Facebook stýrir því hvað birtist í fréttaveitunni þinni

h_50777800-1.jpg
Auglýsing

Það fyrsta sem þú sérð þegar þú opnar Face­book er alls ekki háð til­vilj­un, heldur er það byggt á flóknum reikni­að­ferð­um. Tengsl þín við eig­anda færsl­unn­ar, vin­sældir hans og vin­sældir færsl­unnar sjálfrar eru meðal þeirra þátta sem skipta máli. Þetta er gert til þess að þú sjáir alltaf eitt­hvað sem for­rit­arar Face­book hafa reiknað út að þér þyki áhuga­vert.

Frétta­veitan á að sýna þér það sem þú vilt sjá



Eru mynd­irnar af prjóna­verk­efnum Siggu frænku hættar að birt­ast í frétta­veit­unni þinni? Og er skóla­bróð­ir­inn sem deildi alltaf allt of mikið af upp­lýs­ingum skyndi­lega horf­inn? Ástæðan gæti verið sú að þú hefur ekki lækað, deilt eða skrifað athuga­semdir við færsl­urnar þeirra og þau eru því hætt að birt­ast í frétta­veit­unni þinni. Face­book hefur reiknað út að þú hafir ekki áhuga á að lesa þetta. Reikni­að­ferðir Face­book skrá hvað þú smellir á, lækar, deilir eða skrifar athuga­semdir við. Með tíð og tíma hverfa þeir vinir úr frétta­veit­unni hjá þér sem þú smellir aldrei á. Þannig eru líkur á að vinir og vanda­menn sem þú ert ósam­mála hverfi úr frétta­veit­unni og þú sjáir ein­ungis efni sem þú ert sam­mála og líkar við. Það er mark­mið Face­book að sníða frétta­veit­una eftir þínu höfði en þar eiga að vera hlutir sem þú hefur gaman af því að sjá svo upp­lifunin sé góð og þú viljir halda áfram að fara á Face­book.

Allt að 15.000 nýjar færslur á dag



Þessar reikni­að­ferðir hafa verið gagn­rýnd­ar. Þeir sem mæla gegn þeim hafa til að mynda bent á að það gæti eitt­hvað birst í frétta­veit­unni sem not­and­inn hefur áhuga á að sjá, þrátt fyrir að hann sjái ekki ástæðu til þess að læka, deila eða skrifa athuga­semd við færsl­una. Tals­menn Face­book bera fyrir sig að ef ekki væri fyrir reikni­að­ferð­irnar og allt birt­ist í frétta­veit­unni í tíma­röð gæti not­and­inn misst af ein­hverju áhuga­verðu því það sé ógjörn­ingur að fylgj­ast með öllu sem birt­ist þar, slíkt sé magn­ið. Að með­al­tali birt­ast 1.500 nýjar færslur Face­book-not­anda þegar hann skráir sig inn en ef hann á marga vini geta færsl­urnar farið upp í 15 þús­und á dag.

Tengsl, tími og vin­sældir vega þyngst



Face­book hefur frá upp­hafi frétta­veit­unnar stjórnað því hvað verður sýni­legt. Í fyrstu var um smá­vægi­legar fín­still­ingar að ræða þar sem myndir fengu til að mynda meira vægi en stöðu­upp­færsl­ur. Þegar fyr­ir­tækjum var boðið að stofna fylgj­enda­síður síðla árs 2007 urðu reikni­að­ferð­irnar flókn­ari og hafa síðan verið í stöðugri end­ur­skoð­un. Þrír þættir hafa síðan þá skipt mestu máli þegar kemur að því að ákvarða hvað birt­ist í frétta­veitu hvers not­anda fyrir sig:



  • Tengsl við eig­anda færsl­unnar – Lík­legra er að not­and­inn sjái færslur frá ein­hverjum sem er honum nátengd­ur. Tíðni læka, athuga­semda og einka­skila­boða eru meðal þess sem getur varpað ljósi á tengsl Face­book-not­enda, svo ekki sé minnst á þegar við­kom­andi hefur skráð ein­hvern sem fjöl­skyldu­með­lim sinn eða maka. Því tengd­ari sem not­and­inn er eig­anda færsl­unn­ar, því lík­legra er að hún birt­ist í frétta­veit­unni.


  • Vin­sældir færsl­unnar – Í upp­hafi birt­ast færslur á veggjum lít­ils hlut­falls Face­book-vina eig­anda færsl­unn­ar. Það er í höndum þess­ara vina að ákvarða hvort hún fái útbreiðslu eða ekki. Ef hún er vin­sæl í upp­hafi fær hún meiri útbreiðslu og mun birt­ast í fleiri frétta­veit­um. Þannig er lík­legt að vin­sælar færslur sem hafa fengið mörg læk, deil­ingar og athuga­semdir fari víða. Vin­sældir eig­anda færsl­unnar skera einnig úr um hvort hún fái dreif­ingu en þannig er lík­legra að fólk sjái færslu frá eig­anda sem er vanur að birta færslur sem njóta vin­sælda.


  • Tími – Loks skiptir tím­inn máli. Lík­legra er að sjá nýjar færslur en gaml­ar. Vin­sælar færslur eru lík­legar til að birt­ast í frétta­veit­unni en það skiptir einnig máli að þær séu nýj­ar. Þannig eru nýjar og vin­sælar færslur lík­leg­astar til að birt­ast.




Face­book telur þessar aðferðir nauð­syn­legar til að flokka og aðgreina færslur um allt og ekk­ert. Þetta verður til þess að vinir hverfa úr frétta­veit­unni þinni – ásamt fylgj­enda­síðum fyr­ir­tækja og ann­arra sem sumir hverjir hafa eytt tíma og fjár­munum í að byggja upp stóran hóp fylgj­enda.

