Heilablóðfall, dauði og lausaleikskrógi: Hvar er Vladimír Pútín?

16416494967_b702a48162_z.jpg
Auglýsing

Sögu­sagnir um hvar Vla­dimír Pútín sé nið­ur­kom­inn, hvernig heilsa hans sé og hvort að vald hans sé enn algert verða furðu­legri og furðu­legri. Pútín hefur ekki sést opin­ber­lega frá 5. mars síð­ast­liðnum og þegar hann aflýsti opin­berri heim­sókn sinni til Astana, höf­uð­borgar Kasakstan, fóru af stað háværar sögu­sagnir um að Rúss­lands­for­seti hefði fengið heila­blóð­fall.

Þær voru bornar til baka en skömmu síðar bár­ust fréttir af því að Pútín væri dauð­ur. Þær voru líka bornar til baka og þá spruttu upp fréttir í fjöl­miðlum víða um heim um að Pútín væri í raun í Sviss til að taka á móti barni sem hann sé að eign­ast í lausa­leik með einni af ást­konum sín­um, en Pútín skildi við  Lyud­milu, eig­in­konu sína til tæp­lega þriggja ára­tuga, í fyrra.

Pútín hefur lagt mikið upp úr því að sýna fram á líkamlegt hreysti. Hann lætur til dæmis ítrekað mynda sig beran á ofan og við að ástunda ýmis konar hættulegar jaðaríþróttir eða veiðar. Pútín hefur lagt mikið upp úr því að sýna fram á lík­am­legt hreysti. Hann lætur til dæmis ítrekað mynda sig beran á ofan og við að ástunda ýmis konar hættu­legar jaðar­í­þróttir eða veið­ar­.

Auglýsing

Sú saga sem er líf­seig­ust er samt sú að ástæða þess að Pútín sést ekki opin­ber­lega sé sú að harð­vítug átök séu á meðal valda­el­ít­unnar í Kreml á bak­við tjöld­in, og að þar séu öfl sem vilji svipta Pútín völd­um.

Kreml hefur reynt að bregð­ast við með því að birta myndir af Pútín og mynd­band fór í umferð á föstu­dag sem átti að sýna hann á „týnda tíma­bil­in­u“. Þá segir for­seti Armeníu að hann hafi rætt við Pútín í síma í síð­ustu viku. Það að Pútín hringi í fólk afsannar hins vegar bara það að hann sé dauður og mynd­irnar og mynd­bandið hefðu getað verið tekin upp hvenær sem er.

Auk þess vakti það mikla athygli þegar Andrey Ill­ar­inov, fyrrum efna­hags­ráð­gjafi Pútíns, skrif­aði blogg­færslu um það að hin langa fjar­vera Pútíns benti til þess að valda­rán hefði verið framið.

Póli­tískt valda­rán ólík­legt



Náið hefur verið fylgst með mál­inu hjá Business Insider. Í nýj­ustu grein­ing­unni sem birt­ist þar skrifar Mark Galeotti, sem heldur úti virtu bloggi um rúss­nesk örygg­is­mál, að hann sé ekki sann­færður um að valda­rán standi yfir. Galeotti segir það lík­legra en ekki að Pútín verði ein­hvern tím­ann steypt af stóli, enda ólík­legt að hann hætti nokkru sinni sjálf­vilj­ugur nema heilsan taki í taumanna. Hann telur þann tíma þó ekki kom­inn, enda fjarri því að sú ein­ing sé til staðar á meðal valda­hópanna sem standa að baki Pútín um að tími hans sé lið­inn. Á­standið í Rúss­landi þurfi að versna til muna, og hald­ast þannig í lengri tíma, svo að póli­tískt valda­rán geti orðið raun­veru­legur val­kost­ur.

Galeotti úti­lokar líka valda­rán hers­ins og byggir það á því hvernig her­inn hélt sig til baka í valdarán­unum 1991 og 1993. Auk þess telur hann að Sergey Shoigu, yfir­maður rúss­neska hers­ins, sé ekki ein­hvers­konar blóð­ugur ævin­týra­maður sem sé lík­legur til að rísa upp gegn for­seta sín­um.

Staðan fer hratt versn­andi



Staðan í Rúss­landi hefur vissu­lega versnað und­an­farin miss­eri, eftir mik­inn efna­hags­legan vöxt árin á und­an. Það hefur hins vegar ekki farið fram­hjá neinum að mis­skipt­ing þess auðs sem Rúss­land hefur sankað að sér er gríð­ar­leg. Margir hafa hagn­ast með þeim hætti að þeir gætu aldrei eytt öllum pen­ing­unum sínum þótt þeir myndu lifa hund­rað sinnum heila ævi. Flestir íbúar Rúss­lands hafa það hins vegar enn ekk­ert sér­stak­lega gott, einkum ef lífs­gæðin eru borin saman við það sem þykir normið í Vest­ur­-­Evr­ópu.

Það hefur samt ekki fjarað meira undan valdi Pútíns en svo að For­bes útnefndi hann sem valda­mesta mann heims í lok síð­asta árs. Það var annað árið í röð sem Pútín sat í efsta sæti listans

Það hefur samt ekki fjarað meira undan valdi Pútíns en svo að For­bes útnefndi hann sem valda­mesta mann heims í lok síð­asta árs. Það var annað árið í röð sem Pútín sat í efsta sæti list­ans, en Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, sat í næsta sæti fyrir neðan hann. Að mati For­bes hefur Pútín gríð­ar­lega mikil völd og áhrif í heim­inum í dag, ekki síst í gegnum opin­bera orku­stefnu rík­is­stjórnar hans sem hefur áhrif um alla Evr­ópu, til Asíu og þannig á heims­búa­skap­inn all­an. Þá hafi hann einnig sýnt ótta­leysi í sam­skiptum við Banda­rík­in.

