Grikkland 2.0 - Ný vopn í baráttunni dregin fram

h_517621881.jpg
Auglýsing

Sama dag og nýr fjár­mála­ráð­herra tók við stjórn­ar­taumunum í Grikk­land, Yanis Varoufa­kis úr Syr­iza flokkn­um, birt­ist eftir hann 60 síðna rit­gerð í bóka­formi inn á vef­síðu Amazon. Hún var þar öllum aðgengi­leg frá fyrsta degi hans við völd í fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Bók­in, sem nefn­ist Europe After the Minotaur - Greece and the Global Economy, er yfir­lýstur leið­ar­vísir Varoufa­kis út úr þeim mikla vanda sem Grikkir eru í um þessar mund­ir. Að stofni til er þessi rit­gerð stytt útgáfa af annarri bók hans um svipuð atriði, The Global Minotaur - Amer­ica, Europe and the Fut­ure of Global Economy.

Raun­hæf leið?Í stuttu mál er lausnin á vanda Grikkja þessi: Varoufa­kis vill tengja end­ur­greiðslu á opin­berum skuldum Grikkja beint við það hvernig efna­hagur lands­ins ­gengur með hag­vaxt­ar­tengdu skulda­bréfi, og falla frá fyrra plani um end­ur­greiðslu skulda með stór­felldum nið­ur­skurði opin­berra starfa og eigna­sölu. Grikkir hafa unnið eftir því plani und­an­farin tvö ár og hafa haft stuðn­ing Seðla­banka Evr­ópu og Evr­ópu­sam­bands­ins við þær aðgerð­ir. Hag­vaxt­ar­tölur í Grikk­landi hafa verið örlítið að þok­ast upp á við, en atvinnu­leysi hefur lítið minnk­að. Það er nú 25,8 pró­sent, sam­kvæmt tölum Eurostat, hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins. Með­al­talið í Evr­ópu er mun lægra, þó nokkuð hátt sé; 11,4 pró­sent.

Varoufa­kis nefnir í grein­ingu sinni að kröfu­hafar lands­ins, vog­un­ar­sjóðir sem eiga kröfur á landið þar að stórum hluta, geti ekki end­ur­heimt skuldir með óraun­hæfri áætlun um gang efna­hags­mála í Grikk­landi. Með því að tengja end­ur­greiðslur við hag­vöxt og end­ur­semja um höf­uð­stól skulda gríska rík­is­ins, sé komið traust­ara land undir fótum almenn­ings í Grikk­landi sem hafi til þessa borið hit­ann og þung­ann af slæmri stöðu efna­hags­mála í land­inu, sem hann beri ekki ábyrgð á nema að litlum hluta. „Við getum ekki haldið áfram leng­ur. Nýtt upp­haf er nauð­syn­leg­t,“ segir Varoufa­kis. Hann segir að sú mynd sem máluð hafi verið upp af Grikkj­um, á þá leið að þeir séu óráðs­íu­menn og eyðslu­klær, sé ekki sann­gjörn. Vand­inn í efna­hags­málum heims­ins sé sam­eig­in­lega á ábyrgð hins alþjóða­vædda fjár­mála­mark­að­ar.

Þá rök­styður hann að leið mik­ils nið­ur­skurðar í opin­berum rekstri, hafi ekki gefið góða raun og grafið enn meira undan veik­burða efna­hag lands­ins.

Auglýsing
1 til 1,5 pró­sent af lands­fram­leiðsluMeð því að minnka end­ur­greiðslu­byrði Grikk­lands til kröfu­hafa lands­ins úr 4,5 pró­sent af árlegri lands­fram­leiðslu niður í 1 til 1,5 pró­sent, þá á landið að geta end­ur­ráðið opin­bera starfs­menn og hafið end­ur­reisn­ina af meiri krafti „á for­sendum Grikkja“.

Einn af þeim sem hefur hrósað Varou­afa­kis fyrir þennan leið­ar­vísi út úr efna­hag­skröggum er Paul Krug­man, sem hlaut Nóbels­verð­launin í hag­fræði árið 2008. Hann sagði í pistli á vef New York Times, að ef Þjóð­verjar, sem hafa beitt sér af alefli fyrir því að Grikkir beygi sig undir kröfur Seðla­banka Evr­ópu og Evr­ópu­sam­bands­ins, geri kröfu um að Grikkir end­ur­greiði skuldir sínar að fullu, alveg sama þó hag­töl­urnar bendi til þess að það sé ekki að ganga upp, þá sé sú afstaða „brjál­æði“.

