Hahn: Enn svigrúm til viðræðna við Ísland

johanneshahn.jpg
Auglýsing

Johannes Hahn, sem í sept­em­ber var til­nefndur sem nýr stækk­un­ar- og nágranna­stefnu­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, segir full­ljóst að aðild­ar­við­ræður við Ísland hafi verið erf­ið­ar. Sér­stak­lega hafi þetta átt við við­ræðukafla um land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­mál sem ekki hafi tek­ist að loka. Hins vegar sé enn gott svig­rúm til við­ræðna.

Jean-Claude Juncker, verð­andi for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins, kynnti til­lögu sína að lið­skipan nýrrar fram­kvæmda­stjórnar í sept­em­ber í kjöl­far Evr­ópu­kosn­inga sem voru haldnar í maí. Á meðal þeirra breyt­inga sem Juncker leggur til að gera á fram­kvæmda­stjórn­inni er að sam­eina þá hluta sem fara með stækk­un­ar­mál ann­ars vegar og nágranna­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins hins veg­ar.

Á mánu­dag 29. sept­em­ber hófust svo­kall­aðar yfir­heyrslur Evr­ópu­þings­ins yfir þeim 27 fram­kvæmda­stjórum sem lagt er til að starfi með Juncker. Evr­ópu­þingið þarf að leggja blessun sína yfir til­lögu hans núna í októ­ber svo að nýju fram­kvæmda­stjór­arnir geti hafið störf 1. nóv­em­ber. Hafni Evr­ópu­þingið til­lög­unni þarf að leggja fram aðra lið­skip­an.

Auglýsing

Þingið áhuga­lítið um Ísland



kjarninn_gunnarbragi_vefHahn mætti fyrir utan­rík­is­mála­nefnd þings­ins á þriðju­dag 30. sept­em­ber þar sem hann svar­aði spurn­ingum um hver yrðu stefnu­mál hans næstu fimm árin. Aug­ljóst var að Evr­ópu­þing­menn­irnir höfðu mik­inn áhuga á því hvernig Hahn muni hægja á stækkun Evr­ópu­sam­bands­ins í sam­ræmi við boð­aða stefnu Junckers. Í því skip­un­ar­bréfi sem Juncker sendi Hahn í sept­em­ber leggur hann til að Hahn fram­fylgi við­ræðum við umsókn­ar­ríki á Vest­ur­-Balkanskag­an­um. Hvorki er minnst á umsókn Íslands né Tyrk­lands.

Hahn var þrá­spurður um við­horf hans til mann­rétt­inda­brota í Tyrk­landi og fram­hald aðild­ar­við­ræðn­anna sem sam­þykktar voru árið 2004 en hafa verið í frosti síðan þá. Eng­inn Evr­ópu­þing­maður spurði Hahn aftur á móti út í aðild­ar­ferli Íslands og fram­hald þess. Þvert á móti nefndi Hahn Ísland sem dæmi í svari við spurn­ingu um hvernig hann muni afgreiða nýjar umsóknir og hvort Evr­ópu­sam­bandið hefði farið úr hófi fram í stækkun þess.

Gæði umfram hraða



esb_kjarninn_vefSlag­orð Hahns verður að hafa gæði umfram hraða í afgreiðslu umsókna ríkja að Evr­ópu­sam­band­inu. Hann vill herða kröfur til umsókn­ar­ríkja um að þau lagi sig að reglu­verki þess og upp­fylli öll nauð­syn­leg skil­yrði, svo sem í efna­hags- og mann­rétt­inda­mál­um. Í til­felli Tyrk­lands sagði Hahn vera von­góður um að hægt væri að taka upp þráð­inn að nýju og hugs­an­lega opna nýja við­ræðukafla, enda hefði nýr Evr­ópu­mála­ráð­herra þar kynnt áætlun um hvernig mætti end­ur­vekja aðild­ar­ferl­ið. Í svari Hahns til þing­nefnd­arnnar gaf hann sömu­leiðis til kynna að hann væri reiðu­bú­inn til að hefja við­ræður aftur við Ísland þegar stjórn­völd væru reiðu­bú­in, en að hann myndi ekki hafa frum­kvæði að því að slíta við­ræð­um.

