Kröfuhafar búast við skrefum í átt að afnámi hafta í vikunni

lais2-1.jpg
Auglýsing

Kröfu­hafar þrota­bús gamla Lands­bank­ans búast við því að til­kynnt verði um fram­vindu um sam­komu­lag um leng­ingu á 226 millj­arða króna skuld nýja Lands­bank­ans við búið í þess­ari viku. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans telja þeir að upp­lýst verði um fram­vindu í mál­inu á kröfu­hafa­fundi sem hefst í fyrra­málið klukkan 9 og fer fram á Hotel Reykja­vík Natura. Slita­stjórn þrota­bús Lands­bank­ans, upp­lýs­inga­full­trúi nýja Lands­bank­ans og rit­stjóri Seðla­bank­ans vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leit­að.

Upp­gjör vegna til­færslu eignaÍ des­em­ber 2009 var samið um upp­gjör milli þrota­bús gamla Lands­bank­ans og nýja Lands­bank­ans vegna þeirra eigna sem færðar voru þar á milli eftir banka­hrun­ið. Í sam­komu­lag­inu fólst meðal ann­ars að íslenska ríkið eign­að­ist nýja bank­ann utan lít­ils hlutar sem myndi renna til starfs­manna hans. Á móti gaf þrota­búið út upp­gjörs­skulda­bréf sem nýi bank­inn átti að greiða vegna þeirra eigna sem hann tók yfir.

Skulda­bréfin voru upp á mörg hund­ruð millj­arða króna í erlendum gjald­miðlum og loka­greiðsla átti að vera innt af hendi í októ­ber 2018, tíu árum eftir fall Lands­bank­ans. Því var ljóst að nýi Lands­bank­inn þurfti að verða sér úti um mikið magn af gjald­eyri til að standa við greiðsl­urn­ar.

Fljótt varð ljóst að svona miklar útgreiðslur á gjald­eyri, á jafn skömmum tíma, myndu ógna greiðslu­jöfn­uði þjóð­ar­bús­ins veru­lega. Því var þrýst veru­lega á að fyr­ir­komu­lag­inu yrði breytt.

Auglýsing

Fljótt varð ljóst að svona miklar útgreiðslur á gjald­eyri, á jafn skömmum tíma, myndu ógna greiðslu­jöfn­uði þjóð­ar­bús­ins veru­lega. Því var þrýst veru­lega á að fyr­ir­komu­lag­inu yrði breytt.

Má ekki ógna greiðslu­jöfn­uðiÞann 8. maí síð­ast­lið­inn var til­kynnt um að sam­komu­lag hefði náðst milli Lands­bank­ans og þrota­bús gamla Lands­bank­ans um breyt­ingar á skil­málum skulda­bréfanna, en eft­ir­stöðvar þeirra á þeim tíma voru 226 millj­arðar króna. Sam­komu­lagið snérist um að lengt yrði í greiðslum af skulda­bréf­unum til árs­ins 2026 gegn því að vaxta­kjör myndu hækka eftir árið 2018. Það var hins vegar bundið því að Seðla­banki Íslands myndi veita und­an­þágur frá lögum um gjald­eyr­is­mál, enda höft á fjár­magns­flutn­inga í gildi í land­inu.

Seðla­bank­inn svar­aði beiðni þrota­bús­ins um und­an­þágur þann 14. júli síð­ast­lið­inn.  Í svar­bréf­inu kemur fram að jákvæðir fletir séu á sam­komu­lag­inu. Greiðslu­byrði inn­lendra aðila á gjald­eyr­is­skuldum við bú fall­inna banka lækki til skamms tíma og Lands­bank­inn fái betri erlenda fjár­mögnun sem muni auð­velda honum aðgang að erlendum lána­mörk­uð­um.

Eigi að síður kom fram í svar­bréfi Seðla­bank­ans að end­an­legt svar ætti að geta legið fyrir „eigi síðar en í árslok“.

Þrátt fyrir þetta gat Seðla­bank­inn ekki veitt svar við beiðn­inni innan þeirra tíma­marka sem þrotabú Lands­bank­ans fór fram á, sem var fyrir 8. ágúst 2014.  Upp­gefnar ástæður voru tvær: í fyrsta lagi þyrfti slík ákvörðun að byggja á ítar­legri grein­ingu á áhrifum sam­komu­lags­ins á greiðslu­jöfn­uð. Í öðru lagi var stefna stjórn­valda um losun fjár­magns­hafta í end­ur­mati á þessum tíma. Eigi að síður kom fram í svar­bréfi Seðla­bank­ans að end­an­legt svar ætti að geta legið fyrir „eigi síðar en í árs­lok“.

