Snjóhús lausn á húsnæðisskorti?

h_02760265-1.jpg
Auglýsing

Bretar eru þekktir fyrir áhuga sinn á háðsá­deilum í formi frétta og mynda­sagna. Eftir sjald­gæfa snjó­komu í Lund­únum í byrjun vik­unnar birti grín­vef­ur­inn the Daily Mash frétt þess efnis að margir íbúar borg­ar­innar von­uð­ust eftir nægum snjó til að byggja sér snjó­hús – það væri eina leiðin fyrir ungt fólk til að eign­ast eigið hús­næði í borg­inni. Við fyrstu sýn mætti ætla að hér væri um að ræða hreinan upp­spuna, en því miður er sann­leiks­korn í þessum spé­spegli.

Hús­næð­is­verð í stærstu borgum Bret­lands hefur hækkað gríð­ar­lega síð­asta ára­tug­inn, og hefur hækk­unin að ein­hverju leyti verið drifin áfram af fólks­fjölgun í bland við end­ur­nýjun og upp­bygg­ingu í eldri hverf­um. Slík upp­bygg­ing hefur meðal ann­ars átt sér stað í tengslum við stóra við­burði á borð við sam­veld­is­leik­ana í Manchester 2002 og Ólymp­íu­leik­ana í Lund­únum árið 2012 – óum­deil­an­lega hefur þetta blásið lífi í svæði og hverfi sem áður voru í nið­ur­níðslu.

Sumir hafa dottið í lukku­pott­inn – aðrir sitja í súp­unniÍ breskum fjöl­miðlum hefur skap­ast mikil umræða um þessa þróun og horfur á fast­eigna­mark­aði til fram­tíð­ar. Sú kyn­slóð sem nú fer brátt á eft­ir­laun í Bret­landi virð­ist heldur betur hafa dottið í fast­eignalukku­pott­inn. Í Lund­únum má heyra sögur af fólki sem hefur hagn­ast gríð­ar­lega á fast­eigna­kaupum með því að kaupa rétta eign á réttum tíma – þannig virkar jú mark­að­ur­inn, en rétt er að hafa í huga að oft voru þetta eignir sem sveit­ar­fé­lögin seldu úr félags­lega kerf­inu á góðum afslætti.

Miðað við ástand fasteignamarkaðarins í Lundúnum er borin von fyrir flest ungt fólk að komast inn á fasteignamarkaðinn. Miðað við ástand fast­eigna­mark­að­ar­ins í Lund­únum er borin von fyrir flest ungt fólk að kom­ast inn á fast­eigna­mark­að­inn.

Auglýsing

Það má velta því fyrir sér hvort eðli­legt sé að á 20 árum hafi verð á þriggja svefn­her­bergja íbúð í rólegu úthverfi í norð­ur­hluta Lund­úna hækkað úr 92.000 pundum (um 18,5 millj­ónum íslenskra króna á gengi dags­ins í dag) árið 1994 upp í 660.000 pund (rétt um 133 millj­ónir á sama gengi) árið 2014. Sam­hliða þessum hækk­unum eru mögu­leikar ungs fólks til að kaupa sér fyrstu eign orðnir tak­mark­að­ir. Sér­stak­lega á þetta við um þá sem eru á með­al­launum og stendur ekki til boða aðstoð fjöl­skyldu við fjár­mögnun á útborg­un. Leigu­mark­að­ur­inn er því orð­inn eini raun­hæfi kost­ur­inn fyrir stóran hóp fólks.

Leitað lausna innan sveit­ar­fé­lag­annaSveit­ar­fé­lagið Isl­ington, sem er hluti af Lund­ún­um, hefur kynnt nokkrar hug­myndir sem ætlað er stuðla að auknu fram­boði á ódýr­ara hús­næði. Sveit­ar­fé­lagið ætlar meðal ann­ars að setja upp leigu­miðlun sem ekki verður rekin í hagn­að­ar­skyni og er ætlað að tengja leigj­endur sem eiga rétt á húsa­leigu­bótum við leigu­sala á mark­aði. Á móti hyggst sveit­ar­fé­lagið tryggja leigu­greiðslur í ákveð­inn tíma ásamt því að tryggja að leiga sé greidd fyr­ir­fram, sem myndi því á sama tíma höfða til leigu­sala. Isl­ington ætlar einnig að stuðla að því að byggt verði meira af félags­legu hús­næði og í far­vatn­inu eru áætl­anir um að auð­velda fast­eigna­eig­endum að breyta skrif­stofu­rými í íbúð­ar­hús­næði. Sveit­ar­fé­lagið vonar því að þetta, ásamt fleiri úrræð­um, muni skapa fjöl­breytt­ari mögu­leika í leigu­málum ásamt því að halda leigu­verði niðri.

Und­an­þága frá upp­bygg­ingu á ódýr­ara hús­næðiFjár­festum og bygg­inga­verk­tökum ber einnig skylda til að stuðla að upp­bygg­ingu á ódýr­ara hús­næði sam­hliða bygg­ingu eigin verk­efna, meðal ann­ars með því að greiða í svo­kall­aða „af­for­da­ble hous­ing“ sjóði. Frá því í des­em­ber á síð­asta ári hefur breska ríkið þó veitt und­an­þágu frá þess­ari reglu í til­fellum þró­un­ar­verk­efna þar sem eldri hús eru gerð upp. Fjallað hefur verið um að þeir sem helst hagn­ast á und­an­þágu sem þess­ari verði stórir fjár­fest­inga­sjóðir frá Abu Dhabi og Qatar sem eru umsvifa­miklir á fast­eigna­mark­aði í borg­inni. Talið er að þetta muni leiða til þess að fram­boð á ódýru hús­næði mun drag­ast saman enn frek­ar.

Brýn þörf er á að ráðist verði í byggingu ódýrari íbúða í London til að gera fleirum kleyft að kaupa sér þak yfir höfuðið. Brýn þörf er á að ráð­ist verði í bygg­ingu ódýr­ari íbúða í London til að gera fleirum kleyft að kaupa sér þak yfir höf­uð­ið.

Slæm áhrif á fjöl­breyti­leika borg­ar­innarAllt hefur þetta áhrif á ótrú­leg­ustu stöð­um. Ákveðnir hlutar Lund­úna eru þekktir víða um heim fyrir það að fóstra fjöl­breytta menn­ing­ar­kima sem oft hafa ekki fengið að blómstra ann­ars stað­ar. Hvort sem það eru hópar frá ákveðnum löndum eða menn­ing­ar­svæð­um, hinsegin fólk eða ungt tón­list­ar­fólk, þá hefur borgin alltaf verið eft­ir­sókn­ar­verð fyrir þessa sér­stöðu sína. Þar er Soho hverfið gott dæmi, en síhækk­andi leigu­verð gerir það að verkum að staðir sem hafa þjónað áður­nefndum hópum eru hægt og rólega verið að fær­ast í aðra borg­ar­hluta.

Félags­skap­ur­inn „Save Soho“ var stofn­aður til að berj­ast gegn þess­ari þróun og heldur því fram að með end­ur­upp­bygg­ingu hverf­is­ins muni það á end­anum verða ger­sneitt af karakt­er. Borg­ar­stjóri Lund­úna, Boris John­son, er að vissu marki sam­mála mál­stað þeirra og í bréfi sem hann sendi sam­tök­unum tekur hann undir að „menn­ing sé DNA borg­ar­inn­ar“. Spurn­ingin er því hvort vilji sé meðal stjórn­mála­manna að skapa hvata fyrir fast­eigna­eig­endur til að hlúa áfram að þessum fjöl­breyttu menn­ing­ar­kimum borg­ar­innar og varð­veita þannig karakter henn­ar.

Kisur og morg­un­kornÁð­ur­nefnd þróun borg­ar­innar á sér þó líka margar jákvæðar hlið­ar. Í aust­ur­hluta borg­ar­innar – í hverfum sem áður ein­kennd­ust af hárri glæpa­tíðni og nokk­urri fátækt – er nú komið ungt fólk sem byggt hefur upp líf­lega lista­senu, litlar sér­versl­anir og kaffi­hús af ýmsum toga líkt og gerð­ist upp­haf­lega með Soho. Nú má í einu þess­ara hverfa finna allt frá fyrsta kisu­kaffi­húsi borg­ar­innar (og lík­leg­ast Evr­ópu) yfir í nýlegt kaffi­hús með rúm­lega 120 teg­undir af morg­un­korni á boðstóln­um.

Það má því segja að ungt fólk sem býr við síhækk­andi leigu­verð og fjar­læga drauma um kaup á eigin hús­næði geti þó alla veg­ana yljað sér við til­hugs­un­ina um fjöl­breytt úrval morg­un­korns og kisur til að klappa yfir kaff­inu – þó þau þurfi lík­leg­ast að slá lán fyrir kaffi­boll­anum úr eft­ir­launa­sjóði for­eldra sinna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None