Hatur og fordómar í skjóli tjáningarfrelsis

h_51152583-1.jpg
Auglýsing

Það tekur ekki langan tíma að finna sænskar síður sem inni­halda við­bjóðs­legan hat­urs­boð­skap. Margar þeirra bein­ast gegn inn­flytj­endum og reyndar öllu því sem síðu­hald­arar telja ógna hvíta kyn­stofn­in­um. Í þessum kreðsum telja margir að Sví­þjóð­ar­demókratar gangi alls ekki nógu langt í mál­flutn­ingi sínum og því hefur nýr flokkur verið stofn­að­ur, Flokkur Svía. Þarna fær ómeng­aður hat­urs­boð­skapur útrás og allri gagn­rýni á flokk­inn er svarað með því að hún sé til­raun til að brjóta mann­rétt­indi þeirra og hefta tján­ing­ar­frelsi. Þessi spurn­ing er orðin lyk­ill­inn að því að drepa alla umræðu um for­dóma í Sví­þjóð: Er ekki tján­ing­ar­frelsi í land­inu?

Síð­ustu tvær vikur hefur frétta­skýr­ing­ar­þátt­ur­inn Upp­drag Granskning í sænska sjón­varp­inu fjallað um gyð­inga- og múslima­hatur í Sví­þjóð. Þætt­irnir varpa ljósi á alvar­lega stöðu því hat­urs­glæpum fer fjölg­andi á sama tíma og umburð­ar­lyndi eykst hjá þjóð­inni í heild. Það er til­finn­ing bæði þeirra sem verða fyrir slíkum glæpum og þeirra sem starfa að þessum mál­um, að lít­ill hópur sé orð­inn hávær­ari og gangi sífellt lengra. Gyð­ingar verða fyrir marg­vís­legu aðkasti sem birt­ist síð­ast í mót­mælum gegn því að fjöl­miðlar minnt­ust þess að 70 ár væru liðin frá frelsun fanga í Auschwitz. Þótt aðgerðir nýnas­ista gegn gyð­ingum séu þekktar kom þó á óvart hvaða hópur það er sem ógnar þeim mest í Mal­mö.

„Okkar götur. Okkar torg.“ Í lok ágúst kom saman fjöldi fólks á götum Stokkhólms til að mótmæla fjöldafundi á vegum „Okkar göt­ur. Okkar torg.“ Í lok ágúst kom saman fjöldi fólks á götum Stokk­hólms til að mót­mæla fjölda­fundi á vegum Flokks Sví­a.

Auglýsing

Gyðinga­hatrið teng­ist deil­unum um Palestínu



Í fyrr­greindum þætti SVT reyna þátt­ar­gerð­ar­menn að átta sig á því hverjir það eru sem hæð­ast að eða ógna gyð­ingum í Mal­mö. Í árlegri skýrslu sænskrar stofn­unnar sem heldur utan um afbrota­töl­fræði kemur fram að það séu ekki nýnas­istar sem standi fyrir flestum brotum gegn gyð­ing­um. Algeng­ara er að það séu þeir sem flust hafi til Sví­þjóðar frá Mið­aust­ur­löndum og þá einkum ungir karl­menn. Til­vik­unum fjölgar um leið og fréttir ber­ast af átökum í Ísr­ael og Palest­ínu og í frétt SVT segj­ast gyð­ingar í Malmö ítrekað þurfa að svara fyrir aðgerðir ísra­elska hers­ins. Árin 2013 og 2014 bár­ust lög­regl­unni á Skáni 137 kærur vegna gyð­inga­hat­urs. Þar gat verið um að ræða haka­krossa sem höfðu verið teikn­aðir á hús, hót­anir út á götu, árásir þar sem flöskum var kastað og sprengju­hótun sem beind­ist gegn bæna­húsi gyð­inga. Af þessum 137 kærum leiddi engin til ákæru, ekki einu sinni þar sem lög­reglan taldi sig geta rakið 13 kærur til sama brota­manns.

Hann segir að umburð­ar­lyndi hafa auk­ist hjá þjóð­inni en að öfga­menn séu jafn­framt meira áber­andi en áður.

