Alec Burslem © Edda Elísabet Magnúsdóttir

Hefur hlýtt á sinn síðasta söng

Hún hefur verið víðförul um heiminn. Að öllum líkindum farið nokkrar ferðir suður á bóginn. Alla leið í Karabíska hafið. Svo hefur hún örugglega makast og mögulega eignast afkvæmi. „Og við munum fljótlega komast að því hvort að hún var þunguð á þeim tímapunkti sem hún lést,“ segir sjávar- og atferlisvistfræðingurinn Edda Elísabet Magnúsdóttir um hnúfubakinn sem rak á land á Garðskaga og dró að sér þúsundir forvitinna manna.

Gríð­ar­legur áhugi almenn­ings á hræi hnúfu­baks­ins sem rak að landi á Garð­skaga fyrir nokkrum dögum kemur Eddu Elísa­betu Magn­ús­dótt­ur, sjáv­ar- og atferl­is­vist­fræð­ingi, ekki sér­stak­lega á óvart.

„Síð­ustu árin hefur áhugi Íslend­inga á hvölum auk­ist veru­lega. Það hefur mikil vit­und­ar­vakn­ing orðið um að þeir eru hluti af nátt­úru Íslands,“ segir hún. „Við höfum auð­vitað alltaf vitað af þeim en það er ekki fyrr en á síð­ustu árum að atferli þeirra hefur verið rann­sakað að ein­hverju marki. Þannig hefur verið aflað þekk­ingar um hvernig lífi þeir lifa, hvernig ár í lífi hvals er.“

Eitt af því sem stuðl­aði að vit­und­ar­vakn­ing­unni var hvala­skoð­un. „Hún færði okkur allt í einu nær hvöl­un­um,“ segir Edda.

Um leið og fréttir bár­ust af því fyrir nokkrum dögum að hræ hnúfu­baks hefði rekið að landi beið fólk ekki boð­anna, þrátt fyrir jarð­skjálfta og hættu á eld­gosi á Reykja­nesskag­an­um, að fara á vett­vang og berja það aug­um. Talið er að mörg þús­und manns hafi lagt leið sína þang­að.

Mynd­bandið efst í grein­inni er tekið nýverið á dróna í Icelandic Winter Whale-­rann­sókn­ar­leið­angri af Alec Burslem en er í eigu Eddu. Á því má sjá hnúfu­baka og hnýð­inga leika sér í haf­inu norður af land­inu.

Auglýsing

Þetta var kven­dýr, um fimmtán metrar á lengd og lík­lega um 30 tonn að þyngd. Ómögu­legt er að segja með nokk­urri nákvæmni hversu gömul hún var en við vitum þó að hún var full­orðin og því að öllum lík­indum frjó. Og lík­lega ekki öld­ungur því þá hefði hún verið mun meira rispuð eftir lífs­ins ólgu­sjó við þær oft á tíðum krefj­andi aðstæður sem upp koma við fæðu­öflun á hafs­botni, árekstra við báta og árásir háhyrn­inga, hákarla og jafn­vel höfr­unga sem eiga það til að bíta í sporð hnúfu­bak­anna. Engin ummerki um slíkt voru sjá­an­leg á henni. „Hvers vegna hún dó er ómögu­legt að vita,“ segir Edda. „Það getur verið af nátt­úru­legum orsök­um. Kannski var hún þunguð. Kannski voru ein­hver vanda­mál tengd því. Kannski var hún bara veik. Kannski var hún búin að ná háum aldri en leit óvenju­lega vel út. En það eru auð­vitað alltaf ákveðin afföll af stofni. Dýr úr honum deyja og af ýmsum orsök­um.“

Frá því um ára­mótin hefur nokkur fjöldi hnúfu­baka haldið sig við Vest­manna­eyj­ar. Þar hefur verið að finna síld sem hefur vænt­an­lega dregið þá að. „Það er ekk­ert ósenni­legt að þessi hvalur hafi einmitt verið á þeim slóð­u­m,“ segir Edda.

