Fólkið sem hvarf

hoffa.jpg
Auglýsing

Fólkið sem hverfur spor­laust, og eng­inn veit hvað varð um, skilur eftir sig spurn­ingar sem er ósvar­að. Mörg heims­fræg mál þar sem manns­hvörf eru í brennid­epli hafa komið upp. Krist­inn Haukur Guðna­son sagn­fræð­ingur kynnti sér sög­una að baki tíu merki­legum manns­hvörf­um.



  1. Hein­rich Müller




Margir nas­istar hurfu í lok seinni heim­styrj­ald­ar­inn­ar. Stærsta nafnið var óum­deil­an­lega Hein­rich Müll­er, leið­togi leynilög­regl­unnar Gestapo frá árinu 1939. Hann var með Adolf Hitler í neð­an­jarð­ar­byrg­inu þegar for­ing­inn svipti sig lífi, þann 30. apríl 1945, en næsta dag hvarf Müll­er. Hann á að hafa sagt “ég hef ekki minnsta áhuga að láta Rúss­ana taka mig til fanga”. Sjálfs­morð voru dag­legt brauð í byrg­inu og það er vel hugs­an­legt að Müller hafi tekið eigið líf. Aftur á móti eru engin vitni að því og ekk­ert lík fannst. Fjöl­margir leit­uðu Müll­ers í ára­tugi eftir stríð­ið, þar á meðal starfs­menn Simon Wies­ent­hal stofn­un­ar­inn­ar, vest­ur­-þýska lög­reglan og banda­ríska leyni­þjón­ustan CIA. Sumir telja hann hafa flúið til Suður Amer­íku en aðrir að hann hafi starfað á laun fyrir Sov­ét­rík­in.



  1. Bison Dele




Bi­son Dele (fæddur Brian Willi­ams) var körfuknatt­leiks­leik­maður sem spil­aði í NBA deild­inni á árunum 1991 til 1999. Hann var hæfi­leik­a­ríkur mið­herji sem var meðal ann­ars í meist­ara­liði Chicago Bulls árið 1997. Það kom öllum á óvart þegar hann hafn­aði tug­millj­óna doll­ara samn­ingi á hápunkti fer­ils­ins og lagði skóna á hill­una. Dele hvarf í Suð­ur­-­Kyrra­haf­inu, nálægt frönsku eyj­unni Tahí­tí. Hann sigldi ásamt bróður sín­um, kær­ustu og skip­stjóra á lít­illi snekkju sem hét Hak­una Matata. Lög­reglan fann bróður hans, Miles Dabord, á flótta í Phoenix en hann hafði komið að landi í Mexíkó. Frá­sögn Dabord af atburðum í snekkj­unni þóttu ekki trú­an­legar og skömmu seinna tók hann of stóran skammt af insúl­íni, féll í dá og lést. Lík­legt þykir að Dabord hafi myrt hina þrjá ferða­lang­anna.

bb1



  1. Azaria Cham­berlain




Mál Azariu litlu er eitt af óhugn­ar­leg­ustu morð­málum sög­unn­ar. Azaria var tveggja mán­aða gömul þegar hún hvarf úr tjaldi fjöl­skyld­unnar í úti­legu við hina frægu Uluru kletta í Ástr­alíu árið 1980. For­eldr­arnir héldu því fram að dingó (ástr­alskur villi­hund­ur) hefði kom­ist í tjaldið og tekið dóttur þeirra en lög­regl­unni fannst það ekki trú­legt. Móð­irin Lindy Cham­berlain var ákærð fyrir morð og fað­ir­inn Mich­ael fyrir aðkomu að morð­inu. Fátt annað komst að í fjöl­miðlum Ástr­alíu næstu tvö árin og ýmis konar gróu­sögur komust á kreik. Meðal ann­ars að for­eld­arnir hefðu fórnað barn­inu í trú­ar­legum til­gangi en þau voru sjö­unda-­dags aðventist­ar. Þau voru dæmd sek og Lindy fékk lífs­tíð­ar­dóm en þremur árum síðar fannst bútur úr fötum Azariu við dingóbæli og for­eld­arnir sýkn­aðir í kjöl­far­ið. Lík hennar fannst þó aldrei.



