Auglýsingar á Strætó valda deilum um tjáningarfrelsi

bussinn.jpg
Auglýsing

Aug­lýs­inga­borðar sem birt­ust á dönskum stræt­is­vögnum í lok apr­íl, og voru fjar­lægðar nokkrum dögum síðar hafa valdið miklum deil­um. For­svars­menn stræt­is­vagna­fyr­ir­tæk­is­ins eru sak­aðir um að virða lög um tján­ing­ar­frelsi að vettugi og beygja sig fyrir kvört­unum Ísra­ela.

Félags­skap­ur­inn Dansk-Palen­stínska vin­áttu­fé­lag­ið, sem var stofnað 1988 til að vekja athygli á mál­efnum íbúa Palest­ínu, lét útbúa aug­lýs­inga­borð­ana sem límdir voru á hliðar 35 danskra stræt­is­vagna í Kaup­manna­höfn og nágrenni. Text­inn er ekki flók­inn en hljómar á þessa leið í íslenskri þýð­ingu:  „við höfum hreina sam­visku ! Við kaupum ekki vörur frá ísra­elskum land­töku­svæðum né fjár­festum í land­töku­iðn­að­in­um.“ Á borð­unum eru líka fjögur landa­kort sem sýna hvernig palen­stínskt land­svæði hefur skroppið saman frá 1967 til dags­ins í dag. Aug­lýs­inga­borð­arnir voru all­stórir og mjög áber­andi á hliðum stræt­is­vagn­anna sem aka vítt og breitt um borg­ina og nágranna­sveit­ar­fé­lög­in.

Löng aug­lýs­inga­hefð en póli­tík bönn­uð                                                Löng hefð er fyrir aug­lýs­ingum á stræt­is­vögnum í Dan­mörku. Aug­lýs­ingar um ferða­lög, far­síma, brjósta­stækk­an­ir, lottó, bíla, ost og jógúrt, svo fátt eitt sé nefnt, blasa iðu­lega við augum veg­far­enda þegar strætó brunar fram­hjá. Þar má líka iðu­lega sjá aug­lýs­ingar frá stjórn­mála­flokk­unum (einkum þegar kosn­ingar nálgast) en þær hafa oft verið umdeildar því lögum sam­kvæmt má ekki vera með flokkspóli­tískan áróð­ur  í aug­lýs­ingum á almanna­færi.  Þessi lög hafa þó verið túlkuð fremur frjáls­lega nema hvað varðar aug­lýs­inga­spjöld fram­bjóð­enda sem hengd eru á ljósastaura, girð­ingar og veggi um allt land. Spjöldin má ekki setja upp fyrr en á til­teknum degi og þá er mik­ill handa­gangur í aug­lýs­inga­öskj­unni, á „upp­heng­ing­ar­deg­in­um“ eins og hann er kall­aður hér.

Stræt­is­vagna­fyr­ir­tækið sam­þykkti aug­lýs­ing­arn­ar                                                    Hjá stræt­is­vagna­fyr­ir­tæk­inu, Movia, gilda ákveðnar reglur varð­andi aug­lýs­ingar á vögn­un­um. Fyrst fara þær í hendur starfs­manns sem metur hvort þær upp­fylli almenn skil­yrði eins og það er orð­að.  Ef minnsti vafi leikur á um eitt­hvað í texta eða á myndum sem eiga að vera í aug­lýs­ing­unum metur lög­fræð­ingur Movia málið og telji hann ástæðu til fer við­kom­andi aug­lýs­ing fyrir stjórn fyr­ir­tæk­is­ins, sem er póli­tískt skip­uð. Starfs­mað­ur­inn sem fyrstur fékk hina umdeildu aug­lýs­ingu í hendur sá ekk­ert athuga­vert við hana og bar efni hennar ekki undir lög­fræð­ing fyr­ir­tæk­is­ins áður en borð­arnir voru límdir á stræt­is­vagn­ana.

Gyð­ingar kvört­uðu                                                                                                        Ekki voru liðnir nema tveir klukku­tímar frá því að fyrstu stræt­is­vagn­arnir brun­uðu af stað snemma morg­uns mánu­dag­inn 27. apríl þegar sím­arnir hjá Movia fóru að hringja og tölvu­póstur að ber­ast. Þeir sem voru svo fljótir til voru gyð­ingar og fólk af gyð­inga­ættum sem töldu að þarna væri að sér vegið með grófum hætt­i.  Strax þennan sama morgun var lög­fræð­ingur Movia kall­aður til og óskað álits hans á aug­lýs­ing­un­um. Álit hans var að aug­lýs­ing­arnar brytu ekki í bága við lög og benti meðal ann­ars á sam­þykkt Evr­ópu­sam­bands­ins frá árinu 2012 (og reyndar aðra eldri) þar sem þess er kraf­ist að Ísra­elar merki sér­stak­lega þær vörur sem fram­leiddar eru á land­töku­svæð­unum en yfir­taka Ísra­ela á þeim svæðum er ólög­leg sam­kvæmt þjóð­rétt­ar­regl­um. Ísra­elar hafa ekki ekki virt kröf­urnar um sér­stakar merk­ingar á vörum frá land­töku­svæð­un­um.

Sendi­herr­ann fór til strætó­fyr­ir­tæk­is­ins og kvart­aði                                                Þann 28. apr­íl, dag­inn eftir að aug­lýs­ing­arnar birt­ust gekk Ísra­elski sendi­herr­ann í Kaup­manna­höfn á fund for­stjóra Movia og kvart­að­i.  Sagði aug­lýs­ing­arnar áróður gegn Ísr­ael og gyð­ing­um.  For­stjór­inn sagði að sam­kvæmt áliti lög­fræð­ings fyr­ir­tæk­is­ins brytu þær á engan hátt í bága við lög um tján­ing­ar­frelsi hér í Dan­mörku.

Stjórn Movia hélt fund um aug­lýs­ing­arnar                                                              Næst gerð­ist svo það að stjórn stræt­is­vagna­fyr­ir­tæk­is­ins hélt fund. Þar var fjallað um aug­lýs­ing­arnar og lög­fræði­á­litið sem áður var nefnt. Stjórnin ákvað á þessum fundi að aug­lýs­ing­arnar skyldu fjar­lægð­ar. Þegar fjöl­miðlar ósk­uðu rök­stuðn­ings á þess­ari ákvörðun var því svarað til að Ísra­elar og gyð­ingar í Dan­mörku teldu þær móðgun og að mikið hefði verið kvartað vegna þeirra. Þegar eftir var gengið kom fram að sam­tals hefðu þær verið um eitt­hund­rað.

Sögðu aug­lýs­ing­arnar minna á áróður nas­ista gegn gyð­ing­um    Sumir þeirra sem kvört­uðu sögðu að aug­lýs­ing­arnar bæru keim af áróðri nas­ista í síð­ari heims­styrj­öld. Þeim væri beint gegn minni­hluta­hópi hér í Dan­mörku, hópi sem væri í sárum eftir árás­ina og morðið við bæna­húsið í Krystal­ga­de, í mið­borg Kaup­manna­hafn­ar, í febr­ú­ar.

Afstaða danskra stjórn­mála­manna skipt­ist nokkuð í tvö horn, og ekki eftir flokkslín­um. Sumir þeirra segja að Ísra­elar séu vina­þjóð Dana og aug­lýs­ing­arnar séu sær­andi. Aðrir segja að Ísra­elar ættu kannski að líta í eigin barm, þeir hafi alltof lengi kom­ist upp með að troða á rétti Palest­ínu­manna.  Þar tali stað­reynd­irnar sínu máli.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None