Sameiginlegur hagnaður bankanna þriggja frá hruni er 370 milljarðar

bankar_island.jpg
Auglýsing

Hagn­aður stóru við­skipta­bank­anna þriggja, Lands­bank­ans, Arion banka og Íslands­banka hefur verið mikið til umræðu síð­ustu daga. Sam­an­lagt tóku þeir inn um 80 millj­arða króna í hagnað á síð­asta ári. Hagn­aður þeirra þriggja frá hruni er um 370 millj­arðar króna.

Íslend­ingar eru tæp­lega 330 þús­und tals­ins. Ef hagn­aði bank­anna þriggja frá hruni yrði skipt niður á Íslend­inga myndi hver og einn þeirra fá rúm­lega 1,1 milljón króna í sinn hlut.

Rík­is­bank­inn tekur lang­mest innSá sem hefur hagn­ast lang­mest á þessum árum er Lands­bank­inn, sem er að stærstu leyti í eigu íslenska rík­is­ins. Hann græddi 28,8 millj­arða króna í fyrra og hefur sam­tals rakað inn tæp­lega 142 millj­örðum króna frá upp­hafi árs 2009. Virð­is­breyt­ingar á útlánum námu 20 millj­örðum króna og skipta því mestu í upp­gjöri bank­ans í ár. Í árs­reikn­ingi er sagt að þetta sé til­komið „vegna auk­inna gæða lána­safns­ins“. Það þýðir í raun að fleiri standa í skilum og hægt er að reikna með betri end­ur­heimtum en áður var áætl­að.

Lands­bank­inn er raunar eini bank­inn sem má og getur greitt eig­anda sínum almenni­legan arð. Ríkið hagn­ast því vel á þess­ari starf­semi. Vegna árs­ins 2013 greiddi bank­inn rík­inu 20 millj­arðar króna í arð og mun greiða því 24 millj­arða króna á þessu ári.

Auglýsing

Arion banki og Íslands­banki eru að stærstu leyti í eigu þrotabú Kaup­þings og Glitn­is. Ríkið á síðan lit­inn hlut í hvorum þeirra, þrettán pró­sent í Arion banka og fimm pró­sent í Glitni. Arð­greiðslur þeirra fara að stærstum hluta til í þrotabú sem enn á eftir að slíta.

 

Metár hjá Arion banka

Arion banki átti metár í fyrra og hagn­að­ist um 28,6 millj­arða króna. Hluti þess hagn­aðar er vegna upp­reikn­aðs virðis hluta­bréfa í HB Granda, sem bank­inn á enn rúm­lega sex pró­sent hlut í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­inu. Þá hækk­uðu þókn­ana­tekj­ur, vaxta­tekj­ur, geng­is­hagn­aður og rekstra­tekjur vegna sölu eigna, leigu­tekna, virð­is­breyt­inga á eign­um, iðgjalda af líf­trygg­inga­starf­semi og sölu­hagn­aðar af atvinnu­hús­næði. Alls hagn­að­ist Arion banki um tæpa 16 millj­arða króna meira í fyrra en á árinu 2013. Það er hagn­að­ar­aukn­ing upp á 125 pró­sent. Stjórn bank­ans leggur til að hann greiði 45 pró­sent af hagn­aði árs­ins í arð, eða 14,3 millj­arða króna. Þrettán pró­sent þeirrar upp­hæðar rennur til íslenska rík­is­ins. Sam­an­lagður hagn­aður Arion banka frá því að hann var búinn til á rústum Kaup­þings er 104 millj­arðar króna.Stöð­ugur hagn­aður síð­ustu þrjú árHagn­aður Íslands­banka hefur verið í kringum 23 millj­arða króna á hverju ári síð­ast­liðin þrjú ár. Í fyrra var hann 22,8 millj­arðar króna, um 300 millj­ónum króna minni en árið áður. Sam­tals hefur bank­inn rakað inn 124,6 millj­örðum króna í hagnað frá árinu 2009.

