Sjötíu ár frá sigrinum mikla

Ómar Þorgeirsson
IMG_006.jpg
Auglýsing

Sig­ur­dag­ur­inn 9. maí hefur ómælda þýð­ingu fyrir Rússa ár hvert. Minn­ingum um sigra og fórnir Rauða hers­ins í hinu svo­kall­aða „Föð­ur­lands­stríði mikla” á árunum 1941-1945 er þá sér­stak­lega haldið á lofti. Í dag fagna Rússar því að sjö­tíu ár séu liðin frá því að form­lega var til­kynnt um fulln­að­ar­sigur Sov­ét­þjóð­anna og banda­manna þeirra á Þýska­landi Hitlers.

Þurftu ekki  einu sinni áfengiÍ bók­inni Six Months in 1945 eftir Mich­ael Dobbs er að finna lif­andi og skemmti­lega lýs­ingu á atburða­rásinni 9. maí 1945 í Moskvu. Þar kemur fram að frétta­þul­ur­inn Yuri Levitan hafi fengið það hlut­verk að til­kynna um sigur Sov­ét­manna en sá hinn sami greindi einmitt frá inn­rás Þjóð­verja fjórum árum áður. „Þetta er Moskva sem tal­ar. Þýska­landi fas­ism­ans hefur verið tor­tím­t,” á Levitan að hafa sagt. Til­kynn­ing­unni var vita­skuld tekið með ein­lægum fögn­uði þar sem eft­ir­lif­endur Föð­ur­lands­stríðs­ins mikla döns­uðu á strætum og torgum borg­ar­inn­ar. “Menn voru svo ham­ingju­sam­ir, að þeir þurftu ekki einu sinni áfeng­i,” er haft eftir heim­ild­ar­manni Dobbs.

Út með gærunaÓlík­legt verður að telj­ast að Pétur Bene­dikts­son, þá til­tölu­lega nýskip­aður sendi­herra Íslands í Moskvu, hafi orðið vitni af fagn­að­ar­lát­unum á Rauða torg­inu þann 9. maí árið 1945. Af bréfa­sam­skiptum Pét­urs og öðrum skjöl­um, sem tekin eru saman í bók­inni Opin­ber tengsl Íslands við Sov­ét­rík­in/Rúss­land: 1943-2008. Skjöl, er ekki að finna lýs­ingar frá Sig­ur­deg­in­um. Hins vegar er þar að finna margar aðrar áhuga­verðar lýs­ingar á Rússum og rúss­nesku sam­fé­lagi. Sendi­ráðið í Moskvu var stofnað árið 1944 og því féll það í verka­hring Pét­urs að tala um fyrir sjálf­stæð­is­bar­áttu Íslands auk þess að hyggja að mögu­legum við­skipta­legum ávinn­ingum í Sov­ét­ríkj­un­um. Í bréfi til Pét­urs snemma árs 1944 telur ráðu­neytið æski­legt að hann athugi mögu­leika á að kaupa trjá­við auk þess sem hann er góð­fús­lega minntur á að gærur árs­ins 1943 séu enn óseld­ar.

Dagur sam­ein­ingar í Rúss­landiÁ alvar­legri nót­um, er mik­il­vægt að hafa það hug­fast þegar rætt er um Sig­ur­dag­inn í rúss­nesku sam­hengi hversu gríð­ar­legu mann­tjóni Sov­ét­menn urðu fyrir í heims­styrj­öld­inni síð­ari, sér­stak­lega á árunum 1941-1945. Á Sig­ur­dag­inn 9. maí koma Rússar sam­an, ungir sem aldn­ir, til að heiðra minn­ingu þeirra sem börð­ust og féllu, ásamt því að heiðra þá eft­ir­lif­endur sem uppi stóðu eftir Föð­ur­lands­stríðið mikla. Þrátt fyrir að nafn­giftin “Sig­ur­dag­ur­inn” tali sínu máli um mik­il­vægi þess að Rauði her­inn hafi fagnað sigri á sínum tíma, þá er óhætt að segja að 9. maí sé ekki síður dagur sam­ein­ingar í Rúss­landi.

Skriðdreki fyrir framan eina af byggingum sem nefndar eru „sjö systur” og byggðar voru á árunum 1947-1953 að fyrirskipun Stalíns. Mynd: Ómar. Skrið­dreki fyrir framan eina af bygg­ingum sem nefndar eru „sjö syst­ur” og byggðar voru á árunum 1947-1953 að fyr­ir­skipun Stalíns. Mynd: Ómar.

Óein­ing um arf­leifð StalínsÁ þessum mikla degi sam­ein­ingar í Rúss­landi skipt­ast Rússar þó enn í fylk­ingar þegar nafn fyrrum leið­tog­ans Jós­efs Stalín ber á góma. Rússar eru ekki bara annað hvort með eða á móti þegar kemur að því að ræða Stalín heldur virð­ast margir vera ein­hvers­staðar mitt á milli. Nýleg skoð­ana­könnun Levada Center, sem fram­kvæmir reglu­legar skoð­ana­kann­anir og rann­sóknir á rúss­nesku sam­fé­lag­i,  end­ur­speglar þessar fylk­ing­ar. Þar kemur fram að 39% aðspurðra líti á Stalín og arf­leið hans með jákvæðum augum og 45% telja að verkn­aðir í stjórn­ar­tíð hans hafi verið rétt­læt­an­legir þegar allt kom til alls og Sov­ét­ríkj­unum til bóta. Á meðan 25% líti á Stalín með nei­kvæðum augum og 30% séu ein­hvers­staðar mitt á milli. Stórir hern­að­ar­legir sigrar Stalíns, heragi og regla á öðrum ásnum og grimmi­leg voða­verk og yfir­gengi­legar öfgar á hinum ásn­um. Rússar hafa gengið í gegnum tíma­bil þar sem reynt var að grafa arf­leifð Stalíns en hún virð­ist alltaf dúkka aftur reglu­lega upp á yfir­borð­ið. Sig­ur­dag­ur­inn og hátíð­ar­höld tengd honum spila þar eflaust stórt hlut­verk enda minna þau Rússa óhjá­kvæmi­lega á stóra hern­að­ar­lega sigra Stalíns og hvaða þýð­ingu þeir höfðu fyrir Sov­ét­rík­in.

Her­sýn­ingin með stærra móti í árMikið hefur verið rætt og skrifað um hvaða þjóð­höfð­ingjar ætli ekki að mæta til að sam­fagna Rússum á Sig­ur­deg­inum til að mót­mæla fram­göngu rúss­neskra stjórn­valda í Úkra­ínu. Rúss­neska frétta­stofan TASS greinir þó frá því að her­sýn­ing Sig­ur­dags­ins 2015 verði með stærra móti í Moskvu, í til­efni af 70 ára hátíð­ar­höld­un­um, en verið hefur hin síð­ari ár.  Und­ir­bún­ingur her­sýn­ing­ar­innar hefur ekki farið fram­hjá Moskvu­búum síð­ustu vik­urnar þar sem langar lestir skrið­dreka hafa sést keyra um borg­ina auk þess sem loft­helgi Mosvku­borgar hefur nokkrum sinnum verið tíma­bundið lokað síð­ustu daga til þess að rúss­neski flug­her­inn geti æft sig. Áætlað er að um 15 þús­und her­menn taki þátt í her­sýn­ing­unni í dag, auk 200 skrið­dreka og ann­ara hern­aðar far­ar­tækja. En flestra augu munu þar bein­ast að hinum nýju og hátækni­væddu Armata T-14 skrið­drek­um. Þá munu 143 orr­ustu­þotur –og þyrlur fljúga yfir hátíð­argestum með til­heyr­andi látum og sjón­ar­spili. Mik­illi vinnu og miklum fjár­munum hefur aug­ljós­lega verið telft fram af rúss­neskum stjórn­völdum til þess að gera sig­ur­dag­inn 2015 sem glæsi­leg­astan – burt séð frá efna­hags­legum þreng­ingum eða stöðu Rúss­lands innan alþjóða­sam­fé­lags­ins.

Höf­undur er sagn­fræð­ingur og við­skipta­fræð­ing­ur, búsettur í Moskvu.

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None