Hagvaxtarspár Seðlabanka og Hagstofu Íslands nær alltaf rangar

mynd-með-seðlabanka.jpg
Auglýsing

Frá árinu 2000 hefur Seðla­banki Íslands aðeins einu sinni spáð því kór­réttu hver hag­vöxtur yrði á árinu, sé litið til fyrstu þjóð­hags­spár bank­ans ár hvert til hlið­sjónar við end­an­legan hag­vöxt sama ár. Hag­stofu Íslands hefur einnig gengið erf­ið­lega að spá fyrir um hag­vöxt. Á fjórtán árum hefur spá Hag­stof­unn­ar, birt að sumri til, þrisvar sinnum verið rétt fyrir sama ár. Spá stofn­un­ar­innar fyrir árið á eft­ir, sem jafn­framt er notað við gerð fjár­laga­frum­varps­ins, hefur einu sinni verið rétt og er  hag­vöxtur næsta árs oft­ast ofmetin í spánni.

Algeng­ara er þó að spár Seðla­bank­ans og Hag­stof­unnar um vöxt lands­fram­leiðslu van­meti hag­vöxt. Með­fylgj­andi tafla sýnir hvernig spárnar hafa oft­ast van­metið hag­vöxt, það er hag­vöxtur reynd­ist á end­anum vera meiri en stofn­an­irnar spáðu til um. Skekkjan hefur að með­al­tali verið 2,2 pró­sentu­stig hjá Seðla­bank­anum og 1,8 pró­sent hjá Hag­stof­unni.

Auglýsing
Spá Of há Of lág Rétt Röng
Seðla­bank­ans 4 9 1 13
Hag­stof­unnar (sama ár) 3 8 3 11
Hag­stof­unnar (fyrir næsta ár) 7 6 1 12

 S Frá­vik að með­al­tali (pró­sentu­stig) frá­vik að með­al­tali án 2007 (pró­sentu­stig)
Seðla­bank­ans 2,2 1,7
Hag­stof­unnar (sama ár) 1,8 1,2
Hag­stof­unnar (fyrir næsta ár) 2,9 2,4


Þrjár spár  - oft­ast rangarTil nán­ari útskýr­inga þá er í þess­ari grein litið til þriggja mis­mun­andi þjóð­hags­spáa. Í fyrsta lagi birtir Seðla­bank­inn spá um vöxt lands­fram­leiðslu (hag­vöxt) í rit­inu Pen­inga­mál. Ritið kemur út árs­fjórð­ungs­lega og er hér litið til hvers bank­inn spáði í fyrsta hefti hvers árs.Dæmi: Í febr­úar 2011 var því spáð í Pen­inga­málum að hag­vöxtur á árinu 2011 yrði 2,8 pró­sent. Raunin varð 2,1 pró­sent hag­vöxt­ur.Í öðru lagi eru hér skoð­aðar spár Hag­stof­unnar sem birt­ast í sum­ar­hefti Þjóð­hags­spár.Dæmi: Í júlí 2004 spáði Hag­stofan að hag­vöxtur á árinu 2004 yrði 5,5 pró­sent. Raunin varð 8,2 pró­senta hag­vöxt­ur.Í þriðja lagi, og þessi spá skiptir mestu máli fyrir stjórn­völd, er litið til þess hverju Hag­stofan spáði fyrir kom­andi ár.Dæmi: Í júlí 2004 spáði Hag­stofan því að hag­vöxtur á árinu 2005 yrði fimm pró­sent. Raunin varð 6 pró­senta hag­vöxt­ur.Síð­ast­nefnda spá­in, sú fyrir kom­andi ár, er notuð við gerð fjár­laga. Fyrir stjórn­völd þá er betra að spáin van­meti hag­vöxt. Þá er lík­legra að sú áætlun sem lögð er fram í fjár­lög­um, einkum tekju­hlið hins opin­bera, standi undir því sem spáð var. Ef hið öfuga ger­ist, og hag­vöxtur á árinu verður minni en spáð var, þá er lík­legra að tekjur rík­is­ins verði minni en gert var ráð fyrir í fjár­lög­um.

