Samanburður á sparnaðarleiðum bankanna

peningar_opt.jpg
Auglýsing

Við­skipta­bank­arnir og Spari­sjóð­irnir bjóða upp á fjöl­marga, mis­mun­andi sparn­að­ar­reikn­inga, sam­tals yfir fimm­tíu tals­ins. Þegar kemur að vali á sparn­að­ar­reikn­ingi er spurn­ingin ein­föld: Hvaða reikn­ingur hentar mínum sparn­aði best?

Svarið er aðeins flókn­ara, en ekki svo. Hér eru nokkur atriði sem hafa ber í huga þegar við veljum reikn­ing fyrir sparn­að. Sum  atrið­anna eru vafa­laust aug­ljós­ari en önn­ur. Í töfl­unni fyrir neðan má síðan bera saman og skoða hvaða vaxta­kjör og bindi­tíma reikn­ing­arnir bera. Taflan mið­ast við upp­lýs­ingar fengnar af vef­síðum bank­anna í byrjun febr­úar 2015.

Auglýsing

Allar leiðir hentar ekki öllum

Margir inn­láns­reikn­ing­anna eru sér­sniðnir að ákveðnum sparn­aði eða að ákveðnum ald­urs­hópi. Nöfn reikn­ing­anna gefa oft til kynna hvað um ræð­ir, en þó ekki alltaf. Sem dæmi eru Fram­tíð­ar­reikn­ingar Íslands­banka og Arion banka og Fram­tíð­ar­grunnur Lands­bank­ans handa börnum til 18 ára ald­urs. Það má síðan ímynda sér hvers konar sparn­aður á sér stað á reikn­ing­unum Hús­næð­is­sparn­aður hjá Íslands­banka og Fast­eigna­grunnur hjá Lands­bank­an­um. Báðir reikn­ing­arnir eru auð­vitað handa þeim sem eru að safna fyrir íbúð.

Tími og upp­hæð hefur áhrif

Bindi­tími: Eftir því sem þú bindur pen­ing­anna lengur inn á banka­bók, því betri vextir fást hjá bank­an­um. Bindi­tími getur verið allt frá engum eða örfáum dögum til 60 mán­aða, eða fimm ár.Fjár­hæð inn­láns: Flestar sparn­að­ar­leiðir krefj­ast engrar lág­marks­fjár­hæð­ar. Á því eru þó und­an­tekn­ingar og sumar sparn­að­ar­leiðir bank­anna eru aðeins fyrir fjár­hæðir hærri en til dæmis hund­rað þús­und krón­ur, fimm hund­ruð þús­und krónur eða ein milljón króna. Því hærri fjár­hæð sem þú spar­ar, því hærri vexti ber inn­láns­reikn­ing­ur­inn.Þum­al­putta­reglan er því sú að vaxta­kjör batna eftir því sem bindi­tími leng­ist og fjár­hæð sparn­aðar hækk­ar.

Verð­tryggt eða óverð­tryggt?

Bindi­tími verð­tryggðs sparn­aðar er jafnan lengri en óverð­tryggðs. Lang­tíma­sparn­aður á borð við fram­tíð­ar­reikn­inga bank­anna er þannig verð­tryggð­ur­. Vilji maður verð­tryggja sparn­að­inn þá þarf að binda hann til að minnsta kosti 36 mán­aða.Upp­gefin vaxta­kjör á verð­tryggðum reikn­ingum eru lægri en á sam­bæri­leg­um, óverð­tryggðum reikn­ing­um. Til þess að gera vaxta­kjör þess­ara ólíku sparn­að­ar­leiða sam­an­burð­ar­hæf er hægt að draga verð­bólg­una frá vaxta­kjörum óverð­tryggðra lána. Verð­bólgan er í dag 0,8% en rétt eins og fyrri dag­inn þá er ómögu­legt að spá fyrir um með fullri vissu hver verð­bólgan verður eftir nokkra mán­uði eða ár. Með því að binda sparifé sitt á verð­tryggðum reikn­ingum er það tryggt að verð­bólgan rýri ekki sparn­að­inn.

Sam­an­burður á reikn­ingum

Það er ýmis­legt sem þarf að hafa í huga þegar valin er sparn­að­ar­leið. Oft spörum við fyrir ein­hverju ákveðnu og bank­arnir bjóða leiðir ætl­aðar slíkum sparn­aði. Þá er til dæmis lík­legt að langur bindi­tími henti ein­fald­lega ekki. Sparn­aður til efri áranna gæti aftur á móti hentað vel til þess að binda til langs tíma, með verð­trygg­ingu og sem hæstum vöxt­um.Taka ber að taflan sýnir kjörin eins og þau birt­ast á vef­síðum bank­anna. Vaxta­kjör eru breyti­leg og upp­færa bank­arnir kjörin mán­að­ar­lega. Til þess að kynna sér þessar leiðir nánar eru frek­ari upp­lýs­ingar að finna á vef­síðum bank­anna og spari­sjóð­anna.

Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 12. febr­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferðar til fjár.ferd-til-fjar_bordi

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None