Hetjan sem bjargaði Rúanda er minni hetja en þú hélst

h_50341106-1.jpg
Auglýsing

„Aldrei aft­ur“ voru skila­boðin frá heims­byggð­inni eftir þjóð­ar­morðin í Rúanda árið 1994 þar sem er talið að um 800.000 manns hafi fallið á ein­ungis 100 dög­um. Í Kíga­lí, höf­uð­borg Rúanda, má finna safn og minn­is­varða um þessa atburði, sem lýsir því hvernig Hút­úar myrtu Tútsa á öllum aldri í þeim til­gangi að útrýma þeim öll­um. Safnið lætur engan ósnort­inn og skilur við lífs­glaða ferða­langa nið­ur­brotna og með tárin í aug­un­um. Hryll­ing­ur­inn sem blasir þar við er ógn­væn­legur - þar er her­bergi til­einkað börnum með myndum af þeim og lýs­ingum á því hvernig þau voru myrt.

Paul Kagame kom sá og sigr­aði. Og frið­aði



Á meðan alheims­sam­fé­lagið svaf algjör­lega á verð­inum náði her Tútsa í útlegð (RPF) undir for­ystu Paul Kaga­me, núver­andi for­seta Rúanda, að hrekja burt helstu ger­end­urna (Intera­hamwe) í þjóð­ar­morð­unum og ná völd­um. Síðan þá hefur Rúanda verið frið­sælt land. Ferða­menn sækja til lands­ins og þykir Kígalí vera meðal örugg­ustu borga í aust­an­verðri Afr­íku. Einnig hefur landið náð tals­verðum árangri efna­hags­lega og er í 3. sæti í Afr­íku sunnan Sahara á "Doing Business" lista Alþjóða­bank­ans. Þá hefur lands­fram­leiðsla á mann tvö­faldast, ung­barna­dauði lækkað úr 124 í 37 á hverjar 1,000 fæð­ingar og skóla­sókn auk­ist.

Við fyrstu sýn virð­ist Paul Kagame vera hetja - mað­ur­inn sem bjarg­aði Rúanda hér um bil frá tor­tím­ingu. Hann hefur á und­an­förnum árum fengið mikið lof  fyrir að hafa haldið frið­inn og rifið hag­kerfið í gang. Rúanda hefur ítrekað verið nefnt það sem kall­ast "donor dar­l­ing" og er Kagame vin­sæll meðal vest­rænna leið­toga. Hann á fræga vini - Bill Clint­on, Ben Affleck, Bono og sér­stak­lega Tony Blair hafa lýst yfir mik­illi aðdáun á Kagame. Einnig virð­ist, á yfir­borð­inu a.m.k., vera loks­ins búið að stöðva þjóð­ern­iserjur í eitt skipti fyrir öll og er strang­lega bannað að skil­greina sig og aðra Hútúa eða Tútsa.

Paul Kagame, forseti Rúanda. Paul Kaga­me, for­seti Rúanda.

Auglýsing

Glansí­mynd Kagame sem sterks og góðs leið­toga er að falla



Þrátt fyrir mikið lof um árangur í efna­hags­málum er Rúanda enn sára­fá­tækt og 82% þjóð­ar­innar lifir á 2 doll­urum eða minna á dag - hlut­fall sem hefur lítið lækkað á síð­ast­liðnum ára­tug. Einnig er landið gríð­ar­lega háð þró­un­ar­að­stoð og hefur hún numið um kringum 20% af þjóð­ar­tekjum síð­ustu tvo ára­tugi, þar til að hún lækk­aði um nærri því helm­ing árið 2012 vegna vís­bend­inga um að Rúanda hafi stutt við M23 skæru­liða­hreyf­ing­una í Aust­ur-­Kongó.

Heilt yfir hefur gríman verið hægt og rólega að falla af Kagame. Við blasa mann­rétt­inda­brot, skoð­ana­kúgun, ein­ræð­istil­burðir, morð á and­stæð­ingum og annað sem gefur til­efni til að hafa áhyggjur af ­þró­un­inni í Rúanda, sem upp­lifði nán­ast sam­fellda valda­bar­áttu og spennu frá sjálf­stæði þar til 1994.

Er opin­bera sagan á bak við þjóð­ar­morðin bjög­uð?



Sig­ur­veg­ar­arnir skrifa sög­una og það sést vel á áður­nefndum þjóð­ar­morða­minn­is­varða í Kíga­lí. Opin­bera sagan er sú að eftir að hútúskir upp­reisn­ar­menn hafi skotið niður flug­vél for­set­ans Habya­rim­ana í apríl 1994 og sett af stað skipu­lögð morð á Túts­um. Þó að fáir neiti því að þjóð­ar­morðin hafi átt sér stað og sann­an­irnar um fjöldamorð á Tútsum séu óyggj­andi, benda ýmsar vís­bend­ingar til þess að það segi ekki alla sög­una.

