Danski herinn orðinn hálfgerður þykjustuher

Danish_Military_Police-1.jpg
Auglýsing

Fjár­veit­ingar til danska hers­ins hafa á síð­ustu árum minnkað svo mikið að hann er orð­inn hálf­gerður sýnd­ar­her sem væri alls ófær um haf­ast nokkuð að ef þess gerð­ist þörf. Þetta er álit margra danskra hern­að­ar­sér­fræð­inga.

Umræður um her­inn og hlut­verk hans tengj­ast því að 9. apríl voru liðin 75 ár síðan Þjóð­verjar her­námu Dan­mörku. Í hugum margra Dana er 9. apríl 1940 einn dap­ur­leg­asti dagur í sögu lands­ins og um allt land blakta fánar í hálfa stöng þennan dag á ári hverju. Danskir fjöl­miðlar hafa eytt miklu púðri í að minn­ast þess­ara tíma­móta, dag­blöðin hafa rifjað upp atburði dags­ins og aðdrag­anda þess að Þjóð­verjar réð­ust inn í land­ið, rætt við fólk sem man þennan tíma og svo fram­veg­is. Það er reyndar ekki nýtt að um her­inn sé fjallað í fjöl­miðlum en á und­an­förnum árum hefur sú umfjöllun und­an­tekn­inga­lítið snú­ist um nið­ur­skurð og meiri nið­ur­skurð.

Aldrei aftur (dag eins og) 9. apríl



Aldrig mere en 9. april“ er setn­ing sem víða sést og heyr­ist þessa dag­ana í dönskum fjöl­miðl­um. Þessi stutta setn­ing varð eins­konar sam­ein­ing­ar­tákn dönsku þjóð­ar­innar eftir að síð­ari heims­styrj­öld­inni lauk. Lýsti í senn von og þeim ásetn­ingi að danski her­inn yrði ekki fram­vegis jafn van­bú­inn og raun bar vitni þegar Þjóð­verjar réð­ust inn í landið aðfara­nótt 9. apríl 1940.

Eins og kunn­ugt er var fátt um varnir hjá Dönum sem gáfust upp, nán­ast bar­áttu­laust, enda við ofurefli að etja. 16 danskir her­menn féllu og 23 særð­ust. Allar götur síðan hefur það verið nán­ast óþrjót­andi umræðu­efni dönsku þjóð­ar­innar hvort það hafi verið rétt ákvörðun að gef­ast strax upp fyrir Þjóð­verj­um, hvort danska stjórnin hafi verið of sam­vinnu­fús við her­námslið­ið. Margir töldu þá og telja enn að danska stjórnin og kóng­ur­inn, Krist­ján X, hafi verið Þjóð­verjum allt of leiði­töm og gert allt til að þókn­ast stríðs­herr­un­um. Her­námið hafi verið nið­ur­læg­ing.

Auglýsing

Margir hafa velt fyrir sér ástæðum þess að gyð­ingum í Dan­mörku tókst nær öllum að flýja yfir til Sví­þjóðar og bjarga þannig lífi sínu.

Aðrir segja að stjórn­in, með kóng­inn (kon­ung Íslands og Dan­merk­ur) hafi haldið vel á spil­unum og gert það eina rétta í erf­iðri aðstöðu. Kóng­ur­inn bjó áfram á Amal­íu­borg og reið dag­lega á hesti sínum um götur borg­ar­inn­ar, vildi þannig sýna þegnum sínum að öllu væri óhætt og hann óbug­aður þrátt fyrir her­nám­ið.

Margir hafa velt fyrir sér ástæðum þess að gyð­ingum í Dan­mörku tókst nær öllum að flýja yfir til Sví­þjóðar og bjarga þannig lífi sínu. Sumir sagn­fræð­ingar halda því fram að „sam­vinnu­vilji“ danskra stjórn­valda hafi þarna ráðið miklu og þýska her­stjórnin látið það „leka út“ hvað til stæði og þannig gef­ist ráð­rúm til að koma gyð­ingum úr landi. Ekki hefur tek­ist að færa óyggj­andi sönnur á hvort eitt­hvað sé hæft í þessu. Danska and­spyrnu­hreyf­ingin var bæði fámenn og mátt­lítil en lét þó meira að sér kveða undir lok stríðs­ins.

Allir voru sam­mála um að styrkja her­inn



Eftir að stríð­inu lauk, og raunar fyrr, var almenn sam­staða meðal danskra þing­manna, og almenn­ings­,  um nauð­syn þess að efla her­inn, sagan frá 9. apríl 1940 mætti ekki end­ur­taka sig. Flestum var ljóst að Dan­mörk yrði aldrei stór­veldi á hern­að­ar­svið­inu, til þess væri landið allt of fámennt. Ein­hvers­konar hern­að­ar­sam­starf var lausnin í augum flestra.

Á kalda­stríðs­ár­unum átti sér stað mikil upp­bygg­ing innan danska hers­ins, það mætti skiln­ingi þjóð­ar­inn­ar, 9. apríl 1940 var enn í fersku minni.

