Auglýsingar á Strætó valda deilum um tjáningarfrelsi

bussinn.jpg
Auglýsing

Aug­lýs­inga­borðar sem birt­ust á dönskum stræt­is­vögnum í lok apr­íl, og voru fjar­lægðar nokkrum dögum síðar hafa valdið miklum deil­um. For­svars­menn stræt­is­vagna­fyr­ir­tæk­is­ins eru sak­aðir um að virða lög um tján­ing­ar­frelsi að vettugi og beygja sig fyrir kvört­unum Ísra­ela.

Félags­skap­ur­inn Dansk-Palen­stínska vin­áttu­fé­lag­ið, sem var stofnað 1988 til að vekja athygli á mál­efnum íbúa Palest­ínu, lét útbúa aug­lýs­inga­borð­ana sem límdir voru á hliðar 35 danskra stræt­is­vagna í Kaup­manna­höfn og nágrenni. Text­inn er ekki flók­inn en hljómar á þessa leið í íslenskri þýð­ingu:  „við höfum hreina sam­visku ! Við kaupum ekki vörur frá ísra­elskum land­töku­svæðum né fjár­festum í land­töku­iðn­að­in­um.“ Á borð­unum eru líka fjögur landa­kort sem sýna hvernig palen­stínskt land­svæði hefur skroppið saman frá 1967 til dags­ins í dag. Aug­lýs­inga­borð­arnir voru all­stórir og mjög áber­andi á hliðum stræt­is­vagn­anna sem aka vítt og breitt um borg­ina og nágranna­sveit­ar­fé­lög­in.

Löng aug­lýs­inga­hefð en póli­tík bönn­uð                                                Löng hefð er fyrir aug­lýs­ingum á stræt­is­vögnum í Dan­mörku. Aug­lýs­ingar um ferða­lög, far­síma, brjósta­stækk­an­ir, lottó, bíla, ost og jógúrt, svo fátt eitt sé nefnt, blasa iðu­lega við augum veg­far­enda þegar strætó brunar fram­hjá. Þar má líka iðu­lega sjá aug­lýs­ingar frá stjórn­mála­flokk­unum (einkum þegar kosn­ingar nálgast) en þær hafa oft verið umdeildar því lögum sam­kvæmt má ekki vera með flokkspóli­tískan áróð­ur  í aug­lýs­ingum á almanna­færi.  Þessi lög hafa þó verið túlkuð fremur frjáls­lega nema hvað varðar aug­lýs­inga­spjöld fram­bjóð­enda sem hengd eru á ljósastaura, girð­ingar og veggi um allt land. Spjöldin má ekki setja upp fyrr en á til­teknum degi og þá er mik­ill handa­gangur í aug­lýs­inga­öskj­unni, á „upp­heng­ing­ar­deg­in­um“ eins og hann er kall­aður hér.

Stræt­is­vagna­fyr­ir­tækið sam­þykkti aug­lýs­ing­arn­ar                                                    Hjá stræt­is­vagna­fyr­ir­tæk­inu, Movia, gilda ákveðnar reglur varð­andi aug­lýs­ingar á vögn­un­um. Fyrst fara þær í hendur starfs­manns sem metur hvort þær upp­fylli almenn skil­yrði eins og það er orð­að.  Ef minnsti vafi leikur á um eitt­hvað í texta eða á myndum sem eiga að vera í aug­lýs­ing­unum metur lög­fræð­ingur Movia málið og telji hann ástæðu til fer við­kom­andi aug­lýs­ing fyrir stjórn fyr­ir­tæk­is­ins, sem er póli­tískt skip­uð. Starfs­mað­ur­inn sem fyrstur fékk hina umdeildu aug­lýs­ingu í hendur sá ekk­ert athuga­vert við hana og bar efni hennar ekki undir lög­fræð­ing fyr­ir­tæk­is­ins áður en borð­arnir voru límdir á stræt­is­vagn­ana.

Gyð­ingar kvört­uðu                                                                                                        Ekki voru liðnir nema tveir klukku­tímar frá því að fyrstu stræt­is­vagn­arnir brun­uðu af stað snemma morg­uns mánu­dag­inn 27. apríl þegar sím­arnir hjá Movia fóru að hringja og tölvu­póstur að ber­ast. Þeir sem voru svo fljótir til voru gyð­ingar og fólk af gyð­inga­ættum sem töldu að þarna væri að sér vegið með grófum hætt­i.  Strax þennan sama morgun var lög­fræð­ingur Movia kall­aður til og óskað álits hans á aug­lýs­ing­un­um. Álit hans var að aug­lýs­ing­arnar brytu ekki í bága við lög og benti meðal ann­ars á sam­þykkt Evr­ópu­sam­bands­ins frá árinu 2012 (og reyndar aðra eldri) þar sem þess er kraf­ist að Ísra­elar merki sér­stak­lega þær vörur sem fram­leiddar eru á land­töku­svæð­unum en yfir­taka Ísra­ela á þeim svæðum er ólög­leg sam­kvæmt þjóð­rétt­ar­regl­um. Ísra­elar hafa ekki ekki virt kröf­urnar um sér­stakar merk­ingar á vörum frá land­töku­svæð­un­um.

Sendi­herr­ann fór til strætó­fyr­ir­tæk­is­ins og kvart­aði                                                Þann 28. apr­íl, dag­inn eftir að aug­lýs­ing­arnar birt­ust gekk Ísra­elski sendi­herr­ann í Kaup­manna­höfn á fund for­stjóra Movia og kvart­að­i.  Sagði aug­lýs­ing­arnar áróður gegn Ísr­ael og gyð­ing­um.  For­stjór­inn sagði að sam­kvæmt áliti lög­fræð­ings fyr­ir­tæk­is­ins brytu þær á engan hátt í bága við lög um tján­ing­ar­frelsi hér í Dan­mörku.

Stjórn Movia hélt fund um aug­lýs­ing­arnar                                                              Næst gerð­ist svo það að stjórn stræt­is­vagna­fyr­ir­tæk­is­ins hélt fund. Þar var fjallað um aug­lýs­ing­arnar og lög­fræði­á­litið sem áður var nefnt. Stjórnin ákvað á þessum fundi að aug­lýs­ing­arnar skyldu fjar­lægð­ar. Þegar fjöl­miðlar ósk­uðu rök­stuðn­ings á þess­ari ákvörðun var því svarað til að Ísra­elar og gyð­ingar í Dan­mörku teldu þær móðgun og að mikið hefði verið kvartað vegna þeirra. Þegar eftir var gengið kom fram að sam­tals hefðu þær verið um eitt­hund­rað.

Sögðu aug­lýs­ing­arnar minna á áróður nas­ista gegn gyð­ing­um    Sumir þeirra sem kvört­uðu sögðu að aug­lýs­ing­arnar bæru keim af áróðri nas­ista í síð­ari heims­styrj­öld. Þeim væri beint gegn minni­hluta­hópi hér í Dan­mörku, hópi sem væri í sárum eftir árás­ina og morðið við bæna­húsið í Krystal­ga­de, í mið­borg Kaup­manna­hafn­ar, í febr­ú­ar.

Afstaða danskra stjórn­mála­manna skipt­ist nokkuð í tvö horn, og ekki eftir flokkslín­um. Sumir þeirra segja að Ísra­elar séu vina­þjóð Dana og aug­lýs­ing­arnar séu sær­andi. Aðrir segja að Ísra­elar ættu kannski að líta í eigin barm, þeir hafi alltof lengi kom­ist upp með að troða á rétti Palest­ínu­manna.  Þar tali stað­reynd­irnar sínu máli.

Auglýsing

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None