Líkamsvirðing er lykillinn að velgengni

6.Steps_.to_.Increasing.Self_.Esteem.jpg
Auglýsing

Að hækka lágt sjálfs­á­lit og auka lík­ams­virð­ingu kvenna gæti verið lyk­ill­inn að jafn­rétti kynj­anna og vel­gengni nútíma­sam­fé­laga. Þetta full­yrðir nýleg rann­sókn á vegum Bristol háskól­ans í Bret­landi. Hún hefur orðið til þess að her­ferðin á vegum Jan­frétt­is­ráðs Breska rík­is­ins og ann­arra styrkt­ar­að­ila sem nefn­ist „Be real“ hefur verið hrint að stað til að sporna við þró­un­inni.

Nið­ur­stöður 25 rann­sókna sem skoð­uðu sam­hengi lík­ams­virð­ingar og vel­gengni, sér­stak­lega hjá konum og ung­lings­stúlk­um, sýndu að konur eyða óeðli­lega miklum tíma í að sinna útliti sínu, sem síðan tekur orku og tíma frá öðrum athöfn­um. Gengið er svo langt að full­yrða að konur myndu fylla fleiri stjórn­un­ar­störf og vera meira áber­andi í sam­fé­lag­inu ef við myndum hafa raun­veru­legri og fjöl­breyti­legri staðalí­mynd­ir.

Á­hyggjur af útliti, stærð, þyngd, lög­un, og því að vera nógu aðlað­andi hel­tekur margar konur og stúlk­ur, allt frá 5 ára aldri til rúm­lega sjötugs.

Auglýsing

 

Áhyggjur af útliti, stærð, þyngd, lög­un, og því að vera nógu aðlað­andi hel­tekur margar konur og stúlk­ur, allt frá 5 ára aldri til rúm­lega sjö­tugs. Léleg sjálfs­mynd og áhyggjur af hold­ar­fari (sem oft eru látnar ósagðar en eiga heima í hug­ar­heimi kvenna, en líka stúlkna og drengja) eru meira áber­andi í dag en fyrir þrjá­tíu árum, þrátt fyrir aukna umræðu í fjöl­miðlum um einmitt þessi mál.

Rann­sóknir sýna að almenn óánægja með sjálfs­mynd og hræðslan um að vera of feit (þó það eigi sér ekki stað í raun­veru­leik­an­um) hefur áhrif á náms­ár­angur ung­lings­stúlkna. Það leiðir ekki til falls en hefur áhrif á sjálfs­á­lit sem minnkar vel­gengni í námi. Ung­lings­stúlkur sem eru óánægðar með lík­ama sinn taka t.d. minna þátt í skól­an­um:



Á liðnum árum hafa verið auknar áherslur á að auka aðgengi kvenna á fjöl­mörgum sviðum og hefur náms­þátt­taka kvenna aldrei verið hærri. Stúlkur sjá menntun sem lyk­il­inn að fram­tíð­ar­mögu­leik­um, en þær hafa mögu­lega þegar misst af tæki­færum, jafn­vel áður en þær hefja fram­halds­nám. Þær hafa verið skot­mark feg­urð­ar­iðn­að­ar­ins frá barns­aldri, sem matar þær með útlits­kröf­um, pakkað inn sem flest allt skemmti­efni sem er aðgengi­legt ungum stúlkum í dag.

Skila­boðin eru skýr: útlitið er það sem tryggir þér örugga fram­tíð. Þessar áherslur hafa skapað óör­ugga ein­stak­linga, sem eyða gríð­ar­legum tíma í útlitstengdar hugs­anir sem valda vanlíðan.

