Mynd: Ísey skyr.

Mikil sala en lítill útflutningur hjá Ísey

Einungis 15 prósent af því skyri sem selt var undir merkjum Ísey erlendis í fyrra var framleitt á Íslandi. Rekstrarstjóri fyrirtækisins segir útgöngu Breta úr ESB hafa leitt til minni útflutnings á skyri, en unnið sé að því að auka hann aftur á þessu ári.

Af þeim 5.600 tonnum sem Ísey skyr seldi erlendis í fyrra voru ein­ungis um 15 pró­sent þeirra, eða 840 tonn, fram­leidd á Íslandi. Þetta segir Einar Ein­ars­son, Rekstr­ar­stjóri Ísey útflutn­ings, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Ekk­ert hefur verið flutt út til Banda­ríkj­anna, Rúss­lands, Japan eða Bret­lands á síð­ustu tveimur árum, þrátt fyrir að skyr undir merkjum Ísey sé selt í lönd­un­um. Sam­kvæmt Ein­ari leiddi útganga Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu til þess að hætt hafi verið við útflutn­ing þang­að, en búist er við auknum útflutn­ingi í ár.

Nýtt félag stofnað fyrir erlenda skyr­sölu

Árið 2018 til­kynnti Mjólk­ur­sam­salan að hún hefði ákveðið að stofna sér­stakt dótt­ur­fé­lag fyrir erlenda starf­semi hennar undir nafn­inu Ísey útflutn­ingur ehf. Erlenda starf­semin var fyrst í höndum Jóns Axels Pét­urson­ar, en Ari Edwald, þáver­andi for­stjóri MS tók við af honum ári seinna.

Í til­kynn­ingu sem MS sendi frá sér 2019 sagð­ist stjórn Mjólk­ur­sam­söl­unnar hafa ákveðið að leggja sér­staka áherslu á sókn í erlendum verk­efnum á næstu miss­er­um. Þá hygð­ist félagið ætla að efla og fjölga mörk­uðum sem selja skyr undir merkjum MS og hámarka skyr­sölu frá Íslandi.

Auglýsing

Í nóv­em­ber í fyrra var svo öll erlend starf­semi Mjólk­ur­sam­söl­unnar færð í sjálf­stætt félag, en sam­kvæmt henni var það gert til að aðskilja inn­lenda og erlenda starf­semi enn frekar og „skerpa stjórn­un­ar­legar áherslur og sýn á mis­mun­andi verk­efn­i.“

Aukin umsvif erlendis

Á þessum árum stórjókst skyr­sala Íseyjar erlend­is. Sam­kvæmt árs­reik­in­ingi Íseyjar útflutn­ings ehf. jókst hagn­aður þess úr 54 millj­ónum króna árið 2018 í 84 millj­ónir króna árið 2019. Á sama tíma tæp­lega þre­fald­að­ist kostn­að­ar­verð seldra vara félags­ins.

Á síð­ustu miss­erum hefur Mjólk­ur­sam­salan svo kynnt aukin umsvif Íseyjar skyrs erlend­is, til dæmis í Frakk­landi og í Jap­an. „Ísey skyr fæst nú í 20 löndum víðs­vegar um heim­inn vex hróður þess jafnt og þétt eftir því sem fjölgar í hópn­um,“ stóð í til­kynn­ingu Mjólk­ur­sam­söl­unnar frá því í nóv­em­ber í fyrra. “Við erum ein­stak­lega stolt af þessum stór­kost­lega árangi sem náðst hefur enda er um að ræða mikla við­ur­kenn­ingu fyrir Mjólk­ur­sam­söl­una og Ísey skyr.“

Þessi aukn­ing hefur þó ekki skilað sér í auknum útflutn­ingi á skyri til Evr­ópu­sam­bands­ins á sama tíma, en líkt og Kjarn­inn hefur greint frá hefur hann minnkað tölu­vert á síð­ustu tveimur árum. Í fyrra nam hann 516 tonn­um, sem er rétt rúmur þriðj­ungur af útflutn­ingi á skyri til ESB-landa árið 2018, þrátt fyrir að toll­frjáls útflutn­ings­kvóti til svæð­is­ins hafi marg­fald­ast á tíma­bil­inu.

Sömu­leiðis hefur ekk­ert verið flutt út til flestra landa utan Evr­ópu­sam­bands­ins sem Ísey útflutn­ingur starfar í. Sam­kvæmt Hag­stofu nam sam­an­lagður skyr­út­flutn­ingur til Banda­ríkj­anna, Rúss­lands, Japan og Bret­lands núll kílóum árin 2019 og 2020. Á hinn bóg­inn hefur útflutn­ing­ur­inn auk­ist tölu­vert í Sviss, en hann nam 53 tonnum árið 2019 og 425 tonnum í fyrra.

Í nýlegri skýrslu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins segir að mjólk­ur­fram­leið­end­ur, sem hugðu á umtals­verðan útflutn­ing á skyri á síð­ustu árum hafi þess í stað gert samn­inga við erlenda fram­leið­endur um fram­leiðslu á skyri í sínum heima­lönd­um.

Sem dæmi um þetta er sala Ísey skyrs í Jap­an, sem Mjólk­ur­sam­salan til­kynnti að væri hafin í mars á síð­asta ári. Sam­kvæmt þeirri til­kynn­ingu er allt skyrið sem er selt þar í landi fram­leitt af Nippon Luna í Kyoto, eftir upp­skrift og fram­leiðslu­að­ferð Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar.

Ein af myndunum sem fylgdu markaðsátakinu Íslenskt skiptir máli, sem Mjólkursamsalan tók þátt í.
Mynd: Mjólkursamsalan

Sam­kvæmt Ein­ari er þó helsta útskýr­ingin á lágu hlut­falli útflutts skyrs sem selt er undir merkjum Ísey erlendis sú að samn­ingar hafi verið gerðir við mjólk­ur­fram­leið­endur í Bret­landi kjöl­far útgöngu lands­ins úr Evr­ópu­sam­band­inu. Þar sem útflutn­ingur til Bret­lands heyrir ekki lengur undir toll­frjálsum kvóta Evr­ópu­sam­bands­ins var ákveðið að allt skyr frá Ísey yrði fram­leitt þar í stað þess að flytja það út.

Tóku þátt í átaki um að styrkja íslenska fram­leiðslu

Mjólk­ur­sam­salan var eitt sex íslenskra þátt­töku­fyr­ir­tækja í átak­inu Íslenskt skiptir máli síð­asta haust en mark­mið þess var að vekja athygli almenn­ings á mik­il­vægi íslenskrar fram­leiðslu. Þegar átakið var kynnt stóð meðal ann­ars á síðu Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar: „Þegar þú kaupir íslenskt stuðlar þú að fjöl­breyttu vöru­úr­vali, styrkir íslenskt hug­vit og skapar sam­fé­lag­inu störf. Það skiptir máli.“

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um það hvort ákvarð­anir fyr­ir­tæk­is­ins um að semja frekar við erlenda skyr­fram­leið­endur sam­svör­uðu þeirri stefnu svar­aði Einar að áfram væri unnið að því að auka útflutn­ing á skyri til meg­in­lands Evr­ópu. Búist væri við 67 pró­senta aukn­ingu í ár, úr 840 tonnum í 1.400 tonn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar