Gagnanotkun Íslendinga í gegnum snjalltæki þrefaldast á milli ára

data-plans-cover-640x360.jpg
Auglýsing

Gagna­flutn­ingur Íslend­inga í gegnum snjall­tæki hefur marg­fald­ast á milli ára. Á fyrri hluta árs­ins 2012 not­uðu Íslend­ingar sam­tals 590 millj­ónir mega­bæta á far­síma­kerf­inu. Á fyrri hluta árs­ins 2013 not­uðu þeir 898 millj­ónir mega­bæta. Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2014 var sú notkun hins vegar 2.539 millj­ónir mega­bæta. Notk­unin hefur því þre­fald­ast á einu ári. Þetta kemur fram í nýrri töl­fræði­skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­unnar um íslenska fjar­skipta­mark­að­inn sem birt var í lok síð­ustu viku. Skýrslan sýnir stöð­una á mark­aðnum um mitt ár 2014.

Í skýrsl­unni kemur fram að við­skipta­vinir Nova nota miklu meira gagna­magn en við­skipta­vinir hinna fjar­skipta­fyr­ir­tækj­anna. Alls not­uðu við­skipta­vinir Nova 1.926 millj­ónir mega­bæta á fyrri helm­ingi þessa árs, sem þýðir að fyr­ir­tækið er með 75 pró­sent mark­aðs­hlut­deild þegar slík er mæld í nið­ur- eða upp­hlöðnum mega­bæt­um. Sím­inn, sem er næst stærstur á þessum mark­aði, er með 16,3 pró­sent mark­aðs­hlut­deild.

Far­síma­tíma­bil­inu lok­ið, gagna­flutn­ings­tíma­bilið hafiðÁstæðan fyrir þess­ari miklu breyt­ingu er sú að far­síma­tíma­bil fjar­skipta­geirans er að líða undir lok og gagna­flutn­inga­tíma­bilið að taka við. Tíðni­heim­ildir fyrir 3G, fyrsta háhraða­kyn­slóð far­síma­nets­kerf­ið, voru boðnar út á Íslandi í lok árs 2006. Kerfið er í raun mun frekar net­kerfi en far­síma­kerfi og gerði gagna­flutn­ing mögu­leg­an. Allt í einu var mögu­legt að hlaða niður tón­list, horfa á kvik­myndir eða þætti í sím­anum sín­um.

Snjallsímar á borð við iPhone hafa stökkbreytt farsímanotkun Íslendinga. Í stað þess að nota tækin fyrst og fremst til að hringja þá notum við þau t.d. til að horfa á myndbönd, vafra um netið, hlusta á tónlist og ýmslegt fleira. Allt þetta útheimtir mikla gagnanotkun. Snjall­símar á borð við iPhone hafa stökk­breytt far­síma­notkun Íslend­inga. Í stað þess að nota tækin fyrst og fremst til að hringja þá notum við þau t.d. til að horfa á mynd­bönd, vafra um net­ið, hlusta á tón­list og ýms­legt fleira. Allt þetta útheimtir mikla gagna­notk­un.

Auglýsing

Nú stendur næsti fasi yfir. 4G-væð­ingin er í fullum gangi. Skrefið sem verður tekið upp á við með henni er stærra en margir átta sig á. Hrað­inn á 4G-teng­ingu er tíu sinnum hrað­ari en í 3G og um þrisvar sinnum hrað­ari en hröð­ustu ADS­L-teng­ing­ar.

Mun auka notkun á snjall­tækjumSím­inn, Nova, Voda­fone og 365-miðlar hafa öll fengið úthlutað tíðnum til að byggja upp 4G þjón­ustu. Inn­leið­ing hennar er þegar hafin og stór svæði á land­inu hafa þegar aðgang að 4G-­neti fjar­skipta­fyr­ir­tækj­anna.

Inn­leið­ingin hefur aukið til muna notkun á snjall­tækj­um, enda­hefur hún þau áhrif að not­endur geta sótt miklu meira efni á snjall­tækin sín, hvort sem það eru símar, spjald­tölv­ur, úr eða ann­ars­konar klæð­an­leg tæknilausn.

Inn­leið­ingin hefur aukið til muna notkun á snjall­tækj­um, enda­hefur hún þau áhrif að not­endur geta sótt miklu meira efni á snjall­tækin sín, hvort sem það eru símar, spjald­tölv­ur, úr eða ann­ars­konar klæð­an­leg tækni­lausn. Neyslu­mynstur þjóð­ar­innar hefur breyst hratt sam­hliða þessu. Miklu meira af frétt­um, afþr­ey­ingu eða öðru efni sem mögu­legt er að miðla staf­rænt mun verða neytt á snjall­tækj­um. Og grunn­ur­inn er sann­ar­lega til stað­ar. Í lok árs 2012 átti þriðja hvert heim­ili á Íslandi spjald­tölvu sam­kvæmt neyslu- og lífstíl­skönnun Capacent. Ári síðar átti annað hvert heim­ili slíka. Spjald­tölvum Íslend­inga fjölg­aði um 21.500 á einu ári.

Snjall­síma­eignin er líka orðin nán­ast almenn. Í könnun sem MMR gerði í sept­em­ber í fyrra kom fram að tveir af hverjum þremur Íslend­ingum á snjall­síma. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá sölu­að­ilum þess­arra tækja hefur ekk­ert dregið úr hinni hröðu aukn­ingu það sem af er þessu ári. Eftir að stóru fjar­skipta­fyr­ir­tækin þrjú und­ir­rit­uðu samn­inga við Apple um að kaupa Iphone snjall­síma milli­liða­laust, sem lækk­aði verðið á þeim um allt að 50 þús­und krón­ur, hefur þvert á móti bæst tölu­vert við. Sam­ing­arnir tóku gildi um miðjan des­em­ber síð­ast­lið­inn og verðið á iPhone tækj­unum er eftir það svipað hér­lendis og í stærri löndum Evr­ópu. Salan á iPhone hefur sam­hliða þessu flust inn fyrir lands­stein­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None