Margar byssur í íslenskum undirheimum

byssur.jpg
Auglýsing

Miklar umræður hafa verið und­an­farna daga um þörf íslensku lög­regl­unnar fyrir skot­vopn eftir að opin­berað var að hún, og Land­helg­is­gæslan, hafa fengið nokkur hund­ruð MP5-hríð­skota­byssur frá Norska hernum und­an­farin miss­eri án þess að upp­lýst hefði verið með nokkrum hætti um það opin­ber­lega. Enn liggur ekki ljóst fyrir hvort greiða þurfi fyrir vopnin eða hvort þau séu gjöf né hver það var sem tók ákvörðun um að fá þau.

Í jan­úar síð­ast­liðnum skrif­uðu Jón Heiðar Gunn­ars­son og Oddur Freyr Þrá­ins­son ítar­lega frétta­skýr­ingu í Kjarn­ann um skot­vopna­eign Íslend­inga, fjölda slíkra vopna sem er að finna í und­ir­heimum Íslands og hvernig Íslend­ingar standa í sam­an­burði við önnur ríki í þessum mál­um. Vegna hinnar háværu vopnaum­ræðu sem nú er uppi end­ur­birtir Kjarn­inn frétta­skýr­ing­una.

Margar byssur í íslenskum und­ir­heimum



Í upp­hafi des­em­ber­mán­aðar féll byssu­maður fyrir hendi lög­regl­unnar í fyrsta sinn á Íslandi. Mað­ur­inn var ekki með byssu­leyfi og ekki skráður fyrir byss­unni. Byssan var hins vegar skráð og nú stendur yfir rann­sókn á því hvernig mað­ur­inn komst yfir hana. Í kjöl­far þessa atburðar hafa margar spurn­ingar vaknað varð­andi skot­vopna­eign Íslend­inga. Hversu mörg skráð skot­vopn eru í umferð hér á landi? Til hvers eru óskráð vopn notuð og hvernig ber­ast þau til lands­ins? Hvers vegna eru fá ofbeld­is­verk tengd skot­vopnum hér á landi?

Ísland í fimmt­ánda sæti



Skot­vopna­eign Íslend­inga er frekar mikil í sam­an­burði við aðrar þjóðir að mati Helga Gunn­laugs­sonar afbrota­fræð­ings og pró­fess­ors í félags­fræði við Háskóla Íslands. „Tæp­lega þriðj­ungur Íslend­inga á eða hefur aðgang að skot­vopni, sem er ekki minna en við sjáum ann­ars staðar í Evr­ópu,“ segir Helgi.

Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur við Háskóla Íslands. Helgi Gunn­laugs­son, afbrota­fræð­ingur við Háskóla Íslands­.

Auglýsing

Ísland situr í 15. sæti á alþjóð­legum sam­an­burð­ar­lista þegar skot­vopna­eign miðað við höfða­tölu er skoðuð í alþjóð­legri rann­sókn frá sam­tök­unum Small arms sur­vey. Þar kemur fram að Íslend­ingar eigi um 90.000 byssur en sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Rík­is­lög­reglu­stóra er fjöld­inn um 60.000 skot­vopn. Auk þess eru flutt inn um 1.500 ný skot­vopn á hverju ári.

vopnafj.ldi

Athygli vekur að töl­urnar frá Rík­is­lög­reglu­stjóra eru tölu­vert lægri heldur en alþjóð­legu töl­urnar en hafa ber í huga að opin­ber gögn Rík­is­lög­reglu­stjóra byggja á tölum um skráð skot­vopn. Slíkar tölur gera því ekki ráð fyrir öllum þeim óskráðu skot­vopnum sem eru í umferð.

Jónas Haf­steins­son, hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, segir ekki mikið um að óskráð vopn finn­ist í hús­leitum hér­lend­is. Þau séu nán­ast telj­an­leg á fingrum ann­arrar hand­ar. Þorri þeirra skot­vopna sem finn­ist í hús­leitum séu stolin vopn. Eitt­hvað sé um óskráðar byssur sem keyptar voru áður en byrjað var að skrá byssur á Íslandi. Ómögu­legt sé að segja til um hver fjöldi þeirra sé.

Flestir við­mæl­endur Kjarn­ans eru sam­mála um að tölu­vert magn af skot­vopnum sé til staðar í íslenskum und­ir­heim­um.

