Klukkan fræga.
Klukkan fræga.
Auglýsing

Þing­hús­klukkan í Lund­únum með sínum fimm bjöllum og dimmum hljómi, ætíð kölluð Big Ben, er án efa ein þekktasta klukka heims. Henni er ætlað að ganga hár­rétt og þegar kólf­ur­inn slær í stóru bjöll­una, til dæmis á hádegi á klukkan að vera nákvæm­lega tólf. Fyrir nokkrum mán­uðum tóku tækni­menn breska rík­is­út­varps­ins, BBC eftir því að sláttur klukk­unnar var sex sek­úndum of seint á ferð­inni en ekki „on the dot“eins og þar­lendir orða það. Ein af rásum breska útvarps­ins, BBC4, útvarpar dag­lega klukku­slætt­inum í upp­hafi kvöld­frétta­tím­ans. Þótt ekki skeik­aði nema sex sek­úndum þótti Bretum þetta alvar­leg tíð­indi. „Það er ekki von á góðu í henni ver­öld þegar meira að segja Big Ben bregst“ sagði við­mæl­andi BBC. Þótt þessi óná­kvæmni vekti vissu­lega athygli og umtal bár­ust brátt aðrar og alvar­legri fréttir af ástand­inu í hinum heims­þekkta klukkuturn­i. 

Bjart­sýnir úrsmiðir

Árið 2007 var klukkan ásamt bjöll­unum yfir­farin og ýmsir hlutir í gang­verk­inu end­ur­nýj­að­ir. Það verk tók sex vikur og þegar því lauk höfðu úrsmiðir (hálf­gert rang­nefni í þessu til­viki) breska þings­ins á orði að ekki yrði þörf á annarri eins yfir­haln­ingu næstu tvö hund­ruð árin. Þau ummæli reynd­ust byggð á mik­illi bjart­sýni því nokkrum árum síðar kom í ljós að margt í þessu flókna og stóra klukku­verki  var farið að gefa sig og nán­ast komið á síð­asta snún­ing. Málið var rætt í breska þing­inu og ákveðið að skipa nefnd til að meta ástandið og koma með til­lög­ur.

Svört skýrsla  

Þing­manna­nefndin lauk störfum fyrir nokkrum vik­um. Skýrsla hennar hefur ekki enn verið birt opin­ber­lega en inni­haldið hefur kom­ist í hendur fjöl­miðla. Nið­ur­staða nefnd­ar­innar er í stuttu máli sú að grípa verði sem allra fyrst til meiri­háttar við­gerða á klukk­unni, bæði úrverk­inu sjálfu og bjöll­un­um. Ef það verði ekki gert sé mikil hætta á að klukkan skemmist svo mikið að hún verði ónot­hæf og jafn­vel ónýt. Breska blaðið Daily Mail hefur eftir breskum þing­manni að sig hefði sundlað þegar hann las skýrsl­una. Engan hefði grunað að ástandið á þessu einu helsta tákni bresku þjóð­ar­innar væri jafn bág­borið og fram kemur í skýrsl­unni. Skýrslu­höf­undar telja að við­gerð á klukk­unni og því sem henni til­heyrir kosti sem sam­svari tæpum átta millj­örðum íslenskra króna, jafn­vel meira. Það er mikið fé en þar með er ekki öll sagan sögð því þing­húsið sjálft er í mik­illi nið­ur­níðslu, utan dyra og inn­an. Kostnaðurinn við þær við­gerðir er met­inn  jafn­gildi fjórtán hund­ruð millj­arða íslenskra króna. Eins og áður­nefndur breskur þing­maður sagði í við­tali við Daily Mail er við­gerðin á Big Ben smá­mál í þeim sam­an­burði. Til tals hefur komið að breska þingið flytji úr þing­hús­inu meðan við­gerð­ir, sem hvorki hafa verið ákveðnar né tíma­sett­ar, fari fram en margir þing­menn hafa lýst and­stöðu við þær hug­mynd­ir.

Auglýsing

Sögu­frægar bygg­ingar

Breska þing­húsið heitir réttu nafni Palace of West­min­ster en er yfir­leitt kallað Hou­ses of Parli­ament (hýsir báðar deild­ir, Hou­se, þings­ins) eða ein­fald­lega West­min­st­er. Þing­húsið var byggt á árunum 1840 – 70 á rústum eldra þing­húss sem eyði­lagð­ist í eldi árið 1834. Arki­tekt var Charles Barry. Sam­tímis ákvörðun um bygg­ingu þing­húss­ins var ákveðið að við það skyldi reistur klukku­turn og sér­stak­lega til­tekið að klukku­skífa yrði sýni­leg úr öllum áttum og klukkan skyldi ganga hár­rétt. Turn­inn sem nú ber nafn Elísa­betar II og iðu­lega rang­lega kall­aður Big Ben er 96 metra hár, smíði hans lauk 1859. Klukku­skíf­urnar fjór­ar, ein á hverri hlið, eru í 55 metra hæð. Þær eru um það bil 7 metrar í þver­mál, stóri vísir­inn 4.3 metra langur og sá minni 2.7 metr­ar. Úrverkið situr fyrir neðan skíf­urnar og er engin smá­smíði, vegur 5 tonn. Turn­inn og klukku­skíf­urnar teikn­aði Augustus Pug­in.  