Þegar frétta­menn SVT setja upp trú­ar­tákn gyð­inga og ganga um Malmö í þætt­inum taka lang­flestir þeim vel, líka í þeim hverfum þar sem inn­flytj­endur frá Mið­aust­ur­löndum eru fjöl­menn­ast­ir. Ein­staka maður horfir und­ar­lega á þau en það er ekki fyrr en um kvöldið sem þeim finnst þeim ógn­að. Þá kemur hópur ungra manna að þeim og vill ræða við þau um Ísr­a­el. Á leið­inni burt er eggi kastað að þeim úr húsa­glugga. Nokkrum dögum seinna koma þau aftur sem frétta­menn og ræða við nokkra af ungu mönn­unum í þessum hópi. Þeir segja að eina ástæðan fyrir því að þeir hati gyð­inga sé hvernig Ísr­ael komi fram við Palest­ínu.

Ætli það sé ekki ágætt að hnykkja á því hér að það er jafn fárán­legt að láta alla gyð­inga svara fyrir aðgerðir Ísra­els­hers eins og að láta alla múslima svara fyrir gjörðir nokk­urra ein­stak­linga úr þeirra röð­um.

Múslima­hatur er sýni­legra en áður



Hat­urs­brotum gegn múslimum fjölgar í Sví­þjóð og reyndar tóku þeir kipp árið 2014 þegar á þriðja tug árása á moskur og bæna­hús áttu sér stað. Þrjár árásir hafa svo verið kærðar það sem af er ári. Árið 2013 voru 327 kærur vegna hat­urs­brota sem beindust gegn múslim­um, 69 pró­sent fleiri en árið 2009. Lög­reglan finnur ger­and­ann í þremur pró­sentum til­vika og sam­kvæmt rann­sókn Upp­drag Granskning hafa aðeins tveir dómar fallið und­an­farin tíu ár vegna árásar á sam­komu­staði múslima. Í þætt­inum er rætt við félags­fræð­ing­inn Klas Bor­ell sem er einn helsti sér­fræð­ingur Svía á þessu sviði. Hann segir að umburð­ar­lyndi hafa auk­ist hjá þjóð­inni en að öfga­menn séu jafn­framt meira áber­andi en áður. Það kemur ber­lega í ljós þegar rætt er við nokkra þeirra.

Ungar konur verða fyrir sér­stak­lega miklu aðkasti á götum úti og lenda oft í grófu ein­elti ef þær ákveða að ganga með slæðu.

Frétta­menn­irnir hringdu í nokkra sem eru virkir í hópum á Face­book sem berj­ast gegn moskum og múslimum í Sví­þjóð. Ónafn­greind kona seg­ist vera hrædd um líf sitt og tengir það við múslima og reyndar alla inn­flytj­end­ur. Hún hefur verið virk í starfi kirkj­unnar en þegar hún er spurð hvers vegna múslimar megi ekki iðka sína trú segir hún að þeir séu öðru­vísi. Hún útskýrir það ekk­ert frekar en bætir við að hún sé á eft­ir­launum sem séu allt of lág. Hún hafi ekki efni á því að búa í eigin landi og tengir það inn­flytj­end­um. Karl­maður sem berst gegn nýrri mosku í Troll­hättan segir í við­tali að ef hún verði byggð muni þeir sprengja hana í loft upp. Hann segir að fólk hafi vissu­lega rétt á að iðka sína trú „en ekki hel­vítis múslima­hel­vít­in.“ Hann bætir við að þetta sé eig­in­lega ekki trú, heldur bara eitt­hvað pakk.

