Mynd: Golli

Goshátíð í Geldingadölum

Blaðamaður Kjarnans gekk óþarflega langa leið að gosstöðvunum á Reykjanesi í gær og lýsir því sem fyrir augu bar. Ljósmyndarinn Golli var einnig á staðnum og fangaði stemninguna.

Það var nán­ast úti­há­tíð­ar­stemn­ing við gos­s­töðv­arn­ar. Ein­hverjir voru að steikja pylsur á glæ­nýju hraun­inu þegar ég og vinur minn komum á stað­inn síð­degis í gær. Ofar í brekkunni var hress hópur ungs fólks að spila eitt­hvað ABBA-lag, syngja með og dansa. Fólk sat flest með nestið í brekkunni og fylgd­ist með því sem fyrir augu bar.

Björg­un­ar­sveit­ar­fólk með gas­grímur gekk um og gerði sitt besta til að fylgj­ast með því að fólk færi sér ekki að voða.

Fólk var mis­jafn­lega búið. Þegar við vorum að fara af svæð­inu ark­aði fram­hjá okkur ungur maður í galla­jakka. Hann virt­ist ekki hafa komið með þyrlu.

En þær sveim­uðu yfir – komu og fóru svo títt að varla gafst tóm til að hlýða almenni­lega á drun­urnar í eld­stöð­inni og snar­kið í hraun­inu.

Golli

Við félag­arnir lögðum af stað úr borg­inni upp þegar klukkan var að ganga tvö og settum stefn­una að lok­un­inni á Suð­ur­strand­ar­vegi rétt utan Grinda­vík­ur. Þar höfðum við lesið að væri ein­faldasta og þægi­leg­asta göngu­leið­in, tæpir tveir tímar, að miklum hluta á mal­biki.

Þetta hugn­að­ist okkur ágæt­lega, enda var stefnan að snúa til baka fyrir kvöld­mat.

Þegar til Grinda­víkur var komið þótti okkur hins vegar ljóst að það myndi ganga hægt að leggja bílnum við lok­un­ina. Tugir öku­tækja voru á undan okkur í röð sem end­aði hjá björg­un­ar­sveit­ar­fólki sem var að leið­beina fólki að bíla­stæð­um, langt frá lok­un­inni sjálfri.

Golli

Þol­in­mæði okkar brast í bíla­röð­inni og við ákváðum snögg­lega, í nafni þess sem við hugs­uðum með okkur að yrði tíma­sparn­að­ur, að snúa til baka og leggja bílnum í Svarts­engi til móts við Bláa lónið og arka af stað. Það reynd­ist nátt­úr­lega ekki spara neinn tíma. Þvert á móti.

Allt í allt voru þetta tæpir 25 kíló­metrar sem við geng­um, að mestu leyti eftir grýttum jeppa­slóða og stik­uðum gönguslóð­um. Á kafla þó bara yfir tor­fært hraun­ið. Alveg jafn krefj­andi og almanna­varnir voru búnar að gefa til kynna. Alls 5 klukku­stundir og 40 mín­útur á göngu og tæp­lega sjö tíma túr í heild­ina.

Golli

„Ef þessi göngu­ferð er eitt það erf­ið­asta sem þú hefur gert und­an­farin ár, þá ættir þú ein­fald­lega ekki að vera hérna,“ sagði vinur minn er við klöngruð­umst til baka yfir hraunið á Reykja­nesskag­anum er myrkur var að skella á í gær­kvöldi.

Hann var sem betur fer ekki að tala um okk­ur, þó við værum orðnir ögn lún­ir, heldur sumt fólk sem við höfðum séð yfir dag­inn og virt­ist orðið veru­lega þreytt á rölt­inu. Sumir voru með ung börn og másandi og blásandi smá­hunda með í för.

Þetta var þó ein­ungis lít­ill hluti, en eins og fram hefur komið voru hátt í fjöru­tíu manns sem þurftu á hjálp björg­un­ar­sveita að halda við að kom­ast til baka, blaut og köld, í fjölda­hjálp­ar­stöð sem snarað var upp í grunn­skól­anum í Grinda­vík.

Löng­unin til að bera eld­gosið augum í myrkri virð­ist hafa orðið skyn­sem­inni yfir­sterk­ari í ein­hverjum til­fell­um, enda var búið að boða að það myndi hvessa veru­lega þegar liði á kvöld­ið.

Golli

Sem betur fer komust allir nokkuð heilir frá þess­ari gos­há­tíð.

Það má þakka ósér­hlífnu, vel þjálf­uðu og vel útbúnu björg­un­ar­sveit­ar­fólki sem ver frí­tíma sínum í að koma í veg fyrir að við hin förum okkur að voða.

Er við vorum að ljúka göng­unni skömmu fyrir kl. 22 í gær­kvöldi mættum við þremur björg­un­ar­sveit­ar­mönnum sem voru að leggja af stað inn á hraun­breið­una.

Á móti storm­in­um, sem fór ört vax­andi.

Golli

Þrátt fyrir að gosið hafi verið upp­nefnt „ræf­ill“ af einum helsta jarð­vís­inda­manni þjóð­ar­innar er magnað að hafa tæki­færi til að sjá lands­lagið í mótun og þá krafta sem bær­ast um, nú á Reykja­nes­inu í fyrsta sinn í tæp 800 ár. Göngutúr sem gleym­ist seint.

En það er betra að fara eftir til­mæl­um, velja þægi­leg­ustu leið­ina og búa sig vel.

Auglýsing

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiÁlit