Vilji til að skapa hagvöxt ól af sér risastórt skipulagsslys  

harpa.jpg
Auglýsing

Hvernig gerð­ist það að umfang höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins óx um fjórð­ung  á árunum 2002 til 2008, að  sam­an­lögð lengd hrað­brauta óx um 60 kíló­metra, ann­arra gatna um  163 kíló­metra, að mis­lægum gatna­mótum fjölg­aði um níu, að risa­vaxnar íþrótta­hallir risu víðs­veg­ar, að versl­un­ar­rými óx gíf­ur­lega á sama tíma og net­verslun gerir bygg­ingu versl­un­ar­hús­næðis æ úrelt­ari, en hjóla­stígar lagðir á tíma­bil­inu voru sama­lagt ein­ungis þrír kíló­metrar þrátt fyrir að  heims­mark­aðs­verð á bens­íni hafi hækkað skarpt allt tíma­bil­ið?

Þessum spurn­ingum er reynt að svara í bók­inni „Hörgull í allsnægt­um- Hið byggða umhverfi og hrunið á Íslandi“ (Scarcity in Excess – The Built Environ­ment and the Economic Crisis in Iceland), sem kom út á dög­un­um. Þar er einnig velt upp fjöl­mörgum hug­myndum að lausnum á þeim vanda sem slæmt skipu­lag og hag­vaxta­drifin upp­bygg­ing hús­næð­is, inn­viða og mann­virkja skap­aði.

Bók­in, sem er á ensku, tekur saman grein­ar, verk og myndir yfir 60 manns. Höf­undar þeirra eru bæði íslenskir og erlendir en rit­stjórar eru Arna Mathies­en, frá Apríl Arki­tektum í Osló, Dr. Giambattista Zaccariotto frá Arki­tekt­ar­skól­anum í Osló og pró­fessor Thomas Forget frá háskól­anum í Norð­ur­-Kar­ólínu í Banda­ríkj­un­um. Hægt er að kaupa bók­ina í Reykja­vík, en hún er í alþjóð­legri dreif­ingu.

Auglýsing

Áhrif banka­bólu á bygg­ing­ar- og skipu­lags­málBókin bætir úr skorti á umfjöllun á áhrifum banka­bólunnar á bygg­ing­ar- og skipu­lags­mál, en hún var blásin upp á Íslandi á árunum 2002 til 2008, og sprakk loks með lát­um. Í inn­gangi hennar segir að þótt Skýrsla Rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is, sem er um 2.400 blað­síður að lengd, sé mjög góður vitn­is­burður um það sem átti sér stað á Íslandi, þá sé þar ekk­ert fjallað um þá miklu upp­bygg­ingu hús­næðis og mann­virkja sem átti sér stað „þrátt fyrir að bank­arnir hafi verið aðaleik­endur í bygg­ing­ar­bólunni, sem örlátur lán­veit­andi fjár til bygg­ing­ar­fram­kvæmda og sem fjár­mögn­un­ar­að­ili bygg­ing­ar­fyr­ir­tækja , sem sum hver voru meira að segja rek­inn úr bæki­stöðvum banka. Mörg bygg­ing­ar­fyr­ir­tæki urðu gjald­þrota sam­hliða bönk­unum og sum þeirra hafa nú hafið starf­semi að nýju á nýjum kenni­tölum og án skulda“.

Á myndinni sést Á mynd­inni sjást allir þeir vegir sem voru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í lok tíma­bils­ins. Sam­an­lögð lengd þeirra var 136 kíló­metr­ar. Sam­an­lögð lengd hjóla­stíga á sama svæði var þrír kíló­metr­ar­.

Í fyrsta kafla bók­ar­innar kemur fram að höf­uð­borg­ar­svæð­ið, sem nær yfir Reykja­vík og sex nágranna­sveit­ar­fé­lög henn­ar, hafi stækkað um 24 pró­sent að flata­máli á þessu sex ára tíma­bili. Gríð­ar­leg upp­bygg­ing á hús­næði, atvinnu­hús­næði, mann­virkj­um, opin­berum bygg­ing­um, innvið­um, íþrótta­mann­virkjum og einu stykki fjár­mála­hverfi í Borg­ar­túni (sem er nán­ast jafn stórt og allt mið­bæj­ar­svæði Reyka­jvík­ur) eru  fyrir þess­ari miklu útþennslu. Til að und­ir­strika þær miklu breyt­ingar sem átt hafa sér stað er vísað í tölur Reykja­vík­ur­borgar sem sýna að á á fimmta ára­tug síð­ustu aldar hafi verið um 120 íbúar á hvern hekt­ara í Reykja­vík en sú tala hafi verið komin niður í 36 árið 2005.

Áhrif á heim­ili og allt of mikið af versl­un­ar­hús­næðiÁhrif bygg­ing­ar­bólunnar á stöðu heim­il­anna eru líka rakin og vísað til þeirra rann­sókna sem fyr­ir­liggja nú sex árum eftir hrun. Hlut­fall heim­ila sem voru með nei­kvætt eigið fé í hús­næði sínu var sex pró­sent árið 2007, en eftir að bólan sprakk fór það hlut­fall hæst upp í 37 pró­sent, í lok árs 2010. Auk þess hafa margir ekki átt fyrir afborg­unum af hús­næð­is­lán­um. Töl­urnar sýna ber­sýni­lega að heim­ilin tóku há íbúð­ar­lán til að kaupa nýbygg­ing­arnar sem ráð­ist var í, en sátu síðan uppi með stór fjá­hags­leg vanda­mál, að minnsta kosti tíma­bund­ið, þegar góð­ær­inu lauk.

Á myndinni má sjá allt það verslunarhúsnæðis sem byggt var upp á Íslandi á tímabilinu 2002 til 2008.Í lok þess var verslunarrými orðið 4,26 fermetrar á hvern íbúa höfuðborgarsvæðisins. Á mynd­inni má sjá allt það versl­un­ar­hús­næðis sem byggt var upp á Íslandi á tíma­bil­inu 2002 til 2008.Í lok þess var versl­un­ar­rými orðið 4,26 fer­metrar á hvern íbúa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Það var líka mikið kapps­mál að byggja upp stórt versl­un­ar­hús­næði á þessum árum. Stórir versl­un­ar­kjarn­ar, í námunda við fjöl­farnar umferð­ar­æð­ar, spruttu upp eins og gorkúl­ur. Á meðal þeirra minni­stæð­ustu eru Korpu­torg, Holta­garðar og Smára­lind og svæðið í kringum þá versl­un­ar­mið­stöð. Þessi mikla upp­bygg­ing hefur skilað því að versl­un­ar­hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var orðið 4,26 fer­metrar á hvern íbúa, meðan verslun á heims­vísu fer æ meira fram á net­inu og krefst æ minna hús­næð­is.

Vildu skilja það sem hafði gerstArna Mathies­en, einn rit­stjóra bók­ar­inn­ar, segir að til­gangur hennar hafi verið að reyna að skilja hvað hafi gerst á Íslandi sem hafi orsakað þessa stöðu og reyna að koma með upp­byggi­legar til­lögur til úrbóta. Fyrst sé mik­il­vægt sé að kort­leggja þá þróun sem hafi átt sér stað á tíma­bil­inu sem um ræð­ir, sér­stak­lega til að koma í veg fyrir að hún geti átt sér stað aft­ur. „Hvernig var þetta hægt? Bólgin bólgn­aði út, í and­stöðu við öll við­mið sjálf­bærar þró­un­ar. Nið­ur­staða okkar er sú að hag­vöxtur og bygg­ing­ar­magnið virð­ast hanga sam­an. Bank­arn­ir, sem í ein­hverjum til­felllum áttu bygg­ing­ar­fyr­ir­tækin sjálfir, vildu verða stærri. Og til þess að ná því mark­miði lán­uðu þeir mjög mikið til margra bygg­inga­fyr­ir­tækja sem á móti byggðu bygg­ingar og inn­viði sem hent­uðu þeim mark­mið­um, óháð þörfum íbú­anna. Skipu­lags­deildir sveit­ar­fé­laga sáu svo um að skipu­lagið hefði pláss fyrir allt þetta bygging­ar­magn, óháð íbúa­fjölg­un. Því hærri lán sem bank­arnir veittu til dýrra bygg­inga­fram­kvæmda, bæði vegna fram­kvæmda við inn­viði og hús­næði, því stærri urðu þeir. Þetta slóg ryki í augun á fólki, sem hélt að það væri gróða­væn­legt fyrir það sjálft að lána og byggja fyrst að fyr­ir­tæki og bankar gerðu það."

