Makrílkvóta úthlutað varanlega...eða næstum því

makríll-muynd.jpg
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra lagði fram frum­varp á Alþingi um úthlutun á mak­ríl­kvóta rétt fyrir páska sem við­búið er skapi nokkrar deilur á Alþingi, enda skiptar skoð­anir um það hjá stjórn­mála­mönnum hvernig stjórn fisk­veiða á að vera. Þá eru hags­mun­irnir sem undir eru gríð­ar­lega miklir, og það hvernig að þessu verður staðið núna getur markað veg­inn til fram­tíðar þegar kemur að mak­ríl­veið­um, líkt og var raunin með lög­fest­ingu kvóta­kerf­is­ins. Heild­ar­tekjur af mak­ríl hafa verið um og yfir 20 millj­arðar á ári, síð­ustu árin.

Sam­kvæmt frum­varp­inu verður afla­hlut­deildum (kvóta) úthlutað niður á skip í áþekkum hlut­föllum og á yfir­stand­andi fisk­veiði­ári. Enda byggir úthlut­unin á núver­andi fisk­veiði­ári á veiði­eynslu fyrri ára. Útgerðir skipa og báta sem hafa afla­reynslu frá árunum 2011-2014 fá afla­hlut­deild í mak­ríl úthlut­að.  Hömlur eru á við­skiptum með afla­heim­ild­ir. Fram­sal verður óheim­ilt en til­flutn­ingur milli skipa innan sömu útgerðar verður heim­il. Þetta þýðir að mak­ríl­kvót­inn mun ekki geta gengið kaupum og sölum á milli útgerða líkt og tíðkast með aðrar teg­undir innan kvóta­kerf­is­ins. Í það minnsta ekki fyrst um sinn.

Í mak­ríl­frum­varpi ráð­herra verður kvóta­skipt­ing eft­ir­far­andi:

Auglýsing


  1. a) 90% til báta/­skipa sem hafa afla­reynslu frá árunum 2011-2014 (upp­sjáv­ar-, frysti- og ísfisk­skip).


  2. b) 5% til smá­báta sem veitt hafa mak­ríl með línu eða hand­færi á árunum 2009-2014.


  3. c) 5% til fiski­skipa í flokki a) sem unnu sér­stak­lega í mann­eld­is­vinnslu.
Á yfir­stand­andi fisk­veiði­ári, líkt og á fisk­veiði­ár­unum þar á und­an, var mak­ríl­kvót­anum skipt niður á skip í upp­sjáv­ar-, frysti- og ísfisk­skipa­flokk­um.  Frá árinu 2009 hefur mak­ríl­veiðum verið stýrt með útgáfu veiði­leyfa sem gilt hafa í eitt ár í senn á grund­velli reglu­gerða.  Í smá­báta­flokknum er hins vegar „ólympískt“ fyr­ir­komu­lag, þ.e.a.s. bátar með sér­út­búin veið­ar­færi geta veitt frjálst þangað til heild­ar­kvóta smá­báta er náð.

Tíma­bundin úthlut­un Öf­ugt á við fyrri kvóta­setn­ingar á öðrum teg­undum innan lög­sög­unnar (sbr. þegar kvóta­kerfið var sett á lagg­irnar árin 1983 og 1984) verður mak­ríl­kvót­anum ekki úthlutað var­an­lega til langs tíma heldur er farin hálf­gerð milli­leið og kvót­anum úthlutað til sex ára með fram­leng­ing­ar­á­kvæð­i.  Í athuga­semdum með frum­varp­inu kemur fram að í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar komi fram að samn­ings­bundin rétt­indi um nýt­ingu afla­heim­ilda eigi að taka við af var­an­legri úthlut­un.  Því sé mik­il­vægt við hlut­deild­ar­setn­ingu nýrra stofna að kveða skýrt á um úthlutun tíma­bund­inna rétt­inda. Þá kemur einnig fram að meiri óvissa sé um mak­ríl­veiðar en um aðra stofna vegna stuttrar afla­reynslu. Auk þess er rætt um að ósamið sé um mak­ríl­veiðar við aðrar þjóð­ir.  Loks kemur fram að til­teknar útgerðir hafi stefnt rík­inu vegna „rangrar“ úthlut­unar í mak­ríl. Þetta er rök­semda­færslan í frum­varp­inu fyrir tíma­bund­inni úthlut­un.