Afsag­aðar hagla­byssur og hefnd­ar­að­gerðir



Heim­ild­ar­maður sem þekkir til í und­ir­heimum Íslands, en vildi ekki koma fram undir nafni, segir skot­vopna­eign vera stöðuga í íslenskum und­ir­heim­um. „Byss­urnar liggja alveg hér og þar í mis­langan tíma. Þetta eru svip­aðar byssur eins og gengur og ger­ist á íslenskum mark­aði fyrir utan það að hagla­byss­urnar eru oft afsag­að­ar. Ég veit ekki hversu hátt hlut­fall af þessum byssum eru óskráðar þar sem rað­núm­erin eru vana­lega tekin af þeim til að koma í veg fyrir að hægt sé að rekja þær.“

Heim­ild­ar­mað­ur­inn nefnir mörg nýleg dæmi þar sem skot­vopn komu við sögu. Hann segir þó ótrú­lega fá alvar­leg mál koma upp í tengslum við skot­vopn hér á landi miðað við hversu mikið af byssum er til stað­ar. „Slík vopn eru notuð þegar allt annað þrýtur í sam­skiptum mis heimskra manna og þegar svik eða hefnd er með í spil­inu. Þetta er aðal­lega notað í hefnd­ar­að­gerðum og til að ógna fólki. Oft­ast víg­búa menn sig af heimsku, ótta eða vegna þess að þeir eru að taka byssur upp í skuld.“

„Sagan gleym­ist ekki á litla Íslandi“



Heim­ild­ar­mað­ur­inn segir íslensku lög­regl­una fylgj­ast vel með og taka fast á skot­vopna­eign. „Þeir gera mikið af skot­vopnum upp­tæk. Þegar búið er að taka ein­hvern einu sinni með byssu þá vill hann ekki láta taka sig aftur því sagan gleym­ist ekki á litla Íslandi. Ef löggan þekkir þig fyrir að hafa verið með byssu þá ertu alltaf í ves­eni upp frá því.“

Ef löggan þekkir þig fyrir að hafa verið með byssu þá ertu alltaf í ves­eni upp frá því.

Hann telur að skot­vopnum sé aðal­lega smyglað hingað til lands frá Asíu og þriðja heims ríkj­um. „Það er algeng­ara að menn eign­ist skot­vopn í gegnum þýfi heldur en með smygli þó að það sé alltaf eitt­hvað um smygl. Þá eru einnig dæmi um að óskráð skot­vopn frá fyrri tíð séu til sem erfða­gripir innan fjöl­skyldna.“

Loft­byssur í toll­inum



Toll­ur­inn leggur ekki hald á mörg skot­vopn sam­kvæmt Kára Gunn­laugs­syni, yfir­toll­verði. „Við lögðum ekki hald á neinar „al­vöru“ byssur á síð­asta ári. Við stopp­uðum hins vegar 27 loft­byssur á árinu 2012 og 33 árið 2011,“ segir Kári.

Kári Gunnlaugsson, yfirtöllvörður í Leifsstöð. Kári Gunn­laugs­son, yfir­töll­vörður í Leifs­stöð.

„Flestar byss­urnar koma til lands­ins í far­angri ferða­manna, aðal­lega með flugi frá Spáni. Þeim er eytt eftir að við gerum þær upp­tæk­ar.“ Ef ekki eru greidd aðflutn­ings­gjöld af byssum sem eru fluttar inn með lög­legum hætti geta þær endað á upp­boði að sögn Kára.

Byssur í ótryggum hirslum



Hjálmar Ævars­son, fram­kvæmda­stjóri skot­veiði­versl­un­ar­innar Hlaðs, segir tími til kom­inn að breyta núver­andi reglum um geymslu skot­vopna til að sporna gegn þjófn­aði á þeim. Frá árinu 2008 hefur verið til­kynnt um þjófnað á rúm­lega 100 skot­vopnum og síð­ustu ár hefur lög­reglan reglu­lega lagt hald á umtals­vert magn af skot­vopn­um.

„Það er tíma­bært að ganga næsta skref í þessum mál­um, því sam­kvæmt núgild­andi reglum þá ber skot­veiði­mönnum ekki skylda til að geyma skot­vopn í sér­stökum byssu­skápum fyrr en þeir eiga fjórar byssur eða fleiri,“ segir Hjálm­ar. „Það væri góð byrjun að koma megn­inu af byssum í land­inu í læstar hirslur til að sporna við þjófn­aði á þeim og því mæli ég með því að fólk fái sér byssu­skáp við kaup á fyrstu byssu.“

Hjálmar Ævarsson, framkvæmdastjóri skotveiðiverslunarinnar Hlaðs, segir að það þurfi að breyta reglum um geymslu skotvopna til að koma í veg fyrir þjófnað á þeim. Hjálmar Ævars­son, fram­kvæmda­stjóri skot­veiði­versl­un­ar­innar Hlaðs, segir að það þurfi að breyta reglum um geymslu skot­vopna til að koma í veg fyrir þjófnað á þeim.

Hann bendir á að í flestum nágranna­löndum okkar er gerð krafa um fjög­urra mm þykkt stál í byssu­skáp­um. „Hér heima var slakað á kröf­unum hvað þetta varð­ar. Fjög­urra mm skápar eru mun meiri fyr­ir­staða fyrir þjófa heldur en þriggja mm skápar og því ættu menn að versla þá ef óskað er eftir hámarks­ör­ygg­i.“

Ólíkt grund­vall­ar­við­horf til skot­vopna



Þrátt fyrir tölu­verða skot­vopna­eign hér­lendis er sjald­gæft að byssum sé beint gegn fólki á Íslandi. „Hér eru lang­flest morð framin með egg­vopni eða bar­efli en skot­vopn eru notuð í 20 pró­sent til­fella, ekki ósvipað hlut­fall­inu sem er ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­un­um. Í Banda­ríkj­unum er hlut­fallið mun hærra, eða meira en helm­ing­ur,“ segir Helgi Gunn­laugs­son.

Ís­lend­ingar líta á skot­vopn sem tæki til veiða eða nota við íþrótta­iðkun, á meðan Banda­ríkja­menn líta líka á vopn sem sjálfs­varn­ar­tæki fyrir sig og fjöl­skyldu sína.

Mik­il­væg­asta ástæðan fyrir þessu er grund­vallar munur í við­horfi fólks til skot­vopna. „Ís­lend­ingar líta á skot­vopn sem tæki til veiða eða nota við íþrótta­iðkun, á meðan Banda­ríkja­menn líta líka á vopn sem sjálfs­varn­ar­tæki fyrir sig og fjöl­skyldu sína. Þetta er fram­andi hugsun fyrir okk­ur. Við lítum ekki á vopn sem tæki til að miða á aðra en fyrir marga Banda­ríkja­menn er þetta nauð­syn­leg vörn gegn alls konar ill­þýði. Veru­leik­inn er samt reyndar sá að algeng­ara er að vopn­unum sé beitt á fjöl­skyldu­með­limi eða vini í stund­ar­brjál­æði en að þeim sé beitt gegn vonda fólk­in­u.”

Lög­reglan á Íslandi notar ekki skot­vopn og hún virð­ist kæfa alvar­lega glæpi og glæpa­sam­tök strax í fæð­ingu, að mati Helga. Hann telur þetta virð­ast vera aðal ástæð­una fyrir því að skot­vopnum er ekki beitt í meiri mæli í und­ir­heimum Reykja­vík­ur. „Með þessum hætti hefur lög­regl­unni tek­ist að koma í veg fyrir nei­kvæða þróun sem eng­inn Íslend­ingur vill sjá.“

Lög­reglan skýtur flesta



Helgi segir hætt­una á auk­inni skot­vopna­notkun hér á landi vera til staðar en bendir á að slík áhætta sé hugs­an­lega af öðrum meiði en margir hefðu búist við. „Al­mennt er það þannig að lög­reglan skýtur fleiri en öfugt. Töl­urnar frá Banda­ríkj­unum eru skýrar hvað þetta snertir og hlut­fallið er hátt, marg­falt fleiri glæpa­menn eða borg­arar eru drepnir af lög­reglu en öfugt.“

Al­mennt er það þannig að lög­reglan skýtur fleiri en öfugt. Töl­urnar frá Banda­ríkj­unum eru skýrar hvað þetta snertir og hlut­fallið er hátt, marg­falt fleiri glæpa­menn eða borg­arar eru drepnir af lög­reglu en öfugt.

Íslenska lög­reglan mun að öllum lík­indum taka upp auk­inn vopna­burð á ein­hverjum tíma­punkti í fram­tíð­inni að mati Helga. „Mér finnst lík­legt að vopna­burður lög­reglu á Íslandi verði meiri í fram­tíð­inni. Kannski ekki við dag­leg skyldu­störf en lík­lega í lög­reglu­bílum líkt og í nágranna­löndum okk­ar.“ Hann bendir á að norska lög­reglan fékk nýlega leyfi til að hafa skot­vopn í læstu hólfi í sínum lög­reglu­bíl­um. Hingað til hefur norska lög­reglan verið með minni vopna­burð heldur en kollegar sín­ir, bæði í Sví­þjóð og Dan­mörku.

„Sumir fræði­menn og jafn­vel aðilar innan lög­reglu ótt­ast að við meiri vopna­burð lög­reglu verði komið á víg­bún­að­ar­kapp­hlaupi, að þetta kalli á meiri vopna­burð og beit­ingu vopna í und­ir­heim­um, fyrir utan aukna hættu á voða­skot­u­m,“ segir Helgi. „Við verðum að forð­ast slíka þróun eftir fremsta megni. Auk­inn vopna­burður lög­reglu þýðir ekki endi­lega það sama og aukið öryggi borg­ar­anna og lög­reglu.“

Íslenska lögreglan og Landhelgisgæslan fengu nokkur hundruð MP5 hríðskotabyssur frá norska hernum. Íslenska lög­reglan og Land­helg­is­gæslan fengu nokkur hund­ruð MP5 hríð­skota­byssur frá norska hern­um.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None