B-52 Stratofortress sprengjuflugvél bandaríska flughersins. Vélar sem þessar hafa verið í notkun um áratugaskeið, geta flogið heimsálfa á milli og borið kjarnorkuvopn.

Er nýtt vígbúnaðarkapphlaup að hefjast?

Hvers vegna koma ríki sér upp kjarnorkuvopnunum?

Um þessar mundir eru 70 ár frá því að Banda­ríkja­menn vörp­uð­u kjarn­orku­sprengjum á japönsku borg­irnar Hiros­hima og Naga­saki, en það mark­að­i ­lok heims­styrj­ald­ar­innar síð­ari. Í kjöl­farið fór í gang mik­ið víg­bún­að­ar­kapp­hlaup með ógn­ar­jafn­vægi sem byggð­ist á kjarn­orku­vopnum þar sem stór­veldin tvö, Banda­ríkin og Sov­ét­rík­in, voru í for­grunni. Þeir sem lifð­u þessa tíma kalda stríðs­ins muna vel hvernig kjarn­orku­váin vofði stöðugt yfir og varla leið sá dagur að fólk væri ekki minnt á hætt­una á kjarn­orku­stríði.

Stór­veldin tvö höfðu þó náð vissum árangri með samn­ingum um ­tak­mörkun og eyð­ingu kjarn­orku­vopna strax á 8. ára­tugn­um, en eftir stóð að þau réðu enn yfir gríð­ar­legu magni sem nægt hefði til að tor­tíma gervöllum heim­in­um ­mörgum sinn­um.

Það voru stærstu og vold­ug­ustu ríki heims sem þró­uðu kjarn­orku­tækn­ina og komu sér upp kjarn­orku­vopn­um, þó fleiri hafi fengið að fylgja með. Til varð fyr­ir­komu­lag, ­sem ekki gefst færi á að fara nánar út í hér, þar sem sum ríki fengu að þróa og ráða yfir kjarn­orku og kjarn­orku­vopnum en önnur ekki.

Níu ríki búa nú yfir kjarn­orku­vopn­um, fimm þeirra eiga fast sæti í örygg­is­ráð­i ­Sam­ein­uðu þjóð­anna: Banda­rík­in, Rúss­land, Frakk­land, Bret­land og Kína – auk þess sem Ind­land, Pakistan, Norður Kórea og Ísr­ael eiga kjarn­orku­vopn.

Eftir að kalda stríð­inu lauk hefur umræða um kjarn­orku­vopn og ­mögu­lega beit­ingu þeirra ekki verið mjög áber­andi. Jafn­framt hefur verið unn­ið á­fram að afvopn­un, tak­mörkun og fækkun kjarn­orku­vopna í heim­inum und­ir­ ­for­merkjum NPT samn­ings­ins sem á rætur að rekja allt aftur til árs­ins 1968.Kafbátur breska flotans HMS Victorious, sem skotið getur langdrægum Trident eldflaugum búnum kjarnaoddum milli heimsálfa, leggur úr höfn í Skotlandi.

Er nýtt ­kapp­hlaup haf­ið?

Þegar betur er að gáð hefur afvopn­unin ekki verið eins mark­viss og virð­ast mætti í fyrst­u.  Stöðugt er unn­ið að þróun á full­komn­ari vopn­um, sem beita má af meiri nákvæmni, þó ein­hverjum úrelt­u­m hafi verið farg­að. Magn vopna hefur dreg­ist sam­an, en heildar getan auk­ist. Jafn­fram­t eru nú komnar upp aðstæður sem minna óþægi­lega á fyrri tíma, því eftir að Rússar réð­ust inn í Úkra­ínu og hertóku Krím­skaga hafa sam­skipti þeirra  og Vest­ur­landa verið tals­vert ógn­vekj­andi.

Vla­dimir Pútín sagði fyrr á þessu ári að Rússar hefðu áhyggjur af eld­flauga­varn­ar­bún­aði nálægt landa­mærum sínum um leið og til­kynnt var að Rúss­ar ­myndu bæta 40 lang­drægum eld­flaugum í kjarn­orku­vopna­búr sitt strax á þessu ári. Pútín sagð­i að Rússar væru knúnir til að beina vopnum sínum að þeim svæðum þaðan sem ógn­in kæmi. Hann sagði áætl­anir Banda­ríkj­anna um að koma fyrir skrið­drekum og þunga­vopnum í NATO-­ríkjum við landa­mæri Rúss­lands mestu ógn af hálf­u ­Banda­ríkja­manna síðan í kalda stríð­inu.

