Stjörnustríð Frakka og Japana í algleymingi - Ísland enn án stjörnu

Cyclonebill_Hvide_asparges_med_pocheret_aeggeblomme_og_skovmaerkesauce.jpg
Auglýsing

Michelin hand­bókin 2015 í Frakk­landi var kynnt með mik­illi við­höfn á mánu­dag­inn í franska utan­rík­is­ráðu­neyt­inu. Það er mikið kapps­mál hjá franska rík­inu að landið sé í for­ystu í mat­ar­menn­ingu heims­ins og þess vegna er jafnan mikið gert úr þessum við­burði.

Tveir nýir veit­inga­staðir voru sæmdir þremur Michel­in-­stjörn­um, sem er ein­hver æðsta við­ur­kenn­ing sem hægt er að hljóta í mat­ar­gerð­ar­list. Ann­ars vegar stað­ur­inn Pavillon Leoyen við Champs-É­lysées í Par­ís, undir for­ystu mat­reiðslu­meist­ar­ans Yann­ick Alléno, sem raunar áður hefur unnið til þriggja stjarna og er frægur fyrir að gera ein­hverjar bestu sósur Frakk­lands. Hins vegar er það stað­ur­inn La Bouitte í Sain­t-Mart­in-de Bellevil­le, sem er lítið skíða­hótel sem feðgarnir Réne og Max­ime Meil­leur reka. Það er í litlu þorpi í í frönsku Ölp­unum og þrátt fyrir að vera stað­sett í 2500 metrum yfir sjáv­ar­máli eru feðgarnir einkum þekktir fyrir ferska sjáv­ar­rétti.

(Frá vinstri) Frönsku kokkarnir Maxime Meilleur, faðir hans Rene Meilleur, Michael Ellis fulltrúi Michelin og matreiðslumaðurinn Yannick Alleno, við kynningu á á nýju Michelin handbókinni. (Frá vinstri) Frönsku kokk­arnir Max­ime Meil­le­ur, faðir hans Rene Meil­le­ur, Mich­ael Ellis full­trúi Michelin og mat­reiðslu­mað­ur­inn Yann­ick Alleno, við kynn­ingu á á nýju Michelin hand­bók­inn­i.

Auglýsing

Það er stór og mik­il­væg og ekki síst dramat­ísk stund í frönsku mat­ar- og menn­ing­ar­lífi þegar Michelin hand­bókin kemur út. Á meðan sumir fá stjörnu missa aðrir sín­ar. Alls 609 veit­inga­staðir í Frakk­landi eru Michel­in-­stjörnum prýdd­ir, þar af hafa 27 staðir nú þrjár stjörnur og níu þeirra eru í Par­ís.

Michel­in-­stjörnurMichelin hand­bókin er fræg­asta og virtasta við­ur­kenn­ing heims í veit­inga­húsa­brans­an­um. Hún kom fyrst út alda­móta­árið 1900 þegar bræð­urnir og dekkja­fram­leið­end­urnir André og Édou­ard Michelin gáfu út leið­ar­vísi um girni­lega veit­inga­staði fyrir öku­þóra sem geyst­ust um landið í leit að ævin­týrum og góðum mat. Þá voru um þrjú þús­und bílar í Frakk­landi en bræð­urnir ákváðu engu síður að gefa hana út í 35.000 ein­tökum og gefa hana frítt. Það var gert til þess að hvetja fólk til þess að kaupa sér bíl og ferð­ast um á eigin veg­um, en innan um veit­inga­húsa­gagn­rýni voru enn fremur ýmis konar holl­ráð og leið­bein­ingar um dekkja­við­gerð­ir, bíla, mót­or­hjól, bens­ín­stöðvar og veg­vís­ar. Síðar komu út Michelin bækur fyrir önnur lönd og með tím­anum hefur þetta verið mik­il­væg­asti og vin­sæl­asti leið­ar­vísir um veit­inga­hús heims.

Stjörnu­kerfi Michelin frá 1936Ein stjarna – Afar gott veit­inga­hús. Býður upp á mat í fyrsta flokki.Tvær stjörnur – Frá­bær elda­menska. Gæða­stað­ur.Þrjár stjörnur - Algjör­lega fram­úr­skar­andi elda­mennska sem þess virði að gera sér sér­staka ferð fyrirMat­ar­gagn­rýnendur Michelin fara um huldu höfði og þefa upp bestu stað­ina. Stað­al­kerfi og ein­kunna­gjöf þeirra er flókin og marg­slung­in; dæmt er eftir fram­setn­ingu, útliti og bragði mat­ar­ins, þjón­ustu, and­rúms­lofti og stemn­ingu. Hér geta minnstu smá­at­riði skipti máli; áferðin á matn­um, hnífa­pör, dúkar, tón­list, lyktin í hús­inu og svo mætti lengi telja. Ferð á veit­inga­hús á að vera upp­lifun og ævin­týri; allt frá upp­hafi til enda.

Þriggja stjörnu Michel­in-­staðir í ParísPierre Gagnaire – 8. hverfi

Epicure au Bristol – 8. hverfi

Le Pré Catelan – 16. hverfi

Guy Savoy – 17. hverfi

Ledoyen – 8. hverfi

L'Ambroisie – 4. hverfi

Le Meurice Alain Ducasse – 1. hverfi

Astrance – 16. hverfi

Arpège – 7. hverfi

Eiffel Eitt helsta kenni­leiti Par­ís­ar, hinn sögu­frægi Eif­fel-­turn sem byggður var árið 1889 fyrir heims­sýn­ing­una þar í borg.

