Sigmundur Davíð stal þrumunni af Bjarna Benediktssyni

fors..umynd_..kr_.fuhafast.ff_.jpg
Auglýsing

Ræða Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, for­sæt­is­ráð­herra og for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, á flokks­þingi Fram­sókn­ar­manna í dag, gæti dregið dilk á eftir sér hvað varðar stjórn­ar­sam­starf flokks­ins við Sjálf­stæð­is­flokk­inn, en þar til­kynnti for­sæt­is­ráð­herra, öllum að óvörum að fram­kvæmd um losun fjár­magns­hafta verði hrint í fram­kvæmd á yfir­stand­andi vor­þingi og að sér­stakur stöð­ug­leika­skattur muni skila rík­is­sjóði hund­ruðum millj­arða króna.

Með ræðu sinni í dag tókst Sig­mundi Davíð enn á ný að gera sig og Fram­sókn­ar­flokk­inn gild­andi í helstu málum rík­is­stjórn­ar­innar og skyggja þar með á sam­starfs­flokk­inn og for­mann hans Bjarna Bene­dikts­son. Enda kannski ekki van­þörf á í ljósi stöðu flokks­ins í skoð­ana­könn­un­um, sem bendir til að „Leið­rétt­ing­in“ hafi ekki skilað flokknum því fylgi sem von­ast var eft­ir. Að minnsta kosti má ljóst vera að Bjarni sé ekki par hrif­inn af útspili for­sæt­is­ráð­herra í dag.

Tal­aði eins og fjár­mála­ráð­herra sé ekki treystandiMikil leynd hefur hvílt yfir afnáms­ferl­inu sem er á for­ræð­i ­Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála­ráð­herra, en erfitt er að túlka orð Sig­mundar Dav­íðs öðru­vísi en að hann sé að reyna með ein­hverjum hætti að taka málið yfir af fjár­mála­ráð­herra.

Leiða má líkur að því að ýmis­legt í ræðu Sig­mundar Dav­íðs sé óhjá­kvæmi­lega til þess fallið að hleypa illu blóði í sam­starfs­flokk­inn. Í ræðu sinni tal­aði for­sæt­is­ráð­herra eins og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn væri eini útvörður íslenskra þjóð­ar­hags­muna sem hægt sé að treysta á, og þar með að mann­inum sem ber ábyrgð á mála­flokkn­um, það er Bjarna Bene­dikts­syni, sé ekki treystandi fyrir hon­um.

Auglýsing

Ný grýla komin á stjá?Í ræðu sinni kom for­sæt­is­ráð­herra inn á að full­trúum slita­búa föllnu bank­anna og helstu kröfu­hafa þeirra, það er erlendum vog­un­ar­sjóð­um, hafi verið til­kynnt að ekki yrði hægt að bíða lengur eftir því að þeir legðu fram raun­hæfar lausnir á stöð­unni sem uppi er eftir að tekið var fyrir aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Velta má fyrir sér hvort for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins hafi með þeim orðum verið að búa til grýlu úr slita­bú­unum og vog­un­ar­sjóð­unum álíka þeirri sem Ices­a­ve-­deilan varð að og reynd­ist flokknum vel til að afla honum fylgis á meðal kjós­enda. Enda hefur fylgi flokks­ins verið í frjálsu falli að und­an­förnu.

Ræðu for­sæt­is­ráð­herra, þar sem hann stillir slita­bú­unum og vog­un­ar­sjóð­unum upp ásamt Evr­ópu­sam­band­inu, sem ein­hverjum mestu ógnum sem nú steðja að íslenskum þjóð­ar­hags­mun­um, má auð­veld­lega túlka sem við­leitni hans til að sam­eina þá sem aðhyll­ast svokölluð „sjón­ar­mið sjö­tu­gra“ þar sem hægri og vinsti menn geta sam­ein­ast gegn utan­að­kom­andi vá líkt og gerð­ist á tímum kalda stríðs­ins.

Í ræðu sinni sagði Sig­mundur Davíð enda: „Framan af mið­aði stefna kröfu­hafa að því að bíða þess að Ís­land gengi í Evr­ópu­sam­band­ið. ­Með því hefðum við farið sömu leið og þær ólánsömu Evr­ópu­þjóðir sem fjár­mögn­uð­uðu tap banka sinna, og afleið­ingar evru­krísunn­ar, með lánum frá Evr­ópska seðla­bank­an­um.

Mark­miðið var upp­taka evru með fyr­ir­greiðslu frá Evr­ópska seðla­bank­anum til að borga kröfu­hafa út. Slíkt hefði verið efna­hags­legt glapræði enda gefur evr­ópski seðla­bank­inn ekki aðild­ar­lönd­unum ókeypis pen­inga. Hingað hefðu sjálf­sagt borist allar þær evrur sem þörf hefði verið á til að borga út alla kröfu­hafa og alla snjóhengj­una ekki aðeins á fullu verði heldur á því yfir­verði sem felst í því að pappírs­hagn­aður kröfu­hafa væri fjár­magn­aður af ís­lensum almenn­ingi með lántöku.“

Gerði lítið úr sam­starfs­flokknumMeð því að stilla Fram­sókn­ar­flokknum enn á ný gegn kröfu­höfum föllnu bank­anna, sem Íslands einu von, gerir for­sæt­is­ráð­herra óneit­an­lega lítið úr sam­starfs­flokknum og Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur ræða Sig­mundar Dav­íðs farið í taug­arnar á Sjálf­stæð­is­flokkn­um, í ljósi stöðu Fram­sókn­ar­flokks­ins sem nú mælist með um ell­efu pró­senta fylgi í skoð­ana­könn­un­um. Ekki síst í ljósi þess fara stór­karla­legar yfir­lýs­ingar for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrir brjóstið á Sjálf­stæð­is­mönn­um.

Þá má velta fyrir sér hvort ræða for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins sé ekki enn lík­legri til að hækka hita­stigið hjá sam­starfs­flokkn­um, í ljósi atburða í vik­unni. Á þriðju­dag­inn sendi Eygló Harð­ar­dótt­ir, félags­mála­ráð­herra, starfs­fólki fjár­mála­ráðu­neytis Bjarna Bene­dikts­sonar orkust­angir til að ýta á vinnu ráðu­neyt­is­ins við að meta áhrif tveggja hús­næð­is­frum­varpa hennar á rík­is­sjóð á þjóð­ar­bú­skap­inn og birti á Fés­bók­ar­síðu sinni. Þá lét Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, í það skína á mið­viku­dag­inn að seina­gangi í þing­inu væri meðal ann­ars um að kenna að ekki hafi tek­ist að flytja Fiski­stofu til Akur­eyr­ar. Í því felst auð­vitað ákveðin gagn­rýni á sam­starfs­flokk­inn.

Hvort ræða Sig­mundar Dav­íðs á flokks­þingi Fram­sókn­ar­manna muni reyn­ast kornið sem fyllti mæl­inn og draga dilk á eftir sér, er alveg ljóst að hún hefur valdið tölu­verðum titr­ingi á stjórn­ar­heim­il­inu.

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnÆgir Þór Eysteinsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None