Lög­fræð­ingur og klukku­hönn­uður

Þótt það freist­aði margra að hanna og smíða klukk­una gekk illa að fá ein­hvern til að taka verkið að sér. Til þess voru þær ástæður helstar að hér var um mjög flókið verk­efni að ræða og kröfur þings­ins  strang­ar. Á end­anum tóku þekktir úrsmið­ir, Edward og Freder­ick Dent verkið að sér í sam­vinnu við lög­fræð­ing­inn og áhuga­úrsmið­inn Edmund Beckett Den­i­son. Den­i­son hafði enga form­lega menntun sem úrsmiður en var að sögn ákaf­lega ráð­ríkur og sjálfsör­ugg­ur. Smíði úrverks­ins og skíf­anna fjög­urra gekk vel, bjöll­urnar voru steyptar á þekktu verk­stæði í Lund­ún­um. Eftir að fljót­andi málm­inum hafði verið hellt í mótið tók það málm stóru bjöll­unnar 20 daga að kólna. Sú stóra vegur tæp 14 tonn og er 2.3 metrar á hæð og 2.75 metrar í þver­mál, hinar eru langtum minni. Þegar verið var að prófa stóru bjöll­una vildi ekki betur til en svo að hún hrökk i sund­ur. Þá var steypt önnur bjalla sem flutt var með mik­illi við­höfn niður að West­min­st­er. Klukkan glumdi svo í fyrsta skipti sum­arið 1859. 

Den­i­son krafð­ist þess að kólf­ur­inn yrði hafður mun þyngri en upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir, til að slátt­ur­inn yrði öfl­ugri. Það hafði þær afleið­ingar að um það bil tveimur mán­uðum eftir að klukkan var tekin í notkun kom sprunga í hana. Gert var við sprung­una og bjöll­unni snúið og jafn­framt settur í hana létt­ari kólf­ur. Þessar til­fær­ingar eru taldar ástæður þess að hljóm­ur­inn er nokkru dimmari og þyngri en ráð var fyrir gert.  

Hvaðan kemur nafnið Big Ben?

Til­gátur um nafnið Big Ben eru margar en hvað er satt og rétt í þeim efnum er ekki vit­að. Ein til­gát­an, og sú lífseigasta, er sú að þegar þing­menn höfðu rætt klukku­stundum saman um hvað klukkan skyldi heita tók til máls Sir Benja­min Hall. Hann var hár maður vexti og þrek­vax­inn og gekk undir nafn­inu Big Ben. Þing­mað­ur­inn tal­aði lengi og þegar hann sett­ist að lok­inni ræð­unni kall­aði einn þing­maður „Af hverju köllum við hana ekki bara Big Ben“. Hávær hlátra­sköll gullu við í þingsalnum en þarna var nafnið kom­ið. Form­lega heitir stóra bjallan The Great Bell en það nafn þekkja fáir.    

Turn­inn hallar

„Ef turn­inn er lóð­réttur hall­ast kór­inn til hægri“ segir í þekktu ljóði Steins Stein­ars. Það ljóð var, sem kunn­ugt er, ekki ort um breska þing­hús­ið. Ljóðið hefði heldur ekki getað átt við klukku­turn­inn af tveimur ástæð­um: þar er eng­inn kór og svo hitt að turn­inn er ekki lóð­rétt­ur, hann hall­ar. Ekki mikið en þó svo að greina má með berum aug­um. Ekki er vitað um ástæður þessa en ýmsar skýr­ingar á lofti. Fram­kvæmdir við lesta­göng neð­an­jarð­ar, jarð­veg­ur­inn undir turn­inum hafi þornað og fleira er nefnt. Fylgst hefur verið með þessum breyt­ingum frá árinu 1999. Umsjón­ar­maður turns­ins segir að nú um stundir sé meiri ástæða til að hafa áhyggjur af klukk­unni. Miðað við breyt­ingar á halla turns­ins þurfi að gera ráð­staf­anir eftir um það bil 4000 ár, í fyrsta lagi. Það sé því drjúgur tími til und­ir­bún­ings.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None