Það var ekki einungis á höfuðborgarsvæðinu sem Íslendingar fóru fram úr sér í framkvæmdum. Hér sést loftmynd af ætlaðri búgarðabyggð í Flóanum. Fyrir framan hvern ætlaðan búgarð var búið að malbika hringtorg. Það var ekki ein­ungis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem Íslend­ingar fóru fram úr sér í fram­kvæmd­um. Hér sést loft­mynd af ætl­aðri búgarða­byggð í Fló­an­um. Fyrir framan hvern ætl­aðan búgarð var búið að mal­bika hring­torg.

Sami hvati og að baki drauga­borg­unum í KínaAð mati Örnu skipti líka máli að sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu voru í sam­keppni sín á milli um versl­un, fólk og bygg­ing­ar. „Það hjálp­aði til að skapa þetta ástand. Það fyrsta sem verður að gera til að þetta end­ur­taki sig ekki er að sam­eina sveit­ar­fé­lög­in. Það hefur ekk­ert uppá sig að spyrja sveit­ar­fé­lögin hvort þau vilji þetta, þar eru of margir eig­in­hags­munir á ferð. Þetta hlýtur ein­fald­lega að vera þjóð­hags­leg nauð­syn sem þarf að ger­ast á æðra stjórn­stigi, á Alþingi. Svo eru önnur stór­mál sem alþingi hefur alger­lega van­rækt. Í fyrsta lagi þarf að sjá til þess að bankar eigi ekki fyr­ir­tæki í sam­keppn­is­rekstri í bygg­inga­geir­an­um. Borgin getur einnig gert sitt í að koma í veg fyrir frek­ari skaða með því að taka próf­mál á deiliskipu­lagið sem leiðir til að í hvert skipti sem bygg­ing­ar­á­form eru í mið­borg hefj­ist ferli sem minnir á samn­inga­við­ræður við ein­hverja mafíu. Svo er nátt­úrulega gríð­ar­mik­il­vægt að efla neyt­endur til að láta ekki bjóða sér uppá hvað sem er, og að þeir séu gerðir með­vit­aðri um gildi góðrar hönn­unar og hvernig hún geti bætt sam­fé­lag­ið.“

Ein­hverjir myndu segja að Kín­verska dæm­ið  sé miklu ýkt­ara, en á sinn hátt er íslenska dæmið alveg jafn alvar­legt. Við erum nú einu sinni að tala um gíf­ur­legar fjár­fest­ingar í einum fjórða hluta höf­uð­borg­ar­svæðis þar sem tveir þriðju hlutar þjóð­ar­innar búa.

Aðspurð hvort hún viti til þess að sam­bæri­leg þróun hafi átt sér stað ann­ars staðar í heim­inum segir Arna að þar nefna megi Kína. „Þar er verið að byggja stórar drauga­borgir þar sem eng­inn býr, ein­ungis til að búa til hag­vöxt. held að þessi skipu­lags­slys sem urðu á Íslandi hafi fyrst og fremst verið til að fóðra aukin hag­vöxt. Það eru því ákveðin lík­indi þarna á milli að því leyt­inu til. Ein­hverjir myndu segja að Kín­verska dæm­ið  sé miklu ýkt­ara, en á sinn hátt er íslenska dæmið alveg jafn alvar­legt. Við erum nú einu sinni að tala um gíf­ur­legar fjár­fest­ingar í einum fjórða hluta höf­uð­borg­ar­svæðis þar sem tveir þriðju hlutar þjóð­ar­innar búa.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None