Norðmenn hafa ekki góða reynslu af flutningi opinberra stofnana

10054236135-893266a0bd-z.jpg
Auglýsing

Skýrsla sem norska ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið Asplan Viak vann fyrir þar­lend stjórn­völd árið 2009, í sam­vinnu við end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækið PwC, dregur upp heldur dökka mynd af reynslu Norð­manna af flutn­ingi opin­berra stofn­anna á milli land­svæða. Skýrslan var unnin að beiðni stjórn­valda til að meta áhrif af flutn­ingi sjö opin­berra stofn­anna frá Ósló, en þeirra á meðal voru stofn­anir á sviði sam­keppn­is­mála, fjöl­miðla, póst- og fjar­skipta og sam­göngu­mála.

Eins og kunn­ugt er ákvað Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, í sumar að flytja höf­uð­stöðvar Fiski­stofu úr Hafn­ar­firði norður til Akur­eyr­ar. Sér­stakur und­ir­bún­ings­hópur er nú að störf­um, en stefnt er að því að flutn­ing­unum ljúki eigi síðar en 1. jan­úar 2017.

Í sjón­varps­fréttum RÚV um helg­ina var sagt frá til­lögum Norð­vest­ur­nefnd­ar­innar svoköll­uðu, en sam­kvæmt frétt RÚ­V eru flutn­ingar RARIK á Sauð­ár­krók, efl­ing Vinnu­mál­stofn­unar á Skaga­strönd, sem og mennta­stofn­anna á svæð­inu og flutn­ingur skipa­rekstur Land­helg­is­gæsl­unnar í Skaga­fjörð á meðal hug­mynda nefnd­ar­inn­ar. Kostn­aður við aðgerð­irn­ar er tal­inn nema hund­ruðum millj­óna króna.

Auglýsing

Norð­vest­ur­nefndin var skipuð fyrir til­stuðlan rík­is­stjórn­ar­innar í vor, til að vinna til­lögur um hvernig efla megi byggða­þró­un, fjár­fest­ingar og fjölga atvinnu­tæki­færum á svæð­inu. Sam­kvæmt áður­nefndri frétt RÚV voru til­lögur nefnd­ar­innar kynntar á rík­is­stjórn­ar­fundi á föstu­dag.

Ákvörðun ráð­herra vakti hörð við­brögðÁkvörðun sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra um að flytja höf­uð­stöðvar Fiski­stofu norður yfir heiðar vakti upp hörð við­brögð, og ekki síst meðal starfs­manna stofn­un­ar­inn­ar. Til þessa hefur aðeins einn starfs­maður þegið boð stjórn­valda um að flytj­ast með stofn­un­inni norð­ur, en það er Eyþór Björns­son, fiski­stofu­stjór­inn sjálf­ur. Þá hefur Þórður Ásgeirs­son, for­veri Eyþórs í starfi, kallað fyr­ir­hug­aðan flutn­ing höf­uð­stöðva Fiski­stofu til Akur­eyrar „óskilj­an­legt glapræði“ í fjöl­miðl­um. Með ákvörðun sinni sé ráð­herra að kasta á glæ margra ára víð­tækri reynslu starfs­manna stofn­un­ar­inn­ar.

Spjótin hafa staðið á Sig­urði Inga Jóhanns­syni sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra frá því að hann til­kynnti um ákvörðun sína. Í við­leitni sinni til að rétt­læta hana, hefur ráð­herra vísað til reynslu nágranna­þjóða af flutn­ingi opin­berra stofn­anna á milli land­svæða. Í við­tali hjá frétta­stofu RÚV lét hann til að mynda eft­ir­far­andi ummæli falla: „Ef við horfum bara til reynslu til þeirra landa sem við gjarnan horfum til, til að mynda Norð­manna sem að hafa staðið í slíkum flutn­ingum á störfum frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu út um land þá hefur reynslan verið sú að starf­semin blómstrar eftir á en það tekur auð­vitað alltaf ákveð­inn tíma.“

