Sjötíu ár frá sigrinum mikla

Ómar Þorgeirsson
IMG_006.jpg
Auglýsing

Sig­ur­dag­ur­inn 9. maí hefur ómælda þýð­ingu fyrir Rússa ár hvert. Minn­ingum um sigra og fórnir Rauða hers­ins í hinu svo­kall­aða „Föð­ur­lands­stríði mikla” á árunum 1941-1945 er þá sér­stak­lega haldið á lofti. Í dag fagna Rússar því að sjö­tíu ár séu liðin frá því að form­lega var til­kynnt um fulln­að­ar­sigur Sov­ét­þjóð­anna og banda­manna þeirra á Þýska­landi Hitlers.

Þurftu ekki  einu sinni áfengiÍ bók­inni Six Months in 1945 eftir Mich­ael Dobbs er að finna lif­andi og skemmti­lega lýs­ingu á atburða­rásinni 9. maí 1945 í Moskvu. Þar kemur fram að frétta­þul­ur­inn Yuri Levitan hafi fengið það hlut­verk að til­kynna um sigur Sov­ét­manna en sá hinn sami greindi einmitt frá inn­rás Þjóð­verja fjórum árum áður. „Þetta er Moskva sem tal­ar. Þýska­landi fas­ism­ans hefur verið tor­tím­t,” á Levitan að hafa sagt. Til­kynn­ing­unni var vita­skuld tekið með ein­lægum fögn­uði þar sem eft­ir­lif­endur Föð­ur­lands­stríðs­ins mikla döns­uðu á strætum og torgum borg­ar­inn­ar. “Menn voru svo ham­ingju­sam­ir, að þeir þurftu ekki einu sinni áfeng­i,” er haft eftir heim­ild­ar­manni Dobbs.

Út með gærunaÓlík­legt verður að telj­ast að Pétur Bene­dikts­son, þá til­tölu­lega nýskip­aður sendi­herra Íslands í Moskvu, hafi orðið vitni af fagn­að­ar­lát­unum á Rauða torg­inu þann 9. maí árið 1945. Af bréfa­sam­skiptum Pét­urs og öðrum skjöl­um, sem tekin eru saman í bók­inni Opin­ber tengsl Íslands við Sov­ét­rík­in/Rúss­land: 1943-2008. Skjöl, er ekki að finna lýs­ingar frá Sig­ur­deg­in­um. Hins vegar er þar að finna margar aðrar áhuga­verðar lýs­ingar á Rússum og rúss­nesku sam­fé­lagi. Sendi­ráðið í Moskvu var stofnað árið 1944 og því féll það í verka­hring Pét­urs að tala um fyrir sjálf­stæð­is­bar­áttu Íslands auk þess að hyggja að mögu­legum við­skipta­legum ávinn­ingum í Sov­ét­ríkj­un­um. Í bréfi til Pét­urs snemma árs 1944 telur ráðu­neytið æski­legt að hann athugi mögu­leika á að kaupa trjá­við auk þess sem hann er góð­fús­lega minntur á að gærur árs­ins 1943 séu enn óseld­ar.

Dagur sam­ein­ingar í Rúss­landiÁ alvar­legri nót­um, er mik­il­vægt að hafa það hug­fast þegar rætt er um Sig­ur­dag­inn í rúss­nesku sam­hengi hversu gríð­ar­legu mann­tjóni Sov­ét­menn urðu fyrir í heims­styrj­öld­inni síð­ari, sér­stak­lega á árunum 1941-1945. Á Sig­ur­dag­inn 9. maí koma Rússar sam­an, ungir sem aldn­ir, til að heiðra minn­ingu þeirra sem börð­ust og féllu, ásamt því að heiðra þá eft­ir­lif­endur sem uppi stóðu eftir Föð­ur­lands­stríðið mikla. Þrátt fyrir að nafn­giftin “Sig­ur­dag­ur­inn” tali sínu máli um mik­il­vægi þess að Rauði her­inn hafi fagnað sigri á sínum tíma, þá er óhætt að segja að 9. maí sé ekki síður dagur sam­ein­ingar í Rúss­landi.

Skriðdreki fyrir framan eina af byggingum sem nefndar eru „sjö systur” og byggðar voru á árunum 1947-1953 að fyrirskipun Stalíns. Mynd: Ómar. Skrið­dreki fyrir framan eina af bygg­ingum sem nefndar eru „sjö syst­ur” og byggðar voru á árunum 1947-1953 að fyr­ir­skipun Stalíns. Mynd: Ómar.

Óein­ing um arf­leifð StalínsÁ þessum mikla degi sam­ein­ingar í Rúss­landi skipt­ast Rússar þó enn í fylk­ingar þegar nafn fyrrum leið­tog­ans Jós­efs Stalín ber á góma. Rússar eru ekki bara annað hvort með eða á móti þegar kemur að því að ræða Stalín heldur virð­ast margir vera ein­hvers­staðar mitt á milli. Nýleg skoð­ana­könnun Levada Center, sem fram­kvæmir reglu­legar skoð­ana­kann­anir og rann­sóknir á rúss­nesku sam­fé­lag­i,  end­ur­speglar þessar fylk­ing­ar. Þar kemur fram að 39% aðspurðra líti á Stalín og arf­leið hans með jákvæðum augum og 45% telja að verkn­aðir í stjórn­ar­tíð hans hafi verið rétt­læt­an­legir þegar allt kom til alls og Sov­ét­ríkj­unum til bóta. Á meðan 25% líti á Stalín með nei­kvæðum augum og 30% séu ein­hvers­staðar mitt á milli. Stórir hern­að­ar­legir sigrar Stalíns, heragi og regla á öðrum ásnum og grimmi­leg voða­verk og yfir­gengi­legar öfgar á hinum ásn­um. Rússar hafa gengið í gegnum tíma­bil þar sem reynt var að grafa arf­leifð Stalíns en hún virð­ist alltaf dúkka aftur reglu­lega upp á yfir­borð­ið. Sig­ur­dag­ur­inn og hátíð­ar­höld tengd honum spila þar eflaust stórt hlut­verk enda minna þau Rússa óhjá­kvæmi­lega á stóra hern­að­ar­lega sigra Stalíns og hvaða þýð­ingu þeir höfðu fyrir Sov­ét­rík­in.

Her­sýn­ingin með stærra móti í árMikið hefur verið rætt og skrifað um hvaða þjóð­höfð­ingjar ætli ekki að mæta til að sam­fagna Rússum á Sig­ur­deg­inum til að mót­mæla fram­göngu rúss­neskra stjórn­valda í Úkra­ínu. Rúss­neska frétta­stofan TASS greinir þó frá því að her­sýn­ing Sig­ur­dags­ins 2015 verði með stærra móti í Moskvu, í til­efni af 70 ára hátíð­ar­höld­un­um, en verið hefur hin síð­ari ár.  Und­ir­bún­ingur her­sýn­ing­ar­innar hefur ekki farið fram­hjá Moskvu­búum síð­ustu vik­urnar þar sem langar lestir skrið­dreka hafa sést keyra um borg­ina auk þess sem loft­helgi Mosvku­borgar hefur nokkrum sinnum verið tíma­bundið lokað síð­ustu daga til þess að rúss­neski flug­her­inn geti æft sig. Áætlað er að um 15 þús­und her­menn taki þátt í her­sýn­ing­unni í dag, auk 200 skrið­dreka og ann­ara hern­aðar far­ar­tækja. En flestra augu munu þar bein­ast að hinum nýju og hátækni­væddu Armata T-14 skrið­drek­um. Þá munu 143 orr­ustu­þotur –og þyrlur fljúga yfir hátíð­argestum með til­heyr­andi látum og sjón­ar­spili. Mik­illi vinnu og miklum fjár­munum hefur aug­ljós­lega verið telft fram af rúss­neskum stjórn­völdum til þess að gera sig­ur­dag­inn 2015 sem glæsi­leg­astan – burt séð frá efna­hags­legum þreng­ingum eða stöðu Rúss­lands innan alþjóða­sam­fé­lags­ins.

Höf­undur er sagn­fræð­ingur og við­skipta­fræð­ing­ur, búsettur í Moskvu.

Auglýsing

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None