Nicholai Xuereb

Þar sem hræið rak að landi á svæði í alfara­leið var ekki ráð­legt að opna það til rann­sókna enda getur slík aðgerð verið nokkuð blóð­ug. En úr því voru tekin ýmis líf­sýni sem munu koma að gagni. „Það verður mjög áhuga­vert að sjá hvort að hún var þunguð. Það mun rann­sókn á sýn­unum leiða í ljós. Við ættum einnig að geta kom­ist að því hvað hún hefur verið að éta síð­ustu þrjá mán­uði eða svo og á hvaða svæð­um, hvort hún hafi haldið til á úthafs­svæðum eða strand­svæð­u­m.“

Hvalir eru risa­stórar skepnur og það eitt vekur skilj­an­lega athygli. En það er svo miklu fleira en stærðin sem gerir hnúfu­baka sér­stak­lega athygl­is­verða. Það veit Edda vel enda hafa þeir verið eitt helsta rann­sókn­ar­efni hennar í mörg ár.

Hler­aði hvali

Edda Elísabet með sogskálamerki sem reynt er að setja á hvali sem tekur svo upp mynd og hljóð og kortleggur köfunarhegðun. Mynd: Alec Burslem

Edda er líf­fræð­ingur og eftir að hafa lokið grunn­námi í því fagi hélt hún áfram á mennta­braut­inni, tók meist­ara­próf og í kjöl­farið dokt­ors­próf. Í fram­halds­nám­inu beindi hún sjónum fyrst og fremst að hvöl­um. „Við Ísland er ein­stakt tæki­færi til að rann­saka fjölda teg­unda,“ segir hún um áhuga sinn á hvöl­um. Þegar hún hóf námið fannst henni mikið vanta upp á rann­sóknir á atferli þeirra. „Haf­rann­sókn­ar­stofnun hefur lengi sinnt mik­il­vægu stofn­stærð­ar­mati og þess háttar en það skorti yfir­grips­meiri þekk­ingu á þessum dýrum – dýrum sem spila mjög stóra rullu í okkar vist­kerfi umhverfis land­ið.“

Renndu blint í sjó­inn

Í meist­ara­nám­inu rann­sak­aði Edda Elísa­bet hnýð­inga, þá höfr­unga sem sjást hvað mest við Ísland en í dokt­ors­nám­inu hóf hún að beita nýstár­legum aðferð­um: Að taka upp hljóð í sjónum við Húsa­vík. „Við ákváðum að fara ein­fald­lega þá leið að hlera til að kynn­ast því sem er að ger­ast í haf­inu árið um kring,“ segir hún. „Við vorum í raun­inni að renna blint í sjó­inn. Vissum ekk­ert hversu mikil hljóð hval­irnir myndu gefa frá sér og hversu mikið þeir væru hérna yfir höf­uð.“

Fleiri rann­sókn­ar­að­ferðum var einnig beitt og nið­ur­stöð­urnar reynd­ust mjög áhuga­verð­ar.

Hnúfubakur stekkur. Vegna þess hversu mikið þeir halda sig við yfirborð sjávar eru þeir auðveldara rannsóknarefni en margir aðrir hvalir.
Jérémie Silvestro

Hvalir eiga sér fjór­fætta for­feður á landi. Þró­un­ar­saga þeirra bygg­ist á því að þessi for­faðir fór að nýta sér strand­svæði til að afla fæðu og á um 15 millj­ónum ára varð aðlögun að líf­inu í haf­inu algjör og einn mik­il­væg­asti þátt­ur­inn var að heyrnin aðlag­að­ist neð­an­sjáv­ar­skil­yrð­um. Í stað þess að nota ytri eyrun til að nema hljóð fóru for­feður hvala að nema hljóð neð­an­sjávar með neðri kjálka sem grípur hljóð­bylgj­urnar og ber þær upp að innra eyra. Sú hæfni gerði þeim kleift að greina stað­setn­ingu hljóð­gjafans neð­an­sjáv­ar. Þeir fóru svo einnig að geta gefið frá sér hljóð í vatni. „Og í sjónum berst ljós mun styttra en í loft­i,“ segir Edda. „En aftur á móti þá berst hljóð fjórum sinnum hraðar í vatni en í lofti. Það getur borist hund­ruð og jafn­vel þús­undir kíló­metra ef skil­yrðin eru góð.“

Það er einmitt þetta sem gerir hvölum kleift að eiga í sam­skiptum yfir langar vega­lengd­ir. „Af­leið­ing af þess­ari þró­un­ar­sögu hvala, en virð­ist breyti­legt milli teg­unda, er að sam­skiptin verða marg­slungin og flók­in.“