Skila­boðin eru skýr: útlitið er það sem tryggir þér örugga fram­tíð. Þessar áherslur hafa skapað óör­ugga ein­stak­linga, sem eyða gríð­ar­legum tíma í útlitstengdar hugs­anir sem valda van­líð­an. Það jafn­framt dregur úr vits­muna­legri frammi­stöðu þeirra og gæti útskýrt hvers vegna margar konur efast um eigin getu. Það má því velta því fyrir sér hvaða efna­hags­legi ávinn­ingur tap­ast þegar mögu­leikar kvenna eru ekki full­nýttir og hverju þær myndu áorka ef allur tím­inn færi ekki í sjálf­skoðun og gagn­grýni.

Fegð­urð­ar­stað­all­inn hár



Rann­sókn Orbach á sjö­unda ára­tugnum sýnir að konur telja að útlit þeirra eigi stærstan þátt í vellíðan og mögu­legri vel­gengni á lífs­leið­inni. „Feg­urð“ er aðgöngu­miði til að falla inn í hóp­inn og ganga vel í líf­inu. Heilum iðn­aði er varið í að vernda óraun­veru­lega staðalí­mynd, þar sem módel eru fótó­sjoppuð og myndum er breytt áður en þau ná til neyt­and­ans. Og skiptir þar engu máli hvort átt er við kenn­ara, lækna, verk­fræð­ina eða heima­vinn­andi hús­mæð­ur, allar eyða þær miklum tíma í að hugsa og finna að útliti sínu.

Það sem hefur líka breyst er að nú gilda staðalí­myndir ekki ein­göngu fyrir konur en líka fyrir karl­menn og unga drengi.

Þessi rann­sókn var unnin fyrir tíma félags­legra fjöl­miðla eins og tumblr, Face­book, Instagram, og þeirra fjölda tíma­rita og tón­list­ar­mynd­banda sem við sjáum í dag. Það sem hefur líka breyst er að nú gilda staðalí­myndir ekki ein­göngu fyrir konur en líka fyrir karl­menn og unga drengi. Rann­sóknir í Dan­mörku sýna að danskir ung­lingar hafa auknar áhyggjur af útliti sínu og því að falla ekki inn í hóp­inn. Fleiri börn og ung­lingar þjást af kvíða og þung­lyndi í dag en áður og tvö­falt fleiri stelpur en strák­ar.

Áhyggj­urnar stafa af mis­mun­andi toga en það sem sér­fræð­ing­arnir eru sam­mála um er að full­komnun er nýja normið í dag. Allt þarf að vera óvenju­legt, það er „extra-or­din­ar­y,“ og það setur mikla pressu á ung­linga, ekki síst útlits­lega séð. Það sem vekur líka athygli er að það er mikil áhersla á útlit kyn­færa, en Mari­anne Lom­holt, sem rekur hjálp­ar­línu fyrir ung­linga telur að það megi rekja til auknar klám­væð­ing­ar.

„Það er athuga­vert að heyra að hár­leysi og lögun kyn­færa skiptir ung­linga svo miklu máli. Ástæðan er klár áhrif klám­iðn­að­ar­ins. Við vitum frá ótal­mörgum rann­sóknum að nán­ast allir ung­lingar horfa á klám, og þar er lík­am­inn sýndur á mjög sér­stakan og ónátt­úru­legan hátt. Meðal ann­ars eru allir lík­ams­hlutar rak­aðir hjá klám­mynda­leik­urum og kyn­færi karla eru yfir­leitt stærri en með­al­talið.“

Á ung­lings­ár­unum skiptir máli að falla inn í hóp­inn og því eru spurn­ingar um lík­amann og kyn­líf eðli­leg­ar. Hins vegar má spyrja sig hvað svo óraun­veru­legar fyr­ir­myndir gera fyrir sjálfs­á­lit barna og ung­linga þegar til lengri tíma er litið?

