Íslensk fyrirtæki brjóta skilmála Facebook til að safna fylgjendum

3376955055_b0aba92518_o.1.jpg
Auglýsing

Flestir Face­book-not­endur ættu að kann­ast við fra­s­ann „læka, deila og kvitta“. Þannig hvetja ýmis fyr­ir­tæki og vöru­merki Face­book-not­endur til að ger­ast fylgj­endur Face­book-­síðna þeirra. Oft­ast er ein­hver umbun í boði fyrir þessa fríu kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins á vegg Face­book-not­and­ans, sem fer yfir­leitt í lukku­pott og getur unnið allt milli him­ins og jarð­ar.

Þetta er mark­aðs­setn­ing sem fjöl­mörg íslensk fyr­ir­tæki hafa nýtt sér þrátt fyrir að hún sé óheimil sam­kvæmt not­enda­skil­málum Face­book.

Vin­sælasta íslenska Face­book-­síð­an aldrei efnt til leiks



Face­book-­leikir hafa vafa­laust verið árang­urs­rík leið hingað til við að kynna Face­book-­síður og safna fylgj­end­um. Sam­kvæmt not­enda­skil­málum Face­book er þó ekki leyfi­legt að hvetja Face­book-not­endur til að deila færslum á sínum eigin vegg í von um að kom­ast í lukku­pott. Fyr­ir­tækjum er heim­ilt að hafa happ­drætti en ekki að setja það sem skil­yrði að not­endur dreifi færslum frá þeim. Brjóti fyr­ir­tæki þessar reglur áskilur Face­book sér rétt til að eyða fylgj­enda­síð­unni og öllu því efni sem þar er.

Vísir vakti athygli á not­enda­skil­málum mið­ils­ins árið 2011 en samt sem áður eru enn fyr­ir­tæki sem standa fyrir leikjum sem þess­um. Vin­sælasta íslenska Face­book-­síðan er þó ekki þeirra á með­al. Það var í des­em­ber 2010 sem Þórir Ingv­ars­son, rann­sókn­ar­lög­reglu­maður og þáver­andi lög­reglu­stjóri, Stefán Eiríks­son, ákváðu að stofna Face­book-­síðu fyrir lög­regl­una á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Það gerðu þeir sem til­raun til að kom­ast í sam­skipti við fólk – sem kom í ljós að var greini­lega alveg til í að fylgj­ast með lög­regl­unni.

Auglýsing

Sam­spil for­vitni og sam­skipta lík­legt til árang­urs



Þórir segir að ekki hafi verið farið út í neina kynn­ingu þegar Face­book-­síðan var stofnuð heldur hafi fylgj­endum fjölgað smám sam­an. Hann telur marg­þættar skýr­ingar liggja að baki því að fólk vilji fylgj­ast með lög­regl­unni á Face­book. For­vitni fólks sé ein þeirra. „Það vill fá upp­lýs­ingar um hvað lög­reglan er að gera, hvað henni finnst og svo­leið­is,“ segir Þór­ir, og bætir við að hann líti á for­vitn­ina sem mik­inn kost. Sam­skipta­hluti Face­book sé önnur skýr­ing. Hann telur það vera sam­spil af for­vitni og því að hægt sé að vera í sam­skiptum við lög­regl­una sem fái fólk til að fylgj­ast með.

Að auki segir hann að það skipti miklu máli að vera mann­leg, það sé þessi mann­lega hlið sem fólk vilji sjá. „Við reynum að vera með efni sem er mann­eskju­legt og reynum að setja það fram á skemmti­legan hátt og passa okkur að vera ekki of stofn­ana­leg. Við viljum setja þetta upp á þennan hátt, að fólk sjái að það er bara venju­legt fólk að svara. Við notum húmor og reynum að svara á skemmti­legan máta,“ segir Þór­ir.

Sprellið er vin­sæl­ast



Tólf starfs­menn lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sjá um að birta efni á Face­book-­síð­unni, svara athuga­semdum og einka­skila­boð­um. Þeirra á meðal eru bæði rann­sókn­ar­lög­reglu­menn og þeir sem vinna úti á vett­vangi. Þórir segir að Face­book-­síðan hafi verið sett á lagg­irnar fyrir hart­nær fimm árum síðan til að bregð­ast við hinu nýja staf­ræna sam­fé­lagi. „Lög­reglan á að vera þar sem fólkið er. Við erum ekki lengur í þjóð­fé­lagi þar sem börn eru úti á leik­velli og fólk að vinna úti. Við erum orðin að miklu leyti staf­rænt sam­fé­lag og það vant­aði kannski staf­ræna lög­reglu,“ segir Þór­ir.

Með sam­fé­lags­miðla­notk­un­inni seg­ist Þórir einnig hafa viljað sýna lög­regl­una frá því sjón­ar­horni sem hann þekki hana. „Mér finnst þetta bara svo skemmti­legur vinnu­stað­ur, svo mikið af skemmti­legu fólki og svona lif­andi og mikið grín og mikið sprell.“ Það er einmitt þetta sprell sem virð­ist vera vin­sæl­ast á síð­unni ef marka má þá færslu sem flestir læk­uðu, deildu eða skrif­uðu athuga­semd á síð­unni í apr­íl.









Það er fátt sem fer meira í taug­arnar á fólki en að sjá þegar ófatl­aðir ein­stak­lingar leggja í stæði fyrir hreyfi­haml­að...

Posted by Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu on 9. apríl 2015







Fyrst og fremst sam­skipta­mið­ill



Þórir segir sam­fé­lags­miðla snú­ast um sam­tal. Þeir séu mjög ólíkir fjöl­miðlum að því leyti. „Fjöl­miðlun snýst um útvörpun en sam­fé­lags­miðlar um sam­tal,“ segir Þór­ir. Þess vegna sé afar mik­il­vægt að svara fólki. Þrátt fyrir að það leiki léttur und­ir­tónn í mörgum þeirra færslna sem lög­reglan birtir á Face­book setur hún einnig inn til­kynn­ingar og mik­il­væg skila­boð. Tvisvar sinnum hefur hún nýtt mið­il­inn til að vera í sam­skiptum við fólk í óveðri þegar hætta var á að aðrar sam­skipta­leiðir lægju niðri. Þá var fólki bent á að hafa sam­band við lög­reglu á Face­book ef það vant­aði aðstoð.

„Þetta er að erlendri fyr­ir­mynd en reynslan er sú að sam­fé­lags­miðlar og 3G send­ingar eru það síð­asta sem hryn­ur,“ segir Þór­ir. Því sé Face­book afar mik­il­væg sam­skipta­leið og raunar allir sam­fé­lags­miðlar en lög­reglan er virk á nán­ast öllum helstu miðl­un­um. Hún nálg­að­ist til að mynda heims­frægð þegar erlendir fjöl­miðlar fjöll­uðu um krútt­legar myndir á Instagram-­síðu lög­regl­unnar, en þar hefur hún ótal erlenda fylgj­end­ur.

Virkni fylgj­enda skiptir sköpum varð­andi sýni­leika á Face­book



Það sem skiptir mestu máli varð­andi sýni­leika á Face­book er að birta færslur sem verða vin­sæl­ar, þ.e. færslur sem hreyfa við not­end­um, fá þá til að læka, deila og/eða skrifa athuga­semd­ir. Það hefur gengið hjá lög­regl­unni, að minnsta kosti inn á milli. Næstum tíu pró­sent fylgj­enda síð­unnar gáfu lög­regl­unni læk fyrir vin­sæl­ustu færslu apr­íl­mán­að­ar. Það þýðir að færslan hefur farið víða og birst í frétta­veitum margra.

Vin­sælar færslur geta undið upp á sig og dreifst ennþá betur vegna vin­sæld­anna. Þá sjá fleiri þær og því er lík­legra að þær fái enn fleiri læk. Þannig hefur sá sem fram­leiðir efni tak­mörkuð völd yfir því hvað fær mikla birt­ingu og hvað ekki. Fjöl­miðlar eru meðal þeirra sem hafa sér­stak­lega fundið fyrir þessu en þeir eru vanir að hafa dag­skrár­valdið í sínum hönd­um, þ.e. að ákveða hvaða fréttir eru mest áber­andi, eru á for­síðum dag­blaða og fyrstar í frétta­tíma.

Nið­ur­staða nýs loka­verk­efnis í blaða- og frétta­mennsku er sú að á Face­book er dag­skrár­vald fjöl­miðla miklu minna en í hefð­bundnum fjöl­miðl­um. Á Face­book er það les­end­anna að ákveða hvaða frétt verður sýni­leg­ust vegna flók­inna reikni­að­ferða sam­fé­lags­mið­ils­ins, sem ákvarðar hvaða efni fær mikla dreif­ingu á miðl­inum og hvað ekki. Það þarf alls ekki að vera að for­síðu­frétt blað­anna sé sama frétt og nýtur hylli á Face­book.

Gott að vera vin­sæll ef koma á mik­il­vægum skila­boðum á fram­færi



Vin­sældir fyrri færslna eru eitt af því sem reikni­að­ferðir Face­book taka til­lit til við ákvörðun þess hvaða færslur dreifast víða og hverjar ekki. Þannig getur það borgað sig fyrir lög­regl­una að birta skondnar færslur sem njóta mik­illa vin­sælda því þá verður lík­legra að fylgj­endur fái líka aðrar færslur emb­ætt­is­ins í frétta­veit­una hjá sér, til að mynda til­kynn­ingar og annað sem er brýnt að ber­ist til fólks. Það getur nefni­lega verið erfitt að vera sýni­legur á Face­book nema maður greiði bein­línis fyrir það.

Face­book hefur hlotið mikla gagn­rýni und­an­farið fyrir reikni­að­ferðir sínar sem hafa gert það að verkum að fyr­ir­tæki ná til sífellt færri fylgj­enda þegar þeir greiða ekki fyrir dreif­ingu. Face­book segir aðferð­irnar þó nauð­syn­leg­ar. Að með­al­tali birt­ast Face­book-not­and­anum 1.500 nýjar færslur í hvert skipti sem hann skráir sig inn á síð­una.

Í til­raun til að koma reglu á þessar færslur þró­aði Face­book reikni­að­ferð­irn­ar. Þær byggja á þús­undum und­ir­liggj­andi þátta um Face­book-not­and­ann. Mark­miðið er að sýna honum það sem hann vill sjá. Face­book skráir virkni hvers og eins not­anda fyrir sig og flokkar efni frétta­veitu hans þannig að hún end­ur­spegli það sem hann ætti að hafa áhuga á, að und­an­skildum keyptum aug­lýs­ing­um.

Of margir fylgj­endur gætu spornað við dreif­ingu



Þegar ný færsla er birt berst hún aðeins í frétta­veit­una hjá broti af Face­book-vinum eða fylgj­endum eig­and­ans. Ef færslan nýtur vin­sælda hjá þeim, þ.e. margir læka, skrifa athuga­semd og deila henni birt­ist hún í frétta­veitum fleiri not­enda.

Því skiptir sköpum varð­andi dreif­ingu að hafa virka vini eða fylgj­end­ur. Magn fylgj­enda skiptir ekki eins miklu máli og virkni þeirra því ef þeir sem sjá færsl­una í upp­hafi bregð­ast ekki við henni dreif­ist hún ekki til fleiri fylgj­enda. Því gætu Face­book-­leikir þar sem fólk er lokkað til að læka fylgj­enda­síður óháð því hvort það hafi í raun áhuga á því efni sem birt er á síð­unni bein­línis spornað við dreif­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None