Mynd: Tómas Guðbjartsson

„Að morgni skal eldstöð lofa“

Tómas Guðbjartsson fór að gosstöðvunum í Geldingardal aðfaranótt sunnudags. Þar tók hann fjölmargar myndir. Hér er afraksturinn.

Að morgni skal eld­stöð lof­a“. Þannig hefst stöðu­upp­færsla frá úti­vist­ar­mann­inum og lækn­inum Tómasar Guð­bjarts­sonar á Face­book.

Hann einn þeirra fjöl­mörgu sem hafa lagt leið sína að gos­s­töðv­unum í Geld­ind­ar­dal á Reykja­nesskaga. „Ég eyddi nótt­inni við gos­s­töðv­arnar með góðum vinum í nótt. Ein­hver stór­kost­leg­asta nótt sem ég hef upp­lifað nokkru sinni - enda fengum við fal­legan veð­ur­glugga og sterkur sunn­an­vindur sá til þess að blása burt óæski­legum gös­um. Það getur verið að þetta sé ekki stærsta gos Íslands­sög­unnar en það er með þeim fal­leg­ustu sem ég hef séð,“ skrif­aði Tómas.

Tómas segir í sam­tali við Kjarn­ann að hóp­ur­inn sem hann hafi verið í hafi talið fjóra: Har­ald Örn Ólafs­son, Örvar Þór Ólafs­son, Rakel Mána­dóttur og hann sjálf­an. „Við ákváðum að hjóla á fjalla­hjólum inn Nátt­haga­dal sem tók um 50 mín­útur eftir Suð­ur­stranda­vegi og slóð­um. Við gengum svo í um 40 mín­útur upp á Fagra­dals­fjall. Alls voru þetta 22 kíló­metrar fram og til baka í myrkri en með ljós og allt gekk afar vel.“

Hann segir að hóp­ur­inn hafi eytt um þremur klukku­stundum á gossvæð­inu og að allir hafi verið komnir í bólið um klukkan fimm að morgni sunnu­dags.

Að sögn Tómasar voru aðstæður frá­bærar þegar hóp­ur­inn dvaldi á svæð­inu. Vindur var um tíu metrar á sek­úndu úr suðri sem gerði það að verkum að að gas blés í burtu. Fámennt var á svæð­inu á þessum tíma, þoku­laust og þurrt.

Hann tók fjöl­margar myndir af sjón­ar­spil­inu sem varð aðfara­nótt sunnu­dags. Og gaf Kjarn­anum góð­fús­legt leyfi til að birta þær. Fyrir þá sem skoða mynd­irnar í síma er mælst til þess að snúa honum á breidd­ina til að þær njóti sann­mæl­is.

Mynd: Tómas Guðbjartsson
Mynd: Tómas Guðbjartsson
Mynd: Tómas Guðbjartsson
Mynd: Tómas Guðbjartsson
Auglýsing
Mynd: Tómas Guðbjartsson
Mynd: Tómas Guðbjartsson
Mynd: Tómas Guðbjartsson
Mynd: Tómas Guðbjartsson

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar