Topp 10 - Hver er mesta íþróttaþjóð í heimi?

lassesport.jpg
Auglýsing

Íþróttir spila stórt hlut­verk í dag­legu lífi fólks, og sumar þjóðir hafa náð ótrú­legum árangri í hinum fjöl­breyti­leg­ustu íþrótt­um. Krist­inn Haukur Guðna­son sagn­fræð­ingur kaf­aði ofan í íþrótta­sög­una og svar­aði spurn­ing­unni stóru; hver er mesta íþrótta­þjóð í heimi þegar allt er tekið með í reikn­ing­inn?

10.   Suð­ur­-Kórea



Milli stór­veld­anna Kína og Japan liggur Kóreu­skagi og þar er hið eig­in­lega íþrótta­stór­veldi Asíu. Með „ein­ung­is“ 50 millj­ónir íbúa hafa þeir náð árangri í greinum sem Asíu­þjóðir eru ekki sér­lega þekktar fyr­ir. Knatt­spyrnu­liðið þeirra hefur kom­ist á öll heims­meist­ara­mót í 30 ár og einu sinni haldið mót­ið, árið 2002 ásamt Jap­an. Þá komust þeir í und­an­úr­slit. Þeir eiga lang­sterkasta hand­knatt­leiks­lands­lið Asíu og náðu t.d. silfri á ólymp­íu­leik­unum árið 1988, á heima­velli í Seoul. Árangur þeirra á ólymp­íu­leikum er frá­bær og yfir­leitt eru þeir meðal 10 sig­ur­sæl­ustu þjóð­anna. Þeir hafa verið sig­ur­sælir í bar­daga­í­þróttum á borð við judó, taekwondo og glímu og einnig í bog­fimi, hafna­bolta og skauta­hlaupi.  Næstu vetr­ar­ólymp­íu­leikar verða haldnir í Pye­ongchang í Suður Kóreu.

9.   Banda­ríkin



Banda­ríkin telja um 320 millj­ónir og eru rík­asta þjóð heims. Vita­skuld skara þeir fram úr en það verður að segj­ast að yfir­burð­irnir eru svaka­leg­ir. Þeir eiga 1072 gull­verð­laun á ólymp­íu­leik­unum og 2681 medal­íur alls, aðrir eru skildir eftir í ryk­inu. Yfir­burð­irnir eru mestir í frjálsum íþróttum og sundi. Á vetr­ar­leik­unum skara þeir mest frammúr á list­skaut­um. Þeir hafa haldið leik­ana átta sinn­um, oftar en nokkrir aðr­ir. Þeir hafa yfir­burði í körfuknatt­leik, tennis, golfi, hnefa­leikum og mörgu öðru. Þeir eiga sínar eigin íþróttir sem velta millj­örðum þó að engir aðrir keppi í þeim. Má þar nefna amer­ískan ruðn­ing, NASCAR og fjöl­bragða­glímu. Banda­ríkja­menn þríf­ast á súper­stjörnum eins og Mich­ael Jor­dan, Mike Tyson, Carl Lewis, Willi­ams systrum og Tiger Woods. Árangur Banda­ríkja­manna er að miklu leyti öfl­ugu íþrótta­starfi háskól­anna að þakka. Oft er áhugi almenn­ings meiri á því en á  atvinnu­mennsk­unni.

Draumaliðið, með Michael Jordan í broddi fylkingar. Draumalið­ið, með Mich­ael Jor­dan í broddi fylk­ing­ar.

8.  Króa­tía



Króa­tía er ein­ungis 24 ára gam­alt land með rúm­lega 4 millj­ónir íbúa og ekki háþró­aðan efna­hag. Engu að síður hafa þeir náð ótrú­legum árangri í íþrótt­um, þá sér­stak­lega liða­í­þrótt­um. Körfuknatt­leiksliðið þeirra hefur unnið silfur og brons á stór­mót­um. Fræg­asta liðið þeirra inni­hélt m.a. Drazen Petr­ovic og Toni Kukoc sem kepptu úrslita­leik­inn við draumalið Banda­ríkj­anna á ÓL 1992. Knatt­spyrnu­lið þeirra náði bronsi á HM 1998, lið sem inni­hélt t.a.m. Davor Suker og Zvon­i­mir Bob­an. Hanknatt­leiksliðið þeirra hafa samt risið hæst. Unnið tvö gull á ólymp­íu­leikum og einn heims­meist­ara­tit­il. Ivano Balic var á tíma­bili besti hand­knatt­leiks­maður ver­ald­ar. Sund­knatt­leiksliðið þeirra er einnig frammúr­skar­andi. Af ein­stak­lings­í­þrótta­mönnum má helst nefna skíða­fólkið og sér­stak­lega fjór­faldan ólymp­íu­meist­ara í alpa­greinum kvenna, Jan­icu Kostelic.

7.   Nor­egur



Það er ekki til sú þjóð sem elskar vetr­ar­í­þróttir meira en Norð­menn gera. Þeir eiga líka flest verð­laun af öllum á vetr­ar­ólymp­íu­leik­un­um, 329 og þar af 118 gull. Þetta er í raun ótrú­legt miðað við að Norð­menn eru ekki nema rúm­lega fimm millj­ón­ir. Norð­menn eiga þrjá mest verð­laun­uðu íþrótta­menn­ina á vetr­ar­ólymp­íu­leik­um, skíða­göngu­fólkið Björn Dæhlie og Marit Björgen og svo skíða­skot­fimi­mann­inn Ole Einar Björnda­len. Tvisvar hafa þeir haldið leik­ana, í Osló árið 1952 og Lil­lehammer árið 1994. Norsk kvenna­lið hafa náð góðum árangri í gegnum tíð­ina. Bæði knatt­spyrnu og hand­knatt­leiksliðið hafa unnið heims, evr­ópu og ólymp­íutitla. Hand­knatt­leiksliðið hefur haft algera yfir­burði í nokkuð mörg ár núna undir stjórn Þóris Her­geirs­son­ar. Svo eiga Norð­menn Magnus Carl­sen, stór­meist­ara og undra­barn.

6.   Spánn



Fyrir um 15 árum síðan hefðu Spán­verjar tæp­lega kom­ist á þennan lista. Árangur þeirra á ólymp­íu­leikum er ekk­ert til að monta sig af (sér­stak­lega ekki vetr­ar­leik­un­um). Knatt­spyrnu­liðið þeirra var aðal­lega þekkt fyrir að standa ekki undir vænt­ingum og önnur lið varla á kort­inu. Síðan hafa þeir sprungið út. Knatt­spyrnu­liðið sem vann þrjú stór­mót í röð er senni­lega það besta í sög­unni. Körfuknatt­leiksliðið hefur raðað inn verð­launum og er það næst besta í heimi. Hand­knatt­leiksliðið hefur líka skipað sér í sess með þeim bestu og unnið tvo heims­meist­aratitla. Auk þess hefur Fern­ando Alonso unnið tvo heims­meist­aratitla í For­múlu 1. Spán­verjar hafa lengi verið ein sterkasta hjól­reiða­þjóð heims. Miguel Ind­urain vann t.a.m. fimm Tour de France mót í röð á tíunda ára­tugn­um. Þeir eru sterkir í tennis og lang­sterkasta golf­þjóð­in  utan hins ensku­mæl­andi heims.

5.    Sov­ét­ríkin



Sov­ét­ríkin komu út úr ein­angrun eftir seinni heim­styrj­öld­ina og brut­ust fram á sjón­ar­svið íþrótt­anna með hvelli. Þeir urðu öfl­ug­asta íþrótta­ríki heims í 40 ár, eða þangað til ríkið lagð­ist af árið 1991. Rússar hafa ekki náð að leika eftir afrek Sov­ét­ríkj­anna og í raun fjar­lægj­ast þeir þau stöðugt. Á þeim 18 ólymp­íu­leikum sem Sov­ét­menn kepptu á, urðu þeir sig­ur­sæl­astir á 14. Þeir höfðu mikla yfir­burði í fim­leik­um, lyft­ing­um, glímu, blaki og fleiru. Eitt helsta stolt Sov­ét­manna var íshokkíliðið þeirra sem vann flest stór­mót. Íþróttaun­d­rið var þræl­skipu­lagt af stjórn­völdum og afrekin notuð í póli­tískum til­gangi. Íþrótta­menn­irnir voru ekki hetjur í sjálfu sér heldur hetjur Sov­ét­ríkj­anna og not­aðar í áróð­urs­skyni. Margar viður­eignir þeirra við Banda­ríkja­menn urðu hluti af kalda stríð­inu sjálfu. Má þar nefna úrslita­leiki í körfuknatt­leik (1972) og íshokkí (1980) á ólymp­íu­leikum og stórmeist­ara­ein­vígið í Reykja­vík.

4.    Ástr­alía



Í þessu risa­vaxna landi búa ein­ungis rúm­lega 20 millj­ónir en sagt er að þjóðin sé íþrótta­óð. Þeir hafa náð merki­lega góðum árangri á Ólymp­íu­leik­um. Sér­stak­lega í sundi þar sem ein­ungis Banda­ríkja­menn hafa unnið til fleiri verð­launa. Fræg­astir voru sund­kapp­arnir Murray Rose og Ian Thorpe sem skáru fram úr í þau tvö skipti sem Ástr­alir hafa haldið leik­ana. Rose í Mel­bo­urne árið 1956 og Thorpe í Sydney árið 2000. Einnig eru Ástr­alir sterkir í frjálsum íþrótt­um, róðri, sigl­ingum og hjól­reið­um. Þeir eru lang­sterkasta krikket­þjóð heims og hafa unnið 5 af 11 heims­meist­ara­mót­um. Þeir hafa einnig unnið tvo heims­meist­aratitla í ruðn­ingi. Ofan á þetta allt er golf­menn­ingin mjög sterk í land­inu. Kylfingar á borð við Adam Scott, Karrie Webb og hvíti hákarl­inn sjálfur Greg Norman koma það­an.

3.   Sví­þjóð



Fyr­ir­mynd­ar­ríkið Sví­þjóð er með heil­brigðan lífstíl og íþróttir á heil­an­um. Sví­þjóð er í sjö­unda sæti yfir sig­ur­sæl­ustu þjóð­irnar á ólymp­íu­leik­unum sem er stór­merki­legt í ljósi þess að Svíar eru ekki nema tæp­lega tíu millj­ón­ir. Knatt­spyrnu­liðið þeirra hefur náð silfri og bronsi á heims­meist­ara­móti, hand­knatt­leiksliðið hefur unnið fjöl­mörg heims- og evr­ópu­meist­ara­mót og íshokkíliðið þeirra hefur unnið níu heims­meist­aratitla. Þeir eru heldur engir aukvisar í ein­stak­lings­í­þrótt­um. Björn Borg er besti tennis­leik­maður allra tíma, Ingemar Sten­mark besti alpa­greina­mað­ur­inn og Annika Sör­en­stem besti kven­kylfing­ur­inn. Svíar hafa meira að segja átt þunga­vigtar heims­meist­ara í hnefa­leik­um, Ingemar „Þórs­ham­ar“ Johans­son.

2.    Jamaíka



Þetta þriggja milljón manna þriðja-heims eyríki hefur heldur betur sett svip sinn á heim íþrótt­anna. Fræg­astir eru Jamaíku­menn fyrir sprett­hlaupara sína. Þeir eiga sam­tals 67 ólymp­íu­medal­íur og 66 af þeim hafa komið úr sprett­hlaupi. Af körlum má nefna einn besta íþrótta­mann heims Usain Bolt, sem og Asafa Powell og Yohan Bla­ke. Af konum eru merkastar Mer­lene Ottey og Shelly-Ann Fra­ser-Pryce. Jama­ísku hlaupararnir hafa haft algera yfir­burði á tveimur sein­ustu leik­um. Jamaíku­menn hafa tvisvar orðið heims­meist­arar í krikket (í liði Vest­ur­-Ind­ía) og þeir hafa átt góða körfuknatt­leiks­menn eins og Pat­rick Ewing og Andre Drumm­ond. Fræg­asta liðið þeirra er þó án nokk­urs vafa bobbs­leð­aliðið þeirra sem komst á vetr­ar­ólymp­íu­leik­ana í Cal­gary 1988........og svo fimm sinnum síðan þá.

Usain Bolt, sprettharðasti maður sögunnar. Mynd: EPA. Usain Bolt, sprett­harð­asti maður sög­unn­ar. Mynd: EPA.

Auglýsing

1.    Finn­land



Þessi fimm milljón manna þjóð er þekkt­ust fyrir sauna­böð og þungt skap en er einnig fremsta íþrótta­þjóð heims. Fólk á það til að líta fram­hjá Finnum vegna þess hversu afleitt knatt­spyrnu­liðið þeirra er en Finnar skara fram úr í mörgu öðru. Þeir eru sterkasta kappakst­urs­þjóð heims. Þeir eiga fjóra heims­meist­aratitla í For­múlu 1 og 14 í rallý. Mika Hakkinen og Tommi Mak­inen eru stór­stjörn­ur. Tvisvar hefur íshokkílands­lið þeirra unnið heims­meist­ara­tit­il. Árangur þeirra á ólymp­íu­leik­unum er aðdá­una­verð­ur, sér­stak­lega í frjálsum íþrótt­um. Þar eiga þeir 48 gull og 114 medal­íur alls. Ein­ungis Banda­rík­in, Sov­ét­ríkin og Bret­land hafa halað inn fleiri medal­í­um. Lang­hlaupararnir (hinir fljúg­andi Finn­ar) Paavo Nur­mi, Ville Ritola og Lasse Viren eiga stóran þátt í þessum árangri. Árang­ur­inn á vetr­ar­leik­unum er líka góð­ur, sér­stak­lega í skíða­stökki og skíða­göngu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None