Klukkan fræga.
Klukkan fræga.
Auglýsing

Þing­hús­klukkan í Lund­únum með sínum fimm bjöllum og dimmum hljómi, ætíð kölluð Big Ben, er án efa ein þekktasta klukka heims. Henni er ætlað að ganga hár­rétt og þegar kólf­ur­inn slær í stóru bjöll­una, til dæmis á hádegi á klukkan að vera nákvæm­lega tólf. Fyrir nokkrum mán­uðum tóku tækni­menn breska rík­is­út­varps­ins, BBC eftir því að sláttur klukk­unnar var sex sek­úndum of seint á ferð­inni en ekki „on the dot“eins og þar­lendir orða það. Ein af rásum breska útvarps­ins, BBC4, útvarpar dag­lega klukku­slætt­inum í upp­hafi kvöld­frétta­tím­ans. Þótt ekki skeik­aði nema sex sek­úndum þótti Bretum þetta alvar­leg tíð­indi. „Það er ekki von á góðu í henni ver­öld þegar meira að segja Big Ben bregst“ sagði við­mæl­andi BBC. Þótt þessi óná­kvæmni vekti vissu­lega athygli og umtal bár­ust brátt aðrar og alvar­legri fréttir af ástand­inu í hinum heims­þekkta klukkuturn­i. 

Bjart­sýnir úrsmiðir

Árið 2007 var klukkan ásamt bjöll­unum yfir­farin og ýmsir hlutir í gang­verk­inu end­ur­nýj­að­ir. Það verk tók sex vikur og þegar því lauk höfðu úrsmiðir (hálf­gert rang­nefni í þessu til­viki) breska þings­ins á orði að ekki yrði þörf á annarri eins yfir­haln­ingu næstu tvö hund­ruð árin. Þau ummæli reynd­ust byggð á mik­illi bjart­sýni því nokkrum árum síðar kom í ljós að margt í þessu flókna og stóra klukku­verki  var farið að gefa sig og nán­ast komið á síð­asta snún­ing. Málið var rætt í breska þing­inu og ákveðið að skipa nefnd til að meta ástandið og koma með til­lög­ur.

Svört skýrsla  

Þing­manna­nefndin lauk störfum fyrir nokkrum vik­um. Skýrsla hennar hefur ekki enn verið birt opin­ber­lega en inni­haldið hefur kom­ist í hendur fjöl­miðla. Nið­ur­staða nefnd­ar­innar er í stuttu máli sú að grípa verði sem allra fyrst til meiri­háttar við­gerða á klukk­unni, bæði úrverk­inu sjálfu og bjöll­un­um. Ef það verði ekki gert sé mikil hætta á að klukkan skemmist svo mikið að hún verði ónot­hæf og jafn­vel ónýt. Breska blaðið Daily Mail hefur eftir breskum þing­manni að sig hefði sundlað þegar hann las skýrsl­una. Engan hefði grunað að ástandið á þessu einu helsta tákni bresku þjóð­ar­innar væri jafn bág­borið og fram kemur í skýrsl­unni. Skýrslu­höf­undar telja að við­gerð á klukk­unni og því sem henni til­heyrir kosti sem sam­svari tæpum átta millj­örðum íslenskra króna, jafn­vel meira. Það er mikið fé en þar með er ekki öll sagan sögð því þing­húsið sjálft er í mik­illi nið­ur­níðslu, utan dyra og inn­an. Kostnaðurinn við þær við­gerðir er met­inn  jafn­gildi fjórtán hund­ruð millj­arða íslenskra króna. Eins og áður­nefndur breskur þing­maður sagði í við­tali við Daily Mail er við­gerðin á Big Ben smá­mál í þeim sam­an­burði. Til tals hefur komið að breska þingið flytji úr þing­hús­inu meðan við­gerð­ir, sem hvorki hafa verið ákveðnar né tíma­sett­ar, fari fram en margir þing­menn hafa lýst and­stöðu við þær hug­mynd­ir.

Auglýsing

Sögu­frægar bygg­ingar

Breska þing­húsið heitir réttu nafni Palace of West­min­ster en er yfir­leitt kallað Hou­ses of Parli­ament (hýsir báðar deild­ir, Hou­se, þings­ins) eða ein­fald­lega West­min­st­er. Þing­húsið var byggt á árunum 1840 – 70 á rústum eldra þing­húss sem eyði­lagð­ist í eldi árið 1834. Arki­tekt var Charles Barry. Sam­tímis ákvörðun um bygg­ingu þing­húss­ins var ákveðið að við það skyldi reistur klukku­turn og sér­stak­lega til­tekið að klukku­skífa yrði sýni­leg úr öllum áttum og klukkan skyldi ganga hár­rétt. Turn­inn sem nú ber nafn Elísa­betar II og iðu­lega rang­lega kall­aður Big Ben er 96 metra hár, smíði hans lauk 1859. Klukku­skíf­urnar fjór­ar, ein á hverri hlið, eru í 55 metra hæð. Þær eru um það bil 7 metrar í þver­mál, stóri vísir­inn 4.3 metra langur og sá minni 2.7 metr­ar. Úrverkið situr fyrir neðan skíf­urnar og er engin smá­smíði, vegur 5 tonn. Turn­inn og klukku­skíf­urnar teikn­aði Augustus Pug­in.  