  1. Ambrose Bierce




Bierce var einn af þekkt­ustu rit­höf­undum og blaða­mönnum Banda­ríkj­anna á 19. öld. Verk hans þóttu kald­hæðin og nöpur en vin­sældir hans og áhrif voru mik­il. Hann lagði til dæmis grunnin að þeim heimi sem Robert Cham­bers og H.P. Lovecraft skrif­uðu inn í. Árið 1913 var Bierce orð­inn rúm­lega sjö­tugur og sumir segja að hann hafi verið orð­inn leiður á líf­inu. Hann hélt suður á bóg­inn til Mexíkó til að hitta bylt­ing­ar­leið­tog­ann Pancho Villa. Það sein­asta sem frétt­ist frá honum var bréf sem hann sendi frá bænum Chi­hu­ahua til ást­konu sinn­ar, Blanche Part­ington. Ýmsar kenn­ingar eru á kreiki um afdrif Bierce. Flestar á þá leið að hann hafi dáið í Mexíkó, annað hvort í bar­daga eða verið tek­inn af lífi. Aðrir halda því fram að hann hafi aldrei farið til Mexíkó heldur tekið eigið líf í heima­land­inu.



  1. Richey Edwards




Ed­wards var gít­ar­leik­ari og laga­höf­undur rokk­hljóm­sveit­ar­innar Manic Street Preachers. Bandið var stofnað í Wales árið 1986 og sló í gegn í upp­hafi tíunda ára­tug­ar­ins. Edwards var fræg­asti með­limur hljóm­sveit­ar­inn­ar. Hann var lit­ríkur karakter en þung­lyndur og átti það til að meiða sjálfan sig á ýmsan hátt, t.d. skera sig og brenna með sígar­ettu­stubb­um.  Í febr­úar 1995 átti Edwards bókað flug frá London til Banda­ríkj­anna. Hann fór aldrei um borð heldur keyrði heim til Wales. Seinna fannst bíll­inn hans yfir­gef­inn og aug­ljóst að Edwards hafði búið í honum í nokkra daga. Margir telja að hann hafi stokkið í ána Severn en aðrir telja það óhugs­andi. Hann hafði tekið út tals­verða pen­inga fyrir hvarfið og sumir segj­ast hafa séð hann, t.d. í Ind­landi og á Kanarí­eyj­um. Hann var lýstur laga­lega dáinn árið 2008.

richey1

Auglýsing


  1. Amelia Ear­hart




Árið 1928 var Ear­hart fyrsta konan til að fljúga yfir Atl­ants­hafið og varð á kom­andi árum einn fræg­asti flug­garpur heims. Árið 1936 tók hún að sér mun stærra verk­efni þ.e. að fljúga í kringum hnött­inn. Ári seinna hóf hún ferð­ina en þurfti að hætta við vegna véla­bil­unar og skemmda. Hún var þó ekki af baki dottin og reyndi aftur skömmu síð­ar. Ferðin gekk vel og Ear­hart flaug ásamt leið­sögu­mann­inum Fred Noonan austur frá Kali­forníu yfir Amer­íku, Afr­íku, Asíu og Ástr­al­íu. Sein­asti spöl­ur­inn var sá erf­iðasti, yfir Kyrra­haf­ið. Þar misstu loft­skeyta­menn allt sam­band við vél­ina og mikil leit hófst. Alls kyns sögur eru til af afdrifum Ear­hart, að hún hafi hrapað á lít­illi eyju, náð leið­ar­lokum eða orðið njósn­ari í stríð­inu. Lang lík­leg­ast verður þó að telj­ast að vélin hafi orðið elds­neyt­is­laus og hrapað í Kyrra­haf­ið.



  1. Anastasia Roma­nov




Anastasia prinsessa, dóttir Niku­lásar II Rúss­lands­keis­ara, er fræg­asta horfna mann­eskjan sem aldrei hvarf. Hin 17 ára gamla Anastasia var tekin af lífi ásamt for­eldrum sín­um, fjórum systk­inum og fylgd­ar­liði þann 17. júlí árið 1918. Það var hin alræmda leynilög­regla bol­sjé­víka Cheka sem sá um aftök­una í Yeka­ter­in­burg við Úral­fjöll. Líkin voru falin og mikil leynd yfir aftök­unni. Ein­hverra hluta vegna fór sá kvittur á kreik að mögu­lega hefðu tvö yngstu börn­in, Alexei prins og Anastasia slopp­ið. Fjöl­margar konur komu fram á næstu árum og sögð­ust vera prinsess­an. Hvat­inn var senni­lega sá mikli Roma­nov auður sem lá í banka­hvelf­ingum í Sviss. Það voru skrif­aðar bæk­ur, leik­rit og kvik­myndir um flótta Anastasiu. DNA sýni úr lík­fundum frá árunum 1979 og 2007 stað­festa þó að öll Roma­nov börnin voru tekin af lífi.



