Samanburður á sparnaðarleiðum bankanna

peningar_opt.jpg
Auglýsing

Við­skipta­bank­arnir og Spari­sjóð­irnir bjóða upp á fjöl­marga, mis­mun­andi sparn­að­ar­reikn­inga, sam­tals yfir fimm­tíu tals­ins. Þegar kemur að vali á sparn­að­ar­reikn­ingi er spurn­ingin ein­föld: Hvaða reikn­ingur hentar mínum sparn­aði best?

Svarið er aðeins flókn­ara, en ekki svo. Hér eru nokkur atriði sem hafa ber í huga þegar við veljum reikn­ing fyrir sparn­að. Sum  atrið­anna eru vafa­laust aug­ljós­ari en önn­ur. Í töfl­unni fyrir neðan má síðan bera saman og skoða hvaða vaxta­kjör og bindi­tíma reikn­ing­arnir bera. Taflan mið­ast við upp­lýs­ingar fengnar af vef­síðum bank­anna í byrjun febr­úar 2015.

Auglýsing

Allar leiðir hentar ekki öllum

Margir inn­láns­reikn­ing­anna eru sér­sniðnir að ákveðnum sparn­aði eða að ákveðnum ald­urs­hópi. Nöfn reikn­ing­anna gefa oft til kynna hvað um ræð­ir, en þó ekki alltaf. Sem dæmi eru Fram­tíð­ar­reikn­ingar Íslands­banka og Arion banka og Fram­tíð­ar­grunnur Lands­bank­ans handa börnum til 18 ára ald­urs. Það má síðan ímynda sér hvers konar sparn­aður á sér stað á reikn­ing­unum Hús­næð­is­sparn­aður hjá Íslands­banka og Fast­eigna­grunnur hjá Lands­bank­an­um. Báðir reikn­ing­arnir eru auð­vitað handa þeim sem eru að safna fyrir íbúð.

Tími og upp­hæð hefur áhrif

Bindi­tími: Eftir því sem þú bindur pen­ing­anna lengur inn á banka­bók, því betri vextir fást hjá bank­an­um. Bindi­tími getur verið allt frá engum eða örfáum dögum til 60 mán­aða, eða fimm ár.Fjár­hæð inn­láns: Flestar sparn­að­ar­leiðir krefj­ast engrar lág­marks­fjár­hæð­ar. Á því eru þó und­an­tekn­ingar og sumar sparn­að­ar­leiðir bank­anna eru aðeins fyrir fjár­hæðir hærri en til dæmis hund­rað þús­und krón­ur, fimm hund­ruð þús­und krónur eða ein milljón króna. Því hærri fjár­hæð sem þú spar­ar, því hærri vexti ber inn­láns­reikn­ing­ur­inn.Þum­al­putta­reglan er því sú að vaxta­kjör batna eftir því sem bindi­tími leng­ist og fjár­hæð sparn­aðar hækk­ar.

Verð­tryggt eða óverð­tryggt?

Bindi­tími verð­tryggðs sparn­aðar er jafnan lengri en óverð­tryggðs. Lang­tíma­sparn­aður á borð við fram­tíð­ar­reikn­inga bank­anna er þannig verð­tryggð­ur­. Vilji maður verð­tryggja sparn­að­inn þá þarf að binda hann til að minnsta kosti 36 mán­aða.Upp­gefin vaxta­kjör á verð­tryggðum reikn­ingum eru lægri en á sam­bæri­leg­um, óverð­tryggðum reikn­ing­um. Til þess að gera vaxta­kjör þess­ara ólíku sparn­að­ar­leiða sam­an­burð­ar­hæf er hægt að draga verð­bólg­una frá vaxta­kjörum óverð­tryggðra lána. Verð­bólgan er í dag 0,8% en rétt eins og fyrri dag­inn þá er ómögu­legt að spá fyrir um með fullri vissu hver verð­bólgan verður eftir nokkra mán­uði eða ár. Með því að binda sparifé sitt á verð­tryggðum reikn­ingum er það tryggt að verð­bólgan rýri ekki sparn­að­inn.

Sam­an­burður á reikn­ingum

Það er ýmis­legt sem þarf að hafa í huga þegar valin er sparn­að­ar­leið. Oft spörum við fyrir ein­hverju ákveðnu og bank­arnir bjóða leiðir ætl­aðar slíkum sparn­aði. Þá er til dæmis lík­legt að langur bindi­tími henti ein­fald­lega ekki. Sparn­aður til efri áranna gæti aftur á móti hentað vel til þess að binda til langs tíma, með verð­trygg­ingu og sem hæstum vöxt­um.Taka ber að taflan sýnir kjörin eins og þau birt­ast á vef­síðum bank­anna. Vaxta­kjör eru breyti­leg og upp­færa bank­arnir kjörin mán­að­ar­lega. Til þess að kynna sér þessar leiðir nánar eru frek­ari upp­lýs­ingar að finna á vef­síðum bank­anna og spari­sjóð­anna.

Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 12. febr­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferðar til fjár.ferd-til-fjar_bordi

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None