„Reynslan hefur kennt okkur að sumir við­ræðukaflar hafi verið opn­aðir og lokað of snemma. Í Serbíu og Svart­fjalla­landi hafa þessir kaflar verið settir aft­ar­lega á dag­skrá til að tryggja að við­miðum um atriði eins og gagn­sæi, rétt­ar­far og tján­ing­ar­frelsi verði fylgt eft­ir. Þetta eru við­ræður sem stefna að ákveðnu mark­miði sem er að koma á lagg­irnar breyt­ing­um. Ríkin ákveða við­bragðs­hraða þeirra og hversu langan tíma þau þurfa í aðild­ar­ferlið,“ sagði Hahn við þing­nefnd­ina.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hahn lætur þessa skoðun í ljós því hann hefur verið fram­kvæmda­stjóri byggða­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins frá 2009 og fór hann í opin­bera heim­sókn til Íslands árið 2012. Þá ræddi hann við íslensk stjórn­völd um hugs­an­lega þátt­töku Íslands í byggða­sjóði Evr­ópu­sam­bands­ins. Í grein sem birt­ist í Morg­un­blað­inu 28. sept­em­ber 2012, skrif­aði Hahn um þátt­töku Íslands í Evr­ópu­málum og hugs­an­lega aðild að sam­band­inu. „Ákvörð­unin um hvort ganga eigi til liðs við ESB er stór og mik­il­væg og alfarið í höndum Íslend­inga. Aðild­ar­við­ræðum miðar vel áfram og nú þegar er við­ræðum lokið í tíu af þeim þrjá­tíu og fimm köflum reglu­verks ESB sem þarf að semja um áður en kemur að ákvörðun um aðild.“

Ekk­ert sér­val í EES



Sam­kvæmt til­lögu Junckers munu sex vara­for­setar stýra allri vinnu fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar. Stjórn­ar­svið Hahns mun heyra undir utan­rík­is­mála­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, Feder­icu Mog­her­ini. Samn­ing­ur­inn um Evr­ópska efna­hags­svæð­ið, sem Ísland, Nor­egur og Liechten­stein eru aðilar að og veitir aðgang að innri mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins, hefur hingað til heyrt undir utan­rík­is­þjón­ustu Evr­ópu­sam­bands­ins. Hahn gerði þetta sam­starf sömu­leiðis að umtals­efni.

„Við munum reyna að efla sam­starfið til að tryggja að reglur innri mark­aðs­ins verði virt­ar. Þar verður ekk­ert sér­val,“ sagði Hahn og sendi þar með Íslandi og Nor­egi tón­inn vegna þess hvernig löndin hafa dregið lapp­irnar í inn­leið­ingu til­skip­ana og reglu­gerða frá Evr­ópu­sam­band­inu.

Þetta er ekki að ástæðu­lausu því í sumar birti Eft­ir­lits­stofnun EFTA stöðu­mat sem sagði Ísland standa sig verst í inn­leið­ingu til­skip­ana og reglu­gerða, eins og því ber skylda til í gegnum samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæð­ið. Þrjá­tíu og fjórar til­skip­anir höfðu ekki verið inn­leiddar innan til­tek­ins tímara­mma. Þann 24. sept­em­ber tap­aði Ísland enn­fremur þremur málum fyrir EFTA dóm­stólnum sem komst að þeirri nið­ur­stöðu að Ísland hefði ekki tekið upp þrjár til­skip­anir í sam­ræmi við samn­ing­inn. Dæmi eru um að til­skip­anir velk­ist um í kerf­inu svo árum skiptir áður en þær eru teknar upp á Íslandi og hefur Ísland frestað afgreiðslu margra mála á fundum nefnda Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins, svo sem til­skipun um gagna­geymd og fleiri.

Full­trúar Evr­ópu­sam­bands­ins hafa marg­ít­rekað sagt á fundum þess­ara nefnda að EFTA ríkin verði að bæta inn­leið­ingu til­skip­ana og reglu­gerða og hyggst nýja fram­kvæmda­stjórn end­ur­skoða þetta fyr­ir­komu­lag þegar hún tekur við valda­taumun­um.

Á fundi utan­rík­is­mála­nefndar Evr­ópu­þings­ins var Hahn spurður út í við­horf ríkja til Evr­ópu­sam­bands­ins og hvers vegna rík lönd eins og Nor­egur og Sviss sóttu ekki um aðild heldur aðeins fátæk­ari ríki. Hahn svar­aði því ekki, en sagði að hann myndi gera sitt í því að bæta ímynd sam­bands­ins. „Að­ild­ar­ríkjum hefur fjölgað úr tólf í tutt­ugu og sjö á stuttum tíma. Samt sem áður hefur okkur tek­ist ætl­un­ar­verkið og náð merki­legum árangri. Við ættum að vera stolt og sjálfsör­ugg. Þetta ætti að vera grund­völlur frek­ari við­ræðn­a,“ sagði hann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None