  1. Alcatraz þrí­eykið




Fang­elsið á Alcatraz eyju í Kali­forníu er lík­lega fræg­asta fang­elsi sög­unnar þó að það hafi aðeins verið starf­rækt í um 30 ár. Árið 1962, einu ári áður en fang­els­inu var lok­að, náðu þrír fangar að sleppa og var það eina flótta­til­raunin sem tókst í sögu stofn­un­ar­inn­ar. Frank Morris og bræð­urnir John og Clarence Anglin sem allir voru dæmdir banka­ræn­ingjar höfðu skipu­lagt flótt­ann ásamt fjórða fang­an­um, Allen West, sem tókst ekki að kom­ast úr klefa sín­um. Fang­arnir bjuggu til höfuð úr pappamassa sem þeir settu í rúm sín til að villa um fyrir fanga­vörð­un­um. Þeir komust út um loft­ræsti­kerfið og hófust svo handa við að gera fleka og björg­un­ar­vesti. Þeir náðu að klifra niður pípu utan á bygg­ing­unni og svo yfir næstum fjög­urra metra háa gadda­vírs­girð­ingu. Þaðan héldu þeir til hafs og sáust aldrei meir.

alcatr



  1. Madel­eine McCann




Hin breska Madel­eine McCann var þriggja ára þegar hún hvarf af hót­el­her­bergi í Algarve í Portú­gal árið 2007.  Ma­del­eine var sof­andi ásamt yngri systk­inum sínum á meðan for­eldr­arnir borð­uðu á veit­inga­stað nærri hót­el­inu. Aug­ljóst er að Madel­eine var rænt en mis­tök við rann­sókn máls­ins leiddu til þess að for­eldr­arnir voru grun­aðir um að hafa myrt hana. Tveir ein­stak­lingar á svæð­inu segj­ast hafa séð karl­mann bera sof­andi barn nálægt svæð­inu en ekk­ert hefur feng­ist með þessum vís­bend­ing­um. Málið fékk strax gríð­ar­lega fjöl­miðla­at­hygli og er ennþá í fersku minni fólks. Það sem sér­stak­lega stendur upp úr er hlutur for­eldr­anna og mörgum þótti þau sína mikið ábyrgð­ar­leysi að skilja börnin ein eftir inni á her­bergi. Málið hefur verið margrann­sakað en ennþá eru menn engu nær um hvað varð um hana.



  1. Jimmy Hoffa




Nafnið Jimmy Hoffa er orðið sam­gróið hug­tak­inu manns­hvarf. Hoffa starf­aði alla ævi í verka­lýðs­hreyf­ing­unni í Banda­ríkj­un­um, nánar til­tekið í IBT hreyf­ing­unni sem sam­anstendur af vöru­bíls­stjórum, hafn­ar­verka­mönn­um, vél­virkjum og fleir­um. Frá 1958 til 1971 leiddi hann hreyf­ing­una en á sjö­unda ára­tugnum var hann dæmdur fyrir mút­ur, fjár­drátt og fleira og end­aði í fang­elsi. Hoffa var svo náð­aður gegn því að hann segði sig úr hreyf­ing­unni. Árið 1975 hvarf hann spor­laust í Detroit borg. Engum duld­ist að Hoffa hafði sterk tengsl við mafí­una. Hoffa átti að hitta tvo mafíu­for­ingja dag­inn sem hann hvarf en þeir mættu  ekki á fund­inn. Ótal kenn­ingar eru á lofti um afdrif hans, t.d. að hann hafi flúið mafí­una og að amer­ísk stjórn­völd hafi látið drepa hann. En lík­leg­ast var hann myrtur af mafí­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None