Spár Seðla­bank­ans

Grafið hér að neðan sýnir hvernig spár Seðla­bank­ans í árs­byrjun hafa rímað við end­an­legan hag­vöxt á ári hverju. Spá bank­ans er á lóð­rétta ásnum og hag­vöxtur á lárétta ásn­um.Dæmi: Í febr­úar 2010 spáði bank­inn því að hag­vöxtur yrði nei­kvæður á árinu 2010 um 3,4 pró­sent. Raunin varð sam­dráttur lands­fram­leiðslu um 2,9 pró­sent. Frá­vikið var því 0,5 pró­sentu­stig.Árið 2007 reynd­ist bæði sér­fræð­ingum Seðla­bank­ans og Hag­stof­unnar afar snú­ið. Ef til vill var það vonin um „mjúka lend­ingu“ sem gerði að verkum að spár voru langt undir raun­veru­legum hag­vexti það ár. Í árs­byrjun 2007 spáði Seðla­bank­inn því að hag­vöxtur árs­ins yrði 0,8 pró­sent. Hann end­aði á að vera nærri 10 pró­sent.

Spár Hag­stof­unnar

Hag­stofan birtir þjóð­hags­spá þrisvar sinnum á ári. Sú mik­il­væg­asta kemur út um mitt sumar ár hvert, og er notuð til grund­vallar fjár­lög­um. Frá­vik á spám Hag­stof­unnar hefur verið um 1,8 pró­sent fyrir sama ár en heil 2,9 pró­sent fyrir árið á eft­ir.

Fyrsta grafið sýnir hvernig Hag­stof­unni hefur gengið að spá fyrir um vöxt lands­fram­leiðslu sama ár. Þegar spáin kemur út er árið sem spáð er um hálfn­að.

 Seinna grafið sýnir hvernig Hag­stof­unni hefur gengið að spá fyrir um hag­vöxt næsta árs. Sjö sinnum hefur hag­vöxtur verið ofmet­inn í spán­um. 

Mikil skekkja í fyrra?Tölur um vöxt lands­fram­leiðslu eru til end­ur­skoð­unar í tvö til þrjú ár á eftir og eru hag­vaxt­ar­tölur fyrir árin 2012 og 2013 enn bráða­birgða­töl­ur.  Fyrstu tölur um hag­vöxt síð­asta árs liggja enn ekki fyrir en margt bendir til að hann hafi verið ofmet­inn í spám Seðla­bank­ans og Hag­stof­unn­ar. Í árs­byrjun spáði Seðla­bank­inn að hag­vöxtur á árinu yrði 2,6 pró­sent. Hag­stofan spáði því árið 2013 að hag­vöxtur árið 2014 yrði 2,7 pró­sent og um síð­ast­liðið sumar hafði sú spá hækk­að, talið var að vöxtur lands­fram­leiðslu yrði 3,1 pró­sent.

Erfitt að spá

Sér­fræð­ingar Seðla­bank­ans og Hag­stof­unnar vita vel að spár þeirra eru lík­leg­ast ekki hár-rétt­ar. Þær taka mið af fjölda þátta, spám um inn­lenda eft­ir­spurn, fjár­fest­ingu, inn­flutn­ing, virði útflutn­ings svo eitt­hvað sé nefnt. Árið 2008 fjall­aði Ásgeir Dan­í­els­son, hag­fræð­ingur hjá Seðla­banka Ís­lands, um spá­gerð og hvernig bank­anum hefði tek­ist til þessa. Nið­ur­staða hans var sú að oft­ast væri hag­vöxtur van­met­inn í spám bank­ans. Hann skrif­aði:„Það er erfitt að spá, sér­stak­lega um fram­tíð­ina. En samt verðum við að spá um fram­tíð­ina ef við ætlum að bregð­ast tím­an­lega við og hafa áhrif á þró­un­ina.“Tengt efni:

Sig­ríður Bene­dikts­dóttir útskýrir hag­vöxt og lands­fram­leiðslu.

ferd-til-fjar_bordi

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None