Heiðar Már ætlar að höfða nýtt mál, vill hærri bætur frá Seðlabanka

Heiðar Guðjónsson
Auglýsing

Heiðar Már Guð­jóns­son, eig­andi fjár­fest­inga­fé­lags­ins Ursus, hefur dregið til baka mál sem hann höfð­aði í sumar gegn Eigna­safni Seðla­banka Íslands og Seðla­banka Íslands. Heiðar Már höfð­aði málið vegna meints tjóns sem hann telur sig hafa orðið fyrir vegna sölu­ferli Sjó­vár, en hann telur að ESÍ og Seðla­bank­inn hafi ekki staðið við samn­ing um sölu á trygg­inga­fé­lag­inu til hóps sem hann leiddi árið 2010. Heiðar Már fór fram á rúm­lega 1,4 millj­arða króna ásamt vöxtum í bæt­ur. Hann ætlar að hækka kröf­una um hálfan millj­arð króna. Krafan verður því um 1,9 millj­arðar króna.

Nýtt mál með hærri kröfu verður höfðað þegar í stað og hér­aðs­dómur hefur fellt málið nið­ur,“ segir Heiðar Már.

Heiðar Már stað­festir þetta við Kjarn­ann en segir að nýtt mál verði höfð­að. „Málið er dregið til baka í því skyni að hækka fjár­hæð kröfu sem Ursus gerir í mál­inu á hendur ESÍ og SÍ. Nýtt mál með hærri kröfu verður höfðað þegar í stað og hér­aðs­dómur hefur fellt málið nið­ur,“ segir Heiðar Már.

Auglýsing

Komið var í veg fyrir að Heiðar Már fengi að leiða hóp til að kaupa Sjóvá árið 2010 vegna rann­sóknar gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­bank­ans áá skulda­bréfa­út­gáfu félags Heið­ars sem grunur lék á um að færu í bága við reglur Seðla­bank­ans um gjald­eyr­is­mál. Mál­inu var síðar vísað til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara sem tók ákvörðun um að hætta rann­sókn þess í febr­úar 2012. Rík­is­sak­sókn­ari stað­festi síðar ákvörðun sér­staks sak­sókn­ara.

Heiðar Már til­kynnti í kjöl­farið að hann hefði falið lög­mönnum sínum að und­ir­búa skaða­bóta­mál á hendur Seðla­bank­anum vegna þess fjár­hags­lega tjóns sem rann­sóknin hefði valdið hon­um.

Már sagður hafa þrýst á að Heiðar Már yrði ekki meðTrygg­inga­fé­lagið Sjóvá fór illa út úr hrun­inu. Í maí 2009 ákvað íslenska ríkið að koma inn í félag­ið.  Vá­trygg­inga­rekstur Sjó­vár var svo „seld­ur“ inn í nýtt félag, Sjó­vá­-al­mennar trygg­ingar ehf., þann 30. sept­em­ber 2009 .

Fram­lag rík­is­ins varð á end­anum 11,6 millj­arðar króna, sem voru greiddar með kröfum á aðra sem ríkið átti. Auk þess lögðu Glitnir og Íslands­banki til um fimm millj­arða króna svo nýja félagið yrði starf­hæft. Í kjöl­farið var nýja Sjóvá sett í sölu­ferli til að reyna að ná með­gjöf­inni til baka.

Sjova

Sjóvá var aug­lýst til sölu í jan­úar 2010. Fjár­festa­hópur sem leiddur var af Heið­ari Má Guð­jóns­syni átti hæsta til­boðið og hóf samn­inga­við­ræður við Seðla­banka Íslands, sem hélt á hlut rík­is­ins, og Íslands­banka um kaup­in.

Auk Heið­ars Más stóðu að til­boð­inu meðal ann­ars Frjálsi líf­eyr­is­sjóð­ur­inn, Stefn­ir, Ársæll Val­fells og systk­inin Guð­mundur og Berg­lind Jóns­börn, kennd við Sjóla­skip í Hafn­ar­firði.  Eitt­hvað varð­andi til­boðið og hóp­inn sem að því stóð var ekki nægi­lega traust að mati Seðla­bank­ans.

