Sameiginlegur hagnaður bankanna þriggja frá hruni er 370 milljarðar

bankar_island.jpg
Auglýsing

Hagn­aður stóru við­skipta­bank­anna þriggja, Lands­bank­ans, Arion banka og Íslands­banka hefur verið mikið til umræðu síð­ustu daga. Sam­an­lagt tóku þeir inn um 80 millj­arða króna í hagnað á síð­asta ári. Hagn­aður þeirra þriggja frá hruni er um 370 millj­arðar króna.

Íslend­ingar eru tæp­lega 330 þús­und tals­ins. Ef hagn­aði bank­anna þriggja frá hruni yrði skipt niður á Íslend­inga myndi hver og einn þeirra fá rúm­lega 1,1 milljón króna í sinn hlut.

Rík­is­bank­inn tekur lang­mest innSá sem hefur hagn­ast lang­mest á þessum árum er Lands­bank­inn, sem er að stærstu leyti í eigu íslenska rík­is­ins. Hann græddi 28,8 millj­arða króna í fyrra og hefur sam­tals rakað inn tæp­lega 142 millj­örðum króna frá upp­hafi árs 2009. Virð­is­breyt­ingar á útlánum námu 20 millj­örðum króna og skipta því mestu í upp­gjöri bank­ans í ár. Í árs­reikn­ingi er sagt að þetta sé til­komið „vegna auk­inna gæða lána­safns­ins“. Það þýðir í raun að fleiri standa í skilum og hægt er að reikna með betri end­ur­heimtum en áður var áætl­að.

Lands­bank­inn er raunar eini bank­inn sem má og getur greitt eig­anda sínum almenni­legan arð. Ríkið hagn­ast því vel á þess­ari starf­semi. Vegna árs­ins 2013 greiddi bank­inn rík­inu 20 millj­arðar króna í arð og mun greiða því 24 millj­arða króna á þessu ári.

Auglýsing

Arion banki og Íslands­banki eru að stærstu leyti í eigu þrotabú Kaup­þings og Glitn­is. Ríkið á síðan lit­inn hlut í hvorum þeirra, þrettán pró­sent í Arion banka og fimm pró­sent í Glitni. Arð­greiðslur þeirra fara að stærstum hluta til í þrotabú sem enn á eftir að slíta.

 

Metár hjá Arion banka

Arion banki átti metár í fyrra og hagn­að­ist um 28,6 millj­arða króna. Hluti þess hagn­aðar er vegna upp­reikn­aðs virðis hluta­bréfa í HB Granda, sem bank­inn á enn rúm­lega sex pró­sent hlut í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­inu. Þá hækk­uðu þókn­ana­tekj­ur, vaxta­tekj­ur, geng­is­hagn­aður og rekstra­tekjur vegna sölu eigna, leigu­tekna, virð­is­breyt­inga á eign­um, iðgjalda af líf­trygg­inga­starf­semi og sölu­hagn­aðar af atvinnu­hús­næði. Alls hagn­að­ist Arion banki um tæpa 16 millj­arða króna meira í fyrra en á árinu 2013. Það er hagn­að­ar­aukn­ing upp á 125 pró­sent. Stjórn bank­ans leggur til að hann greiði 45 pró­sent af hagn­aði árs­ins í arð, eða 14,3 millj­arða króna. Þrettán pró­sent þeirrar upp­hæðar rennur til íslenska rík­is­ins. Sam­an­lagður hagn­aður Arion banka frá því að hann var búinn til á rústum Kaup­þings er 104 millj­arðar króna.Stöð­ugur hagn­aður síð­ustu þrjú árHagn­aður Íslands­banka hefur verið í kringum 23 millj­arða króna á hverju ári síð­ast­liðin þrjú ár. Í fyrra var hann 22,8 millj­arðar króna, um 300 millj­ónum króna minni en árið áður. Sam­tals hefur bank­inn rakað inn 124,6 millj­örðum króna í hagnað frá árinu 2009.

Vaxta­tekjur bank­ans lækk­uðu á milli ára en voru samt 27 millj­aðar króna. Þókn­an­an­tekjur hækk­uðu á móti og má rekja þær að mestu til við­skipta­banka­sviðs, sem þjón­ustar ein­stak­linga, og dótt­ur­fé­laga bank­ans.

Ís­lands­banki ætlar að greiða fjóra millj­arða króna í arð í ár vegna árs­ins 2014 en greiddi þrjá millj­arða króna í fyrra. Íslenska ríkið fær fimm pró­sent af þeirri arð­greiðslu.