Og þá erum við komin að því sem er einna merki­leg­ast og rann­sóknir Eddu hafa m.a. beinst að: „Hjá sumum teg­undum hefur þetta þró­ast í flókna og langa söngva. Mörg karl­dýr reyð­ar­hvala vekja athygli á sér með því að syngja og nýta söngvana einnig í sam­keppni sinni við önnur karl­dýr.“

Auglýsing

Þetta sjáum við til dæmis hjá hnúfu­bakn­um. „Hann er ein­stakur í sam­an­burði við ýmsa frændur sína að því leyti að söngv­arnir sem hann syngur eru alveg ótrú­lega flóknir og fjöl­breytt­ir. Og þeir þró­ast yfir árið og breyt­ast milli ára.“

Það sem er jafn­vel enn áhuga­verð­ara er að karl­kyns hnúfu­bakar á sama svæði, sem eru í hlust­un­ar­færi við hvern ann­an, syngja sömu söngvana. Sömu söngv­arnir geta svo dreifst um stór svæði, allt frá Íslandi til Kar­ab­íska hafs­ins. Um gíf­ur­lega langan veg.

„Það er ekki þar með sagt að hvalur sem syngur hér við Ísland heyr­ist til Kar­ab­íska hafs­ins,“ útskýrir Edda og bendir á að lands­lag í sjón­um, hæðir og hól­ar, deyfi hljóðið og auk þess sé margs­konar hljóð­mengun í haf­inu. „En þessir hvalir eru á svo gíf­ur­legum ferða­lögum og á milli þeirra eru mikil sam­skipti. Þess vegna dreifast söngv­arn­ir.“

Þannig heyrum við söngva sem eru eins við Ísland, í Kar­ab­íska haf­inu og við Græn­höfða­eyjar innan sama árs­ins. „Svo kemur nýtt ár þá sér maður nokkra búta úr lag­inu frá því í fyrra en alls konar ný erind­i,“ segir Edda.

Og þetta er ekki allt.

Hnúfu­bakar þróa með sér hæfni til þess að syngja runur sem eru end­ur­teknar aftur og aft­ur. Ein runa getur verið 10-20 mín­út­ur. „Hjá þeim er því til staðar hæfni til hljóð­mynd­un­ar, að muna langar runur og geta end­ur­tekið þær aftur og aft­ur. Og svo geta þeir lært nýja runu á hverju ári.“

Nicholai Xuereb

Söngv­arnir eru dýr­unum fyrst og fremst til gagns og vitum við ekki hvort þeir hafa sama yndi og ánægju af söngvunum eins og mað­ur­inn en það gæti þó vel ver­ið, segir Edda. Með þeim koma þeir upp­lýs­ingum sín á milli sem lík­lega gefa til kynna hæfni og eig­in­leika söngv­ar­ans, t.d. stærð, söngv­arnir virð­ast nýt­ast karl­dýr­unum til að helga sér svæði og svo alveg örugg­lega til að vekja athygli kven­dýr­anna sem virð­ast ekki búa yfir þessum söng­hæfi­leik­um. „Þetta nýt­ist karl­dýr­unum alveg klár­lega og ákveðnar aðstæður hafa ýtt undir þróun þessa mikla söng­líf­ernis á fengi­tím­an­um.

En við vitum ekki ennþá hvað það er í söngnum og söng­hæfn­inni sem að heillar kven­dýrið, eða sem gerir karl­dýrið, söngv­arann, að sterk­ari maka.“

Ertu með ein­hverja kenn­ingu um það?

„Það virð­ist vera að það skipti máli fyrir hnúfu­baka að geta myndað fjöl­breyttar gerðir af tónum sem að geta borist vel um strand­svæði sem eru þeirra helstu fengi- og fæðu­öfl­un­ar­svæði. En á strand­svæðum er ýmist grunnt eða djúpt og það fer eftir því hvort að tón­arnir eru háir eða lágir, langir eða stutt­ir, hvernig þeir ber­ast í hverju umhverfi fyrir sig.