Lög­fræð­ingur og klukku­hönn­uður

Þótt það freist­aði margra að hanna og smíða klukk­una gekk illa að fá ein­hvern til að taka verkið að sér. Til þess voru þær ástæður helstar að hér var um mjög flókið verk­efni að ræða og kröfur þings­ins  strang­ar. Á end­anum tóku þekktir úrsmið­ir, Edward og Freder­ick Dent verkið að sér í sam­vinnu við lög­fræð­ing­inn og áhuga­úrsmið­inn Edmund Beckett Den­i­son. Den­i­son hafði enga form­lega menntun sem úrsmiður en var að sögn ákaf­lega ráð­ríkur og sjálfsör­ugg­ur. Smíði úrverks­ins og skíf­anna fjög­urra gekk vel, bjöll­urnar voru steyptar á þekktu verk­stæði í Lund­ún­um. Eftir að fljót­andi málm­inum hafði verið hellt í mótið tók það málm stóru bjöll­unnar 20 daga að kólna. Sú stóra vegur tæp 14 tonn og er 2.3 metrar á hæð og 2.75 metrar í þver­mál, hinar eru langtum minni. Þegar verið var að prófa stóru bjöll­una vildi ekki betur til en svo að hún hrökk i sund­ur. Þá var steypt önnur bjalla sem flutt var með mik­illi við­höfn niður að West­min­st­er. Klukkan glumdi svo í fyrsta skipti sum­arið 1859. 

Den­i­son krafð­ist þess að kólf­ur­inn yrði hafður mun þyngri en upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir, til að slátt­ur­inn yrði öfl­ugri. Það hafði þær afleið­ingar að um það bil tveimur mán­uðum eftir að klukkan var tekin í notkun kom sprunga í hana. Gert var við sprung­una og bjöll­unni snúið og jafn­framt settur í hana létt­ari kólf­ur. Þessar til­fær­ingar eru taldar ástæður þess að hljóm­ur­inn er nokkru dimmari og þyngri en ráð var fyrir gert.  

Hvaðan kemur nafnið Big Ben?

Til­gátur um nafnið Big Ben eru margar en hvað er satt og rétt í þeim efnum er ekki vit­að. Ein til­gát­an, og sú lífseigasta, er sú að þegar þing­menn höfðu rætt klukku­stundum saman um hvað klukkan skyldi heita tók til máls Sir Benja­min Hall. Hann var hár maður vexti og þrek­vax­inn og gekk undir nafn­inu Big Ben. Þing­mað­ur­inn tal­aði lengi og þegar hann sett­ist að lok­inni ræð­unni kall­aði einn þing­maður „Af hverju köllum við hana ekki bara Big Ben“. Hávær hlátra­sköll gullu við í þingsalnum en þarna var nafnið kom­ið. Form­lega heitir stóra bjallan The Great Bell en það nafn þekkja fáir.    

Turn­inn hallar

„Ef turn­inn er lóð­réttur hall­ast kór­inn til hægri“ segir í þekktu ljóði Steins Stein­ars. Það ljóð var, sem kunn­ugt er, ekki ort um breska þing­hús­ið. Ljóðið hefði heldur ekki getað átt við klukku­turn­inn af tveimur ástæð­um: þar er eng­inn kór og svo hitt að turn­inn er ekki lóð­rétt­ur, hann hall­ar. Ekki mikið en þó svo að greina má með berum aug­um. Ekki er vitað um ástæður þessa en ýmsar skýr­ingar á lofti. Fram­kvæmdir við lesta­göng neð­an­jarð­ar, jarð­veg­ur­inn undir turn­inum hafi þornað og fleira er nefnt. Fylgst hefur verið með þessum breyt­ingum frá árinu 1999. Umsjón­ar­maður turns­ins segir að nú um stundir sé meiri ástæða til að hafa áhyggjur af klukk­unni. Miðað við breyt­ingar á halla turns­ins þurfi að gera ráð­staf­anir eftir um það bil 4000 ár, í fyrsta lagi. Það sé því drjúgur tími til und­ir­bún­ings.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None