Árásir gegn múslimum eru margs kon­ar. Hróp og köll úti á götu, hót­an­ir, bar­smíðar og íkveikj­ur. Ungar konur verða fyrir sér­stak­lega miklu aðkasti á götum úti og lenda oft í grófu ein­elti ef þær ákveða að ganga með slæðu. Eins og með gyð­ing­ana í Malmö má einnig finna teng­ingar við deilur í Mið­aust­ur­löndum þegar kemur að múslima­hatri í Sví­þjóð. Í Södertälje fyrir sunnan Stokk­hólm er til að mynda stór hópur krist­inna inn­flytj­enda frá Sýr­landi og Írak. Flest brot gegn múslimum á svæð­inu eru rakin til þessa hóps og í við­tali vísa nokkrir ger­endur til árása gegn kristnu fólki í heima­land­inu.

 

Þögul mótmæli á fjöldafundi Sænskra demókrata í Södertölje í september. Þögul mót­mæli á fjölda­fundi Sænskra demókrata í Södertälje í sept­em­ber.

Þrátt fyrir til­raunir til að fá stjórn­mála­menn til að beita sér í mál­inu hefur fátt gerst. Árið 2010 var mynd­aður hópur með full­trúum ólíkra trú­ar­hópa til að berj­ast gegn múslima­hatri í Södertälje. Það tók þrjú ár að ná sátt um yfir­lýs­ingu en í henni er ekki minnst á múslima heldur er aðeins talað um nauð­syn þess að minnka átök milli ólíkra hópa. Vanda­málið blasir við því þegar á að taka á málum sem tengj­ast ákveðnum hópi rísa margir upp á aft­ur­lapp­irnar og telja að þar sé sjón­ar­hornið of þröngt. Þar af leið­andi hverfa brot gegn minni­hluta­hópum í rétt­inda­bar­áttu heild­ar­inn­ar.

Hatur leiðir af sér hatur



Eftir þætt­ina tvo hafa áhuga­verðar umræður átt sér stað á heima­síðu Upp­drag Granskning og á sam­fé­lags­miðl­um. Skoð­anir eru skiptar og gagn­rýnin kemur úr mörgum átt­um. Sumir túlka stöð­una þannig að inn­flytj­endur taki sjálfir með sér vanda­málin til Sví­þjóð­ar, en öðrum finnst þætt­irnir draga upp nei­kvæða mynd af bæði múslimum í Malmö og kristnum Sýr­lend­ingum í Södertälje. Í Afton­bla­det bendir leið­ara­höf­undur á að í þátt­unum sé ekki nefnt að gyð­inga- og múslima­hatur eigi sér langar rætur í Sví­þjóð og hafi verið vanda­mál löngu áður en inn­flytj­endum fjölg­aði. Þetta er ekki alveg sann­gjarnt því frétta­menn­irnir vís­uðu vissu­lega í ummæli á Face­book­síðum og tóku við­töl við fólk sem svo sann­ar­lega eru ekki inn­flytj­end­ur. Fram­koma Svía gegn minni­hluta­hópum er reyndar skelfi­legur hluti af sögu þjóð­ar­innar sem margir vilja gleyma. Í síð­ustu viku kom þetta ber­lega í ljós þegar frétta­maður SVT fékk yfir sig hol­skeflu af gagn­rýni þegar hann spurði Vikt­oríu krón­prinsessu út í móð­urafa hennar sem var með­limur í nas­ista­flokkn­um.

 

Önnur spurn­ing sem hefur verið áber­andi síð­ustu daga og vikur í Sví­þjóð er hvort gagn­rýna megi Islam án þess að það sé túlkað sem hatur gegn múslim­um. Hvar eru mörk gagn­rýni og hat­urs og hvernig á að ræða um kven­rétt­indi og rétt­indi hinsegin fólks án þess að alhæft sé um bæði trú­ar­hópa og ein­stak­linga? Ætli svarið sé ekki ein­fald­lega – á nákvæm­lega sama hátt og gert er almennt. Við verðum að þora að gagn­rýna á mál­efna­legan hátt á sama tíma og við erum á varð­bergi gagn­vart þeim sem fela hat­rið á bak við grímu tján­ing­ar­frels­is. Lær­dóm­ur­inn sem draga má af frétta­skýr­ingum sænska sjón­varps­ins er í raun furðu ein­fald­ur, að hatur leiðir af sér meira hat­ur. Svo ein­falt er það – en um leið svo afskap­lega flók­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None