Stjörnustríð Frakka og Japana í algleymingi - Ísland enn án stjörnu

Cyclonebill_Hvide_asparges_med_pocheret_aeggeblomme_og_skovmaerkesauce.jpg
Auglýsing

Michelin hand­bókin 2015 í Frakk­landi var kynnt með mik­illi við­höfn á mánu­dag­inn í franska utan­rík­is­ráðu­neyt­inu. Það er mikið kapps­mál hjá franska rík­inu að landið sé í for­ystu í mat­ar­menn­ingu heims­ins og þess vegna er jafnan mikið gert úr þessum við­burði.

Tveir nýir veit­inga­staðir voru sæmdir þremur Michel­in-­stjörn­um, sem er ein­hver æðsta við­ur­kenn­ing sem hægt er að hljóta í mat­ar­gerð­ar­list. Ann­ars vegar stað­ur­inn Pavillon Leoyen við Champs-É­lysées í Par­ís, undir for­ystu mat­reiðslu­meist­ar­ans Yann­ick Alléno, sem raunar áður hefur unnið til þriggja stjarna og er frægur fyrir að gera ein­hverjar bestu sósur Frakk­lands. Hins vegar er það stað­ur­inn La Bouitte í Sain­t-Mart­in-de Bellevil­le, sem er lítið skíða­hótel sem feðgarnir Réne og Max­ime Meil­leur reka. Það er í litlu þorpi í í frönsku Ölp­unum og þrátt fyrir að vera stað­sett í 2500 metrum yfir sjáv­ar­máli eru feðgarnir einkum þekktir fyrir ferska sjáv­ar­rétti.

(Frá vinstri) Frönsku kokkarnir Maxime Meilleur, faðir hans Rene Meilleur, Michael Ellis fulltrúi Michelin og matreiðslumaðurinn Yannick Alleno, við kynningu á á nýju Michelin handbókinni. (Frá vinstri) Frönsku kokk­arnir Max­ime Meil­le­ur, faðir hans Rene Meil­le­ur, Mich­ael Ellis full­trúi Michelin og mat­reiðslu­mað­ur­inn Yann­ick Alleno, við kynn­ingu á á nýju Michelin hand­bók­inn­i.

Auglýsing

Það er stór og mik­il­væg og ekki síst dramat­ísk stund í frönsku mat­ar- og menn­ing­ar­lífi þegar Michelin hand­bókin kemur út. Á meðan sumir fá stjörnu missa aðrir sín­ar. Alls 609 veit­inga­staðir í Frakk­landi eru Michel­in-­stjörnum prýdd­ir, þar af hafa 27 staðir nú þrjár stjörnur og níu þeirra eru í Par­ís.

Michel­in-­stjörnurMichelin hand­bókin er fræg­asta og virtasta við­ur­kenn­ing heims í veit­inga­húsa­brans­an­um. Hún kom fyrst út alda­móta­árið 1900 þegar bræð­urnir og dekkja­fram­leið­end­urnir André og Édou­ard Michelin gáfu út leið­ar­vísi um girni­lega veit­inga­staði fyrir öku­þóra sem geyst­ust um landið í leit að ævin­týrum og góðum mat. Þá voru um þrjú þús­und bílar í Frakk­landi en bræð­urnir ákváðu engu síður að gefa hana út í 35.000 ein­tökum og gefa hana frítt. Það var gert til þess að hvetja fólk til þess að kaupa sér bíl og ferð­ast um á eigin veg­um, en innan um veit­inga­húsa­gagn­rýni voru enn fremur ýmis konar holl­ráð og leið­bein­ingar um dekkja­við­gerð­ir, bíla, mót­or­hjól, bens­ín­stöðvar og veg­vís­ar. Síðar komu út Michelin bækur fyrir önnur lönd og með tím­anum hefur þetta verið mik­il­væg­asti og vin­sæl­asti leið­ar­vísir um veit­inga­hús heims.

Stjörnu­kerfi Michelin frá 1936Ein stjarna – Afar gott veit­inga­hús. Býður upp á mat í fyrsta flokki.Tvær stjörnur – Frá­bær elda­menska. Gæða­stað­ur.Þrjár stjörnur - Algjör­lega fram­úr­skar­andi elda­mennska sem þess virði að gera sér sér­staka ferð fyrirMat­ar­gagn­rýnendur Michelin fara um huldu höfði og þefa upp bestu stað­ina. Stað­al­kerfi og ein­kunna­gjöf þeirra er flókin og marg­slung­in; dæmt er eftir fram­setn­ingu, útliti og bragði mat­ar­ins, þjón­ustu, and­rúms­lofti og stemn­ingu. Hér geta minnstu smá­at­riði skipti máli; áferðin á matn­um, hnífa­pör, dúkar, tón­list, lyktin í hús­inu og svo mætti lengi telja. Ferð á veit­inga­hús á að vera upp­lifun og ævin­týri; allt frá upp­hafi til enda.

Þriggja stjörnu Michel­in-­staðir í ParísPierre Gagnaire – 8. hverfi

Epicure au Bristol – 8. hverfi

Le Pré Catelan – 16. hverfi

Guy Savoy – 17. hverfi

Ledoyen – 8. hverfi

L'Ambroisie – 4. hverfi

Le Meurice Alain Ducasse – 1. hverfi

Astrance – 16. hverfi

Arpège – 7. hverfi

Eiffel Eitt helsta kenni­leiti Par­ís­ar, hinn sögu­frægi Eif­fel-­turn sem byggður var árið 1889 fyrir heims­sýn­ing­una þar í borg.

Frakkar að tapa for­yst­unni?Alls eru 609 Michel­in-­stjörnu­staðir í Frakk­landi. Hvergi í heim­inum eru þeir fleiri. Frakkar löngum státað sig af mat­reiðslu­hefð sinni sem er meira að segja á heimsminja­skrá UNESCO. Þó eru ýmis teikn á lofti um að Frakkar séu að tapa for­yst­unni. Michelin stjörn­unum hefur fækkað jafnt og þétt hin síð­ari ár, eða að með­al­tali um eina á ári.

Jap­anir eiga flesta þriggja stjörnu staði eða alls 32 á meðan Frakkar eiga 27 - en um heim allan eru 111 þriggja stjörnu stað­ir. Japönsk mat­ar­menn­ing hefur verið á flugi síð­ast­liðin ár – nú eru um 516 Michel­in-­stjörnu­staðir í Jap­an. Jap­anskir mat­reiðslu­meist­arar hafa verið dug­legir að taka það besta úr franska, spænska og jafn­vel nor­ræna eld­hús­inu og blanda því við hina alda­gömlu, stíl­hreinu og fal­legu japönsku mat­reiðslu­hefð. Jap­anir hafa sömu­leiðis sjúk­legan áhuga á mat; vin­sæl­ustu sjón­varps­þætt­irn­ir, bækur og blöð fjalla um mat.

Ljúffengur japanskur krabbaréttur. Flestir þriggja stjörnu veitngastaðirnir eru í Japan. Ljúf­fengur jap­anskur krabb­arétt­ur. Flestir þriggja stjörnu veitnga­stað­irnir eru í Jap­an.

Tokyo er því orðin ein helsta höf­uð­borg kræs­inga en á eftir fylgja Par­ís, Lyon, San Sebasti­en, Berlín, New York og London. Alla vega ef miðað er við staðla Michel­in.

Margir hafa hins vegar áhyggjur af stöðu franska eld­húss­ins; segja það staðnað og lítið hafa breyst síðan „nýja eld­hús­ið“ kom fram á sjón­ar­sviðið fyrir um 40 árum. Á meðan hafa undra­verðir hlutir átt sér stað á Spáni, í Banda­ríkj­unum og Breta­landi þar sem menn hafa tekið það besta frá mörgum löndum og blandað sam­an. Nýnor­ræna, skand­in­av­íska eld­húsið hefur líka komið sterkt inn. Gagn­rýnendur segja Frakka of stolta og íhalds­sama til þess að leggja í frek­ari til­raunir með sínar mat­reiðslu­hefð­ir. Þessar alhæf­ingar eiga kannski ekki alltaf við rök að styðj­ast því ýmis­konar nýir straumar og áhrif hafa rutt sér til rúms í franska eld­hús­inu upp á síðkast­ið.

Stjarnan segir ekki alltEn eru Michelin endi­lega bestu veit­inga­stað­irn­ir? Það er alls ekki gef­ið. Á meðan sumir elt­ast við stjörn­u­rnar og leggja mikið á sig og borga mikið fé fyrir að borða á stjörnu­stöð­un­um, finnst öðrum slíkt vera hégómi og pen­inga­eyðsla. Michel­in-­stað­irnir hafa orð á sér fyrir að vera allt of dýr­ir, snobb­að­ir, fyr­ir­sjá­an­legir og leið­in­legir með til­gerð­ar­legan og óspenn­andi mat; froðu­sull og stæla. Michel­in-hand­bókin hafi leitt af sér sið­lausa verð­lagn­ingu þar sem stundum er rukk­aðar 150 þús­und krónur fyrir hádeg­is­mat! Bestu stað­irnir séu frekar skemmti­leg, frum­leg og sniðug veit­inga­hús, upp­full af sköp­un­ar­gleði eða þá bara heim­il­is­legir staðir sem bjóða upp á ferskan og ein­faldan mat.

Hverjir eru best­ir?Jap­anir eiga flesta þriggja stjörnu­staði heims, á eftir fylgja Frakkar (sem eiga svo flestar stjörnur sam­tals) síðan koma Þjóð­verjar (en margir hafa veðjað á að þýsk mat­reiðsla verði jafn­vel næsta æði í mat­ar­heim­in­um), svo Banda­ríkja­menn og Ítal­ir. Meira að segja Bret­ar, sem voru þekktir fyrir versta mat í heimi, hafa tekið sig á og rakað til sín stjörnum und­an­farin ár.

Athygli vekur að bæði Svíar og Danir eiga þrettán Michelin stjörnu­staði hvor. Ísland er eina landið á Norð­ur­löndum sem ekki hefur fengið Michel­in-­stjörnu. Hvenær skyldi koma að því?

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None