Þannig að fjöl­breytt tóna­myndun er gagn­leg til að auka lík­urnar á að hljóðin ber­ist. Það gæti verið að kven­dýrin geti líka lesið eitt­hvað um lík­ams­stærð karl­dýrs­ins út frá styrk­leika dýpstu tón­anna. Þetta þekkjum við hjá mörgum öðrum spen­dýr­um. Til að geta myndað djúpan tón með miklum styrk þarf stóran lík­ama.

En svo er það mjög lík­legt að getan til að geta fylgt mynstr­inu í söngnum sé vís­bend­ing um ein­hvers konar hæfni eða vits­muni. Söngv­arnir virð­ast auk þess hjálpa karl­dýr­unum til að stilla sig af gagn­vart hvert öðru. Ef annað karl­dýr kemur í átt­ina að syngj­andi karl­dýri þá hættir söng­ur­inn og söngv­ar­inn færir sig. Einnig renna önnur karl­dýr á söngvana og reyna að stugga söngv­ar­anum í burtu.

Rann­sóknir hafa sýnt að syngj­andi karl­dýr eru að jafn­aði með um fimm kíló­metra rad­íus í kringum sig. Þannig að söng­ur­inn gæti líka haft það hlut­verk að marka sér yfir­ráða­svæði á fengi­tím­an­um.“

Vísindavefurinn

Þannig að sam­an­tekið virð­ist þrennt skipta máli þegar kemur að söngvun­um: Djúpir tón­ar, fjöl­breyti­leiki þeirra og getan til að muna run­una, það er að segja lag­lín­una. „Það hefur ekki verið hægt að sanna það að kven­dýrin velji sér „besta“ söngv­ar­ann. Það flækir þetta svo­lítið fyrir okk­ur. En við vitum að þessir mögn­uðu söngvar hafa til­gang og örugg­lega fleiri en eitt hlut­verk.“

Söngvar hnúfu­baka eru stöðugt til rann­sókna meðal margra hópa vís­inda­manna um alla heim og ný þekk­ing því stöðugt að verða til.

Spjalla og leika sér

Hnúfu­bakar kjósa að dvelja við Ísland yfir sum­ar­tím­ann en að hausti fara þeir að und­ir­búa sig fyrir ferða­lagið suður á bóg­inn. Þá hópa þeir sig gjarnan nokkrir saman „og þá er mikið spjall­að,“ segir Edda. Þeir leika líka alls konar kúnstir og eru kannski aðeins að byrja að kynda undir kven­dýr­un­um. Sýna sig svo­lít­ið.

Hnúfu­bakur var einn af þeim hvölum sem veiddur var við Íslands­strendur í miklu magni á árum áður svo það nálg­að­ist útrým­ingu. Með hval­veiði­bann­inu árið 1986 var veiðum á honum hætt og þegar veiðar hófust aftur fyrir nokkrum árum þá var skutl­unum beint að hrefnum og lang­reyð­um.

Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávar- og atferlisvistfræðingur. Mynd: Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands

„Þó að stofn hnúfu­baks hafi náð sér á strik erum við ekki að tala um gíf­ur­lega háar töl­ur,“ segir Edda. „Þetta eru um 11-15 þús­und dýr í öllu Norð­ur­-Atl­ants­haf­inu. Núna á allra síð­ustu árum hafa fleiri hvalir sést við land­ið. Lík­lega er ekk­ert óeðli­legt við það heldur virð­ist stofn­inn vera að ná ákveðnu nátt­úru­legu jafn­vægi. En það sem við erum að sjá núna og virð­ist vera nýtt er að við erum að sjá hér miklu meira af hvölum yfir vet­ur­inn.“

Það hefur vakið spurn­ingar um far­hegðun þess­ara hvala og aðlög­un­ar­hæfni þeirra við breyt­ingum í haf­inu. Og í ljós er að koma að hnúfu­bakar eru mun sveigj­an­legri í sínum lifn­að­ar­háttum en áður var talið. „Það er margt sem bendir til þess að þeir séu ansi færir í að aðlag­ast breyt­ingum í haf­inu og nýta sér fjöl­breyttar fæðu­auð­lind­ir. Þeir virð­ast á margan hátt vera klókir í sam­skiptum og fæðu­öfl­un. Það gæti verið þeim til happs í hafi sem breyt­ist hratt. En það er ekki þar með sagt að hnúfu­bakur muni spjara sig vel alls stað­ar.“

Auglýsing

Hnúfu­bakar eru ekki sér­stak­lega frænd­rækn­ir. Kálfarnir synda við hlið mæðra sinna í um það bil ár en fara svo sínar eigin leið­ir. Hjá öðrum teg­und­um, til dæmis ýmsum höfr­ung­um, halda kálfarnir sig hjá mæðrum sínum í fleiri ár, jafn­vel þar til þeir verða um 25 ára.

