Þegar þjóðhöfðingjar eru valdir með kynlífi

h_51689441-1.jpg
Auglýsing

Árið 1995 voru tæp 70 pró­sent Svía and­víg því að leggja niður kon­ungs­veldið en árið 2012 var hlut­fallið komið niður fyrir 60 pró­sent. Stuðn­ingur við kóng­inn hefur hrapað í kjöl­far hneyksl­is­mála og nýjar upp­lýs­ingar um tengsl fjöl­skyld­unnar við nas­ista hafa svo sann­ar­lega ekki hjálp­að. Vikt­oría krón­prinsessa nýtur enn mik­ils stuðn­ings en yngri syst­kyni hennar hafa hins vegar mátt þola mikla gagn­rýni fyrir hegðun og ekki hvað síst maka­val. Eng­inn býst við því að kon­ungs­veldið verði lagt niður á næst­unni en það stytt­ist í að fram­tíð þess verði rædd alvar­lega á póli­tískum vett­vangi.

Í frétt Afton­bla­det frá því síð­asta haust kemur fram að hjá þing­mönnum undir fer­tugu vilja 39 pró­sent leggja kon­ungs­veldið niður en hlut­fallið er 29 pró­sent hjá þeim sem eru eldri en fer­tug­ir. Einn þing­manna Vinstri flokks­ins orð­aði það svo að æðsti stjórn­andi lands­ins ætti að vera val­inn í kosn­ingum en ekki með kyn­lífi. Mestur stuðn­ingur við lýð­veldi er hjá Vinstri flokknum og Umhverf­is­flokknum en hægra megin er það hinn frjáls­lyndi Þjóð­ar­flokkur sem helst er fylgj­andi hug­mynd­inni. Það merki­lega við þessar tölur er að síð­ustu ár hefur stuðn­ing­ur­inn minnkað jafnt og þétt hjá þing­mönnum og þjóð­inni allri. Sú kyn­slóð sem nú vex úr grasi er því lík­legri til að líta á kon­ungs­fjöl­skyld­una sem und­ar­lega tíma­skekkju sem á ekk­ert erindi í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lögum 21. ald­ar.

Viktoría krónprinsessa ásamt foreldrum sínum. Vikt­oría krón­prinsessa ásamt for­eldrum sín­um.

Auglýsing

Sænska kon­ungs­fjöl­skyldan á að vera sam­ein­ing­ar­tákn þjóð­ar­innar og þannig hafin yfir dæg­ur­þras stjórn­mál­anna. Mörgum þykir fjöl­skyldan þó hafa gengið heldur langt því það þykir sæta tíð­indum ef þau gera meira en að brosa og bjóða góðan dag­inn. Í síð­ustu viku gagn­rýndi einn af yfir­mönnum sænka útvarps­ins Madel­eine prinsessu harð­lega fyrir að mæta aldrei í við­tal. Leif Eriks­son stýrir svæðis­út­varpi SR í Gäv­le­borg en Madel­eine er her­toga­ynja hér­aðs­ins. Í harð­orðu bréfi til hirð­ar­innar segir hann að stöðin eigi ekki eina sek­úndu af efni með prinsess­unni og að frétta­menn telj­ist heppnir ef þeir geti kallað til hennar spurn­ingar þar sem hún gengur bros­andi fram­hjá þeim. Það hljóti að telj­ast und­ar­legt að á sama tíma og kon­ungs­fjöl­skyldan reyni að verða nútíma­legri forð­ist hún fjöl­miðla eins og heitan eld­inn. Orð­rétt segir hann, „að veifa og brosa dugir ekki og að líta svo á að þau séu hafin yfir lýð­ræðið og opin­bera umræðu er óskilj­an­legt og gam­al­dags.“

Les­blindan hefur áhrifEkki verður litið fram­hjá þeirri stað­reynd að margir í kon­ungs­fjöl­skyld­unni þjást af bæði les- og skrif­blindu sem svo sann­ar­lega hjálpar ekki til í dag­legum störf­um. Kon­ung­ur­inn, sem á sænsku er skrifað Kun­gen, er oft kall­aður Knugen með til­vísun í les­blind­una og bæði Vikt­oría og Karl Phil­ipp hafa lýst því í við­tölum hversu erfitt það var að drag­ast aftur úr í skóla. Árið 2013 afhenti prins­inn verð­laun fyrir íþrótta­mann árs­ins í Sví­þjóð þar sem hann rugl­að­ist á tölum þegar hann las upp úrslit­in. Tæp 391 þús­und atkvæði urðu að 3995 atkvæðum og lengi á eftir var gert grín að honum fyrir ræð­una. Ári síðar snéri hann hins vegar aftur og hélt frá­bæra ræðu þar sem hann sagð­ist þekkja hvernig það væri að mis­takast, halda áfram og gera betur næst þegar tæki­færi gæf­ist. Prins­inn hafði verið í strangri þjálfun og í raun má segja að árið hjá honum hafi minnt á sögu­þráð­inn í kvik­mynd­inni The Kings’ Speech.

Klámklúbbar og nas­ismiÁrið 2010 kom út bók um Karl Gústaf kon­ung þar sem birtar voru frá­sagnir af ferðum hans í vænd­is­hús og strípi­klúbba og fram­hjá­haldi með þekktri söng­konu. Þessum sögum var mómælt harð­lega af hirð­inni en ljóst er að orð­spor hans hefur beðið hnekki. Í könn­unum segir um helm­ingur þjóð­ar­innar að hann eigi að segja af sér og afhenda Vikt­oríu krún­una. Hún yrði þar með fyrsta konan til að gegna þjóð­höfð­ingja­emb­ætt­inu í Sví­þjóð frá árinu 1720.

Karl Gústaf Svíakonungur er umdeildur, enda þykir hann mjög breyskur maður svo ekki sé fastar að orði kveðið. Karl Gústaf Svía­kon­ungur er umdeild­ur, enda þykir hann mjög breyskur maður svo ekki sé fastar að orði kveð­ið.

 

Annað sem hefur skaðað kon­ungs­fjöl­skyld­una eru upp­lýs­ingar um tengsl hennar við nas­isma. Faðir Sil­viu drottn­ingar var með­limur í nas­ista­flokknum og á stríðs­ár­unum rak hann stál­verk­smiðju í Þýska­landi sem hafði verið stolið frá gyð­ing­um. Hirðin hefur gert lítið úr þessum tengslum hans og sagt að bæði hafi hann ekki stutt nas­ista og auk þess hjálpað gyð­ingum að flýja frá Þýska­landi. Illa gengur þó að sanna þessar stað­hæf­ingar fjöl­skyld­unn­ar.

Eitt af því sem ein­kennir sænsku hirð­ina er hversu illa hún bregst við allri gagn­rýni. Lík­lega spilar þar inn í að kast­ljós fjöl­miðl­anna er skær­ara en nokkru sinni fyrr og athyglin þess vegna meiri.

 

Nýlega hafa sagn­fræð­ingar og blaða­menn svo reynt að varpa ljósi á afstöðu sænsku hirð­ar­innar til nas­ista í Seinni heim­styrj­öld­inni. Kon­ung­ur­inn Gústaf V á til dæmis að hafa skrifað bréf til Hitlers árið 1941 og þakkað honum fyrir að ráð­ast gegn bol­sé­visku pest­inni. Bréfið var víst stoppað af sænsku rík­is­stjórn­inni en öll þessi saga er hulin leynd­ar­hjúpi. Þá er enn deilt um tengsl föður núver­andi kon­ungs við nas­ista­flokk­inn en hann lést í flug­slysi árið 1947. Þó er hægt að full­yrða að sterk tengsl voru á milli aðals­ins í Sví­þjóð og í Þýska­landi enda langvar­andi sögu­leg tengsl sem náðu aftur til Han­sa­kaup­manna og við­skipta á mið­öld­um.

Geta afsalað sér titl­inum ef þau viljaEitt af því sem ein­kennir sænsku hirð­ina er hversu illa hún bregst við allri gagn­rýni. Lík­lega spilar þar inn í að kast­ljós fjöl­miðl­anna er skær­ara en nokkru sinni fyrr og athyglin þess vegna meiri. Hvert ein­asta smá­at­riði er skoðað og greint og skiptir þá engu hvort kon­ungs­fjöl­skyldan er í opin­berum erinda­gjörðum eða ekki. Madel­eine prinsessa flúði til dæmis frá Sví­þjóð og hefur búið í New York und­an­farin ár þótt hún seg­ist ætla að flytja til baka fljót­lega. Hún þolir sviðs­ljósið illa, en hefur hins vegar nýtt sér kon­ungs­tign­ina til hins ítrasta á erlendri grundu með þátt­töku í skemmt­ana­lífi ríka og fræga fólks­ins. Einn dálka­höf­unda Afton­bla­det benti rétti­lega á í vik­unni að fólk þurfi ekki að vera prins eða prinsessa ef það vilji það ekki. Finn­ist Madel­eine svona erfitt að upp­fylla opin­berar skyldur eigi hún ein­fald­lega að afsala sér titl­in­um. Það hafi verið gert áður og í raun ekk­ert því til fyr­ir­stöðu sjái fólk ekki fram á að geta sinnt hlut­verk­inu.

Madelaine prinsessa ásamt eig­in­manni sínum og dótt­ur.

 

Sænskir kon­ungar af Berna­dotte ætt­inni hafa setið langt fram á æviár og því væri Karl Gústaf kon­ungur að brjóta hefð ef hann segði af sér á næst­unni. Það gæti hins vegar verið eina leiðin til að bjarga kon­ungs­veld­inu sem á svo sann­ar­lega undir högg að sækja. Haldi sama þróun áfram mun stuðn­ingur við hana minnka jafnt og þétt og þá er þess ekki lengi að bíða að kyn­líf fjöl­skyld­unnar verði aðeins til skemmt­un­ar, en ekki til að skapa þjóð­höfð­ingja.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None