Stór­út­gerðir hljóta að fagnaÞessi sex ára gild­is­tími virkar þannig að kvót­anum er úthlutað strax til útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna til sex ára.  Afla­hlut­deildin (kvót­inn) fram­leng­ist sjálf­krafa um eitt ár í senn nema lögum verði breytt.  Í frum­varp­inu kemur jafn­framt fram að kvót­inn falli ekki niður að hluta eða öllu leyti með minna en sex ára fyr­ir­vara. Þannig hafa útgerðir trygg­ingu fyrir því á hverjum tíma að halda sínum hlut­deildum næstu sex ár. Útgerð­ar­fyr­ir­tækin hafa því alltaf sex ár að lág­marki fyrir framan sig áður en til breyt­inga kem­ur.  Til dæmis þýðir þetta að ef ríkið til­kynnir árið 2021 að það hygg­ist breyta fyr­ir­komu­lagi á úthlutun á mak­ríl­kvóta mun sú breyt­ing ekki geta átt sér stað fyrr en árið 2027. Á manna­máli þýðir þetta að kvót­anum hefur hálf­vegis verið úthlutað var­an­lega og laga­leg staða þeirra útgerða sem fá hlut­deild núna verður mun sterk­ari miðað við þá stöðu sem nú er fyrir hendi með árlegri úthlutun byggða á reglu­gerðum til eins árs.  Á heild­ina litið er þessi kvóta­setn­ing jákvæð fyrir stóru sam­settu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin sem hafa mest stundað mak­ríl­veið­arn­ar. Fyr­ir­tæki eins og HB Grandi, Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Síld­ar­vinnslan, Vinnslu­stöð­in, Skinn­ey, Eskja, Hug­inn, Gjögur og Sam­herji munu öll fá háa hlut­deild í kvót­anum enda hafa þau veiði­reynslu.

Mak­ríl­kvóti mik­ils virðiLíkt og Kjarn­inn hefur áður bent á er verð á afla­heim­ildum í mik­il­væg­ustu teg­undum innan lög­sög­unnar hátt.  Verð á þorsk­kvóta er að lág­marki 2.500 kr/kg um þessar mund­ir. Verð á ýsu­kvóta er einnig mjög hátt.  Þorskígild­is­stuð­ull mak­ríls er 0,41. Miðað við verð á þorsk­kvóta gæti verð­mið­inn á heild­ar­makríl­kvót­anum verið um 150 millj­arð­ar.  Vegna þess hve gild­is­tími afla­hlut­deild­ar­innar er stuttur er þó lík­legt að virðið sé lægra. En þó er ekki gott að segja, þar sem arð­semin í mak­ríl­veið­um, vinnslu og sölu hefur verið mik­il, og mun meiri hlut­falls­lega heldur en í þorsk­in­um.

Mak­ríll næst verð­mætasta teg­undin árið 2014Árið 2014 var mak­ríll næst verð­mætasta teg­undin innan lög­sög­unnar mælt í útflutn­ings­verð­mæt­um. Þorsk­ur­inn er vita­skuld lang verð­mætasta teg­und­in, líkt og und­an­farna ára­tug­i.  Árið 2014 nam útflutn­ings­verð­mæti þorsks tæpum 90 millj­örðum króna, næst kom mak­ríll með 22 millj­arða.  Á árinu 2014 veiddu íslensk skip um 167 þús­und tonn af mak­ríl.  Þetta þýðir að útflutn­ings­verð­mætið nam 134 kr/kg árið 2014. Mak­ríll­inn hefur komið eins og himna­send­ing inn í íslenskan sjáv­ar­út­vegs, einkum og sér í lagi eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins.Útflutn­ings­verð­mæti sjáv­ar­af­urða 2014 millj­ónir króna Hlut­fall
Þorskur 89.578 37,2%
Mak­ríll 22.408 9,3%
Síld 16.380 6,8%
Loðna 14.978 6,2%
Karfi 14.161 5,9%
Ýsa 13.240 5,5%
Ufsi 11.910 4,9%
Aðrar teg­undir sam­tals 58.047 24,1%
Sam­tals 240.701 100,0%
Heim­ild: Hag­stofa


Sér­stakt veiði­gjald á mak­ríl verður 10 kr/kgSam­hliða því að gild­is­tím­inn á afla­hlut­deild í mak­ríl er 6 ár hefur verið ákveðið að inn­heimt verði sér­stakt veiði­gjald frá þeim útgerðum sem fá mak­ríl­kvóta, til við­bótar við hefð­bundin veiði­gjöld, uppá 10 kr/k­g.  Þetta mun skila rík­inu árlega 1,5 millj­örðum króna miðað við 150 þús. tonna mak­ríl­kvóta.  Til sam­an­burðar rukka Græn­lend­ingar 0,95 d­anskar krónur á kíló (tæp­lega 20 kr/kg) þær útgerðir sem nýta græn­lenskan mak­ríl­kvóta. Þessar 10 kr/kg ættu að vera vel við­ráð­an­legar í ljósi útflutn­ings­verð­mæt­is­ins (134 kr/kg árið 2014).

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None