Sjötíu ár frá sigrinum mikla

Ómar Þorgeirsson
IMG_006.jpg
Auglýsing

Sigurdagurinn 9. maí hefur ómælda þýðingu fyrir Rússa ár hvert. Minningum um sigra og fórnir Rauða hersins í hinu svokallaða „Föðurlandsstríði mikla” á árunum 1941-1945 er þá sérstaklega haldið á lofti. Í dag fagna Rússar því að sjötíu ár séu liðin frá því að formlega var tilkynnt um fullnaðarsigur Sovétþjóðanna og bandamanna þeirra á Þýskalandi Hitlers.

Þurftu ekki  einu sinni áfengi


Í bókinni Six Months in 1945 eftir Michael Dobbs er að finna lifandi og skemmtilega lýsingu á atburðarásinni 9. maí 1945 í Moskvu. Þar kemur fram að fréttaþulurinn Yuri Levitan hafi fengið það hlutverk að tilkynna um sigur Sovétmanna en sá hinn sami greindi einmitt frá innrás Þjóðverja fjórum árum áður. „Þetta er Moskva sem talar. Þýskalandi fasismans hefur verið tortímt,” á Levitan að hafa sagt. Tilkynningunni var vitaskuld tekið með einlægum fögnuði þar sem eftirlifendur Föðurlandsstríðsins mikla dönsuðu á strætum og torgum borgarinnar. “Menn voru svo hamingjusamir, að þeir þurftu ekki einu sinni áfengi,” er haft eftir heimildarmanni Dobbs.

Út með gæruna


Ólíklegt verður að teljast að Pétur Benediktsson, þá tiltölulega nýskipaður sendiherra Íslands í Moskvu, hafi orðið vitni af fagnaðarlátunum á Rauða torginu þann 9. maí árið 1945. Af bréfasamskiptum Péturs og öðrum skjölum, sem tekin eru saman í bókinni Opinber tengsl Íslands við Sovétríkin/Rússland: 1943-2008. Skjöl, er ekki að finna lýsingar frá Sigurdeginum. Hins vegar er þar að finna margar aðrar áhugaverðar lýsingar á Rússum og rússnesku samfélagi. Sendiráðið í Moskvu var stofnað árið 1944 og því féll það í verkahring Péturs að tala um fyrir sjálfstæðisbaráttu Íslands auk þess að hyggja að mögulegum viðskiptalegum ávinningum í Sovétríkjunum. Í bréfi til Péturs snemma árs 1944 telur ráðuneytið æskilegt að hann athugi möguleika á að kaupa trjávið auk þess sem hann er góðfúslega minntur á að gærur ársins 1943 séu enn óseldar.

Dagur sameiningar í Rússlandi


Á alvarlegri nótum, er mikilvægt að hafa það hugfast þegar rætt er um Sigurdaginn í rússnesku samhengi hversu gríðarlegu manntjóni Sovétmenn urðu fyrir í heimsstyrjöldinni síðari, sérstaklega á árunum 1941-1945. Á Sigurdaginn 9. maí koma Rússar saman, ungir sem aldnir, til að heiðra minningu þeirra sem börðust og féllu, ásamt því að heiðra þá eftirlifendur sem uppi stóðu eftir Föðurlandsstríðið mikla. Þrátt fyrir að nafngiftin “Sigurdagurinn” tali sínu máli um mikilvægi þess að Rauði herinn hafi fagnað sigri á sínum tíma, þá er óhætt að segja að 9. maí sé ekki síður dagur sameiningar í Rússlandi.

Skriðdreki fyrir framan eina af byggingum sem nefndar eru „sjö systur” og byggðar voru á árunum 1947-1953 að fyrirskipun Stalíns. Mynd: Ómar. Skriðdreki fyrir framan eina af byggingum sem nefndar eru „sjö systur” og byggðar voru á árunum 1947-1953 að fyrirskipun Stalíns. Mynd: Ómar.

Óeining um arfleifð Stalíns


Á þessum mikla degi sameiningar í Rússlandi skiptast Rússar þó enn í fylkingar þegar nafn fyrrum leiðtogans Jósefs Stalín ber á góma. Rússar eru ekki bara annað hvort með eða á móti þegar kemur að því að ræða Stalín heldur virðast margir vera einhversstaðar mitt á milli. Nýleg skoðanakönnun Levada Center, sem framkvæmir reglulegar skoðanakannanir og rannsóknir á rússnesku samfélagi,  endurspeglar þessar fylkingar. Þar kemur fram að 39% aðspurðra líti á Stalín og arfleið hans með jákvæðum augum og 45% telja að verknaðir í stjórnartíð hans hafi verið réttlætanlegir þegar allt kom til alls og Sovétríkjunum til bóta. Á meðan 25% líti á Stalín með neikvæðum augum og 30% séu einhversstaðar mitt á milli. Stórir hernaðarlegir sigrar Stalíns, heragi og regla á öðrum ásnum og grimmileg voðaverk og yfirgengilegar öfgar á hinum ásnum. Rússar hafa gengið í gegnum tímabil þar sem reynt var að grafa arfleifð Stalíns en hún virðist alltaf dúkka aftur reglulega upp á yfirborðið. Sigurdagurinn og hátíðarhöld tengd honum spila þar eflaust stórt hlutverk enda minna þau Rússa óhjákvæmilega á stóra hernaðarlega sigra Stalíns og hvaða þýðingu þeir höfðu fyrir Sovétríkin.

Hersýningin með stærra móti í ár


Mikið hefur verið rætt og skrifað um hvaða þjóðhöfðingjar ætli ekki að mæta til að samfagna Rússum á Sigurdeginum til að mótmæla framgöngu rússneskra stjórnvalda í Úkraínu. Rússneska fréttastofan TASS greinir þó frá því að hersýning Sigurdagsins 2015 verði með stærra móti í Moskvu, í tilefni af 70 ára hátíðarhöldunum, en verið hefur hin síðari ár.  Undirbúningur hersýningarinnar hefur ekki farið framhjá Moskvubúum síðustu vikurnar þar sem langar lestir skriðdreka hafa sést keyra um borgina auk þess sem lofthelgi Mosvkuborgar hefur nokkrum sinnum verið tímabundið lokað síðustu daga til þess að rússneski flugherinn geti æft sig. Áætlað er að um 15 þúsund hermenn taki þátt í hersýningunni í dag, auk 200 skriðdreka og annara hernaðar farartækja. En flestra augu munu þar beinast að hinum nýju og hátæknivæddu Armata T-14 skriðdrekum. Þá munu 143 orrustuþotur –og þyrlur fljúga yfir hátíðargestum með tilheyrandi látum og sjónarspili. Mikilli vinnu og miklum fjármunum hefur augljóslega verið telft fram af rússneskum stjórnvöldum til þess að gera sigurdaginn 2015 sem glæsilegastan – burt séð frá efnahagslegum þrengingum eða stöðu Rússlands innan alþjóðasamfélagsins.

Höfundur er sagnfræðingur og viðskiptafræðingur, búsettur í Moskvu.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None