjáð sam­tök­unum að sér­stök komu- eða landamæra­gjöld, væru ekki fram­kvæm­an­leg þar sem þau brjóti í bága við alþjóð­lega samn­inga, til að mynda Shengen og EES-­samn­ing­inn. Þá hafi sömu­leiðis ekki þótt ráð­legt að leggja á komu­gjöld, þar sem inn­an­lands­flugið yrði ekki und­an­skilið þeim.

Ferðamönnum á Íslandi hefur fjölgað mikið undanfarin ár, og viðbúið er að þeim haldi áfram að fjölga. Ferða­mönnum á Íslandi hefur fjölgað mikið und­an­farin ár, og við­búið er að þeim haldi áfram að fjölga.

Helstu rök atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins ­fyrir því að ekki sé hægt að ráð­ast í sér­stök komu- og/eða brott­far­ar­gjöld, eru að þau yrðu flokkuð sem landamæra­gjöld og hvorki megi leggja þau á íbúa á EES-­svæð­inu né í Schengen lönd­un­um. Þá hafi ekki verið talin far­sæl leið að inn­heimta slík gjöld ein­ungis af hluta ferða­manna. Enda kveður EES-­samn­ing­ur­inn á um ein­hlýtt bann við hverslags mis­munun vegna þjóð­ern­is.

Komu­gjöld lifa góðu lífi innan Evr­ópu­sam­bands­insÍ Bret­landi, sem á aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, hefur verið við lýði sér­stakur flug­far­þega­skattur (Air Passen­ger Duty) und­an­farin ár. Bresk stjórn­völd rukka flug­far­þega um þrettán evr­ur, eða um rétt rúmar 2000 krón­ur, að því er þau segja vegna nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­miða, en upp­hæðin hækkar í sam­ræmi við lengd flug­ferða. Flug­far­þegar sem milli­lenda á Bret­landseyj­um, á leið­inni úr landi, eru und­an­skildir skatt­in­um. Skatt­heimtan gildir jafnt um inn­an­lands­flug og milli­landa­flug, með því skil­yrði að umrædd flug­vél sé þyngri en tíu tonn og beri fleiri en tutt­ugu far­þega.

Þjóð­verjar, sem eiga sömu­leiðis aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, rukka líka sér­stakt brott­far­ar­gjald. Það nemur 7,5 evr­um, sé flogið innan Evr­ópu, og getur hækkað upp í ríf­lega 42 evrur á lengri flug­leið­um. Svipað fyr­ir­komu­lag er við lýði í Aust­ur­ríki. Frakk­ar, enn önnur Evr­ópu­sam­bands­þjóð­in, rukka rúm­lega eina evru í far­þega­skatt innan EES-­svæð­is­ins og röskar 4,5 evrur utan þess, en upp­hæð­inni er varið til mann­úð­ar­mála.

„­Sér­stakur far­þega­skattur er þannig ekki við lýði í inn­an­lands­flugi, en hann var aflagður á Íslandi árið 2010.“

Írar settu sér­stakt brott­far­ar­gjald árið 2009. Gjaldið hljóð­aði þá upp á tíu evr­ur, fyrir far­þega sem flugu lengra en 300 kíló­metra frá Dublin, en t­vær evrur fyrir þá sem flugu styttra. Vegna þess að fyr­ir­komu­lagið hafði í för með sér að nán­ast öll flug til ann­arra landa voru á hærra gjald­inu, en inn­an­lands­flug á því lægra, var gjald­inu breytt í þrjár evrur árið 2011, óháð lengd flugs. Enda kveða lög Evr­ópu­sam­bands­ins á um að ekki megi leggja hærri gjöld á flug­þjón­ustu milli landa ESB en innan hvers lands.

Stjórn­völdum kunn­ugt um for­dæmi innan EESÍ skýrslu ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Alta, sem unnin var fyrir Ferða­mála­stofu árið 2013, að beiðni atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins, er fjallað um brott­far­ar- og komu­gjöld á flug­far­þega. Þar kemur fram að all­mörg lönd inn­heimti slík gjöld, sem séu oft­ast í formi brott­far­ar­gjalda. Í flestum til­fellum sé flug­fé­lögum falið að inn­heimta gjaldið og sé það þá inn­heimt við kaup á flug­mið­an­um. Nær öll for­dæmin hér að ofan eru rakin í skýrsl­unni. Þá telja skýrslu­höf­undar að gjald­töku­leiðin sé bæði raun­hæf og fremur ein­föld til notk­unar hér á landi.

Í dag greiða flug­far­þegar sem fara um Kefla­vík­ur­flug­völl sér­stakt brott­far­ar­gjald, sem er 900 krónur á sumrin og 450 krónur á vet­urna. Þá greiða flug­far­þegar í inn­an­lands­flugi, sem fljúga frá Reykja­vík­ur­flug­velli, 1.200 krónur í sér­stakt far­þega­gjald sem renna til rekst­urs flug­vall­ar­ins. Sama fyr­ir­komu­lag er fyrir hendi á öðrum flug­völlum lands­ins en þar er gjaldið lægra. Sér­stakur far­þega­skattur er þannig ekki við lýði í inn­an­lands­flugi, en hann var aflagður á Íslandi árið 2010.

Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Andri Thorsson., þingmaður Samfylkingarinnar.
Ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokki
Þingmaður Samfylkingar segir að sameiginlegir strengir séu milli hans flokks, Pírata og Viðreisnar. Það sé hins vegar ekki hægt að stilla saman strengi með Miðflokknum vegna þess að engir sameiginlegir strengir séu til staðar.
Kjarninn 19. september 2019
Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt.
Kjarninn 19. september 2019
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og ein af flutningsmönnum tillögunnar.
Vilja gera jarðakaup leyfisskyld
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að jarðakaup verði gerð leyfisskyld hér á landi í nýrri þingsályktunartillögu. Markmið tillögunnar er að tryggja eignarhald landsmanna á jörðum á Íslandi og skapa þannig tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli.
Kjarninn 19. september 2019
Meira eftir höfundinnÆgir Þór Eysteinsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None