Hiti að færast í umræðuna í aðdraganda þingkosninga í Bretlandi

h_51794677-1.jpg
Auglýsing

Þing­kosn­ingar í Bret­landi nálg­ast óðfluga, en þær verða haldnar í maí næst­kom­andi. Í vik­unni hafa skatta­málin verið rædd í þaula og þá sér­stak­lega í sam­hengi við upp­ljóstr­anir um skattaund­an­skot sem HSBC bank­inn aðstoð­aði við­skipta­vini sína með.

Ed Mili­band, for­maður breska Verka­manna­flokks­ins, tal­aði um það nú um helg­ina að tvö kerfi væru við lýði í land­inu; eitt fyrir hina efna­meiri og annað fyrir hina efna­minni. Á sama tíma eru kosn­inga­málin að skýr­ast og hefur Nigel Fara­ge, for­maður hins rót­tæka sjálf­stæð­is­flokks UKIP, viðrað hug­myndir sínar um að koma á einka­reknu heil­brigð­is­trygg­inga­kerfi í stað NHS, hinnar opin­beru heil­brigð­is­þjón­ustu.

Fjöl­breyttar skoð­anir rúm­ast innan flokks­ins



Ástæður þessa eru áhyggjur af því að með breyttri ald­urs­sam­setn­ingu bresku þjóð­ar­innar á næstu 10 árum muni núver­andi kerfi ekki þola álagið og þar af leið­andi þurfi að auka greiðslu­þátt­töku almenn­ings í kerf­inu. Ekki eru þó allir sam­mála for­mann­inum og heldur Lou­ise Bours, tals­maður UKIP í heil­brigð­is­mál­um, því fram að flokk­ur­inn sé mun lýð­ræð­is­legri en aðrir flokkar og því rúmist flokk­ur­inn fjöl­breyttar skoð­anir á mála­flokkn­um.

Í jan­úar tal­aði hún um að hún teldi með­limi flokks­ins þurfi að ræða málið frek­ar. Farage var gestur þátt­ar­ins New­snight á BBC síð­ast­liðið fimmtu­dags­kvöld þar sem hann ræddi aftur hug­myndir sínar um að draga þyrfti úr hlut­verki rík­is­ins. Þar minnti hann á þá skoðun sína að með auknum mann­fjölda í land­inu myndi NHS heil­brigð­is­þjón­ustan ekki þola álag­ið.

Auglýsing

Nigel Farage formaður UKIP. Nigel Farage for­maður UKIP.

Ráð­settir silf­ur­refir og Aldi konur



Í úttekt blaðs­ins Independent í vik­unni var farið yfir helstu hópa kjós­enda og skoð­anir þeirra á kosn­inga­mál­un­um. Íhalds­flokk­ur­inn og UKIP eru á eftir atkvæðum þeirra sem til heyra ald­urs­hópnum yfir sex­tugu, hinir „ráð­settu silf­ur­ref­ir“, sem eru enn í vinnu eða komnir á eft­ir­laun og njóta þess að fá nið­ur­greidda hús­hitun ásamt ókeypis útvarps­gjaldi og fríum almenn­ings­sam­göng­um. Þetta er hópur sem almennt hefur áhyggjur af auknum straumi inn­flytj­enda og Evr­ópu­mál­um.

Þá er talað um svo­kall­aðar Aldi konur sem til­heyra hópi í Englandi sem áður gat verslað í versl­unum Marks & Spencer og Waitrose en hafa nú þurft að skera niður og eru í auknum mæli farnar að venja komur sínar í lág­vörðu­verðs­versl­anir á borð við Aldi. Konur í þessum hópi eru taldar vera lík­legir kjós­endur Verka­manna­flokks­ins eða Íhalds­flokks­ins.

Áreitti hip­ster­inn og unga fólkið



Sam­kvæmt úttekt blaðs­ins er hópur hinna áreittu hip­stera mjög mik­il­vægur Verka­manna­flokkn­um. Þeim hópi til­heyra mörg vel launuð pör sem oft á tíðum eiga börn og lifa í fjöl­breyttum hverfum inni í borgum frekar en í úthverf­un­um. Sá hópur sem Græn­ingjar virð­ast ná best til er ungt fólk af staf­rænu kyn­slóð­inni sem er nýlega útskrifað úr háskóla en á í erf­ið­leikum með að finna vinnu. Þetta er hópur sem þrýstir á aukið aðgengi að ódýr­ara hús­næði og hækkun á lág­marks­laun­um.

Útgjöld til mennta­mála



Mili­band hefur lofað að Verka­manna­flokk­ur­inn muni auka útgjöld til mennta­mála frá leik­skóla og fram að háskóla sem nemur verð­bólgu, en til­laga Íhalds­flokks­ins er að frysta útgjöld til mála­flokks­ins sem jafn­gildir í raun lækk­un. Báðir flokkar hafa verið gagn­rýndir fyrir að huga ekki að þeirri stað­reynd að auk­inn fjöldi nem­enda kallar á aukin útgjöld til skóla.

Ed Miliband formaður breska Verkamannaflokksins. Ed Mili­band for­maður breska Verka­manna­flokks­ins.

 

Full­trúar Verka­manna­flokks­ins hafa jafn­framt talað fyrir því að tryggja þurfi að kenn­arar séu með við­eig­andi menntun ásamt því að setja hámark á nem­enda­fjölda í fyrstu bekkjum grunn­skóla. Cameron kynnti áætlun Íhalds­flokks­ins í mennta­málum í byrjun mán­að­ar­ins þar sem hann kall­aði eftir auk­inni hag­kvæmni í rekstri skóla og tal­aði hann um mik­il­vægi þess að upp­ræta með­al­mennsku í rekstri skól­anna.

Fylgi Frjáls­lyndra demókrata í lág­marki



Í könnun um fylgi stjórn­mála­flokka, sem kynnt var á fimmtu­dag­inn, kemur fram að fylgi Frjáls­lyndra demókrata hefur ekki verið lægra í 25 ár. Ef gengið yrði til kosn­inga nú myndi flokk­ur­inn fá sex pró­sent atkvæða, meðal þeirra sem ætla sér að kjósa. Næstir eru Græn­ingjar með sjö pró­sent atkvæða og þá UKIP með 9 pró­sent. Nokkuð mjótt er á munum milli Verka­manna­flokks­ins og Íhalds­flokks­ins, sá fyrr­nefndi mælist með 36 pró­senta fylgi og hinn síð­ari 34 pró­sent.

Stóra spurn­ingin nú er því hvort David Cameron og flokkur hans nái að halda velli. Það mun skýr­ast á næstu vikum hvort kjós­endur velji í sam­ræmi við nið­ur­stöður þess­arar könn­unar og veiti Verka­manna­flokknum braut­ar­gengi eða velji Cameron áfram sem for­sæt­is­ráð­herra lands­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None