Sjötíu ár frá sigrinum mikla

Ómar Þorgeirsson
IMG_006.jpg
Auglýsing

Sig­ur­dag­ur­inn 9. maí hefur ómælda þýð­ingu fyrir Rússa ár hvert. Minn­ingum um sigra og fórnir Rauða hers­ins í hinu svo­kall­aða „Föð­ur­lands­stríði mikla” á árunum 1941-1945 er þá sér­stak­lega haldið á lofti. Í dag fagna Rússar því að sjö­tíu ár séu liðin frá því að form­lega var til­kynnt um fulln­að­ar­sigur Sov­ét­þjóð­anna og banda­manna þeirra á Þýska­landi Hitlers.

Þurftu ekki  einu sinni áfengi



Í bók­inni Six Months in 1945 eftir Mich­ael Dobbs er að finna lif­andi og skemmti­lega lýs­ingu á atburða­rásinni 9. maí 1945 í Moskvu. Þar kemur fram að frétta­þul­ur­inn Yuri Levitan hafi fengið það hlut­verk að til­kynna um sigur Sov­ét­manna en sá hinn sami greindi einmitt frá inn­rás Þjóð­verja fjórum árum áður. „Þetta er Moskva sem tal­ar. Þýska­landi fas­ism­ans hefur verið tor­tím­t,” á Levitan að hafa sagt. Til­kynn­ing­unni var vita­skuld tekið með ein­lægum fögn­uði þar sem eft­ir­lif­endur Föð­ur­lands­stríðs­ins mikla döns­uðu á strætum og torgum borg­ar­inn­ar. “Menn voru svo ham­ingju­sam­ir, að þeir þurftu ekki einu sinni áfeng­i,” er haft eftir heim­ild­ar­manni Dobbs.

Út með gæruna



Ólík­legt verður að telj­ast að Pétur Bene­dikts­son, þá til­tölu­lega nýskip­aður sendi­herra Íslands í Moskvu, hafi orðið vitni af fagn­að­ar­lát­unum á Rauða torg­inu þann 9. maí árið 1945. Af bréfa­sam­skiptum Pét­urs og öðrum skjöl­um, sem tekin eru saman í bók­inni Opin­ber tengsl Íslands við Sov­ét­rík­in/Rúss­land: 1943-2008. Skjöl, er ekki að finna lýs­ingar frá Sig­ur­deg­in­um. Hins vegar er þar að finna margar aðrar áhuga­verðar lýs­ingar á Rússum og rúss­nesku sam­fé­lagi. Sendi­ráðið í Moskvu var stofnað árið 1944 og því féll það í verka­hring Pét­urs að tala um fyrir sjálf­stæð­is­bar­áttu Íslands auk þess að hyggja að mögu­legum við­skipta­legum ávinn­ingum í Sov­ét­ríkj­un­um. Í bréfi til Pét­urs snemma árs 1944 telur ráðu­neytið æski­legt að hann athugi mögu­leika á að kaupa trjá­við auk þess sem hann er góð­fús­lega minntur á að gærur árs­ins 1943 séu enn óseld­ar.

Dagur sam­ein­ingar í Rúss­landi



Á alvar­legri nót­um, er mik­il­vægt að hafa það hug­fast þegar rætt er um Sig­ur­dag­inn í rúss­nesku sam­hengi hversu gríð­ar­legu mann­tjóni Sov­ét­menn urðu fyrir í heims­styrj­öld­inni síð­ari, sér­stak­lega á árunum 1941-1945. Á Sig­ur­dag­inn 9. maí koma Rússar sam­an, ungir sem aldn­ir, til að heiðra minn­ingu þeirra sem börð­ust og féllu, ásamt því að heiðra þá eft­ir­lif­endur sem uppi stóðu eftir Föð­ur­lands­stríðið mikla. Þrátt fyrir að nafn­giftin “Sig­ur­dag­ur­inn” tali sínu máli um mik­il­vægi þess að Rauði her­inn hafi fagnað sigri á sínum tíma, þá er óhætt að segja að 9. maí sé ekki síður dagur sam­ein­ingar í Rúss­landi.

Skriðdreki fyrir framan eina af byggingum sem nefndar eru „sjö systur” og byggðar voru á árunum 1947-1953 að fyrirskipun Stalíns. Mynd: Ómar. Skrið­dreki fyrir framan eina af bygg­ingum sem nefndar eru „sjö syst­ur” og byggðar voru á árunum 1947-1953 að fyr­ir­skipun Stalíns. Mynd: Ómar.

Óein­ing um arf­leifð Stalíns



Á þessum mikla degi sam­ein­ingar í Rúss­landi skipt­ast Rússar þó enn í fylk­ingar þegar nafn fyrrum leið­tog­ans Jós­efs Stalín ber á góma. Rússar eru ekki bara annað hvort með eða á móti þegar kemur að því að ræða Stalín heldur virð­ast margir vera ein­hvers­staðar mitt á milli. Nýleg skoð­ana­könnun Levada Center, sem fram­kvæmir reglu­legar skoð­ana­kann­anir og rann­sóknir á rúss­nesku sam­fé­lag­i,  end­ur­speglar þessar fylk­ing­ar. Þar kemur fram að 39% aðspurðra líti á Stalín og arf­leið hans með jákvæðum augum og 45% telja að verkn­aðir í stjórn­ar­tíð hans hafi verið rétt­læt­an­legir þegar allt kom til alls og Sov­ét­ríkj­unum til bóta. Á meðan 25% líti á Stalín með nei­kvæðum augum og 30% séu ein­hvers­staðar mitt á milli. Stórir hern­að­ar­legir sigrar Stalíns, heragi og regla á öðrum ásnum og grimmi­leg voða­verk og yfir­gengi­legar öfgar á hinum ásn­um. Rússar hafa gengið í gegnum tíma­bil þar sem reynt var að grafa arf­leifð Stalíns en hún virð­ist alltaf dúkka aftur reglu­lega upp á yfir­borð­ið. Sig­ur­dag­ur­inn og hátíð­ar­höld tengd honum spila þar eflaust stórt hlut­verk enda minna þau Rússa óhjá­kvæmi­lega á stóra hern­að­ar­lega sigra Stalíns og hvaða þýð­ingu þeir höfðu fyrir Sov­ét­rík­in.

Her­sýn­ingin með stærra móti í ár



Mikið hefur verið rætt og skrifað um hvaða þjóð­höfð­ingjar ætli ekki að mæta til að sam­fagna Rússum á Sig­ur­deg­inum til að mót­mæla fram­göngu rúss­neskra stjórn­valda í Úkra­ínu. Rúss­neska frétta­stofan TASS greinir þó frá því að her­sýn­ing Sig­ur­dags­ins 2015 verði með stærra móti í Moskvu, í til­efni af 70 ára hátíð­ar­höld­un­um, en verið hefur hin síð­ari ár.  Und­ir­bún­ingur her­sýn­ing­ar­innar hefur ekki farið fram­hjá Moskvu­búum síð­ustu vik­urnar þar sem langar lestir skrið­dreka hafa sést keyra um borg­ina auk þess sem loft­helgi Mosvku­borgar hefur nokkrum sinnum verið tíma­bundið lokað síð­ustu daga til þess að rúss­neski flug­her­inn geti æft sig. Áætlað er að um 15 þús­und her­menn taki þátt í her­sýn­ing­unni í dag, auk 200 skrið­dreka og ann­ara hern­aðar far­ar­tækja. En flestra augu munu þar bein­ast að hinum nýju og hátækni­væddu Armata T-14 skrið­drek­um. Þá munu 143 orr­ustu­þotur –og þyrlur fljúga yfir hátíð­argestum með til­heyr­andi látum og sjón­ar­spili. Mik­illi vinnu og miklum fjár­munum hefur aug­ljós­lega verið telft fram af rúss­neskum stjórn­völdum til þess að gera sig­ur­dag­inn 2015 sem glæsi­leg­astan – burt séð frá efna­hags­legum þreng­ingum eða stöðu Rúss­lands innan alþjóða­sam­fé­lags­ins.

Höf­undur er sagn­fræð­ingur og við­skipta­fræð­ing­ur, búsettur í Moskvu.

Auglýsing

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None