Bresk stjórn­völd hafa brugð­ist við með því að hvetja NATO til her­æf­inga með kjarn­orku­vopnum og John Kerry utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna lýsti í kjöl­farið áhyggjum sínum vegna ummæla Pútíns. Hann sagði engan vilja ­sjá sam­skiptin fara aftur í sama far og þau voru í á kalda­stríðs­ár­unum og að um­mæli þjóð­ar­leið­toga jafn valda­mik­ils ríkis og Rúss­lands hljóti að vekja fólk til umhugs­unar um hverjar afleið­ing­arnar gætu orð­ið.

Haft hefur verið eftir yfir­mönnum hjá NATO að það sé almenn stefna ­banda­lags­ins að fæl­ing­ar­máttur fáist með sam­blandi af hefð­bundnum vopn­um, eld­flaugum og kjarnaflaug­um. Hins vegar sé það áhyggju­efni að Rússar hafi lækk­að þann þrösk­uld sem almennt við­gengst í sam­skiptum hvað varðar kjarn­orku­vopn. Þeir gangi jafn­vel lengra en á meðan kalda stríð­inu stóð og sé það mikið áhyggju­efn­i.

Nú er talið að um 200 B61 kjarna­oddar séu geymdir í banda­rískum her­stöðvum í fimm Evr­ópu­lönd­um, ein­hver afgangur af vopna­búri þeirra frá­ sjö­unda ára­tugn­um. Hern­að­ar­sér­fræð­ingar vilja meina að þessi vopn séu ögrand­i ­tíma­skekkja og hafa bent á að lang­drægar flaugar í Bret­landi og Banda­ríkj­un­um, auk þeirra sem beita má frá­ kaf­bát­um, séu yfir­drifið nógur fæl­ing­ar­máttur gagn­vart Rúss­um.

Þessi víg­bún­aður virð­ist þó ekki nægja og það vekur ugg að í kjöl­far nýrrar stöðu milli Rúss­lands og Vest­ur­veld­anna eru nú uppi áætl­anir um að upp­færa þessar flaugar með nútíma tækni­bún­aði. Þannig yrðu þær mun nákvæm­ari og beita mætti þeim gegn afmark­aðri skot­mörk­um. Banda­ríkja­þing sam­þykkti einmitt ekki beiðni hers­ins um slík nákvæmn­is­vopn á 10. ára­tugnum því þau stór­auka hættu á að menn sjái kjarn­orku­vopn sem raun­hæfan mögu­leika í stríð­i. 

Langdrægri Tomahawk stýriflaug skotið frá USS Cape St. George í Miðjarðarhafinu í Persaflóastríðinu, en svona flaugar geta borið kjarnaodda.

Er meira undir en hefð­bundnar varn­ir?  

Ekki þarf að fjöl­yrða um afleið­ingar kjarn­orku­spreng­inga og þótt ein­hverjir hern­að­ar­sér­fræð­ingar telji að ný tækni geri það betur mögu­legt að heyja tak­markað kjarn­orku­stríð, sjá vænt­an­lega flestir beit­ingu kjarn­orku­vopna sem al­ger­lega óásætt­an­legan val­kost.

Mik­il­vægt er að koma auga á hvað býr að baki því að ríki komi sér­ ­upp kjarn­orku­vopn­um, annað en þegar um hefð­bund­inn víg­búnað er að ræða. Það ­segir nefni­lega ekki nema hálfa sög­una að skoða ein­ungis hinn eig­in­lega varn­ar­þátt kjarn­orku­vopna – og hvernig þau þjóna því hlut­verki að bregð­ast við hern­að­ar­legri ógn.

Nú er rætt um þá ógn sem stafar af því ef kjarn­orku­vopn kæmust í hendur öfga­sinn­aðra hryðju­verka­hópa eins og Íslamska rík­is­ins og er það rétt­mæt­ur ótti. Hér er sjónum hins vegar beint að því þegar kjarn­orka og kjarn­orku­vopn eru nýtt sem valda­tæki, sem aftur riðlar stjórn­skip­an, tak­markar eðli­lega umræðu og lýð­ræði þar með. En jafn­framt því, þegar þeir sem telja sig þess umkomna að ráða yfir kjarn­orku­vopnum fara að sjá það sem raun­hæfan mögu­leika að beita þeim.