Vaxta­tekjur bank­ans lækk­uðu á milli ára en voru samt 27 millj­aðar króna. Þókn­an­an­tekjur hækk­uðu á móti og má rekja þær að mestu til við­skipta­banka­sviðs, sem þjón­ustar ein­stak­linga, og dótt­ur­fé­laga bank­ans.

Ís­lands­banki ætlar að greiða fjóra millj­arða króna í arð í ár vegna árs­ins 2014 en greiddi þrjá millj­arða króna í fyrra. Íslenska ríkið fær fimm pró­sent af þeirri arð­greiðslu.

Ríkið borgar 153 millj­arða króna vegna end­ur­reisn­ar­innar

Líkt og flestir vita þá voru bank­arnir þrír end­ur­reistir af rík­inu með handafli eftir að íslenska banka­kerfið hrundi með látum í októ­ber 2008. Rík­is­sjóður hefur lagst út í tölu­verðan kostnað vegna þessa. Rík­is­sjóður lagði við­skipta­bönk­unum þremur til bæði reiðufé í formi víkj­andi lána, alls 800 millj­ónir króna til hvers og eins þeirra, og lagði auk þess inn í þá skulda­bréf þegar þeir voru fjár­magn­að­ir. Rík­is­sjóður hefur síðan greitt vexti af þeim skulda­bréf­um.

Upp­haf­lega stóð til að ríkið myndi eiga, og þar af leið­andi fjár­magna að fullu, alla nýju bank­anna þrjá. Á end­anum var meiri­hluti hluta­fjár í tveimur þeirra, Íslands­banka (ríkið á enn fimm pró­sent), og Arion banka (ríkið á enn 13 pró­sent), afhendur kröfu­höfum þeirra til að hægt yrði að ljúka fjár­mögn­um. Þess vegna eru útgefin skulda­bréf rík­is­ins til Arion banka og Íslands banka mun lægri en það sem lagt var til Lands­bank­ans, eða sam­tals upp á 68,4 millj­arða króna. Íslenska ríkið hefur því greitt sam­tals 26 millj­arða króna í vexti vegna skulda­bréfa sem það lagði inn í þessa tvo banka.

Skulda­bréfið sem lagt var inn í Lands­banka var tölu­vert hærra, eða upp á 121,2 millj­arða króna, enda á ríkið þann banka nán­ast að fullu. Því hefur rík­is­sjóður þurft að greiða 44,2 millj­arða króna í vexti vegna fjár­mögn­unar Lands­bank­ans. Við bæt­ist svo 19,2 millj­arða króna skulda­bréf sem lagt var inn í Lands­bank­ann þegar hann tók yfir SpKef, en tölu­vert vant­aði upp á að sá spari­sjóður hafi átt eignir til að standa undir inn­láns­skuld­bind­ingum sín­um. Það skulda­bréf hefur kostað rík­is­sjóð 2,6 millj­arða króna í vexti.

Rík­is­sjóður hefur greitt sam­tals 72,8 millj­arða króna í vexti vegna end­ur­reisnar við­skipta­bank­anna.

Ríkið stofn­aði líka til skuldar gagn­vart Seðla­banka Íslands þegar það tók á sig tap hans eftir hrun­ið. Það tap er rekj­an­legt að mestu til athafna þeirra þriggja banka sem nýju við­skipta­bank­arnir þrír eru byggðir á. Íslenska ríkið hefur greitt um 80 millj­arða króna í vexti og verð­bætur á þess­ari skuld sinni við Seðla­banka Íslands. Sam­an­lagðar vaxta­greiðslur og verð­bætur rík­is­sjóðs vegna lána, sem tekin voru til end­ur­reisnar á fjár­mála­kerf­inu frá hruni í októ­ber 2008 til dags­ins í dag, nema því alls um 153 millj­örðum króna.

Á móti á ríkið vit­an­lega eign­ar­hluti í bönk­unum þremur og fær greiddan arð úr þeim. Auk þess greiða þeir marga millj­arða króna í skatta á hverju ári.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None