Mjög sjaldgæft að fangar vilji hefja afplánun áður en þeir eru boðaðir

sigurdur_og_olafur.jpg
Auglýsing

Mjög sjald­gæft er að ein­stak­lingar leit­ist eftir því að hefja afplánun fang­els­is­dóma áður en þeir eru boð­aðir til afplán­un­ar. Þegar slíkar óskir ber­ast er allt reynt til að koma til móts við þær, segir Páll Win­kel, for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­un­ar.

DV greindi frá því fyrr í dag að Ólafur Ólafs­son, einn sak­born­ing­anna í Al Than­i-­mál­inu svo­kall­aða, hafi þegar óskað eftir því að hefja afplán­un. Hana hafa Ólafur haf­ið, líkt og aðrir fang­ar, í Hegn­ing­ar­hús­inu við Skóla­vörðu­stíg og hann hafi síðan verið færður í opna fang­elsið að Kvía­bryggju. Ólafur hlaut fjög­urra og hálfs árs dóm í Hæsta­rétti fyrr í þessum mán­uði.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hafa aðrir dóm­þolar í Al Than­i-­mál­inu ekki óskað eftir því að hefja afplánun og bíða því boð­unar til að hefja fang­els­is­vist sína. Menn­irnir fjórir sem hlutu dóma í því máli, sem að mati Hæsta­réttar var alvar­leg­asta efna­hags­brota­mál sem dæmt hefur verið í á Íslandi, hlutu fjög­urra til fimm og hálfs árs fang­els­is­dóma.

Auglýsing

Vilja bregð­ast skjótt viðPáll Win­kel seg­ist ekki geta tjáð sig um mál ein­stakra fanga. Stofn­unin sem hann stýri vinni ein­fald­lega innan þess ramma sem henni er mark­aður í lög­um. „Ef ein­stak­lingur óskar eftir því að kom­ast inn í afplán­un, þrátt fyrir langan boð­un­ar­lista, þá er leit­ast við að verða við því eins skjótt og hægt er. Það á jafnt við um ein­stak­linga sem eru að koma í fyrsta sinn til afplán­unar og menn sem eru að koma inn í tuttug­asta sinn.“

Páll segir að það sé hins vegar ákaf­lega sjald­gæft að ein­stak­lingar óski eftir því að hefja afplánun áður en þeir eru boð­aðir til henn­ar.

Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun er samsetning fanga á Litla Hrauni svipuð og hún er í opnu fangelsum landsins. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Fang­els­is­mála­stofnun er sam­setn­ing fanga á Litla Hrauni svipuð og hún er í opnu fang­elsum lands­ins.

Fjöldi rýma í opnum fang­elsum á Íslandi hefur auk­ist mjög á und­an­förnum árum. Kvía­bryggja var stækkuð árið 2008 og rýmum þar þá fjölgað úr 14 í 22. Þegar Sogni var breytt í opið fang­elsi bætt­ust 20 rými við, og stundum eru fleiri fangar vistaðir á þessum tveimur stöðum en opin­ber rým­is­geta þeirra segir til um, enda boð­un­ar­listar mjög lang­ir.

Kjarn­inn greindi til að mynda frá því í októ­ber í fyrra að 475 manns biðu eftir því að hefja afplánun í íslenskum fang­els­um. Sá sem hafði beðið lengst hafði beðið í fimm ár.

Svipuð sam­setn­ing og á Litla HrauniAlls­konar fangar afplána í opnum fang­elsum­,ekki bara menn sem hafa verið dæmdir fyrir efna­hags­brot. Þar sitja líka ein­stak­lingar sem hafa hlotið þunga dóma en hafa unnið sig upp í rétt­indum á meðan að á afplánun stend­ur. Því eru vistaðir ein­stak­lingar á Kvía­bryggju sem hafa hlotið dóma fyrir mann­dráp, kyn­ferð­is­brot gagn­vart börn­um, stór­fellt fíkni­efna­smygl, síbrot osfr. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Fang­els­is­mála­stofnun er sam­setn­ing fanga í þessum tveimur opnu fang­elsum mjög svipuð og á Litla Hrauni.

Mikil breyt­ing verður í fang­els­is­málum þjóð­ar­innar undir lok þessa árs þegar nýtt fang­elsi á Hólms­heiði verður opn­að. Við það mun fang­els­is­rýmum fjölga um 30 og hægt verður að vinna á löngum biðlist­um. Sam­hliða stendur til að loka bæði Hegn­ing­ar­hús­inu, sem var tekið í notkun fyrir um 140 árum síðan og er á unda­þágu frá heil­brigð­is­yf­ir­völdum vegna þess að það upp­fyllir ekki lág­marks­skil­yrði, og Fang­els­inu í Kópa­vogi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None