Móttökumiðstöð stofnuð og refsingar fyrir vegabréfsleysi takmarkaðar

10054207846_e833b167f6_c.jpg
Auglýsing

Setja á á stofn mót­töku­mið­stöð fyrir þá sem sækja um alþjóð­lega vernd hér á landi svo hægt sé að greina þá sem eru í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu og sér­þarfir þeirra. Þannig geti umsækj­endur um alþjóð­lega vernd, hæl­is­leit­end­ur, fengið fag­þjón­ustu á einum stað. Þá eiga öll sam­skipti útlend­inga við íslensk stjórn­völd að fara í gegnum Útlend­inga­stofn­un. Þetta er á meðal þess sem lagt er til í drögum að frum­varpi um breyt­ingar á útlend­inga­lög­um.

Þverpóli­tísk nefnd um útlend­inga­mál skil­aði í dag frum­varpi sem felur í sér heild­ar­end­ur­skoðun á lögum um útlend­inga. Áætlað er að frum­varpið verði lagt fram á þingi nú í haust. Frum­varpið bygg­ist að veru­legu leyti á öðru frum­varpi sem lagt var fram á síð­asta kjör­tíma­bili af nefnd sem þá starf­aði og skil­aði af sér skýrslu um mál­efni útlend­inga, sem varð að frum­varpi sem ekki náði fram að ganga.

Ótt­arr Proppé, Birgitta Jóns­dótt­ir, Líneik Anna Sæv­ars­dótt­ir, Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, Unnur Brá Kon­ráðs­dóttir og Össur Skarp­héð­ins­son sátu í nefnd­inni sem hefur starfað í eitt og hálft ár. Með þeim störf­uðu tveir sér­fræð­ingar í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu, Íris Björg Krist­jáns­dóttir og Erna Kristín Blön­dal, auk þess sem Sig­ur­björg Rut Hoff­ritz, lög­fræð­ingur hjá Útlend­inga­stofn­un, hefur starfað með nefnd­inni. Þá hafa sér­fræð­ingar í vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu, hjá Útlend­inga­stofnun og Vinnu­mála­stofnun komið að end­ur­skoð­un­inni.

Auglýsing

Tak­marka refs­ingar fyrir vega­bréfs­leysi



Í frum­varp­inu er gert ráð fyrir því að hæl­is­leit­anda sem kom­i til Íslands ólög­lega verði ekki refs­að, „færi hann rök fyrir því eða líkur séu á að hann komi í óslit­inni för frá svæði þar sem hann hafði ástæðu til að ótt­ast ofsóknir [...] eða var án rík­is­fangs og án mögu­leika að öðl­ast slíkt“. Skil­yrði fyrir því er að við­kom­andi gefi sig fram við stjórn­völd eða færi gildar ástæður fyrir því að hafa ekki gert það.

Núna er það svo að hæl­is­leit­endur eru iðu­lega dæmdir í 30 daga fang­elsi fyrir að fram­vísa fölsuðum eða stolnum skil­ríkjum við kom­una til lands­ins. Þetta hefur verið gagn­rýnt, enda hafa hæl­is­leit­endur oft ekki kost á eigin skil­ríkj­um. Ákvæðið í frum­varp­inu er í sam­ræmi við ákvæði í flótta­manna­samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Þá er í frum­varp­inu lagt til að rétt­ar­á­hrifum vegna ákvarð­ana Útlend­inga­stofna verði sjálf­krafa frestað í öllum málum um alþjóð­lega vernd þar sem nið­ur­staða er kærð til kæru­nefndar útlend­inga­mála. Þannig eigi allir að fá úrlausn sinna mála fyrir æðra stjórn­sýslu­stigi áður en til þess kemur að fólki sé vísað úr landi.

Dval­ar­leyf­is­flokkum breytt og skil­yrði ein­földuð



Frum­varpið tekur einnig til dval­ar­leyfa og sam­kvæmt því eru lagðar til ýmsar breyt­ingar á rétt­indum og rétt­inda­söfnun sem teng­ist dval­ar­leyf­um. Flokkum dval­ar­leyfa verður einnig breytt og skil­yrðin ein­föld­uð, til dæmis er lögð áhersla á að koma til móts við aðstæður atvinnu­lífs, vinnu­mark­aðar og háskóla- og vís­inda­sam­fé­lags­ins.

Dval­ar­leyf­is­flokk­arnir verða: dval­ar­leyfi vegna atvinnu­þátt­töku, dval­ar­leyfi vegna mennt­un­ar, rann­sókna og menn­ing­ar­skipta og dval­ar­leyfi vegna fjöl­skyldu­sam­ein­ing­ar. Fjórði flokk­ur­inn er svo dval­ar­leyfi vegna alþjóð­legrar vernd­ar, mann­úð­ar­sjón­ar­miða og mansals. Fimmti flokk­ur­inn er svo önnur dval­ar­leyfi, en undir það geta fallið dval­ar­leyfi á grund­velli lög­mæts og sér­staks til­gangs, til dæmis ef við­kom­andi hefur myndað sér­stök tengsl hér á landi.

Í núver­andi kerfi er það svo að sum dval­ar­leyfi mynda með tím­anum rétt til var­an­legrar búsetu hér á landi og önnur ekki. Sam­kvæmt frum­varp­inu mun kerfið breyt­ast á þann hátt að rétt­inda­söfnun fylgir ein­stak­lingnum en ekki teg­und dval­ar­leyf­is, þannig að þótt skipt sé um teg­und dval­ar­leyfis breyt­ist ekki rétt­inda­söfn­un.

Ýmsar form­breyt­ingar og breyt­ingar til að Ísland upp­fylli alþjóða­skuld­bind­ingar



Þá mun rík­is­fangs­laust fólk eiga sjálf­stæðan rétt til alþjóð­legrar vernd­ar, sam­kvæmt nýju ákvæði um rík­is­fangs­leysi. Þetta er liður í því að inn­leiða samn­ing um rétt­ar­stöðu rík­is­fangs­lausra ein­stak­linga frá árinu 1954 og samn­ing um að draga úr rík­is­fangs­leysi, frá árinu 1961. Ýmsar fleiri breyt­ingar á lögum eiga einnig að stuðla að því að stjórn­völd upp­fylli skuld­bind­ingar sínar á alþjóða­vett­vangi, meðal ann­ars áhersla á rétt­indi barna og umbætur í þeim mála­flokki.

Þá er upp­setn­ingu og kafla­skipt­ingu lag­anna einnig breytt, en nefndin von­ast til þess að það geri útlend­inga­lögin aðgengi­legri. Þá eiga lögin að stuðla að því að það verði sam­ræm­ing milli laga um útlend­inga og laga um atvinnu­rétt­indi útlend­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None