Mynd: Ísey skyr.

Mikil sala en lítill útflutningur hjá Ísey

Einungis 15 prósent af því skyri sem selt var undir merkjum Ísey erlendis í fyrra var framleitt á Íslandi. Rekstrarstjóri fyrirtækisins segir útgöngu Breta úr ESB hafa leitt til minni útflutnings á skyri, en unnið sé að því að auka hann aftur á þessu ári.

Af þeim 5.600 tonnum sem Ísey skyr seldi erlendis í fyrra voru ein­ungis um 15 pró­sent þeirra, eða 840 tonn, fram­leidd á Íslandi. Þetta segir Einar Ein­ars­son, Rekstr­ar­stjóri Ísey útflutn­ings, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Ekk­ert hefur verið flutt út til Banda­ríkj­anna, Rúss­lands, Japan eða Bret­lands á síð­ustu tveimur árum, þrátt fyrir að skyr undir merkjum Ísey sé selt í lönd­un­um. Sam­kvæmt Ein­ari leiddi útganga Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu til þess að hætt hafi verið við útflutn­ing þang­að, en búist er við auknum útflutn­ingi í ár.

Nýtt félag stofnað fyrir erlenda skyr­sölu

Árið 2018 til­kynnti Mjólk­ur­sam­salan að hún hefði ákveðið að stofna sér­stakt dótt­ur­fé­lag fyrir erlenda starf­semi hennar undir nafn­inu Ísey útflutn­ingur ehf. Erlenda starf­semin var fyrst í höndum Jóns Axels Pét­urson­ar, en Ari Edwald, þáver­andi for­stjóri MS tók við af honum ári seinna.

Í til­kynn­ingu sem MS sendi frá sér 2019 sagð­ist stjórn Mjólk­ur­sam­söl­unnar hafa ákveðið að leggja sér­staka áherslu á sókn í erlendum verk­efnum á næstu miss­er­um. Þá hygð­ist félagið ætla að efla og fjölga mörk­uðum sem selja skyr undir merkjum MS og hámarka skyr­sölu frá Íslandi.

Auglýsing

Í nóv­em­ber í fyrra var svo öll erlend starf­semi Mjólk­ur­sam­söl­unnar færð í sjálf­stætt félag, en sam­kvæmt henni var það gert til að aðskilja inn­lenda og erlenda starf­semi enn frekar og „skerpa stjórn­un­ar­legar áherslur og sýn á mis­mun­andi verk­efn­i.“

Aukin umsvif erlendis

Á þessum árum stórjókst skyr­sala Íseyjar erlend­is. Sam­kvæmt árs­reik­in­ingi Íseyjar útflutn­ings ehf. jókst hagn­aður þess úr 54 millj­ónum króna árið 2018 í 84 millj­ónir króna árið 2019. Á sama tíma tæp­lega þre­fald­að­ist kostn­að­ar­verð seldra vara félags­ins.

Á síð­ustu miss­erum hefur Mjólk­ur­sam­salan svo kynnt aukin umsvif Íseyjar skyrs erlend­is, til dæmis í Frakk­landi og í Jap­an. „Ísey skyr fæst nú í 20 löndum víðs­vegar um heim­inn vex hróður þess jafnt og þétt eftir því sem fjölgar í hópn­um,“ stóð í til­kynn­ingu Mjólk­ur­sam­söl­unnar frá því í nóv­em­ber í fyrra. “Við erum ein­stak­lega stolt af þessum stór­kost­lega árangi sem náðst hefur enda er um að ræða mikla við­ur­kenn­ingu fyrir Mjólk­ur­sam­söl­una og Ísey skyr.“

Þessi aukn­ing hefur þó ekki skilað sér í auknum útflutn­ingi á skyri til Evr­ópu­sam­bands­ins á sama tíma, en líkt og Kjarn­inn hefur greint frá hefur hann minnkað tölu­vert á síð­ustu tveimur árum. Í fyrra nam hann 516 tonn­um, sem er rétt rúmur þriðj­ungur af útflutn­ingi á skyri til ESB-landa árið 2018, þrátt fyrir að toll­frjáls útflutn­ings­kvóti til svæð­is­ins hafi marg­fald­ast á tíma­bil­inu.

Sömu­leiðis hefur ekk­ert verið flutt út til flestra landa utan Evr­ópu­sam­bands­ins sem Ísey útflutn­ingur starfar í. Sam­kvæmt Hag­stofu nam sam­an­lagður skyr­út­flutn­ingur til Banda­ríkj­anna, Rúss­lands, Japan og Bret­lands núll kílóum árin 2019 og 2020. Á hinn bóg­inn hefur útflutn­ing­ur­inn auk­ist tölu­vert í Sviss, en hann nam 53 tonnum árið 2019 og 425 tonnum í fyrra.

Í nýlegri skýrslu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins segir að mjólk­ur­fram­leið­end­ur, sem hugðu á umtals­verðan útflutn­ing á skyri á síð­ustu árum hafi þess í stað gert samn­inga við erlenda fram­leið­endur um fram­leiðslu á skyri í sínum heima­lönd­um.

Sem dæmi um þetta er sala Ísey skyrs í Jap­an, sem Mjólk­ur­sam­salan til­kynnti að væri hafin í mars á síð­asta ári. Sam­kvæmt þeirri til­kynn­ingu er allt skyrið sem er selt þar í landi fram­leitt af Nippon Luna í Kyoto, eftir upp­skrift og fram­leiðslu­að­ferð Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar.

Ein af myndunum sem fylgdu markaðsátakinu Íslenskt skiptir máli, sem Mjólkursamsalan tók þátt í.
Mynd: Mjólkursamsalan

Sam­kvæmt Ein­ari er þó helsta útskýr­ingin á lágu hlut­falli útflutts skyrs sem selt er undir merkjum Ísey erlendis sú að samn­ingar hafi verið gerðir við mjólk­ur­fram­leið­endur í Bret­landi kjöl­far útgöngu lands­ins úr Evr­ópu­sam­band­inu. Þar sem útflutn­ingur til Bret­lands heyrir ekki lengur undir toll­frjálsum kvóta Evr­ópu­sam­bands­ins var ákveðið að allt skyr frá Ísey yrði fram­leitt þar í stað þess að flytja það út.

Tóku þátt í átaki um að styrkja íslenska fram­leiðslu

Mjólk­ur­sam­salan var eitt sex íslenskra þátt­töku­fyr­ir­tækja í átak­inu Íslenskt skiptir máli síð­asta haust en mark­mið þess var að vekja athygli almenn­ings á mik­il­vægi íslenskrar fram­leiðslu. Þegar átakið var kynnt stóð meðal ann­ars á síðu Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar: „Þegar þú kaupir íslenskt stuðlar þú að fjöl­breyttu vöru­úr­vali, styrkir íslenskt hug­vit og skapar sam­fé­lag­inu störf. Það skiptir máli.“

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um það hvort ákvarð­anir fyr­ir­tæk­is­ins um að semja frekar við erlenda skyr­fram­leið­endur sam­svör­uðu þeirri stefnu svar­aði Einar að áfram væri unnið að því að auka útflutn­ing á skyri til meg­in­lands Evr­ópu. Búist væri við 67 pró­senta aukn­ingu í ár, úr 840 tonnum í 1.400 tonn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar