Fimmti hver íbúi Kaupmannahafnar er fyllibytta

h_51496037.jpg
Auglýsing

Margir Danir hafa sjálf­sagt hrokkið við þegar ofan­greind fyr­ir­sögn blasti við, með stóru letri í Berl­ingske, einu virtasta dag­blaði Dan­merkur á dög­un­um. En dag­setn­ingin var ekki 1. apríl heldur 4. jan­úar og umfjöllun blaðs­ins ekk­ert ára­móta­grín.

Þegar komið er inn í danska mat­vöru­verslun fer ekki fram hjá við­skipta­vin­inum að áfengi, einkum létt­vín og bjór, er mik­il­væg sölu­vara. Eftir því sem versl­an­irnar eru stærri því meira pláss taka hinar „ljúfu veig­ar“ ekki síst í kringum hátíð­ir. Í stórri verslun skammt frá heim­ili þessa pistla­höf­undar voru um nýliðin jól og ára­mót stórar stæður af létt­víni og bjór á miðju gólfi, allt auð­vitað á sér­stöku til­boðs­verði, margar teg­und­ir. Þá er ekki verið að tala um ein­hvern smá­af­slátt heldur iðu­lega rúm­lega helm­ings afslátt frá hinu dag­lega verði sem þó þykir lágt í sam­an­burði við mörg önnur lönd. Og guða­veig­arnar staldra stutt við í búð­inni; þegar fylgst er með þeim sem út fara má iðu­lega sjá fólk með marga kassa af létt­víni (hér eru oft­ast 6 flöskur í kassa) sama gildir um bjór­inn. Enda eru inn­kaupa­kerrur stór­mark­aða bæði stórar og sterk­byggð­ar.

Minna drukkið í vinn­unni



Í umfjöllun Berl­ingske (sem aðrir miðlar hafa síðan tekið upp og fylgt eft­ir) kemur fram að áfeng­is­neysla Dana hefur minnkað á síð­ustu árum. Bjór­drykkja á vinnu­stöðum hefur minnkað umtals­vert og ekki þykir lengur sjálf­sagt að boðið sé uppá snafs af Gammel dansk þegar ein­hver vinnu­fé­lag­inn á afmæli. Fyrir þremur árum lagði starfs­fólk Carls­berg verk­smiðj­anna niður vinnu hluta úr degi til að mót­mæla hertum reglum fyr­ir­tæk­is­ins, þær kváðu á um að þeir sem ynnu hjá fyr­ir­tæk­inu mættu ein­ungis drekka bjór í mat­ar­-og kaffi­tím­um. „Kjara­rýrn­un“ sagði starfs­fólk­ið.

Carlsberg workers strike over drinking policy Starfs­menn Carls­berg mót­mæla hertum reglum fyr­ir­tæk­is­ins varð­andi bjór­drykkju á vinnu­tíma.

Auglýsing

Þrátt fyrir að áfeng­is­neyslan hafi minnkað eru Danir þeirra þjóða Evr­ópu sem inn­byrða mest áfengi, um 11.5 lítra á mann af hreinum vín­anda (jafn­gildir 40 flöskum af Vodka sagði Berl­ingske) á ári hverju. Margir telja reyndar að þessi tala sé alltof lág, þegar neyslan sé reiknuð út gleym­ist nefni­lega eitt: landamæra­búð­irnar þýsku.

Sann­kölluð stórinn­kaup



Það er sér­kenni­leg sjón sem ætíð blasir við á bíla­stæðum stórra þýskra versl­ana skammt frá dönsku landa­mær­un­um, hinum svo­nefndu landamæra­versl­un­um. Stærðar inn­kaupa­vagnar hlaðnir áfengi og þar má sjá margan hleðslu­sér­fræð­ing­inn að störf­um, allir með sama mark­mið í huga: að koma sem mestu fyrir í bílnum og hámarka þannig ágóð­ann af versl­un­ar­ferð­inni. Geysi­mikið magn áfengis og bjórs fer með þessum hætti til Dan­merkur (og reyndar fleiri landa) og það sem þarna er keypt er ekki með í opin­berum tölum um áfeng­is­neyslu. Og munar um minna.