Ekki svo ein­faltAllt hljómar þetta kannski ein­falt, svona fljótt á lit­ið, en svo er ekki. Seðla­banki Evr­ópu hefur þegar brugð­ist við nýrri stefnu stjórn­valda í Grikk­landi með áhrifa­miklum aðgerð­um, sem vinna þvert gegn áformum nýrrar rík­is­stjórn­ar Al­ex­is Tsipras for­sæt­is­ráð­herra. Sú fyrsta var að til­kynna um að Seðla­bank­inn myndi ekki lána meira með veði í grískum rík­is­skulda­bréf­um. Önnur aðgerðin var síðan að snúa alfarið frá því að aðstoða Grikki við að ná vopnum sínum með sér­fræði­ráð­gjöf starfs­manna bank­ans. Skila­boðin frá Mario Drag­hi, for­seta banka­ráðs Seðla­banka Evr­ópu, og félögum er skýr; þið verðið að leysa úr þess­ari stöðu sjálf.

Æðstu ráðamenn Grikklands hafa fundað með helstu ráðamönnum Evrópusambandsins að undanförnu. Fundirnir hafa ekki skilað neinum árangri, og hafa sjónarmið nýrra valdhafa mætt andstöðu hjá Seðlabanka Evrópu. Æðstu ráða­menn Grikk­lands hafa fundað með helstu ráða­mönnum Evr­ópu­sam­bands­ins að und­an­förnu. Fund­irnir hafa ekki skilað neinum árangri, og hafa sjón­ar­mið nýrra vald­hafa mætt and­stöðu hjá Seðla­banka Evr­ópu.

Fundur Varoufa­kis með fjár­mála­ráð­herra Þýska­lands, Wol­fang Schaeu­ble, frá því í gær, virt­ist vera svip­uðu marki brennd­ur. Útaf þeim fundi kom Varoufa­kis með þau sjón­ar­mið, að þeir félagar hefðu verið „sam­mála um að vera ósam­mála“. En það myndi engu breyta. „Við erum sjálf­­stætt ríki, við búum við lýð­ræði, við höf­um gert sam­komu­lag við þjóð­ina; við mun­um heiðra það sam­komu­lag,“ sagði Varoufa­kis í þing­ræð­u við mikið lófa­klapp, eftir fundi með ráða­mönnum í Evr­ópu. Þá gerði hann upp­gang nas­ism­ans í Þýska­landi, á öðrum og þriðja ára­tug síð­ustu ald­ar, að umtals­efni í við­töl­um, og sagði hann vera áminn­ingu til allrar Evr­ópu. „Ég held að af öll­um þjóðum Evr­­ópu skilji Þjóð­verj­ar þessi skila­­boð best,“ sagði hann í sam­tali við ARD í Þýska­landi. „Ef þú nið­ur­­læg­ir stolta þjóð of leng­i... án ljóss við enda gang­anna, þá mun þrýst­ing­ur­inn rísa í þessu landi, á ein­hverj­um tíma­­punkt­i.“

Hvaða gera kröfu­haf­arn­ir?Stutt er liðið frá sögu­legum kosn­inga­sigri Syr­iza og stefnu­breyt­ingu nýrra vald­hafa, eða innan við mán­uð­ur. Á næstu mán­uðum mun koma í ljós hvort nýju vopnin í efna­hags­bar­átt­unn­i hjá nýrri rík­is­stjórn Tsipras, Varoufa­kis og félaga mun reyn­ast vel eða illa, og hvort kröfu­hafar lands­ins sýni sveigj­an­leika þegar kemur að því að end­ur­semja um skulda­byrgði þess. Eitt er þó aug­ljóst og svo til óum­deilt, eins og mál standa nú. Sjálfs­traustið skortir ekki hjá leið­togum nýrrar rík­is­stjórn­ar, í þess­ari vöggu lýð­ræð­is­sög­unnar í heim­in­um.

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Fordómar Sapiens
Kjarninn 10. ágúst 2020
Fjöldi flugfarþega í júlí dróst saman um 85 prósent milli ára
Í júlí fóru tæplega 132 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Fjöldi farþega hefur aukist umtalsvert frá fyrri mánuðum en er engu að síður einungis brot af því sem hann var í sama mánuði í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Einn á tvítugsaldri lagður inn á Landspítala
Einstaklingur á tvítugsaldri hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19 smit. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að taka upp eins metra reglu á ákveðnum stöðum í stað tveggja metra reglu og opnar á að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Krítískur tími í Evrópu – kúrfan sveigist upp á ný
Hvert sem litið er í Evrópu er staðan nánast sú sama: Tilfellum af COVID-19 hefur fjölgað síðustu vikur. Ríkin hafa sum hver gripið til staðbundnari takmarkana en í vetur í von um að þurfa ekki að skella í lás að nýju.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit og tveir á sjúkrahúsi með COVID-19
Tvö ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Eitt virkt smit greindist við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Auður Jónsdóttir
Ástin á tímum COVID-19
Kjarninn 10. ágúst 2020
Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt
Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“
Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None