Á ung­lings­ár­unum skiptir máli að falla inn í hóp­inn og því eru spurn­ingar um lík­amann og kyn­líf eðli­leg­ar. Hins vegar má spyrja sig hvað svo óraun­veru­legar fyr­ir­myndir gera fyrir sjálfs­á­lit barna og ung­linga þegar til lengri tíma er lit­ið? Konur hafa upp­lifað það á eigin skinni í ára­tugi og nið­ur­stöð­urnar eru ekk­ert til að hrópa húrra fyr­ir. Sam­kvæmt tölum frá Bret­landi er fjórð­ungur sam­fé­lag­ins í megrun á hverjum tíma, stelpur byrja í sinni fyrstu megrun að með­al­tali þegar þær eru 8 ára gamlar og fimmti hver karl­maður um tví­tugt hefur reynt að taka bæti­efni til þess að „massa sig“ upp. Í Banda­ríkj­unum sjást svip­aðar tölur þegar horft er til ung­lingstelpna og skýr tengsl milli lágs sjálfs­á­lits og áhættu­sæknar hegð­un­ar.

Kven­leið­togar verða að líta vel út



Út­lits­kröf­urnar virð­ast skipta minna máli þegar karl­menn ná árangri á ákveðnu starfs­sviði en þær gera fyrir kon­ur. Útlits­kröf­urnar og full­komn­un­ar­áráttan heldur áfram fyrir kon­ur, út allt líf­ið. Og því hærra sem þær ná, hvort sem er í stjórn­sýslu eða til dæmis sem yfir­menn stór­fyr­ir­tækja, því meiri verða kröf­urn­ar.

Tökum Hill­ary Clinton sem dæmi. Útlit hennar er til umræðu reglu­lega, allt frá hári og buxna­drögt­um, til þess hvernig hún lítur út þegar hún grætur eða er reið. Í bók­inni sinni „Li­v­ing History“ hefur hún sjálf minnst á hversu fár­an­legt það sé að hárið á henni sé á milli tann­ana á fólki og hafa buxna­dragt­irnar vakið athygli, meðal ann­ars fyrir að vera lit­rík­ar.

Clinton Klæða­burður Hill­ary Clinton hefur víða orðið að umfjöll­un­ar­efn­i.

 

Hill­ary Clinton er stjórn­mála­maður og getur því verið gagn­grýnd á þeim grund­velli og það er hægt að velta því fyrir sér hversu mikið útlitið skiptir máli þegar talað er um karl­kyns stjórn­mála­menn. Nýlega benti Think Progress á kynja­mis­réttið í frétta­flutn­ingi, þar sem fjallað var um hina „exo­tísku og fal­legu Tulsi Gabb­ard“ sem er demókrati frá Hawai og hefur beitt sér fyrir utan­rík­is­málum í Banda­ríkj­un­um. Sam­kvæmt rann­sókn frá 2013 hefur óeðli­leg umfjöllun um útlit stjórn­mála­kvenna nei­kvæð áhrif á mögu­leika þeirra til kjörs, hvort sem umfjöll­unin er jákvæð eða nei­kvæð.

Háir hælar eru reglu­lega myndefni fyrir greinar sem fjalla um konur í stjórn­un­ar­stöð­um. Margar konur sem ná langt í einka­geir­anum eru reglu­lega gagn­grýndar fyrir útlit sitt. Þær þykja ýmist of kyn­þokka­fullar eða ekki nóg, sýna of mikið af brjósta­skor­unni, eða ekki nóg, þær mega ekki vera of feitar og verða að vera kven­leg­ar. Nýlega var fram­kvæmd­ar­stjóri Yahoo, Marissa Mayer gagn­rýnd fyrir að stilla sér upp eins og ljós­mynda­fyr­ir­sæta í opnu í Vogue.

­Gæti verið að margar konur ein­fald­lega treysti sér ekki í þann frum­skóg sem konur þurfa að fara í gegnum þegar þær sækj­ast eftir stjórn­un­ar­stöðum og þeirri útlits­gagn­rýni sem þær verða fyrir?

Kven­leið­tog­inn á sem sagt að vera aðlað­andi en verður gagn­rýnd ef hún er það um of. Útlitið hjá konum á að gefa í skyn að þær hafi vald­ið. Það er ekki nóg að hafa hæfi­leik­ana. En er krafan eins hjá karl­mönnum sem eru stjórn­end­ur?

Gæti verið að margar konur ein­fald­lega treysti sér ekki í þann frum­skóg sem konur þurfa að fara í gegnum þegar þær sækj­ast eftir stjórn­un­ar­stöðum og þeirri útlits­gagn­rýni sem þær verða fyr­ir? Gæti verið að ef útlits­kröf­urnar væru í sam­ræmi við fjöl­breyti­leikan sem við lifum í, að fleiri konur gætu ein­beitt sér að því sem skiptir máli? Eða er það krafan um hið full­komna útlit sem heldur aftur af konum á þeim fjöl­mörgu sviðum í atvinnu­líf­inu þar sem vantar konur í dag? Í Banda­ríkj­unum eru til að mynda færri konur sem stjórna fyr­ir­tækjum en menn sem heita John, og það sama má segja um karl­menn sem heita Peter í Ástr­al­íu, þeir eru fleiri sem kom­ast upp met­orða­stig­ann en allar kon­urnar til sam­ans.

Sjálfs­ör­yggi og vel­gengni hald­ast í hendur



Í Bret­landi hefur „Be Real“ átak­inu, eða „vertu raun­veru­leg(­ur),“ verið hrint af stað til að reyna að sporna við lík­ams­hatri. Mark­miðið er að auka sjálfs­ör­yggi kvenna og karla með heil­brigðum staðalí­myndum og fá fólk til að líða vel í eigin kroppi. Fram­takið er á þremur svið­um.

„Raun­veru­leg mennt­un“ á að hjálpa börnum og ung­lingum að fá góða sjálfs­mynd frá byrj­un, skora á for­eldra til að vera góðar fyr­ir­myndir og hjálpa ungu fólki að styðja hvort annað til að fá aukna lík­ams­virð­ingu.

„Raun­veru­leg heilsa“ á að ein­blína á heilsu umfram útlit og þyngd. Með því að virkja heilsu­rækt­ar­iðn­að­inn og heil­brigð­is­geir­ann þannig að lang­tíma lausnir fyrir góðri heilsu séu teknar fram fyrir skyndi­lausn­ir.

„Raun­veru­leg fjöl­breytni“ hvetur fjöl­miðla, aug­lýsendur og fyr­ir­tæki til þess að sýna hvernig við raun­veru­lega lítum út. Sýna fjöl­breyti­leik­ann í stærð, lög­un, kyn­þætti, aldri og getu sem heim­ur­inn er gerður úr í stað­inn fyrir að stuðla að óheil­brigðri og óæski­legri útlits­dýrk­un.

Snyrti­vöru­fram­leið­and­inn Dove sem er aðili að átak­inu, hefur hafið sína eigin her­ferð sem nefn­ist „Choose Beauti­ful“ eða „Veldu fal­leg­t.“ Her­ferðin hvetur fólk, og þá konur sér­stak­lega, til þess að sjá það fal­lega í okkur öll­um.

Í einni til­raun­inni voru þáttak­endur beðnir um að velja dyr inn í versl­un­ar­mið­stöð. Yfir ann­ari hurð­inni stóð „Fal­leg(­ur)“ og yfir hinni stóð „í með­al­lag­i.“ Nið­ur­stöð­urnar komu ekki á óvart en margar konur þorðu ekki að ganga í gegnum dyrnar med fal­lega merk­inu.

Dove vill benda á að maður getur valið að vera fal­leg og fal­legur á hverjum degi, allt eftir því hvað maður sjálfur telur vera fal­legt. En við þurfum fyrst að byrja á því að losa okkur undan viðjum staðalí­mynd­anna. Eins og með­fylgj­and­i ­mynd­skeið sýn­ir, erum við oft okkar versti gagn­rýn­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None