Snjóhús lausn á húsnæðisskorti?

h_02760265-1.jpg
Auglýsing

Bretar eru þekktir fyrir áhuga sinn á háðsá­deilum í formi frétta og mynda­sagna. Eftir sjald­gæfa snjó­komu í Lund­únum í byrjun vik­unnar birti grín­vef­ur­inn the Daily Mash frétt þess efnis að margir íbúar borg­ar­innar von­uð­ust eftir nægum snjó til að byggja sér snjó­hús – það væri eina leiðin fyrir ungt fólk til að eign­ast eigið hús­næði í borg­inni. Við fyrstu sýn mætti ætla að hér væri um að ræða hreinan upp­spuna, en því miður er sann­leiks­korn í þessum spé­spegli.

Hús­næð­is­verð í stærstu borgum Bret­lands hefur hækkað gríð­ar­lega síð­asta ára­tug­inn, og hefur hækk­unin að ein­hverju leyti verið drifin áfram af fólks­fjölgun í bland við end­ur­nýjun og upp­bygg­ingu í eldri hverf­um. Slík upp­bygg­ing hefur meðal ann­ars átt sér stað í tengslum við stóra við­burði á borð við sam­veld­is­leik­ana í Manchester 2002 og Ólymp­íu­leik­ana í Lund­únum árið 2012 – óum­deil­an­lega hefur þetta blásið lífi í svæði og hverfi sem áður voru í nið­ur­níðslu.

Sumir hafa dottið í lukku­pott­inn – aðrir sitja í súp­unniÍ breskum fjöl­miðlum hefur skap­ast mikil umræða um þessa þróun og horfur á fast­eigna­mark­aði til fram­tíð­ar. Sú kyn­slóð sem nú fer brátt á eft­ir­laun í Bret­landi virð­ist heldur betur hafa dottið í fast­eignalukku­pott­inn. Í Lund­únum má heyra sögur af fólki sem hefur hagn­ast gríð­ar­lega á fast­eigna­kaupum með því að kaupa rétta eign á réttum tíma – þannig virkar jú mark­að­ur­inn, en rétt er að hafa í huga að oft voru þetta eignir sem sveit­ar­fé­lögin seldu úr félags­lega kerf­inu á góðum afslætti.

Miðað við ástand fasteignamarkaðarins í Lundúnum er borin von fyrir flest ungt fólk að komast inn á fasteignamarkaðinn. Miðað við ástand fast­eigna­mark­að­ar­ins í Lund­únum er borin von fyrir flest ungt fólk að kom­ast inn á fast­eigna­mark­að­inn.

Auglýsing

Það má velta því fyrir sér hvort eðli­legt sé að á 20 árum hafi verð á þriggja svefn­her­bergja íbúð í rólegu úthverfi í norð­ur­hluta Lund­úna hækkað úr 92.000 pundum (um 18,5 millj­ónum íslenskra króna á gengi dags­ins í dag) árið 1994 upp í 660.000 pund (rétt um 133 millj­ónir á sama gengi) árið 2014. Sam­hliða þessum hækk­unum eru mögu­leikar ungs fólks til að kaupa sér fyrstu eign orðnir tak­mark­að­ir. Sér­stak­lega á þetta við um þá sem eru á með­al­launum og stendur ekki til boða aðstoð fjöl­skyldu við fjár­mögnun á útborg­un. Leigu­mark­að­ur­inn er því orð­inn eini raun­hæfi kost­ur­inn fyrir stóran hóp fólks.

Leitað lausna innan sveit­ar­fé­lag­annaSveit­ar­fé­lagið Isl­ington, sem er hluti af Lund­ún­um, hefur kynnt nokkrar hug­myndir sem ætlað er stuðla að auknu fram­boði á ódýr­ara hús­næði. Sveit­ar­fé­lagið ætlar meðal ann­ars að setja upp leigu­miðlun sem ekki verður rekin í hagn­að­ar­skyni og er ætlað að tengja leigj­endur sem eiga rétt á húsa­leigu­bótum við leigu­sala á mark­aði. Á móti hyggst sveit­ar­fé­lagið tryggja leigu­greiðslur í ákveð­inn tíma ásamt því að tryggja að leiga sé greidd fyr­ir­fram, sem myndi því á sama tíma höfða til leigu­sala. Isl­ington ætlar einnig að stuðla að því að byggt verði meira af félags­legu hús­næði og í far­vatn­inu eru áætl­anir um að auð­velda fast­eigna­eig­endum að breyta skrif­stofu­rými í íbúð­ar­hús­næði. Sveit­ar­fé­lagið vonar því að þetta, ásamt fleiri úrræð­um, muni skapa fjöl­breytt­ari mögu­leika í leigu­málum ásamt því að halda leigu­verði niðri.

Und­an­þága frá upp­bygg­ingu á ódýr­ara hús­næðiFjár­festum og bygg­inga­verk­tökum ber einnig skylda til að stuðla að upp­bygg­ingu á ódýr­ara hús­næði sam­hliða bygg­ingu eigin verk­efna, meðal ann­ars með því að greiða í svo­kall­aða „af­for­da­ble hous­ing“ sjóði. Frá því í des­em­ber á síð­asta ári hefur breska ríkið þó veitt und­an­þágu frá þess­ari reglu í til­fellum þró­un­ar­verk­efna þar sem eldri hús eru gerð upp. Fjallað hefur verið um að þeir sem helst hagn­ast á und­an­þágu sem þess­ari verði stórir fjár­fest­inga­sjóðir frá Abu Dhabi og Qatar sem eru umsvifa­miklir á fast­eigna­mark­aði í borg­inni. Talið er að þetta muni leiða til þess að fram­boð á ódýru hús­næði mun drag­ast saman enn frek­ar.

Brýn þörf er á að ráðist verði í byggingu ódýrari íbúða í London til að gera fleirum kleyft að kaupa sér þak yfir höfuðið. Brýn þörf er á að ráð­ist verði í bygg­ingu ódýr­ari íbúða í London til að gera fleirum kleyft að kaupa sér þak yfir höf­uð­ið.

Slæm áhrif á fjöl­breyti­leika borg­ar­innarAllt hefur þetta áhrif á ótrú­leg­ustu stöð­um. Ákveðnir hlutar Lund­úna eru þekktir víða um heim fyrir það að fóstra fjöl­breytta menn­ing­ar­kima sem oft hafa ekki fengið að blómstra ann­ars stað­ar. Hvort sem það eru hópar frá ákveðnum löndum eða menn­ing­ar­svæð­um, hinsegin fólk eða ungt tón­list­ar­fólk, þá hefur borgin alltaf verið eft­ir­sókn­ar­verð fyrir þessa sér­stöðu sína. Þar er Soho hverfið gott dæmi, en síhækk­andi leigu­verð gerir það að verkum að staðir sem hafa þjónað áður­nefndum hópum eru hægt og rólega verið að fær­ast í aðra borg­ar­hluta.

Félags­skap­ur­inn „Save Soho“ var stofn­aður til að berj­ast gegn þess­ari þróun og heldur því fram að með end­ur­upp­bygg­ingu hverf­is­ins muni það á end­anum verða ger­sneitt af karakt­er. Borg­ar­stjóri Lund­úna, Boris John­son, er að vissu marki sam­mála mál­stað þeirra og í bréfi sem hann sendi sam­tök­unum tekur hann undir að „menn­ing sé DNA borg­ar­inn­ar“. Spurn­ingin er því hvort vilji sé meðal stjórn­mála­manna að skapa hvata fyrir fast­eigna­eig­endur til að hlúa áfram að þessum fjöl­breyttu menn­ing­ar­kimum borg­ar­innar og varð­veita þannig karakter henn­ar.

Kisur og morg­un­kornÁð­ur­nefnd þróun borg­ar­innar á sér þó líka margar jákvæðar hlið­ar. Í aust­ur­hluta borg­ar­innar – í hverfum sem áður ein­kennd­ust af hárri glæpa­tíðni og nokk­urri fátækt – er nú komið ungt fólk sem byggt hefur upp líf­lega lista­senu, litlar sér­versl­anir og kaffi­hús af ýmsum toga líkt og gerð­ist upp­haf­lega með Soho. Nú má í einu þess­ara hverfa finna allt frá fyrsta kisu­kaffi­húsi borg­ar­innar (og lík­leg­ast Evr­ópu) yfir í nýlegt kaffi­hús með rúm­lega 120 teg­undir af morg­un­korni á boðstóln­um.

Það má því segja að ungt fólk sem býr við síhækk­andi leigu­verð og fjar­læga drauma um kaup á eigin hús­næði geti þó alla veg­ana yljað sér við til­hugs­un­ina um fjöl­breytt úrval morg­un­korns og kisur til að klappa yfir kaff­inu – þó þau þurfi lík­leg­ast að slá lán fyrir kaffi­boll­anum úr eft­ir­launa­sjóði for­eldra sinna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None