Að hækka lágt sjálfsálit og auka líkamsvirðingu kvenna gæti verið lykillinn að jafnrétti kynjanna og velgengni nútímasamfélaga. Þetta fullyrðir nýleg rannsókn á vegum Bristol háskólans í Bretlandi. Hún hefur orðið til þess að herferðin á vegum Janfréttisráðs Breska ríkisins og annarra styrktaraðila sem nefnist „Be real“ hefur verið hrint að stað til að sporna við þróuninni.
Niðurstöður 25 rannsókna sem skoðuðu samhengi líkamsvirðingar og velgengni, sérstaklega hjá konum og unglingsstúlkum, sýndu að konur eyða óeðlilega miklum tíma í að sinna útliti sínu, sem síðan tekur orku og tíma frá öðrum athöfnum. Gengið er svo langt að fullyrða að konur myndu fylla fleiri stjórnunarstörf og vera meira áberandi í samfélaginu ef við myndum hafa raunverulegri og fjölbreytilegri staðalímyndir.
Áhyggjur af útliti, stærð, þyngd, lögun, og því að vera nógu aðlaðandi heltekur margar konur og stúlkur, allt frá 5 ára aldri til rúmlega sjötugs.
Áhyggjur af útliti, stærð, þyngd, lögun, og því að vera nógu aðlaðandi heltekur margar konur og stúlkur, allt frá 5 ára aldri til rúmlega sjötugs. Léleg sjálfsmynd og áhyggjur af holdarfari (sem oft eru látnar ósagðar en eiga heima í hugarheimi kvenna, en líka stúlkna og drengja) eru meira áberandi í dag en fyrir þrjátíu árum, þrátt fyrir aukna umræðu í fjölmiðlum um einmitt þessi mál.
Rannsóknir sýna að almenn óánægja með sjálfsmynd og hræðslan um að vera of feit (þó það eigi sér ekki stað í raunveruleikanum) hefur áhrif á námsárangur unglingsstúlkna. Það leiðir ekki til falls en hefur áhrif á sjálfsálit sem minnkar velgengni í námi. Unglingsstúlkur sem eru óánægðar með líkama sinn taka t.d. minna þátt í skólanum:
Á liðnum árum hafa verið auknar áherslur á að auka aðgengi kvenna á fjölmörgum sviðum og hefur námsþátttaka kvenna aldrei verið hærri. Stúlkur sjá menntun sem lykilinn að framtíðarmöguleikum, en þær hafa mögulega þegar misst af tækifærum, jafnvel áður en þær hefja framhaldsnám. Þær hafa verið skotmark fegurðariðnaðarins frá barnsaldri, sem matar þær með útlitskröfum, pakkað inn sem flest allt skemmtiefni sem er aðgengilegt ungum stúlkum í dag.
Skilaboðin eru skýr: útlitið er það sem tryggir þér örugga framtíð. Þessar áherslur hafa skapað óörugga einstaklinga, sem eyða gríðarlegum tíma í útlitstengdar hugsanir sem valda vanlíðan.
Skilaboðin eru skýr: útlitið er það sem tryggir þér örugga framtíð. Þessar áherslur hafa skapað óörugga einstaklinga, sem eyða gríðarlegum tíma í útlitstengdar hugsanir sem valda vanlíðan. Það jafnframt dregur úr vitsmunalegri frammistöðu þeirra og gæti útskýrt hvers vegna margar konur efast um eigin getu. Það má því velta því fyrir sér hvaða efnahagslegi ávinningur tapast þegar möguleikar kvenna eru ekki fullnýttir og hverju þær myndu áorka ef allur tíminn færi ekki í sjálfskoðun og gagngrýni.
Fegðurðarstaðallinn hár
Rannsókn Orbach á sjöunda áratugnum sýnir að konur telja að útlit þeirra eigi stærstan þátt í vellíðan og mögulegri velgengni á lífsleiðinni. „Fegurð“ er aðgöngumiði til að falla inn í hópinn og ganga vel í lífinu. Heilum iðnaði er varið í að vernda óraunverulega staðalímynd, þar sem módel eru fótósjoppuð og myndum er breytt áður en þau ná til neytandans. Og skiptir þar engu máli hvort átt er við kennara, lækna, verkfræðina eða heimavinnandi húsmæður, allar eyða þær miklum tíma í að hugsa og finna að útliti sínu.
Það sem hefur líka breyst er að nú gilda staðalímyndir ekki eingöngu fyrir konur en líka fyrir karlmenn og unga drengi.