Snýst alltaf um efna­hags­málin



Í styrk­leikum Pútín, alræð­istil­burðum hans og orku­stefnu­unni, liggja líka veik­leikar hans. Stríðið í Úkra­ínu hefur skaðað Rússa á alþjóða­vísu og lík­ast til valdið land­inu mun fleiri erf­ið­leikum en ávinn­ing­um. Morðið á stjórn­ar­and­stæð­ingnum stjórn­ar­and­stæð­ingn­um ­Boris Nemtsov, sem Pútín ákvað að stýra rann­sókn á sjálf­ur, hefur líka ýtt undir öldu óánægju bæði á meðal almenn­ings og innan valda­hópa í stjórn­mála­legu bak­landi Pútín. Reuters greindi til að mynda frá því á fimmtu­dag að morðið hefði leitt af sér sjald­séða spennu milli ýmissa hópa innan stjórn­kerfis Rúss­lands sem vana­lega standa fast á bak við Pútín.

Morðið á Boris Nemtsov hefur vakið upp mikla úlfúð hjá almenningi og valdahópum í Kreml. Morðið á Boris Nemtsov hefur vakið upp mikla úlfúð hjá almenn­ingi og valda­hópum í Kreml.

En það eru efna­hags­mál sem eru lík­leg­ust til að fella Pútín. Hríð­fallandi verð á olíu og gasi, en útflutn­ingur á slíkri orku er uppi­staðan í rúss­neska rík­is­rekstr­in­um, hefur sett allt á hlið­ina í Rúss­landi. Í byrjun þessa mán­aðar und­ir­rit­aði Pútín þrjár laga­breyt­ingar sem gera það að meðal ann­ars að verkum að laun rík­is­starfs­manna verða lækkuð frá og með 1. maí næst­kom­andi. Pútín og Dmitri Med­vedev for­sæt­is­ráð­herra ætla að leiða með for­dæmi og taka á sig tíu pró­sent launa­lækk­an­ir.

Til við­bótar ætla rúss­nesk stjórn­völd að fækka rík­is­starfs­mönnum um fimm til 20 pró­sent.

Seil­ast í vara­sjóði



Að­gerð­irnar eru hluti af víð­fermum neyð­ar­að­gerðum sem rúss­nesk stjórn­völd hafa gripið til vegna þess mikla tekju­sam­dráttar sem lækkun á heims­mark­aðs­verði á olíu hefur valdið land­inu. Hver tunna af olíu er nú að selj­ast á um 45 dali en fjár­lög rúss­neska rík­is­ins mið­uðu við að tunnan væri að selj­ast á um 100 dali. Þar sem olíu­út­flutn­ingur skiptir ríkið öllu máli er ljóst að risa­stórt gat er að mynd­ast í fjár­lögum árs­ins 2015.

Hver tunna af olíu er nú að selj­ast á um 45 dali en fjár­lög rúss­neska rík­is­ins mið­uðu við að tunnan væri að selj­ast á um 100 dali. Þar sem olíu­út­flutn­ingur skiptir ríkið öllu máli er ljóst að risa­stórt gat er að mynd­ast í fjár­lögum árs­ins 2015.

Þessar fréttir bár­ust skömmu eftir að Anton Silu­anov, fjár­mála­ráð­herra Rúss­lands, bað rúss­neska þingið um að fá aðgang að um 34 millj­örðum punda, um 7.000 millj­örðum króna, sem geymdir eru í vara­sjóði sem Rúss­land á til að fár­magna áætlun sína sem á að vinna gegn kreppu­á­hrif­um. Upp­hæðin nemur um helm­ingi allra eigna sjóðs­ins.

Verð­bólga mæld­ist 16,7 pró­sent í Rúss­landi í febr­úar og spár Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins gera ráð fyrir að efna­hagur lands­ins drag­ist saman um þrjú pró­sent á þessu ári og eitt pró­sent til við­bótar á því næsta.

Þessar spár gera hins vegar ráð fyrir því að ástandið í Úkra­ínu muni lag­ast á næstu miss­er­um. Það er alls ójóst að það ástand muni lagast og því enn tölu­verðar líkur á að sam­drátt­ur­inn í Rúss­landi verði meiri.

Ef Pútín er á lífi þá stendur hann frammi fyrir miklum vanda



Hvar sem Pútín er og hvert sem lík­am­legt ástand hann er þá er aug­ljóst að hann stendur frammi fyrir miklum vanda. Ef sögu­sagnir um yfir­stand­andi valda­ráð reyn­ast rang­ar, og Pútín mætir aftur í kast­ljós fjöl­miðla í næstu viku, þá mun slíkt ein­ungis slá á vanga­veltur um fram­tíð hans til skamms tíma. Áfram­hald­andi órói í Úkra­ínu og hið sífellt versn­andi efna­hags­á­stand mun halda honum veru­lega við efnið og auka þrýst­ing á þennan valda­mesta mann heims.

Seinni hluta apr­íl, skömmu áður en launa­lækk­anir opin­berra starfs­manna taka gildi, er síðan vænt­an­leg skýrsla sem hinn myrti Boris Nemtsov skrif­aði um ástandið í Úkra­ínu. Inni­hald hennar gæti orðið eld­fimt, ef Kreml hefur ekki kom­ist í hana eftir dauða Nemtsov til að „hreinsa“ frá­sögn­ina.

Og þá gætu þyrn­irnir þrír í síðu Pútíns: Úkra­ína, Nemtsov og efna­hags­á­stand­ið, saman myndað neista sem gæti kveikt nýtt bál.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None