Hryðjuverkin í París: Atburðir dagsins

h_51728697.jpg
Auglýsing

Umsát­urs­á­stand­inu í Frakk­landi er lokið eftir að ráð­ist var til atlögu gegn hryðju­verka­mönnum seinni part­inn í dag. Hryðju­verka­menn­irnir voru drepn­ir, og minnst fjórir gíslar í verslun í París lét­ust einnig. Kjarn­inn fer yfir atburð­ina und­an­farið í Par­ís.

Cherif og Said Kou­achi, sem vor­u grun­aðir um morðin á tólf manns á mið­viku­dag, þar af tíu á rit­stjórn­ar­skrif­stofum skop­mynda­blaðs­ins Charlie Hebdo. Þeir flúðu frá París og rændu bens­ín­stöð í nágrenni Vill­er­s-Cott­er­ets. Vitni sögðu bræð­urna hafa verið þung­vopn­aða.

Franska lögreglan segir að bræðurnir Said Kouachi og Cherif Kouachi hafi framið ódæðisverkin í og við höfuðstöðvar skopmyndablaðsins Charlie Hebdo í gærmorgun.Tólf létust, þar á meðal ritstjóri blaðsins og þekktustu skopmyndateiknarar þess. Franska lög­reglan segir að bræð­urnir Said Kou­achi og Cherif Kou­achi hafi framið ódæð­is­verkin í og við höf­uð­stöðvar skop­mynda­blaðs­ins Charlie Hebdo í gær­morg­un­.Tólf létu­st, þar á meðal rit­stjóri blaðs­ins og þekkt­ustu skop­mynda­teikn­arar þess.

Auglýsing

Í morgun bár­ust fréttir af því að skotum hefði verið hleypt af í Dammart­in-en-­Goele, sem er norð­austur af París og mjög nálægt alþjóða­flug­vell­inum Charles de Gaulle. Flug­völl­ur­inn er opinn en umferð stýrt þannig að ekki sé flogið yfir umsát­urs­svæð­ið. Skólar og vinnu­staðir í nágrenn­inu hafa verið rýmdir og öllum ráð­lagt að halda sig inn­an­dyra frá glugg­um.

Lög­regla hefur rætt við bræð­urna um að leysa gísl­inn úr haldi, en franskir fjöl­miðlar hafa greint frá því að gísl­inn sé 26 ára gam­all karl­mað­ur. Þing­maður á svæð­inu hefur sagt fjöl­miðlum að bræð­urnir hafi sagt við lög­reglu að þeir vildu deyja sem písl­ar­vott­ar.

Fyrir hádegi var svo greint frá því að náin tengsl væru á milli árás­ar­innar á Charlie Hebdo á mið­viku­dag og ann­arrar skotárásar á fimmtu­dag. Þá var lög­reglu­kona skotin til bana og karl­maður særður alvar­lega í suð­ur­hluta Par­ís­ar. Áður hafði verið greint frá því að engin tengsl væru talin á milli.

Rétt eftir hádegi var svo greint frá því að önnur gísla­taka væri í gangi í verslun í aust­ur­hluta Par­ís­ar. Versl­unin er rekin af gyð­ing­um. Fljótt kom í ljós að gísla­töku­maður þar væri tal­inn sá sami og grun­aður væri um morðið á lög­reglu­kon­unni í gær. Gísl­arnir eru minnst sex tals­ins.

Skömmu síðar voru nöfn hinna grun­uðu í seinni árás­unum tveimur birt. Það eru Amedy Couli­baly og Hayat Bou­meddi­ene.

Gunmen kill 12 at French magazine Charlie Hebdo

 

Fréttir hermdu um tíma að minnst tveir gíslar hefðu verið myrtir af gísla­töku­fólk­inu en þær fréttir voru dregnar til baka.

Lög­reglan segir að Couli­baly hafi hótað því að drepa gísla sína ef reynt yrð­i að hand­sama Kou­achi bræð­ur.



Ráð­ist til atlögu á báðum stöðum

Lög­regla réðst til atlögu gegn öllum hryðju­verka­mönn­unum seinni part­inn í dag. Þeir voru allir drepnir og margir gíslar frels­að­ir. Hins vegar kom í ljós seinni part­inn í dag að minnst fjórir gíslar hafi lát­ist. Aðgerð­irnar gegn þeim voru sam­hæfðar og fregnir herma að tek­ist hafi að ná sam­bandi við gísl í París í gegnum far­síma auk þess sem hægt var að fylgj­ast með gísla­tök­unni þar í gegnum örygg­is­mynda­vél­ar. 

Ekki er vitað hvar Bou­meddi­ene er, en hún var kærasta Couli­baly.

Vor­u þekktir hryðju­verka­menn



Að sögn dag­blaðs­ins Le Monde voru Amedy Couli­baly og Cherif Kou­achi tveir helstu fylg­is­menn dæmda hryðju­verka­manns­ins Dja­mel Beg­hal. Beg­hal var hand­tek­inn árið 2001 fyrir að leggja á ráðin um að sprengja upp sendi­ráð Banda­ríkj­anna í Par­ís. Hann og fimm aðrir voru dæmdir árið 2005. Hann við­ur­kenndi meðal ann­ars að hafa farið til Afganistan að hitta Osama bin Laden og skipu­leggja árás­ir.

Kou­achi bræð­urnir og Couli­baly eru sagðir hafa til­heyrt sömu hryðju­verka­sell­unni. Að sögn dag­blaðs­ins Le Monde voru Amedy Couli­baly og Cherif Kou­achi tveir helstu fylg­is­menn dæmda hryðju­verka­manns­ins Dja­mel Beg­hal. Beg­hal var hand­tek­inn árið 2001 fyrir að leggja á ráðin um að sprengja upp sendi­ráð Banda­ríkj­anna í Par­ís. Hann og fimm aðrir voru dæmdir árið 2005. Hann við­ur­kenndi meðal ann­ars að hafa farið til Afganistan að hitta Osama bin Laden og skipu­leggja árás­ir.

Cherif var dæmdur árið 2008 fyrir hlut­deild í hryðju­verka­neti sem sendi bar­daga­menn til Íraks til að berj­ast fyrir Al-Kaída. Þá er Said sagður hafa dvalið í Jemen árið 2011 þar sem hann var í þjálfun hjá Al-Kaída. Bræð­urnir voru báðir í banda­rískum gagn­gr­unni yfir grun­aða hryðju­verka­menn og á flug­bann­lista.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None