En þannig er því ekki farið hjá reyð­ar­hvöl­unum sem hnúfu­bak­ur­inn til­heyr­ir. Fjöl­skyldu­tengslin virð­ast ekki sterk en þeir mynda hins vegar „tæki­fær­issinnuð vina­tengsl“, eins og Edda orðar það, sem oft­ast vara í ein­hverjar vikur en geta þó varað árum sam­an. „Þeir eru full­kom­lega færir til að bjarga sér einir en þeir eru í sífelldum sam­skiptum við aðra hnúfu­baka. Þetta er samt mjög mis­mun­andi milli ein­stak­linga. Sumir hafa þörf til að vera alltaf í hópum á meðan aðrir eru meiri ein­far­ar.“

En þó að það sé stundum líf og fjör og engar veiðar séu stund­aðar á hnúfu­bökum þá steðja ýmsar ógnir að þeim.

Athafnir manns­ins helsta ógnin

„Það er fyrst og fremst mað­ur­inn og athafnir manns­ins sem ógna til­veru hans,“ segir Edda. „Hann verður til dæmis fyrir nei­kvæðum áhrifum af hljóð- og plast­mengun í haf­in­u.“ Gíf­ur­lega há pró­senta þeirra lenda ein­hvern tím­ann á lífs­leið­inni í veið­ar­fær­um. Nýlega kom út íslensk rann­sókn um að í kringum 20 pró­sent þeirra hnúfu­baka sem greindir voru sýndu merki um að hafa flækst í veið­ar­fær­um. „Og þetta eru bara þeir sem hafa lifað það af.“

Þá ógnar aukin umferð stórra skipa einnig hnúfu­baknum og öðrum hvöl­um. Og öll hljóð­mengun í haf­inu sömu­leið­is. Það truflar sam­skipti þeirra. Söngvana.

Hvalir vaxa hægt, verða að jafn­aði seint kyn­þroska og fjölga sér hægt. „Það er því mjög auð­velt að ganga hratt á stofn­ana, hvort sem það er með beinum veiðum eða óbeinum athöfn­um. Svo að það er vissu­lega á mörgum stöðum áhyggju­efn­i.“

Nicholai Xuereb

En aftur að hnúfu­baknum sem þús­undir Íslend­inga virtu fyrir sér slást um í fjöru­borð­inu á Garð­skaga á dög­un­um. Þetta er ekki algengt. Að hræ hnúfu­baka reki að landi á Íslandi. Líkt og þeir geta verið for­vitnir um mann­anna ferðir á sjó vakti þessi til­tekni hnúfu­bakur for­vitni mann­anna.

Við vitum ekki hvað hún var göm­ul, kannski nokk­urra ára, kannski um þrí­tugt, en við vitum samt að ævi hennar var áhuga­verð.

„Hún hefur hlustað á söngva í haf­inu, fundið þar með næmni sinni fæðu og fengið að upp­lifa marg­breyti­leika sjáv­ar, bæði eitt­hvað heill­andi og ógn­væn­legt. Og von­andi eitt­hvað for­vitni­legt og skemmti­legt lík­a,“ segir Edda um lífs­hlaup­ið.

Hræið var orðið útbelgt vegna gas­mynd­unar og því þótti ekki annað fært en að draga það á haf út og sökkva því. Þar með er hafin hringrás sem er fjölda líf­vera nauð­syn­leg. „Hræið hennar er gíf­ur­lega mik­il­vægt fyrir botn­vist­kerf­ið,“ segir Edda. „Í því er mjög mikil nær­ing og fjöld­inn allur af dýrum mun narta í það. Og stór hluti orkunnar sem hélt henni lif­andi mun flytj­ast yfir í vist­kerf­ið.“

Lífið sem slokknar getur af sér nýtt líf.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal