Ísland og Bandaríkin - hvað er orðið um hið sérstaka samband?

h_00227735-1.jpg
Auglýsing

Und­an­farin miss­eri hafa birst fréttir af hertri afstöðu banda­rískra stjórn­valda vegna hval­veiða Íslend­inga, meðal ann­ars beinum til­mælum Baracks Obama for­seta til emb­ætt­is­manna um að forð­ast sam­skipti við Íslend­inga eins og kostur er. Þetta eru tals­verð umskipti frá fyrri tíð og verður hér gerð grein fyrir sam­skiptum ríkj­anna - þar sem hið sér­staka sam­band er skoðað - og hvort ráð­legt sé að reiða sig á vin­áttu í alþjóða­sam­skipt­um.

Ísland og Banda­ríkin gerðu með sér varn­ar­samn­ing árið 1951, á grund­velli hins nýstofn­aða Norð­ur­-Atl­ants­hafs­banda­lags - NATO, til að tryggja varnir á svæð­inu og Íslandi þar með. Á móti lögðu Íslend­ingar til land­svæði svo Banda­ríkja­menn gætu rekið hér her­stöð og þá starf­semi sem henni fylgdi. Banda­ríkja­menn höfðu sem kunn­ugt er tekið við af Bretum sem her­námu Ísland árið 1940 og haft hér mikil umsvif á meðan seinni heim­styrj­öldin stóð yfir.

Árið 2006 urðu mikil straum­hvörf eftir að Banda­ríkja­menn lok­uðu Kefla­vík­ur­her­stöð­inni og þar með allri hern­að­ar­legri starf­semi hér á landi.

Auglýsing

Banda­ríkja­menn studdu stofnun lýð­veld­is­ins árið 1944 og voru fyrstir til að við­ur­kenna hið nýja lýð­veldi. Gætti mjög sterkra áhrifa Banda­ríkja­manna á stjórn­mál á Íslandi á eft­ir­stríðs­ár­un­um, sem m.a. réð­ist af ríku­legu fram­lagi þeirra til ýmissa fram­kvæmda undir merkjum Mars­hall-­á­ætl­un­ar­inn­ar. Stefna og starf­semi í örygg­is- og varn­ar­málum næstu ára­tug­ina byggð­ist því að miklu leyti á nánu sam­bandi við Banda­rík­in—því sem stundum var nefnt hið sér­staka sam­band.

Árið 2006 urðu mikil straum­hvörf eftir að Banda­ríkja­menn lok­uðu Kefla­vík­ur­her­stöð­inni og þar með allri hern­að­ar­legri starf­semi hér á landi. Sam­skipti ríkj­anna voru tíð­inda­lítil í kjöl­farið og hafa ýmsir haldið því fram að Banda­ríkja­menn hafi misst áhug­ann á Íslandi, enda í nógu að snú­ast í öðrum heims­hlut­um. Nú þegar Barack Obama hefur tví­vegis boðað herta stefnu gagn­vart Íslend­ingum vegna hval­veiða er rök­rétt að spyrja hvað varð um hið sér­staka sam­band og hvert stefna ríkin í sam­skiptum sín­um. Var kannski ekk­ert sér­stakt sam­band eftir allt sam­an?

Barack Obama forseti Bandaríkjanna. Mynd: EPA Barack Obama for­seti Banda­ríkj­anna. Mynd: EPA

Banda­ríkja­menn höfðu í raun leit­ast við að draga úr umsvifum á Kefla­vík­ur­flug­velli alveg frá árinu 1961 þegar fyrst komu fram til­lögur um að fækka þar orr­ustu­þot­um. Íslend­ingar börð­ust af krafti gegn þessum hug­myndum og höfðu erindi sem erf­iði lengi vel. Þó kom loks að því að Banda­ríkja­menn yfir­gáfu Kefla­vík­ur­stöð­ina með ein­hliða ákvörðun og skömmum fyr­ir­vara árið 2006. Því má þó ekki gleyma að enn er í gildi tví­hliða varn­ar­samn­ingur milli ríkj­anna tveggja. Það gæti hugs­an­lega nægt Banda­ríkja­mönnum og veitt aðgang að land­inu, ef og þegar á þyrftu að halda.

Davíð Odds­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, hafði árið 2004 verið bjart­sýnn á betri lausn í mál­inu. Eftir fund með Georg W. Bush Banda­ríkja­for­seta sagði hann for­set­ann hafa fullan skiln­ing á stöðu Íslend­inga, auk þess sem Colin Powell þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra hafi lokið lofs­orði á Íslend­inga fyrir tryggð og trú­mennsku. Þarna fóru Íslensk stjórn­völd eftir hinum hefð­bundnu Íslensku leiðum sem höfðu gef­ist vel - hvar samið var á grund­velli hins sér­staka tví­hliða sam­bands - og treystu á vin­áttu ríkj­anna og meint per­sónu­tengsl æðstu ráða­manna.

Banda­ríkin og hin sér­stöku sam­böndHið sér­staka sam­band er þekkt þegar rætt er um utan­rík­is­stefnu Banda­ríkj­anna og er þar vísað til þess hvernig sér­stakar aðstæður hafa þróað sam­skipti þeirra við ein­stök ríki, t.d. Ísra­el, Bret­land og Kanada. Þó er lítið að finna um hið sér­staka sam­band milli Banda­ríkj­anna og Íslands í fræði­legri umfjöllun um fyr­ir­bær­ið.

Vissu­lega getur sam­band verið byggt á tryggð vegna arf­leifðar og sögu, traustra sam­skipta og sam­eig­in­legra hug­sjóna. Til langs tíma, þegar á reyn­ir, og stefnu­mótun og öryggi rík­is­ins eru ann­ars veg­ar, er nið­ur­staðan þó gjarnan að sam­band er byggt á hreinum og klárum hags­mun­um, stundum sam­eig­in­leg­um, fremur en ein­hvers konar vin­áttu. Það kemur heim og saman þegar við skoðum sam­skipti Íslend­inga og Banda­ríkj­anna nán­ar.

Ef rýnt er í bréf sem Colin Powell, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, skrif­aði Don­ald Rums­feld, sem þá var varn­ar­mála­ráð­herra, um yfir­vof­andi brott­flutn­ing Banda­ríkja­hers frá Íslandi - sést þetta vel. Þar end­ur­spegl­ast hvernig áætl­anir vald­hafa stór­veldis snú­ast ekki um að tryggja hag banda­lags­rík­is­ins, nema stór­veldið hagn­ist á því sjálft. Sem sagt, á meðan Ísland var útvörður örygg­is­svæðis Banda­ríkj­anna mátti hafa af því hag. Þegar þær for­sendur breytt­ust var Ísland ekki lengur eft­ir­sóttur banda­mað­ur.

Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Mynd: EPA Don­ald Rums­feld, fyrr­ver­andi varn­ar­mála­ráð­herra ­Banda­ríkj­anna. Mynd: EPA

Meint vin­átta er því var­huga­verður grunnur að byggja á og dugar skammt þegar á reyn­ir, sem krist­all­ast að ein­hverju leyti í við­brögðum hefð­bund­inna vina­þjóða Íslands í kjöl­far efna­hags­hruns­ins árið 2008. Meðal þeirra sem leitað var til með beiðni um aðstoð var Banda­ríski seðla­bank­inn sem tók henni fálega. Þarna má hugs­an­lega sjá hversu lít­ils virði Ísland hefur verið í augum Banda­ríkja­manna, hvað sem vin­skap og tryggð leið. Þó ber að hafa í huga sjálf­stæði Banda­ríska seðla­bank­ans sem mat stöð­una svo að þetta væri efna­hags­vandi sem lyti að evr­ópsku banka­kerfi og pen­inga­vanda þess. Íslend­ingar ættu að leysa vand­ann í sam­vinnu við Evr­ópska seðla­bank­ann, sem hefði hags­muna að gæta.

Þó slíkar orðu­veit­ingar séu ein­ungis tákn­rænar þá einmitt vegna hins tákn­ræna eðlis þeirra kann þetta útspil For­set­ans að hafa haft nei­kvæð­ari áhrif á sam­skiptin en íslend­ingar almennt gera sér grein fyrir.

Þáver­andi sendi­herra Banda­ríkj­anna, Carol Van Voor­st, sendi emb­ætt­is­er­indi til Was­hington og hvatti mjög ein­dregið til þess að Ísland fengi aðstoð og fyr­ir­greiðslu. Banda­ríkja­menn hefðu fjár­fest ríku­lega á Íslandi og þrátt fyrir tíma­bundnar þreng­ingar væri Ísland burð­ugt ríki og mik­il­vægur banda­maður sem óráð­legt væri að missa. Van Voorst hlaut reyndar undir lok fer­ils síns á Íslandi óvænta athygli þegar For­seti Íslands ákvað ein­hliða á síð­ustu stundu að hætta við að veita henni fálka­orðu þegar hún kvaddi For­seta form­lega á Bessa­stöð­um. Þó slíkar orðu­veit­ingar séu ein­ungis tákn­rænar þá einmitt vegna hins tákn­ræna eðlis þeirra kann þetta útspil For­set­ans að hafa haft nei­kvæð­ari áhrif á sam­skiptin en íslend­ingar almennt gera sér grein fyr­ir.

Stefna Íslenskra stjórn­valda – Íslend­ingar í ónáðÍs­lend­ingar fóru loks að átta sig á áhuga­leysi Banda­ríkja­manna en brott­för þeirra kall­aði á aukin fram­lög Íslands til NATO sam­starfs­ins sem stóð óhagg­að. Fyrri rík­is­stjórn beindi sjónum frá Banda­ríkj­un­um, reynt var að fela varn­ar­mál og varn­ar­sam­starf eftir megni, enda annar rík­is­stjórn­ar­flokk­ur­inn bein­línis á móti NATO-að­ild og varn­ar­sam­starfi við Banda­rík­in. Núver­andi stjórn­völd hafa snúið þessu við og vilja styrkja sam­bandið vestur um haf. Fer það saman við þá stefnu rík­is­stjórn­ar­innar að draga Ísland út úr nán­ara Evr­ópu­sam­starfi og styrkja tví­hliða sam­starf í utan­rík­is­mál­um.

En hér er eðli­legt að spyrja hvort Banda­ríkja­menn hafi yfir höfuð nokkurn áhuga á því í ljósi fregna af síð­ustu sam­skiptum ríkj­anna vegna umdeildra hval­veiða Íslend­inga. Barack Obama sendi út afdrátt­ar­lausa yfir­lýs­ingu árið 2011 þar sem lagt var að Íslend­ingum að hætta hval­veiðum og gefið í skyn á yfir­veg­aðan hátt að harð­ari aðgerða væri að vænta. Í febr­úar á síðsta ári gaf inn­an­ríks­ráð­herra Banda­ríkj­anna, Sally Jewell, síðan út form­lega yfir­lýs­ingu um að Íslend­ingar væru með hval­veiðum sínum að grafa undan Sátt­mál­anum um villtar teg­undir í útrým­ing­ar­hættu (CITES), sem bannar alþjóð­lega verslun með hvala­af­urð­ir.

Skömmu seinna voru tökin hert enn frekar, en þá til­kynnti Barack Obama inn­an­rík­is­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna að end­ur­skoða ætti allt tví­hliða sam­starf við Íslend­inga, vegna hval­veiða þeirra; Ráðu­neytið ætti að byggja sam­starfið á því að íslensk stjórn­völd breyti stefnu sinni í hval­veiði­málum um leið og þeir leit­uðu leiða til að draga úr við­skiptum með hvala­af­urð­ir; og hátt­settir emb­ætt­is­menn og ráð­herrar ættu að meta hvort heim­sóknir til Íslands væru við hæfi. Reyndar fólst í því bréfi ákveðin opnun varð­andi hval­veiðar sem núver­andi stjórn­völd ákváðu að hundsa.

Stuttu síðar flaug Gunnar Bragi Sveins­son utan­rík­is­ráð­herra til Was­hington á vor­fund Alþjóða­bank­anns, en not­aði tæki­færið til að hitta Chuck Hagel varn­ar­mála­ráð­herra. Þar voru rædd sam­skipti Íslands og Banda­ríkj­anna og kvað utan­rík­is­ráð­herra tengsl ríkj­anna standa traustum fótum - og hefur eftir Hagel að banda­rísk stjórn­völd þurfi að auka þekk­ingu sína á sviði norð­ur­slóða­sam­starfs, hvar Banda­ríkja­menn geti lært af Íslend­ing­um.

Það er ljóst að Hagel lagði þarna lykkju á leið sína með því að hitta Gunnar Braga, þvert á til­skip­anir Obama, sem getur bent til ólíkrar afstöðu varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins. Það er þó holur hljómur í orðum Hagels því ekk­ert er að finna um sam­starf við Ísland í nýút­kominni norð­ur­slóða­stefnu Banda­ríkj­anna, á meðan vikið er að öðrum ríkjum á Norð­ur­lönd­um.

Nú snemma árs 2015 er umrædd stefna banda­rískra ráða­manna gagn­vart Íslandi stað­fest að ein­hverju leyti, en í minn­is­blaði sem John Kerry utan­rík­is­ráð­herra sendi Barack Obama fer hann yfir stöðu sam­skipta ríkj­anna í ljósi fyrri til­skip­anna. Þar kemur fram að utan­rík­is­ráðu­neytið haldi áfram að skoða hvort við hæfi sé að við­halda sam­skiptum við Íslend­inga. Enn fremur að eng­inn banda­rískur emb­ætt­is­maður hafi heim­sótt Ísland síðan í apríl á síð­asta ári—og að ekki hafi þótt við hæfi að bjóða Íslend­ingum á umfangs­mikla ráð­stefnu um mál­efni hafs­ins, sem haldin var í júní síð­ast­liðn­um.

John Kerry, núverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Mynd: EPA John Kerry, núver­andi utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna. Mynd: EPA

Hvort þessar aðgerðir eru til heima­brúks eins og kallað er, er erfitt að meta. Draga má þá ályktun að Íslensk stjórn­völd vilji leggja sitt af mörkum til að halda góðu sam­bandi við Banda­rík­in. Ekk­ert hefur þó komið fram sem bendir til þess að þessar aðgerðir banda­rískra stjórn­valda hafi áhrif á fyr­ir­ætl­anir Íslend­inga í hval­veiði­mál­um. Hugs­an­lega eru banda­rísk stjórn­völd ekki alveg sam­stíga enda á könnu varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins að upp­fylla ákvæði varn­ar­samn­ings­ins og sam­komu­lags­ins á 2006. – en ríkin hafa haldið sínu striki þegar kemur að loft­rým­is­gæslu við Ísland sem banda­rískar flug­sveitir sinna um þessar mund­ir.

Breytt staða vegna auk­inna hern­að­ar­um­svifa Rússa – sem of snemmt er að dæma um hvernig muni þró­ast – kann að auka áhuga Banda­ríkja­manna á Íslandi. Í ljósi reynsl­unnar er þó var­huga­vert að treysta á slík tengsl sem hryggjar­stykki í utan­rík­is­málum eins og áður var. Eins og málin standa er óhætt að segja að sam­bandið við Banda­ríkin sé í ákveð­inni bið­stöðu - kannski var það aldrei neitt sér­stakt, eða hvað?


Hér hefur verið farið hratt yfir sögu en fullt til­efni er hins vegar til að greina nánar ýmsa þætta sam­starfs Íslands og Banda­ríkj­anna á sviði utan­rík­is-, örygg­is- og varn­ar­mála, auk umhverf­is- og við­skipta­mála. Verður það gert að ein­hverju marki í frek­ari pistlum hér á næst­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None