„Kjörað­stæð­ur“ til los­unar haftaSíðan hefur margt gerst. Vinna stjórn­valda við losun fjár­magns­hafta hefur hrokkið í gír­inn og fram­kvæmda­stjórn um það verk­efni var mönn­uð. Hún hefur unnið ötul­lega að mark­mið­inu síð­an. Í byrjun þessa mán­að­ar, nánar til­tekið 8. októ­ber, sagði Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­banka Íslands, að þær aðstæður sem nú væru uppi í efna­hags­málum Íslands séu um margt „kjörað­stæð­ur“ fyrir losun fjár­magns­hafta. Þessi orði lét hún falla á fundi í Seðla­bank­anum þar sem nýjasta útgáfa Fjár­mála­stöð­ug­leika bank­ans var kynnt. „Það er heldur ekki víst að þessar aðstæður vari að eilífu,“ sagði Sig­ríður enn frem­ur.

Sigíður Benediktsdóttir,framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands, segir að nú séu kjöraðstæður í efnahagsmálum Íslands fyrir losun hafta. Sigíður Bene­dikts­dótt­ir,fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­banka Íslands, segir að nú séu kjörað­stæður í efna­hags­málum Íslands fyrir losun hafta.

Það var ekki að ástæðu­lausu að Sig­ríður viðr­aði þessa skoð­un.Verð­bólga hefur farið lækk­andi und­an­farin miss­eri og mælist nú 1,8 pró­sent á árs­grund­velli, en verð­bólgu­mark­miðið lögum sam­kvæmt er 2,5 pró­sent. Atvinnu­leysi er lágt og hag­vaxt­ar­horfur með þeim bestu í heim­in­um. Þessar stöðugt betri ytri aðstæður í hag­kerf­inu hjálp­uðu til við að skapa aðstæður til að losa um höft.

Kröfu­hafar búast við fram­vinduBjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lýsti því síðan yfir á Alþingi á mánu­dag að gjald­eyr­is­höft yrðu lík­lega afnumin í nokkrum skref­um. Kjarna­at­riði í þeirri vinnu sem rík­is­stjórnin væri með í gangi á þessum vett­vangi væri að gera allt sem hægt væri að gera fyrir hafta­af­náms­kerfið svo ný aðlögun þyrfti ekki að eiga sér stað.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á Alþingi á mánudag að líklega yrðu höft afnemin í skrefum. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði á Alþingi á mánu­dag að lík­lega yrðu höft afnemin í skref­um.

Und­an­farna daga hefur verið hávær orðrómur um að unnið sé að fyrstu skrefum í átt að afnámi fjár­magns­hafta innan Seðla­bank­ans og á vett­vangi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Seðla­bank­inn hefur ekki viljað tjá sig um hvað sé í vændum þegar eftir því hefur verið leit­að. Full­trúar kröfu­hafa stóru bank­anna þriggja sem Kjarn­inn hefur rætt við búast hins vegar við því að það dragi til tíð­inda á allra næst­unni.

Ef það ger­ist ekki þá búast þeir við því að til­kynn­ingin komi á föstu­dag, áður en full­trúar erlendu kröfu­haf­anna sem flykkj­ast nú til lands­ins, fara aftur til síns heima.

Þeir telja afar lík­legt að til­kynnt verði um fram­vindu varð­andi mögu­legar und­an­þágur þrota­bús Lands­bank­ans vegna leng­ingar á skulda­bréfum þess sem nýi Lands­bank­inn á að greiða á næstu árum, á kröfu­hafa­fundi sem fram fer í fyrra­mál­ið. Ef það ger­ist ekki þá búast þeir við því að til­kynn­ingin komi á föstu­dag, áður en full­trúar erlendu kröfu­haf­anna sem flykkj­ast nú til lands­ins, fara aftur til síns heima.

Hvorki Krist­ján Krist­jáns­son, upp­lýs­inga­full­trúi nýja Lands­bank­ans, né Krist­inn Bjarna­son,­sem situr í slita­stjórn Lands­bank­ans, vildu tjá sig um málið þegar Kjarn­inn leit­aði eftir því í dag. Það vildi Stefán Jóhann Stef­áns­son, rit­stjóri Seðla­bank­ans, ekki heldur gera.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None