Mynd: Tómas Guðbjartsson

„Að morgni skal eldstöð lofa“

Tómas Guðbjartsson fór að gosstöðvunum í Geldingardal aðfaranótt sunnudags. Þar tók hann fjölmargar myndir. Hér er afraksturinn.

Að morgni skal eld­stöð lof­a“. Þannig hefst stöðu­upp­færsla frá úti­vist­ar­mann­inum og lækn­inum Tómasar Guð­bjarts­sonar á Face­book.

Hann einn þeirra fjöl­mörgu sem hafa lagt leið sína að gos­s­töðv­unum í Geld­ind­ar­dal á Reykja­nesskaga. „Ég eyddi nótt­inni við gos­s­töðv­arnar með góðum vinum í nótt. Ein­hver stór­kost­leg­asta nótt sem ég hef upp­lifað nokkru sinni - enda fengum við fal­legan veð­ur­glugga og sterkur sunn­an­vindur sá til þess að blása burt óæski­legum gös­um. Það getur verið að þetta sé ekki stærsta gos Íslands­sög­unnar en það er með þeim fal­leg­ustu sem ég hef séð,“ skrif­aði Tómas.

Tómas segir í sam­tali við Kjarn­ann að hóp­ur­inn sem hann hafi verið í hafi talið fjóra: Har­ald Örn Ólafs­son, Örvar Þór Ólafs­son, Rakel Mána­dóttur og hann sjálf­an. „Við ákváðum að hjóla á fjalla­hjólum inn Nátt­haga­dal sem tók um 50 mín­útur eftir Suð­ur­stranda­vegi og slóð­um. Við gengum svo í um 40 mín­útur upp á Fagra­dals­fjall. Alls voru þetta 22 kíló­metrar fram og til baka í myrkri en með ljós og allt gekk afar vel.“

Hann segir að hóp­ur­inn hafi eytt um þremur klukku­stundum á gossvæð­inu og að allir hafi verið komnir í bólið um klukkan fimm að morgni sunnu­dags.

Að sögn Tómasar voru aðstæður frá­bærar þegar hóp­ur­inn dvaldi á svæð­inu. Vindur var um tíu metrar á sek­úndu úr suðri sem gerði það að verkum að að gas blés í burtu. Fámennt var á svæð­inu á þessum tíma, þoku­laust og þurrt.

Hann tók fjöl­margar myndir af sjón­ar­spil­inu sem varð aðfara­nótt sunnu­dags. Og gaf Kjarn­anum góð­fús­legt leyfi til að birta þær. Fyrir þá sem skoða mynd­irnar í síma er mælst til þess að snúa honum á breidd­ina til að þær njóti sann­mæl­is.

Mynd: Tómas Guðbjartsson
Mynd: Tómas Guðbjartsson
Mynd: Tómas Guðbjartsson
Mynd: Tómas Guðbjartsson
Auglýsing
Mynd: Tómas Guðbjartsson
Mynd: Tómas Guðbjartsson
Mynd: Tómas Guðbjartsson
Mynd: Tómas Guðbjartsson

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar