Topp 10 - Hver er mesta íþróttaþjóð í heimi?

lassesport.jpg
Auglýsing

Íþróttir spila stórt hlut­verk í dag­legu lífi fólks, og sumar þjóðir hafa náð ótrú­legum árangri í hinum fjöl­breyti­leg­ustu íþrótt­um. Krist­inn Haukur Guðna­son sagn­fræð­ingur kaf­aði ofan í íþrótta­sög­una og svar­aði spurn­ing­unni stóru; hver er mesta íþrótta­þjóð í heimi þegar allt er tekið með í reikn­ing­inn?

10.   Suð­ur­-KóreaMilli stór­veld­anna Kína og Japan liggur Kóreu­skagi og þar er hið eig­in­lega íþrótta­stór­veldi Asíu. Með „ein­ung­is“ 50 millj­ónir íbúa hafa þeir náð árangri í greinum sem Asíu­þjóðir eru ekki sér­lega þekktar fyr­ir. Knatt­spyrnu­liðið þeirra hefur kom­ist á öll heims­meist­ara­mót í 30 ár og einu sinni haldið mót­ið, árið 2002 ásamt Jap­an. Þá komust þeir í und­an­úr­slit. Þeir eiga lang­sterkasta hand­knatt­leiks­lands­lið Asíu og náðu t.d. silfri á ólymp­íu­leik­unum árið 1988, á heima­velli í Seoul. Árangur þeirra á ólymp­íu­leikum er frá­bær og yfir­leitt eru þeir meðal 10 sig­ur­sæl­ustu þjóð­anna. Þeir hafa verið sig­ur­sælir í bar­daga­í­þróttum á borð við judó, taekwondo og glímu og einnig í bog­fimi, hafna­bolta og skauta­hlaupi.  Næstu vetr­ar­ólymp­íu­leikar verða haldnir í Pye­ongchang í Suður Kóreu.

9.   Banda­ríkinBanda­ríkin telja um 320 millj­ónir og eru rík­asta þjóð heims. Vita­skuld skara þeir fram úr en það verður að segj­ast að yfir­burð­irnir eru svaka­leg­ir. Þeir eiga 1072 gull­verð­laun á ólymp­íu­leik­unum og 2681 medal­íur alls, aðrir eru skildir eftir í ryk­inu. Yfir­burð­irnir eru mestir í frjálsum íþróttum og sundi. Á vetr­ar­leik­unum skara þeir mest frammúr á list­skaut­um. Þeir hafa haldið leik­ana átta sinn­um, oftar en nokkrir aðr­ir. Þeir hafa yfir­burði í körfuknatt­leik, tennis, golfi, hnefa­leikum og mörgu öðru. Þeir eiga sínar eigin íþróttir sem velta millj­örðum þó að engir aðrir keppi í þeim. Má þar nefna amer­ískan ruðn­ing, NASCAR og fjöl­bragða­glímu. Banda­ríkja­menn þríf­ast á súper­stjörnum eins og Mich­ael Jor­dan, Mike Tyson, Carl Lewis, Willi­ams systrum og Tiger Woods. Árangur Banda­ríkja­manna er að miklu leyti öfl­ugu íþrótta­starfi háskól­anna að þakka. Oft er áhugi almenn­ings meiri á því en á  atvinnu­mennsk­unni.

Draumaliðið, með Michael Jordan í broddi fylkingar. Draumalið­ið, með Mich­ael Jor­dan í broddi fylk­ing­ar.

8.  Króa­tíaKróa­tía er ein­ungis 24 ára gam­alt land með rúm­lega 4 millj­ónir íbúa og ekki háþró­aðan efna­hag. Engu að síður hafa þeir náð ótrú­legum árangri í íþrótt­um, þá sér­stak­lega liða­í­þrótt­um. Körfuknatt­leiksliðið þeirra hefur unnið silfur og brons á stór­mót­um. Fræg­asta liðið þeirra inni­hélt m.a. Drazen Petr­ovic og Toni Kukoc sem kepptu úrslita­leik­inn við draumalið Banda­ríkj­anna á ÓL 1992. Knatt­spyrnu­lið þeirra náði bronsi á HM 1998, lið sem inni­hélt t.a.m. Davor Suker og Zvon­i­mir Bob­an. Hanknatt­leiksliðið þeirra hafa samt risið hæst. Unnið tvö gull á ólymp­íu­leikum og einn heims­meist­ara­tit­il. Ivano Balic var á tíma­bili besti hand­knatt­leiks­maður ver­ald­ar. Sund­knatt­leiksliðið þeirra er einnig frammúr­skar­andi. Af ein­stak­lings­í­þrótta­mönnum má helst nefna skíða­fólkið og sér­stak­lega fjór­faldan ólymp­íu­meist­ara í alpa­greinum kvenna, Jan­icu Kostelic.