Grund­vall­ar­at­riðið í þess­ari umræðu er hversu kjarn­orka og kjarn­orku­vopn eru sér­stök fyr­ir­bæri, sem bygg­ist m.a. á hinum gríð­ar­lega eyð­ing­ar­mætt­i og háþró­aðri tækni sem ekki er á allra færi. Því verður auð­velt að gera allt ­sem teng­ist kjarn­orku og kjarn­orku­vopnum órætt og dul­ar­fullt auk þess sem ­gjarnan ríkir leynd um fyr­ir­komu­lag varn­ar­mála ríkja.

Auk þess ríkir í heim­inum ákveðið stig­veldi varð­andi það hver má ráða yfir kjarn­orku og kjarn­orku­vopnum og til er nokkuð sem fræði­menn hafa ­kallað á ensku „nuclear exept­iona­l­ism“. Hug­tak þetta lýsir ástand­inu sem verð­ur­ til í kringum kjarn­orku­sprengj­una vegna þess að allt sem teng­ist henni þyk­ir svo sér­stakt og stór­brotið að ekki sé á færi venju­legs fólks eða stofn­ana að fjalla um það. Því verður kjarn­orkan, sér í lagi kjarn­orku­vopn, smátt og smátt óháð hefð­bundn­um ­ferlum við áætl­anir og ákvarð­ana­töku, hvort sem um er að ræða til­tekin ríki eða al­þjóða­sam­fé­lagið í heild.

Kjarn­orku­mál verða þá nokk­urs konar ríki í rík­inu, sem getur gert ­vald­höfum auð­velt að nota kjarn­ork­una sem tæki til að ráða stjórn­mál­u­m inn­an­lands á ólýð­ræð­is­legan máta. Kjarn­orku­mál eru gjarnan umdeild mál en alltaf má skáka í skjóli óljós­ra en til­finn­inga­tengdra hug­taka eins og „þjóðar­ör­ygg­is“. Kjarn­orku­sprengjan get­ur því verið kjörin leið fyrir stjórn­mála­öfl til að ná til sín fylgi í and­rúms­lofti óein­ingar með því að t.d. magna upp ótta og þjóð­ern­is­kennd. Titan kjarnorkueldflaug neðanjarðarskotpalli í Arizona eyðimörkinni.

Dæmi um þetta er kjarn­orku­vopna­á­ætlun Ind­verja sem var gerð að ­kosn­inga­máli árið 1998 og var fjarri því að vera byggð á ígrund­uð­u­m stra­tegískum áætl­unum um raun­veru­lega varn­ar­þörf. Stjórn­mála­öfl nýttu sér­ kjarn­orku­á­ætlun rík­is­ins sér til fram­drátt­ar. Hrært var saman óljósum­ til­vís­unum í þjóð­erni, trú, sögu og arf­leifð og látið í veðri vaka að þeir ógn­ar­kraftar sem búa þarna að baki ættu sér ein­hverja guð­lega teng­ingu.

Einnig ná nota kjarn­orku­vopn til að skapa ríki stöðu í alþjóð­leg­u ­sam­hengi og styrkja um leið við­kom­andi stjórn­mála­afl inn­an­lands. Ríkið getur breytt ­sjálfs­mynd sinni og sýnt hversu nútíma­vætt það er. Gott dæmi um þetta er Frakk­land og kjarn­orku­á­ætl­unin sem sett var í gang á sjötta ára­tug síðust­u ald­ar. Frökkum stóð ekki nein ógn af nokkrum sem kall­aði á kjarn­orku­víg­bún­að, þeim var hins vegar mjög í mun að sýna fram á mátt sinn og megin og að Frakk­ar væru þjóð í fremstu röð á sviði tækni og vís­inda.

Kjarn­orku­vopn eru því annað og meira en vopn sem beint er gegn hugs­an­legum óvini. Þau eru tákn um vald, stöðu, mik­il­feng­leik, tækni­lega ­yf­ir­burði – jafn­vel ein­hvers konar sam­band við æðri mátt­ar­völd, teng­ing við hið ­guð­lega.

Þegar spenna magn­ast í sam­skiptum gam­alla óvina er útlitið ekki gott. Hugs­an­lega erum við að horfa fram á nýja tíma, nýtt víg­bún­að­ar­kapp­hlaup þar sem ­trúin á tækn­ina verður aðal drif­fjöðr­in, nú þegar ein­hverjir telja tækni­fram­far­ir ­geti gert tak­mörkuð kjarn­orku­stríð mögu­leg. Við þessu má bregð­ast með því að hafna óþarfa leynd og við­hafa lýð­ræð­is­leg vinnu­brögð þegar kjarn­orka og kjarn­orku­vopn eru ann­ars veg­ar.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar