Kröfuhafar búast við skrefum í átt að afnámi hafta í vikunni

lais2-1.jpg
Auglýsing

Kröfu­hafar þrota­bús gamla Lands­bank­ans búast við því að til­kynnt verði um fram­vindu um sam­komu­lag um leng­ingu á 226 millj­arða króna skuld nýja Lands­bank­ans við búið í þess­ari viku. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans telja þeir að upp­lýst verði um fram­vindu í mál­inu á kröfu­hafa­fundi sem hefst í fyrra­málið klukkan 9 og fer fram á Hotel Reykja­vík Natura. Slita­stjórn þrota­bús Lands­bank­ans, upp­lýs­inga­full­trúi nýja Lands­bank­ans og rit­stjóri Seðla­bank­ans vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leit­að.

Upp­gjör vegna til­færslu eignaÍ des­em­ber 2009 var samið um upp­gjör milli þrota­bús gamla Lands­bank­ans og nýja Lands­bank­ans vegna þeirra eigna sem færðar voru þar á milli eftir banka­hrun­ið. Í sam­komu­lag­inu fólst meðal ann­ars að íslenska ríkið eign­að­ist nýja bank­ann utan lít­ils hlutar sem myndi renna til starfs­manna hans. Á móti gaf þrota­búið út upp­gjörs­skulda­bréf sem nýi bank­inn átti að greiða vegna þeirra eigna sem hann tók yfir.

Skulda­bréfin voru upp á mörg hund­ruð millj­arða króna í erlendum gjald­miðlum og loka­greiðsla átti að vera innt af hendi í októ­ber 2018, tíu árum eftir fall Lands­bank­ans. Því var ljóst að nýi Lands­bank­inn þurfti að verða sér úti um mikið magn af gjald­eyri til að standa við greiðsl­urn­ar.

Fljótt varð ljóst að svona miklar útgreiðslur á gjald­eyri, á jafn skömmum tíma, myndu ógna greiðslu­jöfn­uði þjóð­ar­bús­ins veru­lega. Því var þrýst veru­lega á að fyr­ir­komu­lag­inu yrði breytt.

Auglýsing

Fljótt varð ljóst að svona miklar útgreiðslur á gjald­eyri, á jafn skömmum tíma, myndu ógna greiðslu­jöfn­uði þjóð­ar­bús­ins veru­lega. Því var þrýst veru­lega á að fyr­ir­komu­lag­inu yrði breytt.

Má ekki ógna greiðslu­jöfn­uðiÞann 8. maí síð­ast­lið­inn var til­kynnt um að sam­komu­lag hefði náðst milli Lands­bank­ans og þrota­bús gamla Lands­bank­ans um breyt­ingar á skil­málum skulda­bréfanna, en eft­ir­stöðvar þeirra á þeim tíma voru 226 millj­arðar króna. Sam­komu­lagið snérist um að lengt yrði í greiðslum af skulda­bréf­unum til árs­ins 2026 gegn því að vaxta­kjör myndu hækka eftir árið 2018. Það var hins vegar bundið því að Seðla­banki Íslands myndi veita und­an­þágur frá lögum um gjald­eyr­is­mál, enda höft á fjár­magns­flutn­inga í gildi í land­inu.

Seðla­bank­inn svar­aði beiðni þrota­bús­ins um und­an­þágur þann 14. júli síð­ast­lið­inn.  Í svar­bréf­inu kemur fram að jákvæðir fletir séu á sam­komu­lag­inu. Greiðslu­byrði inn­lendra aðila á gjald­eyr­is­skuldum við bú fall­inna banka lækki til skamms tíma og Lands­bank­inn fái betri erlenda fjár­mögnun sem muni auð­velda honum aðgang að erlendum lána­mörk­uð­um.

Eigi að síður kom fram í svar­bréfi Seðla­bank­ans að end­an­legt svar ætti að geta legið fyrir „eigi síðar en í árslok“.

Þrátt fyrir þetta gat Seðla­bank­inn ekki veitt svar við beiðn­inni innan þeirra tíma­marka sem þrotabú Lands­bank­ans fór fram á, sem var fyrir 8. ágúst 2014.  Upp­gefnar ástæður voru tvær: í fyrsta lagi þyrfti slík ákvörðun að byggja á ítar­legri grein­ingu á áhrifum sam­komu­lags­ins á greiðslu­jöfn­uð. Í öðru lagi var stefna stjórn­valda um losun fjár­magns­hafta í end­ur­mati á þessum tíma. Eigi að síður kom fram í svar­bréfi Seðla­bank­ans að end­an­legt svar ætti að geta legið fyrir „eigi síðar en í árs­lok“.

„Kjörað­stæð­ur“ til los­unar haftaSíðan hefur margt gerst. Vinna stjórn­valda við losun fjár­magns­hafta hefur hrokkið í gír­inn og fram­kvæmda­stjórn um það verk­efni var mönn­uð. Hún hefur unnið ötul­lega að mark­mið­inu síð­an. Í byrjun þessa mán­að­ar, nánar til­tekið 8. októ­ber, sagði Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­banka Íslands, að þær aðstæður sem nú væru uppi í efna­hags­málum Íslands séu um margt „kjörað­stæð­ur“ fyrir losun fjár­magns­hafta. Þessi orði lét hún falla á fundi í Seðla­bank­anum þar sem nýjasta útgáfa Fjár­mála­stöð­ug­leika bank­ans var kynnt. „Það er heldur ekki víst að þessar aðstæður vari að eilífu,“ sagði Sig­ríður enn frem­ur.

Sigíður Benediktsdóttir,framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands, segir að nú séu kjöraðstæður í efnahagsmálum Íslands fyrir losun hafta. Sigíður Bene­dikts­dótt­ir,fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­banka Íslands, segir að nú séu kjörað­stæður í efna­hags­málum Íslands fyrir losun hafta.

Það var ekki að ástæðu­lausu að Sig­ríður viðr­aði þessa skoð­un.Verð­bólga hefur farið lækk­andi und­an­farin miss­eri og mælist nú 1,8 pró­sent á árs­grund­velli, en verð­bólgu­mark­miðið lögum sam­kvæmt er 2,5 pró­sent. Atvinnu­leysi er lágt og hag­vaxt­ar­horfur með þeim bestu í heim­in­um. Þessar stöðugt betri ytri aðstæður í hag­kerf­inu hjálp­uðu til við að skapa aðstæður til að losa um höft.

Kröfu­hafar búast við fram­vinduBjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lýsti því síðan yfir á Alþingi á mánu­dag að gjald­eyr­is­höft yrðu lík­lega afnumin í nokkrum skref­um. Kjarna­at­riði í þeirri vinnu sem rík­is­stjórnin væri með í gangi á þessum vett­vangi væri að gera allt sem hægt væri að gera fyrir hafta­af­náms­kerfið svo ný aðlögun þyrfti ekki að eiga sér stað.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á Alþingi á mánudag að líklega yrðu höft afnemin í skrefum. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði á Alþingi á mánu­dag að lík­lega yrðu höft afnemin í skref­um.

Und­an­farna daga hefur verið hávær orðrómur um að unnið sé að fyrstu skrefum í átt að afnámi fjár­magns­hafta innan Seðla­bank­ans og á vett­vangi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Seðla­bank­inn hefur ekki viljað tjá sig um hvað sé í vændum þegar eftir því hefur verið leit­að. Full­trúar kröfu­hafa stóru bank­anna þriggja sem Kjarn­inn hefur rætt við búast hins vegar við því að það dragi til tíð­inda á allra næst­unni.

Ef það ger­ist ekki þá búast þeir við því að til­kynn­ingin komi á föstu­dag, áður en full­trúar erlendu kröfu­haf­anna sem flykkj­ast nú til lands­ins, fara aftur til síns heima.

Þeir telja afar lík­legt að til­kynnt verði um fram­vindu varð­andi mögu­legar und­an­þágur þrota­bús Lands­bank­ans vegna leng­ingar á skulda­bréfum þess sem nýi Lands­bank­inn á að greiða á næstu árum, á kröfu­hafa­fundi sem fram fer í fyrra­mál­ið. Ef það ger­ist ekki þá búast þeir við því að til­kynn­ingin komi á föstu­dag, áður en full­trúar erlendu kröfu­haf­anna sem flykkj­ast nú til lands­ins, fara aftur til síns heima.

Hvorki Krist­ján Krist­jáns­son, upp­lýs­inga­full­trúi nýja Lands­bank­ans, né Krist­inn Bjarna­son,­sem situr í slita­stjórn Lands­bank­ans, vildu tjá sig um málið þegar Kjarn­inn leit­aði eftir því í dag. Það vildi Stefán Jóhann Stef­áns­son, rit­stjóri Seðla­bank­ans, ekki heldur gera.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None