Þessi rannsókn var unnin fyrir tíma félagslegra fjölmiðla eins og tumblr, Facebook, Instagram, og þeirra fjölda tímarita og tónlistarmyndbanda sem við sjáum í dag. Það sem hefur líka breyst er að nú gilda staðalímyndir ekki eingöngu fyrir konur en líka fyrir karlmenn og unga drengi. Rannsóknir í Danmörku sýna að danskir unglingar hafa auknar áhyggjur af útliti sínu og því að falla ekki inn í hópinn. Fleiri börn og unglingar þjást af kvíða og þunglyndi í dag en áður og tvöfalt fleiri stelpur en strákar.
Áhyggjurnar stafa af mismunandi toga en það sem sérfræðingarnir eru sammála um er að fullkomnun er nýja normið í dag. Allt þarf að vera óvenjulegt, það er „extra-ordinary,“ og það setur mikla pressu á unglinga, ekki síst útlitslega séð. Það sem vekur líka athygli er að það er mikil áhersla á útlit kynfæra, en Marianne Lomholt, sem rekur hjálparlínu fyrir unglinga telur að það megi rekja til auknar klámvæðingar.
„Það er athugavert að heyra að hárleysi og lögun kynfæra skiptir unglinga svo miklu máli. Ástæðan er klár áhrif klámiðnaðarins. Við vitum frá ótalmörgum rannsóknum að nánast allir unglingar horfa á klám, og þar er líkaminn sýndur á mjög sérstakan og ónáttúrulegan hátt. Meðal annars eru allir líkamshlutar rakaðir hjá klámmyndaleikurum og kynfæri karla eru yfirleitt stærri en meðaltalið.“
Á unglingsárunum skiptir máli að falla inn í hópinn og því eru spurningar um líkamann og kynlíf eðlilegar. Hins vegar má spyrja sig hvað svo óraunverulegar fyrirmyndir gera fyrir sjálfsálit barna og unglinga þegar til lengri tíma er litið?
Á unglingsárunum skiptir máli að falla inn í hópinn og því eru spurningar um líkamann og kynlíf eðlilegar. Hins vegar má spyrja sig hvað svo óraunverulegar fyrirmyndir gera fyrir sjálfsálit barna og unglinga þegar til lengri tíma er litið? Konur hafa upplifað það á eigin skinni í áratugi og niðurstöðurnar eru ekkert til að hrópa húrra fyrir. Samkvæmt tölum frá Bretlandi er fjórðungur samfélagins í megrun á hverjum tíma, stelpur byrja í sinni fyrstu megrun að meðaltali þegar þær eru 8 ára gamlar og fimmti hver karlmaður um tvítugt hefur reynt að taka bætiefni til þess að „massa sig“ upp. Í Bandaríkjunum sjást svipaðar tölur þegar horft er til unglingstelpna og skýr tengsl milli lágs sjálfsálits og áhættusæknar hegðunar.
Kvenleiðtogar verða að líta vel út
Útlitskröfurnar virðast skipta minna máli þegar karlmenn ná árangri á ákveðnu starfssviði en þær gera fyrir konur. Útlitskröfurnar og fullkomnunaráráttan heldur áfram fyrir konur, út allt lífið. Og því hærra sem þær ná, hvort sem er í stjórnsýslu eða til dæmis sem yfirmenn stórfyrirtækja, því meiri verða kröfurnar.
Tökum Hillary Clinton sem dæmi. Útlit hennar er til umræðu reglulega, allt frá hári og buxnadrögtum, til þess hvernig hún lítur út þegar hún grætur eða er reið. Í bókinni sinni „Living History“ hefur hún sjálf minnst á hversu fáranlegt það sé að hárið á henni sé á milli tannana á fólki og hafa buxnadragtirnar vakið athygli, meðal annars fyrir að vera litríkar.
Klæðaburður Hillary Clinton hefur víða orðið að umfjöllunarefni.
Hillary Clinton er stjórnmálamaður og getur því verið gagngrýnd á þeim grundvelli og það er hægt að velta því fyrir sér hversu mikið útlitið skiptir máli þegar talað er um karlkyns stjórnmálamenn. Nýlega benti Think Progress á kynjamisréttið í fréttaflutningi, þar sem fjallað var um hina „exotísku og fallegu Tulsi Gabbard“ sem er demókrati frá Hawai og hefur beitt sér fyrir utanríkismálum í Bandaríkjunum. Samkvæmt rannsókn frá 2013 hefur óeðlileg umfjöllun um útlit stjórnmálakvenna neikvæð áhrif á möguleika þeirra til kjörs, hvort sem umfjöllunin er jákvæð eða neikvæð.
Háir hælar eru reglulega myndefni fyrir greinar sem fjalla um konur í stjórnunarstöðum. Margar konur sem ná langt í einkageiranum eru reglulega gagngrýndar fyrir útlit sitt. Þær þykja ýmist of kynþokkafullar eða ekki nóg, sýna of mikið af brjóstaskorunni, eða ekki nóg, þær mega ekki vera of feitar og verða að vera kvenlegar. Nýlega var framkvæmdarstjóri Yahoo, Marissa Mayer gagnrýnd fyrir að stilla sér upp eins og ljósmyndafyrirsæta í opnu í Vogue.
Gæti verið að margar konur einfaldlega treysti sér ekki í þann frumskóg sem konur þurfa að fara í gegnum þegar þær sækjast eftir stjórnunarstöðum og þeirri útlitsgagnrýni sem þær verða fyrir?
Kvenleiðtoginn á sem sagt að vera aðlaðandi en verður gagnrýnd ef hún er það um of. Útlitið hjá konum á að gefa í skyn að þær hafi valdið. Það er ekki nóg að hafa hæfileikana. En er krafan eins hjá karlmönnum sem eru stjórnendur?
Gæti verið að margar konur einfaldlega treysti sér ekki í þann frumskóg sem konur þurfa að fara í gegnum þegar þær sækjast eftir stjórnunarstöðum og þeirri útlitsgagnrýni sem þær verða fyrir? Gæti verið að ef útlitskröfurnar væru í samræmi við fjölbreytileikan sem við lifum í, að fleiri konur gætu einbeitt sér að því sem skiptir máli? Eða er það krafan um hið fullkomna útlit sem heldur aftur af konum á þeim fjölmörgu sviðum í atvinnulífinu þar sem vantar konur í dag? Í Bandaríkjunum eru til að mynda færri konur sem stjórna fyrirtækjum en menn sem heita John, og það sama má segja um karlmenn sem heita Peter í Ástralíu, þeir eru fleiri sem komast upp metorðastigann en allar konurnar til samans.
Sjálfsöryggi og velgengni haldast í hendur
Í Bretlandi hefur „Be Real“ átakinu, eða „vertu raunveruleg(ur),“ verið hrint af stað til að reyna að sporna við líkamshatri. Markmiðið er að auka sjálfsöryggi kvenna og karla með heilbrigðum staðalímyndum og fá fólk til að líða vel í eigin kroppi. Framtakið er á þremur sviðum.
„Raunveruleg menntun“ á að hjálpa börnum og unglingum að fá góða sjálfsmynd frá byrjun, skora á foreldra til að vera góðar fyrirmyndir og hjálpa ungu fólki að styðja hvort annað til að fá aukna líkamsvirðingu.
„Raunveruleg heilsa“ á að einblína á heilsu umfram útlit og þyngd. Með því að virkja heilsuræktariðnaðinn og heilbrigðisgeirann þannig að langtíma lausnir fyrir góðri heilsu séu teknar fram fyrir skyndilausnir.
„Raunveruleg fjölbreytni“ hvetur fjölmiðla, auglýsendur og fyrirtæki til þess að sýna hvernig við raunverulega lítum út. Sýna fjölbreytileikann í stærð, lögun, kynþætti, aldri og getu sem heimurinn er gerður úr í staðinn fyrir að stuðla að óheilbrigðri og óæskilegri útlitsdýrkun.
Snyrtivöruframleiðandinn Dove sem er aðili að átakinu, hefur hafið sína eigin herferð sem nefnist „Choose Beautiful“ eða „Veldu fallegt.“ Herferðin hvetur fólk, og þá konur sérstaklega, til þess að sjá það fallega í okkur öllum.
Í einni tilrauninni voru þáttakendur beðnir um að velja dyr inn í verslunarmiðstöð. Yfir annari hurðinni stóð „Falleg(ur)“ og yfir hinni stóð „í meðallagi.“ Niðurstöðurnar komu ekki á óvart en margar konur þorðu ekki að ganga í gegnum dyrnar med fallega merkinu.
Dove vill benda á að maður getur valið að vera falleg og fallegur á hverjum degi, allt eftir því hvað maður sjálfur telur vera fallegt. En við þurfum fyrst að byrja á því að losa okkur undan viðjum staðalímyndanna. Eins og meðfylgjandi myndskeið sýnir, erum við oft okkar versti gagnrýnandi.