Í nýrri og gríð­ar­lega umdeildri heim­ild­ar­mynd BBC Rwanda's Untold Story er slíkum kenn­ingum velt upp. Sumar þeirra virð­ast hæpn­ar, eins og að Kagame hafi skipu­lagt að flug­vél for­set­ans væri skotin nið­ur. Þá segir frá vís­bend­ingum um að Kagame og RPF hafi myrt þús­undir sekra og sak­lausra Hútúa þegar þeir náðu völdum í land­inu. Einng er vísað í skýrslu Sam­ein­uðu þjóð­anna frá 2010 og aðrar vís­bend­ingar um að RPF hafi skipu­lega myrt tug­þús­undir hútúskra flótta­manna í Aust­ur-­Kongó á árunum eftir þjóð­ar­morð­in. Ólög­legt er að hafa svo mikið sem efa­semdir um opin­beru sög­una á bak­við þjóð­ar­morðin svo það þarf varla að taka það fram að BBC var bannað í Rúanda um leið og myndin var sýnd.

Vax­andi alræð­istil­burðir



Þó deilt sé um hvað nákvæm­lega gerð­ist og hversu mikil hetja Kagame er, þá er eng­inn vafi á því að Kagame hefur sýnt mikla vald­níðslu og ber hann niður alla mót­spyrnu hvað sem það kost­ar. Einnig virð­ist vera að hann hafi allt að því ein­ræð­is­vald yfir land­inu. Fjöl­margar alþjóð­legar stofn­anir eins og Amnesty International og Human Righs Watch hafa harð­lega gagn­rýnt spillt rétt­ar­kerfi og stjórn­völd fyrir að virða ekki tján­ing­ar­frelsi. Kagame hefur horn í síðu slíkra sam­taka á grund­velli þess að það sé hætta á að ný átök brjót­ist út ef farið sé að þeirra ráð­um. Kagame hikar heldur ekki við að hand­taka stjórn­mála- og blaða­menn sem eru honum ósam­mála. Í kosn­ing­unum 2010 sem Kagame vann með 93% atkvæða voru þrír stjórn­mála­flokkar úti­lok­aðir og tveir leið­togar þeirra settir í fang­elsi.

Í safninu um þjóðarmorðin í Kígalí. Í safn­inu um þjóð­ar­morðin í Kíga­lí. Hryll­ing­ur­inn vekur iðu­lega upp miklar til­finn­ing­ar. 

Margir fyrr­ver­andi sam­starfs­menn Kagame og blaða­menn, sem eiga það sam­eig­in­legt að hafa þurft að flýja land eftir ósætti við Kaga­me, hafa gagn­rýnt hann væg­ast sagt harka­lega í útlegð­inni. Nýlega skrif­aði fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður Kagame harð­orða grein um skort á lýð­ræði, hvernig Kagame hefur mis­tek­ist að koma land­inu á réttan kjöl og að elíta í skjóli hans sé að taka yfir hag­kerf­ið. Þeir sem hafa gagn­rýnt Kagame eiga það oft sam­eig­in­legt að hafa fengið líf­láts­hót­an­ir, orðið fyrir árásum eða myrtir. Einn þeirra, Kayumba Nyamwaza, sem var lengi vel hátt­settur í RPF en lenti svo upp á kant við Kaga­me, hefur kallað eftir upp­reisn gegn hon­um. Á sama tíma hefur Nyamwaza sloppið frá þremur morð­til­raunum. Sam­starfs­maður Nyamwaza, Pat­rick Karegeya, flúði land eftir að hann gagn­rýndi mann­rétt­inda­brot og glæpi stjórn­valda. Hann var myrtur á dul­ar­fullan hátt í Suð­ur­-Afr­íku fyrir ári síðan

Þurfum við að óttast?



Milljón manns­lífa spurn­ingin er hvort að þjóð­ar­morð eða átök milli þjóð­ar­brot­anna tveggja sé eitt­hvað sem gæti end­ur­tekið sig. Í nágranna­land­inu Búrúndi er skipt­ing milli Tútsa og Hútúa svip­uð. Þar má finna í meg­in­dráttum svip­aða sorg­ar­sögu um ætt­bálka­á­tök og eru teikn á lofti um að kosn­ing­arnar á þessu ári verði hugs­an­lega ekki frið­samar. Stuttu fyrir þjóð­ar­morðin árið 1994 var hútúskur for­seti Búrúndí myrt­ur, sem hleypti afar illu blóði í rúandska Hút­úa.

Þó að það sé ekk­ert sem bendi til þess að slíkt end­ur­taki sig núna, þá kennir sagan okkur að alræð­istil­burðir og skoð­ana­kúgun eins og Kagame hefur sýnt gangi oft ekki upp til lengri tíma. Í aðstæðum eins og eru í Rúanda, þar sem stutt er frá hörm­ung­unum árið 1994 og öll and­staða við stjórn­völd er kæfð niður með ofbeldi, er auð­velt að ímynda sér að verið sé að setja af stað tíma­sprengju. Sér­stak­lega ef upp­bygg­ing hag­kerf­is­ins mun ekki ganga sem skyldi og fólk verður enn fast í fátækt með litla mögu­leika. Eft­ir­málum þjóð­ar­morð­anna er heldur ekki alveg lokið, þar sem enn má finna hútúska skæru­liða í Aust­ur-­Kongó, sem tóku þátt í þjóð­ar­morð­un­um. Vissu­lega er póli­tíska staðan svipuð í mörgum öðrum ríkjum en sporin hræða í Rúanda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None