Mynd: Golli

Goshátíð í Geldingadölum

Blaðamaður Kjarnans gekk óþarflega langa leið að gosstöðvunum á Reykjanesi í gær og lýsir því sem fyrir augu bar. Ljósmyndarinn Golli var einnig á staðnum og fangaði stemninguna.

Það var nán­ast úti­há­tíð­ar­stemn­ing við gos­s­töðv­arn­ar. Ein­hverjir voru að steikja pylsur á glæ­nýju hraun­inu þegar ég og vinur minn komum á stað­inn síð­degis í gær. Ofar í brekkunni var hress hópur ungs fólks að spila eitt­hvað ABBA-lag, syngja með og dansa. Fólk sat flest með nestið í brekkunni og fylgd­ist með því sem fyrir augu bar.

Björg­un­ar­sveit­ar­fólk með gas­grímur gekk um og gerði sitt besta til að fylgj­ast með því að fólk færi sér ekki að voða.

Fólk var mis­jafn­lega búið. Þegar við vorum að fara af svæð­inu ark­aði fram­hjá okkur ungur maður í galla­jakka. Hann virt­ist ekki hafa komið með þyrlu.

En þær sveim­uðu yfir – komu og fóru svo títt að varla gafst tóm til að hlýða almenni­lega á drun­urnar í eld­stöð­inni og snar­kið í hraun­inu.

Golli

Við félag­arnir lögðum af stað úr borg­inni upp þegar klukkan var að ganga tvö og settum stefn­una að lok­un­inni á Suð­ur­strand­ar­vegi rétt utan Grinda­vík­ur. Þar höfðum við lesið að væri ein­faldasta og þægi­leg­asta göngu­leið­in, tæpir tveir tímar, að miklum hluta á mal­biki.

Þetta hugn­að­ist okkur ágæt­lega, enda var stefnan að snúa til baka fyrir kvöld­mat.

Þegar til Grinda­víkur var komið þótti okkur hins vegar ljóst að það myndi ganga hægt að leggja bílnum við lok­un­ina. Tugir öku­tækja voru á undan okkur í röð sem end­aði hjá björg­un­ar­sveit­ar­fólki sem var að leið­beina fólki að bíla­stæð­um, langt frá lok­un­inni sjálfri.

Golli

Þol­in­mæði okkar brast í bíla­röð­inni og við ákváðum snögg­lega, í nafni þess sem við hugs­uðum með okkur að yrði tíma­sparn­að­ur, að snúa til baka og leggja bílnum í Svarts­engi til móts við Bláa lónið og arka af stað. Það reynd­ist nátt­úr­lega ekki spara neinn tíma. Þvert á móti.

Allt í allt voru þetta tæpir 25 kíló­metrar sem við geng­um, að mestu leyti eftir grýttum jeppa­slóða og stik­uðum gönguslóð­um. Á kafla þó bara yfir tor­fært hraun­ið. Alveg jafn krefj­andi og almanna­varnir voru búnar að gefa til kynna. Alls 5 klukku­stundir og 40 mín­útur á göngu og tæp­lega sjö tíma túr í heild­ina.

Golli

„Ef þessi göngu­ferð er eitt það erf­ið­asta sem þú hefur gert und­an­farin ár, þá ættir þú ein­fald­lega ekki að vera hérna,“ sagði vinur minn er við klöngruð­umst til baka yfir hraunið á Reykja­nesskag­anum er myrkur var að skella á í gær­kvöldi.

Hann var sem betur fer ekki að tala um okk­ur, þó við værum orðnir ögn lún­ir, heldur sumt fólk sem við höfðum séð yfir dag­inn og virt­ist orðið veru­lega þreytt á rölt­inu. Sumir voru með ung börn og másandi og blásandi smá­hunda með í för.

Þetta var þó ein­ungis lít­ill hluti, en eins og fram hefur komið voru hátt í fjöru­tíu manns sem þurftu á hjálp björg­un­ar­sveita að halda við að kom­ast til baka, blaut og köld, í fjölda­hjálp­ar­stöð sem snarað var upp í grunn­skól­anum í Grinda­vík.

Löng­unin til að bera eld­gosið augum í myrkri virð­ist hafa orðið skyn­sem­inni yfir­sterk­ari í ein­hverjum til­fell­um, enda var búið að boða að það myndi hvessa veru­lega þegar liði á kvöld­ið.

Golli

Sem betur fer komust allir nokkuð heilir frá þess­ari gos­há­tíð.

Það má þakka ósér­hlífnu, vel þjálf­uðu og vel útbúnu björg­un­ar­sveit­ar­fólki sem ver frí­tíma sínum í að koma í veg fyrir að við hin förum okkur að voða.

Er við vorum að ljúka göng­unni skömmu fyrir kl. 22 í gær­kvöldi mættum við þremur björg­un­ar­sveit­ar­mönnum sem voru að leggja af stað inn á hraun­breið­una.

Á móti storm­in­um, sem fór ört vax­andi.

Golli

Þrátt fyrir að gosið hafi verið upp­nefnt „ræf­ill“ af einum helsta jarð­vís­inda­manni þjóð­ar­innar er magnað að hafa tæki­færi til að sjá lands­lagið í mótun og þá krafta sem bær­ast um, nú á Reykja­nes­inu í fyrsta sinn í tæp 800 ár. Göngutúr sem gleym­ist seint.

En það er betra að fara eftir til­mæl­um, velja þægi­leg­ustu leið­ina og búa sig vel.

Auglýsing

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiÁlit