Eru fatagjafir til þróunarlanda dulin bölvun?

market.jpg
Auglýsing

Fras­inn „gefðu manni fisk og þú hefur mett hann í einn dag. Kenndu manni að veiða fisk og þú hefur mett hann fyrir lífs­tíð“ er fyrir löngu orð­inn klass­ískur, eða hin versta klisja - það fer eftir því hver er spurð­ur. Eitt er þó á krist­al­tæru og það er að oft­ast sé betra til lengri tíma að kenna fólki að bjarga sér sjálft heldur en að bjarga því beint. Þró­un­ar­að­stoð og góð­gerða­starf­semi er engin und­an­tekn­ing.

Undir lok síð­asta árs var hér á Kjarn­anum fjallað um hvernig það að ger­ast sjálf­boða­liði í þró­un­ar­landi getur verið bein­línis skað­legt. Á und­an­förnum árum hafa fata­gjafir frá Vest­ur­löndum til þró­un­ar­landa, einna helst í Afr­íku, einnig hlotið mikla gagn­rýni einmitt vegna þess að sagt er að hún hafi skað­leg áhrif.

Tug­millj­arða atvinnu­grein í miklum vextiVest­ur­landa­búar losa sig við millj­ónir tonna af fatn­aði til góð­gerð­ar­mála á hverju ári. Íslend­ing­ar, sem leggja á sig sér­stakar ferðir yfir hálft  Atl­ants­hafið til að versla föt í H&M, leggja þar sitt að mörk­um. Á 9. ára­tugnum stórjuk­ust fata­gjafir til Afr­íku sunnan Sahara og hafa þær vaxið mikið á síð­ast­liðnum árum. Þó að það virð­ist sem góð hug­mynd að nýta það sem er til nú þegar og gefa nauð­synjar eins og föt til fátæk­asta fólks heims­ins er málið e.t.v. aðeins flókn­ara. Í fæstum til­fellum enda fötin í höndum ein­hverra sem virki­lega þurfa á þeim að halda og þeim að kostn­að­ar­lausu. Í stað­inn eru fötin seld til end­ur­vinnslu­stöðva í Evr­ópu eða Amer­íku þar sem þau eru flokkuð eftir gæðum í ca. 50 kg búnt og seld þaðan til dæmis til Afr­íku þar sem þau enda á mörk­uðum eða í versl­un­um.

Þeir sem hafa komið til Aust­ur-Afr­íku vita a.m.k. að slík föt eru bók­staf­lega út um allt. Það er senni­lega auð­veld­ara að verða sér úti um Levi's galla­buxur eða Hugo Boss skyrtu í Kampala, höf­uð­borg Úganda, heldur en góðan kaffi­bolla. Það er afar kald­hæðn­is­legt í ljósi þess að Úganda er 11. mesti kaffi­fram­leið­andi heims og lands­fram­leiðsla á mann er um 3% af því sem hún er á Íslandi. Þó er á þessu ein­föld skýr­ing - meira en 80% af fatn­aði í Úganda er notuð föt frá Vest­ur­lönd­um. Heild­ar­verð­mæti við­skipta með notuð föt er á reiki en ljóst er að hann hleypur á tug­millj­örðum króna, ef ekki hund­ruðum millj­arða árlega. Sér­fræð­ingar telja að það gæti numið allt að 6 millj­örðum banda­ríkja­dala

Auglýsing

Skaða fata­gjafir efna­hags­lega vel­ferð?Inn­lendir fram­leið­endur sem þurfa að keppa við hræó­dýran erlendan fatnað lenda eðli­lega í vand­ræð­um. Í stað­inn fyrir að geta byggt upp fata- og textíl­iðn­að, eiga þeir sé litla von. Þó að hag­fræði­kenn­ingar og flestir hag­fræð­ingar mæli með því að opna fyrir alþjóða­við­skipti og að hlutir séu end­ur­nýttir ef það borgi sig, þá er stað­reyndin sú að vefn­að­ar­iðn­aður hefur oft leikið lyk­il­hlut­verk í iðn­væð­ingu.