Frí mark­aðs­setn­ing?



Í árdaga Face­book sáu mörg fyr­ir­tæki sér leik á borði. Þarna var kom­inn vett­vangur til að kynna vörur og þjón­ustu með litlum sem engum til­kostn­aði. Fjöl­mörg fyr­ir­tæki, þeirra á meðal íslensk, nýttu tæki­færið og söfn­uðu hópi fylgj­enda. Face­book-­leikir þar sem fólk var fengið til að læka Face­book-­síður urðu gíf­ur­lega vin­sæl­ir.

Fólk gat þannig kom­ist í lukku­pott, unnið konfekt­kassa, spjald­tölvur og allt þar á milli. Sum fyr­ir­tæki tóku einnig upp á því að láta nýja fylgj­endur deila síð­unni til að eiga mögu­leika á vinn­ingi. Þannig birt­ust þau í frétta­veitum hjá vinum fylgj­end­anna og dreif­ing síðna þeirra varð ennþá meiri. Slík dreif­ing er óheimil sam­kvæmt not­enda­skil­málum Face­book.

Sífellt færri aðdá­endur sjá færslur



Face­book hefur frá árinu 2011 boðið not­endum sínum að greiða fyrir dreif­ingu efn­is. Mörg fyr­ir­tæki keyptu aug­lýs­ingar til að fá fylgj­endur að fylgj­enda­síðum sín­um. Þau stóðu í þeirri trú að þau hefðu þar með öðl­ast beina og tak­marka­lausa leið til að nálg­ast fylgj­endur sína. Face­book-frétta­veitan er hins vegar ekki svo ein­föld því eins og komið hefur fram eru þús­undir und­ir­liggj­andi þátta sem ákvarða hvað birt­ist í frétta­veitu hvers og eins.

Þannig hafa þeir sem halda úti fylgj­enda­síðum alls ekki beinan aðgang að fylgj­endum sín­um. Á tveimur árum hefur hlut­fall fylgj­enda sem fær færslur í frétta­veitu sína frá fylgj­enda­síðum sem það hefur lækað farið úr 16 pró­sentum niður í sex pró­sent. Þannig má gera ráð fyrir að það sem deilt er á fylgj­enda­síðum nái ein­ungis til sex pró­senta fylgj­enda, nema auð­vitað ef greitt er fyrir dreif­ingu. Face­book segir að þetta stafi af því að not­endur séu farnir að fylgj­ast með fleiri fylgj­enda­síð­um. Það sé meðal ann­ars ástæða þess að mið­ill­inn varð að end­ur­skoða reikni­að­ferð­irnar enn á ný sem hefur ýtt undir minnk­aða útbreiðslu. Það sé sam­spil þess að fólk sé að fylgj­ast með fleiri síðum og breyt­ingum í reikni­að­ferð­um.

Auglýsing

Eina lausnin sem Face­book gefur á þessu vanda­máli er að ráð­leggja stjórn­endum fylgj­enda­síðna að birta færslur sem muni njóta vin­sælda og að greiða fyrir sýni­leika. Sumir hafa gagn­rýnt Face­book harð­lega fyrir þetta, til að mynda sendi banda­rískt fyr­ir­tæki upp­sagn­ar­bréf til Face­book þar sem það sagð­ist ætla að eyða síðu sinni með 70 þús­und fylgj­endum í mót­mæla­skyni við minnk­aða útbreiðslu færslna. Meðal þeirra sem eru sér­lega ósáttir með minnk­aða útbreiðslu eru sam­tök, líkn­ar­fé­lög, skólar og aðrir sem halda úti Face­book-­síðum án þess að hafa hagn­að­ar­sjón­ar­mið að mark­miði. Minnk­andi útbreiðsla þýðir að þær síður tapa vett­vangi sínum til að dreifa upp­lýs­ingum til fylgj­enda sinna þar sem stjórn­endur þeirra hafa oft ekki tök og/eða vilja til að greiða fyrir dreif­ingu færslna.

Stór hópur fylgj­enda gæti minnkað útbreiðslu



Fyr­ir­tæki og aðrir sem halda úti fylgj­enda­síðum hafa margir hverjir lagt mikið upp úr því að safna stórum hópi fylgj­enda. Stór fylgj­enda­hópur þýðir samt sem áður ekki að útbreiðsla verði meiri. Ef fylgj­end­urnir hafa ekki áhuga á því efni sem fyr­ir­tækið birtir minnkar útbreiðsla færslna og hún birt­ist í frétta­veitu sífellt færri fylgj­enda.

Virkni fylgj­enda skiptir sköpum varð­andi dreif­ingu færslna. Sömu lög­mál gilda um fylgj­enda­síður og venju­lega Face­book-not­endur þar sem dreif­ing færslna fer eftir því hversu mik­illa vin­sælda fyrri færslur nutu og einnig hvernig þeir sem fyrstir sáu færsl­una brugð­ust við henni. Ef færslan fær engin við­brögð í upp­hafi hættir hún að breið­ast út. Fylgj­endur sem hafa engan áhuga á því efni sem deilt er stuðla því að minni dreif­ingu en ef þeir fylgd­ust ekki með síð­unni en þannig gæti verið að færslan birt­ist ekki á veggjum þeirra sem hafa raun­veru­legan áhuga á efni síð­unn­ar. Því getur borgað sig að velja hóp fylgj­enda af kost­gæfni – því virk­ari fylgj­end­ur, því meiri útbreiðsla.

*Greinin er hluti af loka­verk­efni höf­undar í blaða- og frétta­mennsku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None