Frakkar að tapa for­yst­unni?Alls eru 609 Michel­in-­stjörnu­staðir í Frakk­landi. Hvergi í heim­inum eru þeir fleiri. Frakkar löngum státað sig af mat­reiðslu­hefð sinni sem er meira að segja á heimsminja­skrá UNESCO. Þó eru ýmis teikn á lofti um að Frakkar séu að tapa for­yst­unni. Michelin stjörn­unum hefur fækkað jafnt og þétt hin síð­ari ár, eða að með­al­tali um eina á ári.

Jap­anir eiga flesta þriggja stjörnu staði eða alls 32 á meðan Frakkar eiga 27 - en um heim allan eru 111 þriggja stjörnu stað­ir. Japönsk mat­ar­menn­ing hefur verið á flugi síð­ast­liðin ár – nú eru um 516 Michel­in-­stjörnu­staðir í Jap­an. Jap­anskir mat­reiðslu­meist­arar hafa verið dug­legir að taka það besta úr franska, spænska og jafn­vel nor­ræna eld­hús­inu og blanda því við hina alda­gömlu, stíl­hreinu og fal­legu japönsku mat­reiðslu­hefð. Jap­anir hafa sömu­leiðis sjúk­legan áhuga á mat; vin­sæl­ustu sjón­varps­þætt­irn­ir, bækur og blöð fjalla um mat.

Ljúffengur japanskur krabbaréttur. Flestir þriggja stjörnu veitngastaðirnir eru í Japan. Ljúf­fengur jap­anskur krabb­arétt­ur. Flestir þriggja stjörnu veitnga­stað­irnir eru í Jap­an.

Tokyo er því orðin ein helsta höf­uð­borg kræs­inga en á eftir fylgja Par­ís, Lyon, San Sebasti­en, Berlín, New York og London. Alla vega ef miðað er við staðla Michel­in.

Margir hafa hins vegar áhyggjur af stöðu franska eld­húss­ins; segja það staðnað og lítið hafa breyst síðan „nýja eld­hús­ið“ kom fram á sjón­ar­sviðið fyrir um 40 árum. Á meðan hafa undra­verðir hlutir átt sér stað á Spáni, í Banda­ríkj­unum og Breta­landi þar sem menn hafa tekið það besta frá mörgum löndum og blandað sam­an. Nýnor­ræna, skand­in­av­íska eld­húsið hefur líka komið sterkt inn. Gagn­rýnendur segja Frakka of stolta og íhalds­sama til þess að leggja í frek­ari til­raunir með sínar mat­reiðslu­hefð­ir. Þessar alhæf­ingar eiga kannski ekki alltaf við rök að styðj­ast því ýmis­konar nýir straumar og áhrif hafa rutt sér til rúms í franska eld­hús­inu upp á síðkast­ið.

Stjarnan segir ekki alltEn eru Michelin endi­lega bestu veit­inga­stað­irn­ir? Það er alls ekki gef­ið. Á meðan sumir elt­ast við stjörn­u­rnar og leggja mikið á sig og borga mikið fé fyrir að borða á stjörnu­stöð­un­um, finnst öðrum slíkt vera hégómi og pen­inga­eyðsla. Michel­in-­stað­irnir hafa orð á sér fyrir að vera allt of dýr­ir, snobb­að­ir, fyr­ir­sjá­an­legir og leið­in­legir með til­gerð­ar­legan og óspenn­andi mat; froðu­sull og stæla. Michel­in-hand­bókin hafi leitt af sér sið­lausa verð­lagn­ingu þar sem stundum er rukk­aðar 150 þús­und krónur fyrir hádeg­is­mat! Bestu stað­irnir séu frekar skemmti­leg, frum­leg og sniðug veit­inga­hús, upp­full af sköp­un­ar­gleði eða þá bara heim­il­is­legir staðir sem bjóða upp á ferskan og ein­faldan mat.

Hverjir eru best­ir?Jap­anir eiga flesta þriggja stjörnu­staði heims, á eftir fylgja Frakkar (sem eiga svo flestar stjörnur sam­tals) síðan koma Þjóð­verjar (en margir hafa veðjað á að þýsk mat­reiðsla verði jafn­vel næsta æði í mat­ar­heim­in­um), svo Banda­ríkja­menn og Ítal­ir. Meira að segja Bret­ar, sem voru þekktir fyrir versta mat í heimi, hafa tekið sig á og rakað til sín stjörnum und­an­farin ár.

Athygli vekur að bæði Svíar og Danir eiga þrettán Michelin stjörnu­staði hvor. Ísland er eina landið á Norð­ur­löndum sem ekki hefur fengið Michel­in-­stjörnu. Hvenær skyldi koma að því?

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Neysla stúlkna á framhaldsskólastigi á orkudrykkjum fjórfaldast
Neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum hefur aukist gríðarlega á síðustu tveimur árum. Matvælastofnun hefur óskað eftir því að nýsett áhættunefnd um matvæli meti áhættu af koffínneyslu ungmenna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None