Ríkið borgar 153 millj­arða króna vegna end­ur­reisn­ar­innar

Líkt og flestir vita þá voru bank­arnir þrír end­ur­reistir af rík­inu með handafli eftir að íslenska banka­kerfið hrundi með látum í októ­ber 2008. Rík­is­sjóður hefur lagst út í tölu­verðan kostnað vegna þessa. Rík­is­sjóður lagði við­skipta­bönk­unum þremur til bæði reiðufé í formi víkj­andi lána, alls 800 millj­ónir króna til hvers og eins þeirra, og lagði auk þess inn í þá skulda­bréf þegar þeir voru fjár­magn­að­ir. Rík­is­sjóður hefur síðan greitt vexti af þeim skulda­bréf­um.

Upp­haf­lega stóð til að ríkið myndi eiga, og þar af leið­andi fjár­magna að fullu, alla nýju bank­anna þrjá. Á end­anum var meiri­hluti hluta­fjár í tveimur þeirra, Íslands­banka (ríkið á enn fimm pró­sent), og Arion banka (ríkið á enn 13 pró­sent), afhendur kröfu­höfum þeirra til að hægt yrði að ljúka fjár­mögn­um. Þess vegna eru útgefin skulda­bréf rík­is­ins til Arion banka og Íslands banka mun lægri en það sem lagt var til Lands­bank­ans, eða sam­tals upp á 68,4 millj­arða króna. Íslenska ríkið hefur því greitt sam­tals 26 millj­arða króna í vexti vegna skulda­bréfa sem það lagði inn í þessa tvo banka.

Skulda­bréfið sem lagt var inn í Lands­banka var tölu­vert hærra, eða upp á 121,2 millj­arða króna, enda á ríkið þann banka nán­ast að fullu. Því hefur rík­is­sjóður þurft að greiða 44,2 millj­arða króna í vexti vegna fjár­mögn­unar Lands­bank­ans. Við bæt­ist svo 19,2 millj­arða króna skulda­bréf sem lagt var inn í Lands­bank­ann þegar hann tók yfir SpKef, en tölu­vert vant­aði upp á að sá spari­sjóður hafi átt eignir til að standa undir inn­láns­skuld­bind­ingum sín­um. Það skulda­bréf hefur kostað rík­is­sjóð 2,6 millj­arða króna í vexti.

Rík­is­sjóður hefur greitt sam­tals 72,8 millj­arða króna í vexti vegna end­ur­reisnar við­skipta­bank­anna.

Ríkið stofn­aði líka til skuldar gagn­vart Seðla­banka Íslands þegar það tók á sig tap hans eftir hrun­ið. Það tap er rekj­an­legt að mestu til athafna þeirra þriggja banka sem nýju við­skipta­bank­arnir þrír eru byggðir á. Íslenska ríkið hefur greitt um 80 millj­arða króna í vexti og verð­bætur á þess­ari skuld sinni við Seðla­banka Íslands. Sam­an­lagðar vaxta­greiðslur og verð­bætur rík­is­sjóðs vegna lána, sem tekin voru til end­ur­reisnar á fjár­mála­kerf­inu frá hruni í októ­ber 2008 til dags­ins í dag, nema því alls um 153 millj­örðum króna.

Á móti á ríkið vit­an­lega eign­ar­hluti í bönk­unum þremur og fær greiddan arð úr þeim. Auk þess greiða þeir marga millj­arða króna í skatta á hverju ári.

Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Geta konur stjórnað?
Kjarninn 16. september 2019
Það á ekki lengur að vera hægt að fela hver sé raunverulegur eigandi félaga sem skráð eru á Íslandi.
Raunverulegir eigendur félaga eiga ekki lengur að geta falið sig
Hérlendis hefur verið hægt að komast upp með það að fela raunverulegt eignarhald félaga með ýmsum hætti. Margir nýttu sér það, meðal annars til að komast hjá uppgjöri á kröfum eða skattgreiðslum. Þessi leikur á ekki að vera gerlegur lengur.
Kjarninn 16. september 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Opið bréf til Ásmundar Einars Daðasonar
Kjarninn 16. september 2019
Drónaárás í Sádí-Arabíu ýtir olíuverðinu upp á við
Aldrei í sögunni hefur olíuverð hækkað jafnt mikið á jafn skömmum tíma, eins og gerðist í kjölfar drónaárásar á olíuframleiðslusvæði Aramco í Sádí-Arabíu.
Kjarninn 16. september 2019
Segir ríkislögreglustjóra bera skyldu til að tilkynna um spillingu
Verðandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir að Haraldur Johannessen eigi að tilkynna um spillingu sem hann viti af. Í viðtali í gær lét hann í það skína að slík væri til staðar.
Kjarninn 15. september 2019
Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None