7.   Nor­egurÞað er ekki til sú þjóð sem elskar vetr­ar­í­þróttir meira en Norð­menn gera. Þeir eiga líka flest verð­laun af öllum á vetr­ar­ólymp­íu­leik­un­um, 329 og þar af 118 gull. Þetta er í raun ótrú­legt miðað við að Norð­menn eru ekki nema rúm­lega fimm millj­ón­ir. Norð­menn eiga þrjá mest verð­laun­uðu íþrótta­menn­ina á vetr­ar­ólymp­íu­leik­um, skíða­göngu­fólkið Björn Dæhlie og Marit Björgen og svo skíða­skot­fimi­mann­inn Ole Einar Björnda­len. Tvisvar hafa þeir haldið leik­ana, í Osló árið 1952 og Lil­lehammer árið 1994. Norsk kvenna­lið hafa náð góðum árangri í gegnum tíð­ina. Bæði knatt­spyrnu og hand­knatt­leiksliðið hafa unnið heims, evr­ópu og ólymp­íutitla. Hand­knatt­leiksliðið hefur haft algera yfir­burði í nokkuð mörg ár núna undir stjórn Þóris Her­geirs­son­ar. Svo eiga Norð­menn Magnus Carl­sen, stór­meist­ara og undra­barn.

6.   SpánnFyrir um 15 árum síðan hefðu Spán­verjar tæp­lega kom­ist á þennan lista. Árangur þeirra á ólymp­íu­leikum er ekk­ert til að monta sig af (sér­stak­lega ekki vetr­ar­leik­un­um). Knatt­spyrnu­liðið þeirra var aðal­lega þekkt fyrir að standa ekki undir vænt­ingum og önnur lið varla á kort­inu. Síðan hafa þeir sprungið út. Knatt­spyrnu­liðið sem vann þrjú stór­mót í röð er senni­lega það besta í sög­unni. Körfuknatt­leiksliðið hefur raðað inn verð­launum og er það næst besta í heimi. Hand­knatt­leiksliðið hefur líka skipað sér í sess með þeim bestu og unnið tvo heims­meist­aratitla. Auk þess hefur Fern­ando Alonso unnið tvo heims­meist­aratitla í For­múlu 1. Spán­verjar hafa lengi verið ein sterkasta hjól­reiða­þjóð heims. Miguel Ind­urain vann t.a.m. fimm Tour de France mót í röð á tíunda ára­tugn­um. Þeir eru sterkir í tennis og lang­sterkasta golf­þjóð­in  utan hins ensku­mæl­andi heims.

5.    Sov­ét­ríkinSov­ét­ríkin komu út úr ein­angrun eftir seinni heim­styrj­öld­ina og brut­ust fram á sjón­ar­svið íþrótt­anna með hvelli. Þeir urðu öfl­ug­asta íþrótta­ríki heims í 40 ár, eða þangað til ríkið lagð­ist af árið 1991. Rússar hafa ekki náð að leika eftir afrek Sov­ét­ríkj­anna og í raun fjar­lægj­ast þeir þau stöðugt. Á þeim 18 ólymp­íu­leikum sem Sov­ét­menn kepptu á, urðu þeir sig­ur­sæl­astir á 14. Þeir höfðu mikla yfir­burði í fim­leik­um, lyft­ing­um, glímu, blaki og fleiru. Eitt helsta stolt Sov­ét­manna var íshokkíliðið þeirra sem vann flest stór­mót. Íþróttaun­d­rið var þræl­skipu­lagt af stjórn­völdum og afrekin notuð í póli­tískum til­gangi. Íþrótta­menn­irnir voru ekki hetjur í sjálfu sér heldur hetjur Sov­ét­ríkj­anna og not­aðar í áróð­urs­skyni. Margar viður­eignir þeirra við Banda­ríkja­menn urðu hluti af kalda stríð­inu sjálfu. Má þar nefna úrslita­leiki í körfuknatt­leik (1972) og íshokkí (1980) á ólymp­íu­leikum og stórmeist­ara­ein­vígið í Reykja­vík.

4.    Ástr­alíaÍ þessu risa­vaxna landi búa ein­ungis rúm­lega 20 millj­ónir en sagt er að þjóðin sé íþrótta­óð. Þeir hafa náð merki­lega góðum árangri á Ólymp­íu­leik­um. Sér­stak­lega í sundi þar sem ein­ungis Banda­ríkja­menn hafa unnið til fleiri verð­launa. Fræg­astir voru sund­kapp­arnir Murray Rose og Ian Thorpe sem skáru fram úr í þau tvö skipti sem Ástr­alir hafa haldið leik­ana. Rose í Mel­bo­urne árið 1956 og Thorpe í Sydney árið 2000. Einnig eru Ástr­alir sterkir í frjálsum íþrótt­um, róðri, sigl­ingum og hjól­reið­um. Þeir eru lang­sterkasta krikket­þjóð heims og hafa unnið 5 af 11 heims­meist­ara­mót­um. Þeir hafa einnig unnið tvo heims­meist­aratitla í ruðn­ingi. Ofan á þetta allt er golf­menn­ingin mjög sterk í land­inu. Kylfingar á borð við Adam Scott, Karrie Webb og hvíti hákarl­inn sjálfur Greg Norman koma það­an.

3.   Sví­þjóðFyr­ir­mynd­ar­ríkið Sví­þjóð er með heil­brigðan lífstíl og íþróttir á heil­an­um. Sví­þjóð er í sjö­unda sæti yfir sig­ur­sæl­ustu þjóð­irnar á ólymp­íu­leik­unum sem er stór­merki­legt í ljósi þess að Svíar eru ekki nema tæp­lega tíu millj­ón­ir. Knatt­spyrnu­liðið þeirra hefur náð silfri og bronsi á heims­meist­ara­móti, hand­knatt­leiksliðið hefur unnið fjöl­mörg heims- og evr­ópu­meist­ara­mót og íshokkíliðið þeirra hefur unnið níu heims­meist­aratitla. Þeir eru heldur engir aukvisar í ein­stak­lings­í­þrótt­um. Björn Borg er besti tennis­leik­maður allra tíma, Ingemar Sten­mark besti alpa­greina­mað­ur­inn og Annika Sör­en­stem besti kven­kylfing­ur­inn. Svíar hafa meira að segja átt þunga­vigtar heims­meist­ara í hnefa­leik­um, Ingemar „Þórs­ham­ar“ Johans­son.

2.    JamaíkaÞetta þriggja milljón manna þriðja-heims eyríki hefur heldur betur sett svip sinn á heim íþrótt­anna. Fræg­astir eru Jamaíku­menn fyrir sprett­hlaupara sína. Þeir eiga sam­tals 67 ólymp­íu­medal­íur og 66 af þeim hafa komið úr sprett­hlaupi. Af körlum má nefna einn besta íþrótta­mann heims Usain Bolt, sem og Asafa Powell og Yohan Bla­ke. Af konum eru merkastar Mer­lene Ottey og Shelly-Ann Fra­ser-Pryce. Jama­ísku hlaupararnir hafa haft algera yfir­burði á tveimur sein­ustu leik­um. Jamaíku­menn hafa tvisvar orðið heims­meist­arar í krikket (í liði Vest­ur­-Ind­ía) og þeir hafa átt góða körfuknatt­leiks­menn eins og Pat­rick Ewing og Andre Drumm­ond. Fræg­asta liðið þeirra er þó án nokk­urs vafa bobbs­leð­aliðið þeirra sem komst á vetr­ar­ólymp­íu­leik­ana í Cal­gary 1988........og svo fimm sinnum síðan þá.

Usain Bolt, sprettharðasti maður sögunnar. Mynd: EPA. Usain Bolt, sprett­harð­asti maður sög­unn­ar. Mynd: EPA.

Auglýsing

1.    Finn­landÞessi fimm milljón manna þjóð er þekkt­ust fyrir sauna­böð og þungt skap en er einnig fremsta íþrótta­þjóð heims. Fólk á það til að líta fram­hjá Finnum vegna þess hversu afleitt knatt­spyrnu­liðið þeirra er en Finnar skara fram úr í mörgu öðru. Þeir eru sterkasta kappakst­urs­þjóð heims. Þeir eiga fjóra heims­meist­aratitla í For­múlu 1 og 14 í rallý. Mika Hakkinen og Tommi Mak­inen eru stór­stjörn­ur. Tvisvar hefur íshokkílands­lið þeirra unnið heims­meist­ara­tit­il. Árangur þeirra á ólymp­íu­leik­unum er aðdá­una­verð­ur, sér­stak­lega í frjálsum íþrótt­um. Þar eiga þeir 48 gull og 114 medal­íur alls. Ein­ungis Banda­rík­in, Sov­ét­ríkin og Bret­land hafa halað inn fleiri medal­í­um. Lang­hlaupararnir (hinir fljúg­andi Finn­ar) Paavo Nur­mi, Ville Ritola og Lasse Viren eiga stóran þátt í þessum árangri. Árang­ur­inn á vetr­ar­leik­unum er líka góð­ur, sér­stak­lega í skíða­stökki og skíða­göngu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None