Ástæðan var athugun á við­skiptum Heið­ars Más með aflandskrón­ur. DV greindi frá því á sínum tíma að Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri hefði setti þrýst­ing á að Heiðar Már hyrfi úr hópnum og á fundi með full­trúum Seðla­bank­ans hafi verið  lögð fram gögn um við­skipti hans með aflandskrónur og honum bent á að þar til bær rann­sókn­ar­yf­ir­völd kynnu að hafa áhuga á þeim við­skipt­um.

Már hafnar því að hafa staðið í vegi Heið­ars MásMár hafn­aði þessu í aðsendri grein í Við­skipta­blað­inu tveimur árum síð­ar. Þar seg­ist hann hafa bundið vonir við að Heiðar Már gæti leitt hóp fjár­festa í kaupum á stórum hlut í Sjóvá og að hann yrði á end­anum for­stjóri félags­ins. Fram­koma og við­mót lög­manna Heið­ars Más á fundi þar sem rætt var um söl­una hafi hins vegar orðið til þess að draga úr þeim vonum seðla­banka­stjór­ans.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagðist hafa bent á það á fundinum að mál félags Heiðars Más hafi á þessum tíma verið til meðferðar hjá gjaldeyriseftirliti bankans og að salan á Sjóvá væri háð niðurstöðu þess. Már neitaði því algjörlega að hafa hótað að senda mál Heiðars Más til lögreglu, enda hefði hann ekki haft neitt vald til þess. Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri sagð­ist hafa bent á það á fund­inum að mál félags Heið­ars Más hafi á þessum tíma verið til með­ferðar hjá gjald­eyr­is­eft­ir­liti bank­ans og að salan á Sjóvá væri háð nið­ur­stöðu þess. Már neit­aði því algjör­lega að hafa hótað að senda mál Heið­ars Más til lög­reglu, enda hefði hann ekki haft neitt vald til þess.

Már sagð­ist hafa bent á það á fund­inum að mál félags Heið­ars Más hafi á þessum tíma verið til með­ferðar hjá gjald­eyr­is­eft­ir­liti bank­ans og að salan á Sjóvá væri háð nið­ur­stöðu þess. Már neit­aði því algjör­lega að hafa hótað að senda mál Heið­ars Más til lög­reglu, enda hefði hann ekki haft neitt vald til þess.

Aðrir keyptu Sjóvá og skráðu á markaðHóp­ur­inn sagði sig frá ferl­inu áður en nið­ur­staða gjald­eyr­is­eft­ir­lits­ins lá fyrir og þar með áður en Fjár­mála­eft­ir­lið gat skilað afstöðu sinni um hæfi kaup­enda­hóps­ins til að eiga trygg­inga­fé­lag. Það gerð­ist í nóv­em­ber 2010, um ell­efu mán­uðum eftir að sölu­ferlið hófst. Sjóvá var því áfram til sölu.

Í lok júlí 2011 var síðan til­kynnt um að hópur fjár­festa hefði keypt rúm­lega helm­ings­hlut í Sjó­vá. Hóp­ur­inn hafði verið settur saman af Stefni, eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki í eigu Arion banka, og keypti hlut­inn í nafni félags sem heitir SF1 slhf. Stærstu eig­endur þess eru líf­eyr­is­sjóð­ir, félag í eigu Síld­ar­vinnsl­unnar (sem er að hluta til í eigu Sam­herj­a), félag í eigu Stein­unnar Jóns­dótt­ur, félag í eigu Ernu Gísla­dótt­ur, félag í eigu Tómasar Krist­jáns­sonar og Finns Reyrs Stef­áns­sonar (eig­in­manns Stein­unnar Jóns­dótt­ur) og félag í eigu Jóns Dið­riks Jóns­son­ar. Hóp­ur­inn fékk auk þess for­kaups­rétt á um 20 pró­senta hlut til við­bótar og nýtti sér hann skömmu síð­ar. Hann átti því 73 pró­senta hlut í Sjóvá í lok árs 2012. Afgang­ur­inn var í eigu rík­is­ins, þrota­bús Glitnis og Íslands­banka.

Í apríl 2014 voru hluta­bréf í Sjóvá svo skrá í Kaup­höll Íslands. Mark­aðsvirði félags­ins miðað við gengi bréfa þess í dag er um 20,5 millj­arðar króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None