Framtíðarsýn skortir á norðurslóðum

000-174288959.jpg
Auglýsing

Fréttir af vax­andi áhuga stærri ríkja og orku­fyr­ir­tækja á Norð­ur­skauts­svæð­inu hafa verið áber­andi í íslenskum fjöl­miðlum síð­ustu miss­eri og settar í sam­hengi við spenn­andi tæki­færi fyrir Íslend­inga á norð­ur­slóð­um. Þar fel­ast vissu­lega ákveðnir mögu­leikar en áhug­anum fylgir einnig áhætta því fram­tíð­ar­þróun í þessum heims­hluta er óljós og þau tæki­færi sem við fáum verða ekki endi­lega þau sem við áttum von á. Orku­mark­að­ur­inn er ófyr­ir­sjá­an­legur og óvæntar breyt­ingar síð­ustu ára sýna fram á það hversu mik­il­vægt það er að aðlag­ast hratt að breyttum aðstæð­um.

Það hefði þótt lygi­leg bjart­sýni fyrir ára­tug síðan að halda því fram að Banda­ríkin ættu eftir að geta skákað Rússum í útflutn­ing á gasi eða keppt við Katar á hrá­ol­íu­mark­aði. Það virð­ist þó vera raunin því ef yfir­stand­andi þróun heldur áfram verður það veru­leik­inn á næstu árum. Nýsköpun í jarð­gas- og olíu­vinnslu, sér­stak­lega í tengslum við vatns­þrýst­ings­brot (e. frack­ing) hefur gjör­bylt orku­mark­aðnum í Banda­ríkj­unum og hefur áhrif um allan heim. Í jún­í­tölu­blaði banda­ríska tíma­rits­ins For­eign Affairs (sjá hér og hér), og nýlegum tölu­blöðum The Economist (sjá 1. nóv­em­ber og 25. októ­ber) var fjallað um nýsköpun í orku­geir­anum og hvernig hún hefur þegar breytt for­sendum heims­mark­aðar með orku. Vatns­þrýst­ings­brot og gasvinnsla voru títt­nefnd í þessum umfjöll­unum en engin grein í blöð­unum fjall­aði um norð­ur­slóð­ir. Þegar áhrif „leir­steins­bylt­ing­ar­inn­ar“ eru skoðuð er auð­velt að greina af hverju vatns­þrýst­ings­brot þykir fýsi­legra en olíu­leit á norð­ur­slóð­um.

US-OIL-BOOM-SHIFTS-THE-LANDSCAPE-OF-RURAL-NORTH-DAKOTA Glen Cra­btree, verka­maður á olíu­bor í Norð­ur­-Da­kóta, smyr bor. Und­an­farin ár hefur verið mik­ill upp­gangur í olíu­vinnslu í Norð­ur­-Da­kóta, meðal ann­ars vegna vatns­þrýs­ings­brots-að­ferð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Betri er einn í hendi en tveir í skógiÁrið 2008 þurftu Banda­ríkin að flytja inn tæp­lega 2 milj­ónir tunna af olíu á dag til að mæta eft­ir­spurn þar í landi. Í fyrra voru þau farin að flytja út sam­bæri­legt magn. Fram­leiðsla þeirra á olíu hefur auk­ist um 60 pró­sent og fram­leiðsla á jarð­gasi um tæpan fjórð­ung. Olíu­æv­in­týri Banda­ríkja­manna á norð­ur­slóðum hefur á hinn bóg­inn ekki skilað jafn góðum árangri. Margar af þekktum og lík­legum olíu­lindum eru á miklu dýpi og erf­iðu umhverfi sem eykur áhættu og kostn­að. Vatns­þrýst­ings­brot getur hins vegar átt sér stað á landi, þar sem olíu­fyr­ir­tækin þurfa ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af veðr­áttu og búa þegar yfir mik­illi tækni­legri reynslu og þekkja allar aðstæð­ur. Hugs­an­leg víð­tæk­ari olíu- og gasvinnsla á norð­ur­slóðum er af ýmsum ástæðum ekki lengur eft­ir­sókn­ar­verð og sum olíu­fyr­ir­tækj­anna virð­ast ætla að snúa sér ann­að.

Í Beaufort-hafi norðan Alaska hafa fyr­ir­tæki til dæmis minnkað leit­ar- og vinnslu­svæði um tæp­lega sex hund­ruð þús­und hekt­ara, sem er rúm­lega helm­ing­ur­inn af því svæði sem þau fengu upp­runa­lega leyfi til að nýta.

Exxon-orkuris­inn banda­ríski hóf sam­starf við rúss­neska aðila við bor­anir í Kara­haf­inu í ágúst og fengin reynsla lofar góðu. Nú ríkir hins vegar óvissa um fram­hald bor­ana vegna refsi­að­gerða Banda­ríkj­anna gegn Rúss­landi í tengslum við afskipti Rússa af mál­efnum Úkra­ínu. Á banda­rískum norð­ur­slóðum hafa mörg fyr­ir­tæki ákveðið að end­ur­nýja ekki bor­leyfin sín. Í Beaufort-hafi norðan Alaska hafa fyr­ir­tæki til dæmis minnkað leit­ar- og vinnslu­svæði um tæp­lega sex hund­ruð þús­und hekt­ara, sem er rúm­lega helm­ing­ur­inn af því svæði sem þau fengu upp­runa­lega leyfi til að nýta. Áætlað er að svæðið inni­haldi tæp­lega 30 milj­arða tunna af olíu og nokkra tugi billjón rúmmetra af gasi, þannig að ástæðan er ekki skortur á auð­lindum heldur hversu erf­iðar aðstæð­unar þar nyrðra eru og kostn­aður við fram­kvæmdir mik­ill.

US-ACCIDENT-KULLUK Olíu­bor­p­allur Shell strand­aði við Alaska í lok árs 2012 og var mikil hætta á að olía meng­aði hafið og strend­urnar í kjöl­far­ið.

Víða á norð­ur­slóðum hefur hafís reynst meiri og veður verri en spár gerðu ráð fyr­ir. Þannig missti orku­fyr­ir­tækið Shell stjórn á bor­p­alli sem strand­aði nán­ast við Kódíak-eyju árið 2012. Stuttu síðar stóðst við­bragð­skip fyr­ir­tæk­is­ins ekki örygg­is­kröfur banda­rískra stjórn­valda og annað skip Shell strand­aði við Alaska. Margir umhverf­is­sinnar og frum­byggjar hafa áhyggjur af hugs­an­legum afleið­ingum slysa og mis­taka á við­kvæmt líf­ríki og berj­ast gegn leit og vinnslu olíu­fyr­ir­tækja við hvert tæki­færi. Shell hefur enn ekki hafið bor­anir á ný og virð­ist ekki hafa áætl­anir um að hefja þær fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Stjórn­endur Shell hafa hik­laust selt svæði og starf­semi sem stand­ast ekki vænt­ingar til að lækka kostnað og bæta sjóð­streymi. Það má velta fyrir sér hversu lengi þeir vilja bíða þangað til fjár­fest­ing fyr­ir­tæk­is­ins á þessum hluta norð­ur­slóða fari að borga sig.

Sama og þegiðÞrátt fyrir núver­andi þróun er fram­tíð leir­steins­vinnslu jafn óvís og fram­tíð orku­vinnslu á norð­ur­slóð­um. Margir eru mót­fallnir þessum aðferðum af mörgum ólíkum ástæð­um. Umhverf­is­sinnar hafa áhyggjur af losun met­ans út í and­rúms­loftið og mengun grunn­vatns. Rúm­lega 150 þús­und bor­stöðvar í leir­steins­vinnslu eru nú víða um Banda­ríkin og þeim hefur stundum fylgt mikil stað­bundin meng­un. Þau fyr­ir­tæki sem eiga hlut að máli benda á að vinnslan sé umhverf­is­vænni en vinnsla kola og halda því fram að engar vís­inda­lega sann­anir séu til fyrir því að vatns­þrýst­ings­brot geti mengað grunn­vatn ef rétt er staðið að mál­um. Það virð­ist auð­veld­ara sagt en gert, þar sem fleiri hund­ruð kvart­anir hafa borist banda­rískum stjórn­völd­um. Rann­sókn­ar­blaða­menn á vegum Associ­ated Press-frétta­veit­unn­ar hafa auk þess fjallað um vatns­mengun á nokkrum stöðum í Banda­ríkj­un­um.