Sumir töldu að náin sam­vinna Norð­ur­land­anna væri rétta leið­in, sá mögu­leiki var aldrei raun­hæfur vegna hlut­leys­is­stefnu Svía, komm­ún­istar vildu sam­vinnu við Rússa en flestir höll­uð­ust að nán­ari sam­vinnu við Banda­rík­in. Danir voru meðal stofn­enda Sam­ein­uðu þjóð­anna 1945 og þegar Atl­ants­hafs­banda­lag­ið, NATO, varð til árið 1949 voru Danir (og Íslend­ing­ar) í hópi þeirra ríkja sem tóku þátt í stofnun þess. Danir vörðu miklu fé til að efla her­inn og þátt­takan í NATO styrkti stöðu þeirra gagn­vart Rússum, sem margir van­treystu. Á kalda­stríðs­ár­unum átti sér stað mikil upp­bygg­ing innan danska hers­ins, það mætti skiln­ingi þjóð­ar­inn­ar, 9. apríl 1940 var enn í fersku minni. Eftir að kalda stríð­inu lauk var dregið úr fjár­veit­ingum til hers­ins, breyttar aðstæður var ástæð­an.

Her­inn í löngum og ströngum megr­un­ar­kúr



Danskur hern­að­ar­sér­fræð­ingur lét þau orð falla í nýlegu blaða­við­tali að danski her­inn væri búinn að „vera í megrun síðan kalda stríð­inu lauk og slíkan megr­un­ar­kúr þolir eng­inn. Orð­inn hálf­gerður þykjustu­her.“ Þótt orðin hljómi eins og þau séu sögð í hálf­kær­ingi er þó mikil alvara í þeim fólgin að margra mati, ekki síst innan hers­ins.

Einn af yfir­mönnum hers­ins lét svo um mælt að her­inn væri dálítið eins og sviss­neskur ost­ur, göt­ótt­ur. Þegar hann var beð­inn að útskýra orð sín sagði hann að þótt ým­is­legt væri gott hjá hern­um væri hann alltof fámenn­ur, ekki síst í ljósi þess að danskt her­lið er enn til staðar í Afganistan og Írak. Grunn­menntun her­manna hafi verið skorin niður og tækja­bún­aður hers­ins bæði lít­ill og úrelt­ur.

Fyrr­ver­andi yfir­maður í hernum sagði að mörg Afr­íku­ríki byggju yfir betri loft­vörnum með sínar gömlu rúss­nesku loft­varna­byss­ur. „Í Dan­mörku verðum við að láta nægja að hrópa á óvin­inn þegar hann nálg­ast í loft­inu, loft­varna­vopn eigum við eng­in.“ Á launa­skrá hers­ins eru átján þús­und manns en eig­in­legir her­menn eru rúm­lega sex þús­und.

NATO hefur líka áhyggjur



Í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske, og birt var 9. apr­íl, sagði And­ers Fogh Rasmus­sen fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri NATO það mikið áhyggju­efni hvað Evr­ópu­ríkin í Atl­ants­hafs­banda­lag­inu hefðu tak­mark­aðan skiln­ing á nauð­syn þess að verja fé til her­mála. Banda­ríkin gætu ekki enda­laust dregið hest­inn og staðið að mestu leyti undir útgjöldum NATO, eins og nú er raun­in.

Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og framkvæmdastjóri Nato. Mynd: EPA And­ers Fogh Rasmus­sen, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur og fram­kvæmda­stjóri NATO. Mynd: EPA

Sam­kvæmt sam­komu­lagi sem gert var á danska þing­inu heldur nið­ur­skurður til hers­ins áfram til árs­ins 2017. Af þessu hafa margir áhyggj­ur, ekki síst í ljósi ástands­ins í Úkra­ínu og hern­að­ar­brölts Rússa. Ýmsir úr hópi þing­manna, meðal ann­ars Lars Lökke Rasmus­sen for­maður Ven­stre, hafa sagt að ljóst sé að her­inn sé kom­inn í þá stöðu að ekki verði lengra gengið í nið­ur­skurð­i.  Hvort eitt­hvað breyt­ist í þeim efnum eftir kosn­ingar í sumar eða haust er ómögu­legt að segja til um.

Unga fólkið hefur mik­inn áhuga á sög­unni



Nokkuð hefur verið um það rætt hér í Dan­mörku að nú sé heims­styrj­öldin síð­ari orðin það fjar­læg að unga kyn­slóðin hafi lík­lega tak­mark­aðan eða lít­inn áhuga fyrir henni. Kann­anir sýna að þetta er alrang­t.  Unga fólkið er mjög áhuga­samt um þennan tíma, kenn­arar segja að nem­endur þyrsti í að vita sem mest um her­námið og stríðs­ár­in, tölur frá bóka­söfnum segja sömu sögu.

Mennta­skóla­nemi sem eitt blað­anna ræddi við hitti kannski naglann á höf­uðið þegar blaða­maður sagði að það væru rétt að verða sjö­tíu ár síðan stríð­inu lauk, það væri nú orðið dálítið langt síð­an. „Lang­t?“ spurði strákur „afi er 78 ára, hann er í fullu fjöri og bara ekk­ert gam­all.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None