Danska þjóð­arsálin



Til skamms tíma hafa Danir lítið gefið fyrir það álit ann­arra að þeir drekki of mik­ið. Hafa talið það hluta af hinni dönsku þjóð­ar­sál að „hygge sig“ enda af mörgum taldir skemmti­legri heim að sækja en grann­arnir hinum megin við Eyr­ar­sund að ekki sé nú minnst á Norð­menn­ina. Tuborg og Carls­berg, ásamt Gammel Dansk og Ála­borg­ar­áka­víti (ásamt smør­rebrauð­inu) eru þannig hluti þjóð­arsál­ar­innar segja sum­ir. Og fót­bolti myndu ein­hverjir bæta við!

Fimmti hver Kaup­manna­hafn­ar­búi drykkju­rútur



Þegar dag­blaðið Berl­ingske greindi frá viða­mik­illi könnun á drykkju­venjum íbúa höf­uð­borgar Dan­merkur undir þess­ari fyr­ir­sögn hrukku margir við. Könn­un­in, sem var gerð á vegum Heilsu­gæsl­unnar Í Kaup­manna­höfn, stóð yfir um nokkura ára skeið. Nið­ur­stöð­urnar eru slá­andi: nær fimmti hver íbúi borg­ar­innar eldri en 16 ára tel­st, eða telur sig háðan áfengi og sjö­undi til átt­undi hver íbúi er ofdrykkju­maður sam­kvæmt skil­grein­ingu heil­brigð­is­yf­ir­valda.

­Þrjú þús­und dauðs­föll árlega eru bein­línis rakin til óhóf­legrar áfeng­is­neyslu og kostn­aður sam­fé­lags­ins skiptir hund­ruðum millj­óna á ári.

 

Það vekur líka athygli, og áhyggj­ur, að á sjö­unda hverju heim­ili þar sem börn búa, býr ein­stak­lingur sem drekkur í óhófi. Þetta eru, að mati heil­brigð­is­yf­ir­valda, ugg­væn­legar upp­lýs­ingar og vand­inn mun meiri en fyr­ir­fram var talið. Hlið­stæð könnun hefur ekki farið fram ann­ars staðar í land­inu en heil­brigð­is­yf­ir­völd telja sig vita að ástandið sé þar víð­ast hvar skárra en í höf­uð­borg­inni.

Augu Dana að opn­ast og hvað er til ráða?



Heilsu­gæslan í Kaup­manna­höfn hefur um margra ára skeið boðið upp á nám­skeið sem hjálpa fólki að takast á við áfeng­is­vand­ann en fram til þessa hefur áhugi á slíku verið fremur dræm­ur. Ýmis­legt bendir til þess að þetta sé að breyt­ast. Æ oftar er í fjöl­miðlum fjallað um skað­semi óhóf­legrar áfeng­is­neyslu og tölur um afleið­ing­arnar tala sínu máli. Þrjú þús­und dauðs­föll árlega eru bein­línis rakin til óhóf­legrar áfeng­is­neyslu og kostn­aður sam­fé­lags­ins skiptir hund­ruðum millj­óna á ári.

Heilsu­gæsla og læknar fá nú marg­falt fleiri fyr­ir­spurnir en áður um slík nám­skeið, hvaða fræðsla og mögu­leikar séu í boði fyrir þá sem vilja gera eitt­hvað í sínum málum o.s.frv. Fræðslu­yf­ir­völd boða líka aukna fræðslu fyrir kenn­ara, á grunn-og leik­skóla­stigi, til að þeir verði betur færir til að ræða við for­eldra um þessi mál.

Í tengslum við áður­nefnda könnun og umfjöllun ræddu blaða­menn Berl­ingske við fjöl­marga sem tengj­ast heil­brigð­is­málum og einnig stjórn­mála­menn. Allir við­mæl­endur blaðs­ins voru sam­mála um að Danir verði að bregð­ast við, fræðsla og opin umræða sé rétta, og eina leið­in, til að ná árangri. Blað­inu verði hins­vegar ekki snúið við á einum degi, það sem blasi við sé sann­kallað lang­tíma­verk­efni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None