US-ANTI-FRACKING-ACTIVISTS-RALLY-AT-EPA-BUILDING-IN-WASHINGTON Nýjum olíu­vinnslu­að­ferðum hefur verið mót­mælt í Banda­ríkj­unum und­an­far­ið. Í októ­ber sýndu mót­mæl­endur dæmi um vatns­meng­un­ina sem hlýst við vatns­þrýs­ings­brot.

Önnur ástæða fyrir því að umhverf­is­vernd­ar­sinnar eru mót­fallnir auk­inni jarð­ga­svinnslu eru áhyggjur af því að fjár­festar missi áhuga á kolefn­is­fr­íum orku­gjöf­um, til dæmis sól­ar-, sjáv­ar­falla- og vind­orku. Þver­þjóð­leg nefnd ­Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar (IPCC) hefur lagt áherslu á að þótt jarð­ga­svinnsla losi ekki jafn mikið kolefni út í and­rúms­loftið og aðrir orku­gjaf­ar, þá geti notkun þess í besta falli talist skamm­tíma­lausn. Ein­ungis kolefn­is­fríir orku­gjafar geti tryggt sjálf­bæra og umhverf­is­væna fram­tíð í orku­mál­um. Í Þýska­landi og í nokkrum banda­rískum ríkjum hefur umhverf­is­vernd­ar­sinnum tek­ist að knýja á um tíma­bundna stöðvun bor­ana þar sem vatns­þrýst­ings­brots­að­ferðin er not­uð. Frönsk yfir­völd bönn­uðu notkun þessa aðferðar árið 2011 og fleiri rík­is­stjórnir íhuga að fylgja for­dæmi þeirra.

Ein­ungis kolefn­is­fríir orku­gjafar geti tryggt sjálf­bæra og umhverf­is­væna fram­tíð í orkumálum.

Aðrir gagn­rýnendur „leir­steins­bylt­ing­ar­inn­ar“ efast um hversu góð fjár­fest­ing vinnsla á gasi úr leir­steini mun reyn­ast til lengri tíma. Fjár­festar hafa lagt margar billjónir króna í leir­steins­vinnslu á frekar skömmum tíma, sem skýrir að hluta til þá gríð­ar­legu aukn­ingu sem hefur átt sér stað. Þrátt fyrir það benda rann­sóknir til þess að fram­leiðni slíkra bor­stöðva minnki tölu­vert hraðar en hefð­bund­inna bor­stöðva, eða um helm­ing á fyrsta árinu. Sam­an­borið við hefð­bundnar bor­stöðv­ar, þar sem fram­leiðni minnkar um 7-10 pró­sent á ári er ljóst að full­yrð­ingar IPCC um aukna gas­fram­leiðslu sem skamm­tíma­lausn eru ekki orðum aukn­ar, hvað varðar umhverfið og efna­hag­inn.

Eggin í fleiri körfurNý­sköpun og rann­sókn­ar­vinna er nauð­syn­leg til þess að kolefn­is­fríu orku­gjaf­irnar geti orðið mark­aðsvænni en það er lang­tíma mark­mið. Miðað við áfram­hald­andi þróun gætu ára­tugir liðið áður en nútíma­sam­fé­lög geti vænst þess að ein­ungis kolefn­is­fríir orku­gjafar verði not­aðir til orku­fram­leiðslu.

Það hefur reynst vara­samt fyrir marga sér­fræð­inga að spá nákvæm­lega fyrir um fram­tíð­ar­þróun í vinnslu og nýt­ingu orku­gjafa og þá um leið sveiflur í heims­mark­aðs­verði. Þeir sem hafa reynt það hafa oft þurft að éta ofan í sig spá­dóma, til dæmis þeir sem spáðu því að vinnsla Banda­ríkj­anna á jarð­gasi og olíu gæti ekki annað en haldið áfram að minnka. Eitt er víst að áreið­an­leg og kolefn­is­frí orku­vinnsla mun ekki verða að veru­leika nema með áfram­hald­andi veit­ingu fjár­magns og rann­sókna, hvort tveggja af hálfu hins opin­bera og einka­geirans. Ef gagn­rýnendur vatns­þrýst­ings­brots og orku­vinnslu á norð­ur­slóðum hafa rétt fyrir sér mun það á end­anum telj­ast fram­sýni.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None