Allt frá Bret­landi á tímum iðn­væð­ingar og til tígr­anna í Aust­ur-Asíu á seinni hluta 20. aldar hefur vefn­aður oft verið mik­il­vægur löndum til að brjót­ast út úr fátækt. Í eðli sínu hentar hann slíkum löndum vel vegna þess að hann krefst til­tölu­lega lít­ils fjár­magns, sem fátæk lönd hafa lítið af, en mik­ils og ódýrs vinnu­afls, sem fátæk lönd eiga yfir­leitt nóg af. Einnig hafa mörg lönd brot­ist út úr fátækt með því að verja inn­lenda fram­leiðslu frá erlendri sam­keppni á meðan hann er byggður upp en síðan opnað hag­kerfið þegar á líð­ur. Suð­ur­-Kórea sem tutt­ugu­fald­aði lands­fram­leiðslu á mann á 50 árum er gott dæmi.

Fata­inn­flutn­ingur frá Vest­ur­löndum til Afr­íku hefur leikið fata­iðnað í mörgum löndum grátt. Í Gana féll atvinna í vefn­að­ar­iðn­aði um 80% frá 1975 til 1980 og í Kenýa er svip­aða sögu að segja þar sem fata- og vefn­að­ar­iðn­aður svo gott sem hvarf á 9. ára­tugn­um. Rann­sókn Gar­eth Frazer frá 2008 bendir til þess að fata­gjafir til Afr­íku útskýri 40% af sam­drætti í fata­fram­leiðslu á árunum 1981-2000. Auk þess bendir hann á að fata­gjafir séu einnig sam­bæri­legar mat­ar­gjöfum sem einnig hafa verið harð­lega gagn­rýndar fyrir að skaða hvata bænda og inn­lenda fram­leiðslu. Frazer hefur enn­fremur bent á það nær engin lönd hafi brot­ist út úr fátækt án þess að a.m.k. 1% vinnu­aflsins hafi unnið í vefn­að­ar- og fata­iðn­aði.

Mynd eftir Pál Kvaran af manni sem hann hitti fyrir tilviljun og var í ÍSLENSKRI peysu. Tekin í Kabale í Úganda í fyrra. Mynd eftir Pál Kvaran af manni sem hann hitti fyrir til­viljun og var í ÍSLENSKRI peysu. Tekin í Kab­ale í Úganda í fyrra.

Hvað verður um íslensk föt?En eru Íslend­ingar að senda föt til Afr­íku? Rauði kross­inn er mjög umsvifa­mik­ill í fata­söfnun til góða­gerð­ar­mála út um land allt. Að sögn Björns Teits­sonar verk­efna­stjóra hjá Rauða Kross­inum er mikið selt til að fjár­magna inn­an­lands, þá fyrst og fremst inn­an­lands og til efna­iðn­aðar í Evr­ópu. Einnig eru föt send út í sér­tæk verk­efni, t.d. til dreif­býlis í Hvíta Rúss­landi þar sem fólk býr í illa kyntum hús­um, vegna nátt­úru­ham­fara eins og nýlegra flóða í Malaví og nú síð­ast barst beiðni frá Sierra Leone þar sem þurft hefur að brenna föt vegna hættu á ebólu­smit­um. Björn árétt­aði að Rauði Kross­inn væri vel með­vit­aður um hugs­an­leg skað­leg áhrif þess að gefa föt og eru slíkar gjafir háðar ströngum skil­yrð­um.

Einnig var haft sam­band við Hjálp­ræð­is­her­inn og þar feng­ust þær upp­lýs­ingar að stærstur hluti fata­gjafa sem þangað kemur sé seldur inn­an­lands. Afgang­ur­inn er fluttur til Evr­ópu og er það háð ströngum reglum til að koma í veg fyrir skað­leg áhrif.

Hvað sem öllu líð­ur, vöndum okkurÞegar öllu er á botn­inn hvolft er málið ekki ein­falt. Í raun er það þannig þegar að kemur að allri þró­un­ar­að­stoð - hún getur verið áhrifa­rík en það ger­ist ekk­ert að sjálfu sér með góðum vilja einum og sér. Það þarf mikla þekk­ingu á aðstæðum í hverju til­felli og raun­veru­legum þörfum fólks. Þetta þýðir ekki að þess vegna eigi að hætta þessu öllu sam­an, heldur þvert á móti að það þurfi að halda áfram að vanda betur til verka. Í ljósi þess­ara áskor­anna og að hér er um að ræða fátæk­asta og oft óheppn­asta fólkið í heim­inum ættum við að íhuga vand­lega hvernig við leggjum því lið. Og helst gera aðeins meira af því.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None