Hryðjuverkin í París: Atburðir dagsins

h_51728697.jpg
Auglýsing

Umsát­urs­á­stand­inu í Frakk­landi er lokið eftir að ráð­ist var til atlögu gegn hryðju­verka­mönnum seinni part­inn í dag. Hryðju­verka­menn­irnir voru drepn­ir, og minnst fjórir gíslar í verslun í París lét­ust einnig. Kjarn­inn fer yfir atburð­ina und­an­farið í Par­ís.

Cherif og Said Kou­achi, sem vor­u grun­aðir um morðin á tólf manns á mið­viku­dag, þar af tíu á rit­stjórn­ar­skrif­stofum skop­mynda­blaðs­ins Charlie Hebdo. Þeir flúðu frá París og rændu bens­ín­stöð í nágrenni Vill­er­s-Cott­er­ets. Vitni sögðu bræð­urna hafa verið þung­vopn­aða.

Franska lögreglan segir að bræðurnir Said Kouachi og Cherif Kouachi hafi framið ódæðisverkin í og við höfuðstöðvar skopmyndablaðsins Charlie Hebdo í gærmorgun.Tólf létust, þar á meðal ritstjóri blaðsins og þekktustu skopmyndateiknarar þess. Franska lög­reglan segir að bræð­urnir Said Kou­achi og Cherif Kou­achi hafi framið ódæð­is­verkin í og við höf­uð­stöðvar skop­mynda­blaðs­ins Charlie Hebdo í gær­morg­un­.Tólf létu­st, þar á meðal rit­stjóri blaðs­ins og þekkt­ustu skop­mynda­teikn­arar þess.

Auglýsing

Í morgun bár­ust fréttir af því að skotum hefði verið hleypt af í Dammart­in-en-­Goele, sem er norð­austur af París og mjög nálægt alþjóða­flug­vell­inum Charles de Gaulle. Flug­völl­ur­inn er opinn en umferð stýrt þannig að ekki sé flogið yfir umsát­urs­svæð­ið. Skólar og vinnu­staðir í nágrenn­inu hafa verið rýmdir og öllum ráð­lagt að halda sig inn­an­dyra frá glugg­um.

Lög­regla hefur rætt við bræð­urna um að leysa gísl­inn úr haldi, en franskir fjöl­miðlar hafa greint frá því að gísl­inn sé 26 ára gam­all karl­mað­ur. Þing­maður á svæð­inu hefur sagt fjöl­miðlum að bræð­urnir hafi sagt við lög­reglu að þeir vildu deyja sem písl­ar­vott­ar.

Fyrir hádegi var svo greint frá því að náin tengsl væru á milli árás­ar­innar á Charlie Hebdo á mið­viku­dag og ann­arrar skotárásar á fimmtu­dag. Þá var lög­reglu­kona skotin til bana og karl­maður særður alvar­lega í suð­ur­hluta Par­ís­ar. Áður hafði verið greint frá því að engin tengsl væru talin á milli.

Rétt eftir hádegi var svo greint frá því að önnur gísla­taka væri í gangi í verslun í aust­ur­hluta Par­ís­ar. Versl­unin er rekin af gyð­ing­um. Fljótt kom í ljós að gísla­töku­maður þar væri tal­inn sá sami og grun­aður væri um morðið á lög­reglu­kon­unni í gær. Gísl­arnir eru minnst sex tals­ins.

Skömmu síðar voru nöfn hinna grun­uðu í seinni árás­unum tveimur birt. Það eru Amedy Couli­baly og Hayat Bou­meddi­ene.

Gunmen kill 12 at French magazine Charlie Hebdo

 

Fréttir hermdu um tíma að minnst tveir gíslar hefðu verið myrtir af gísla­töku­fólk­inu en þær fréttir voru dregnar til baka.

Lög­reglan segir að Couli­baly hafi hótað því að drepa gísla sína ef reynt yrð­i að hand­sama Kou­achi bræð­ur.Ráð­ist til atlögu á báðum stöðum

Lög­regla réðst til atlögu gegn öllum hryðju­verka­mönn­unum seinni part­inn í dag. Þeir voru allir drepnir og margir gíslar frels­að­ir. Hins vegar kom í ljós seinni part­inn í dag að minnst fjórir gíslar hafi lát­ist. Aðgerð­irnar gegn þeim voru sam­hæfðar og fregnir herma að tek­ist hafi að ná sam­bandi við gísl í París í gegnum far­síma auk þess sem hægt var að fylgj­ast með gísla­tök­unni þar í gegnum örygg­is­mynda­vél­ar. 

Ekki er vitað hvar Bou­meddi­ene er, en hún var kærasta Couli­baly.

Vor­u þekktir hryðju­verka­mennAð sögn dag­blaðs­ins Le Monde voru Amedy Couli­baly og Cherif Kou­achi tveir helstu fylg­is­menn dæmda hryðju­verka­manns­ins Dja­mel Beg­hal. Beg­hal var hand­tek­inn árið 2001 fyrir að leggja á ráðin um að sprengja upp sendi­ráð Banda­ríkj­anna í Par­ís. Hann og fimm aðrir voru dæmdir árið 2005. Hann við­ur­kenndi meðal ann­ars að hafa farið til Afganistan að hitta Osama bin Laden og skipu­leggja árás­ir.

Kou­achi bræð­urnir og Couli­baly eru sagðir hafa til­heyrt sömu hryðju­verka­sell­unni. Að sögn dag­blaðs­ins Le Monde voru Amedy Couli­baly og Cherif Kou­achi tveir helstu fylg­is­menn dæmda hryðju­verka­manns­ins Dja­mel Beg­hal. Beg­hal var hand­tek­inn árið 2001 fyrir að leggja á ráðin um að sprengja upp sendi­ráð Banda­ríkj­anna í Par­ís. Hann og fimm aðrir voru dæmdir árið 2005. Hann við­ur­kenndi meðal ann­ars að hafa farið til Afganistan að hitta Osama bin Laden og skipu­leggja árás­ir.

Cherif var dæmdur árið 2008 fyrir hlut­deild í hryðju­verka­neti sem sendi bar­daga­menn til Íraks til að berj­ast fyrir Al-Kaída. Þá er Said sagður hafa dvalið í Jemen árið 2011 þar sem hann var í þjálfun hjá Al-Kaída. Bræð­urnir voru báðir í banda­rískum gagn­gr­unni yfir grun­aða hryðju­verka­menn og á flug­bann­lista.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None