Starfs­menn Fiski­stofu hafa í tvígang form­lega óskað eftir því að ráð­herra leggi fram gögn sem stað­festi ofan­greinda full­yrð­ingu, síð­ast með bréfi sem sent var í dag, þar sem ósk þeirra var ítrek­uð. Þá hafa starfs­menn­irnir sömu­leiðis óskað eftir sund­ur­lið­uðum upp­lýs­ingum um kostn­að­inn sem hlýst af flutn­ingi Fiski­stofu til Akur­eyr­ar, meðal ann­ars með til­liti til húsa­leigu, breyt­ingum á hús­næði nýrra höf­uð­stöðva, flutn­inga á bún­aði, vegna nýrra ráðn­inga og þjálf­unar starfs­fólks, greiðslu launa í upp­sagn­ar­fresti og ann­arra þátta er snerta ákvörðun ráð­herra að flytja höf­uð­stöðvar stofn­un­ar­innar til Akur­eyr­ar.

Slæm reynsla Norð­mannaÍ áður­nefndri skýrslu sem unnin var fyrir norsk stjórn­völd, þar sem áhrif af flutn­ingi sjö opin­berra stofn­anna á milli land­svæða voru met­in, kemur fram að þorri starfs­manna þeirra sagði upp störfum og illa hafi gengið að ráða hæft starfs­fólk í þeirra stað, að hag­ræn áhrif á svæðin sem þær fluttu til hafi ver­ið ­lítil sem eng­in, og engin sparn­aður hafi verið fólgin í flutn­ingi þeirra.

Sam­kvæmt ­skýrsl­unn­i hættu að jafn­aði 75 til 90 pró­sent starfs­manna þeirra stofn­anna sem fluttar voru búferl­um. Þar hafi upp­sveifla í norska hag­kerf­inu haft mikið að segja, bæði hvað varðar upp­sagn­ir, og eins hversu illa við­kom­andi stofn­unum gekk að ráða nýja starfs­menn í stað þeirra sem hætt­u. Þá hafi stofn­anir orðið fyrir mik­illi blóð­töku þegar reynslu­miklir starfs­menn sögðu upp störf­um, ­sem hafi haft lam­andi áhrif á starf­semi stofn­anna sem hafi ekki náð upp fullum afköstum fyrr en eftir langan tíma.

Þá er nið­ur­staða skýrslu­höf­unda að flutn­ingur stofn­anna hafi lítil hag­ræn áhrif haft á svæðin sem þær voru flutt­ar til. Sömu­leiðis hafi engin sparn­aður verið fólgin í því að flytja opin­berar stofn­anir á milli land­svæða.

Í skýrsl­unni kemur fram að flutn­ingur þeirra sex stofn­anna sem til skoð­unar voru í rann­sókn­inni, hafi kostað norska ríkið 729 millj­ónir norskra króna árið 2008, röska 12,3 millj­arða íslenskra króna miðað við gengi dags­ins í dag, eða ríf­lega 1,7 millj­arð íslenskra króna á stofn­un. Þá hafi kostn­aður við flutn­ing hvers stöðu­gildis numið 650 þús­undum til 1,4 millj­óna norskra króna, eða tæpa 10,1 milljón til rúm­lega 23,6 millj­óna íslenskra króna.

Þá leggja skýrslu­höf­undar áherslu á mik­il­vægi þess að á við­kom­andi svæði, sem flytja á við­kom­andi stofnun til, sé til staðar sam­keppn­is­hæft vinnu­afl til að standa undir starf­semi henn­ar. Því sé mik­il­vægt að ráð­ast ekki í flutn­ing stofn­unnar fyrr en að und­an­geng­inni grein­ingu á því hvort full­nægj­andi mannauður sé til staðar á því svæði sem til stendur að flytja stofnun til.

Sam­kvæmt skýrsl­unni er flutn­ingur stofn­anna á milli land­svæða mörgum van­kvæðum bund­inn. Að byggja upp stofnun á nýjum stað sé mjög krefj­andi og kostn­að­ar­samt, meðal ann­ars vegna flutn­inga og svo taki það við­kom­andi stofnun langan tíma að ná upp fullum afköstum á nýjum stað. Fluttar stofn­anir færi vissu­lega svæð­um, sem þær eru fluttar til, nýja verð­mæta og hæfa vinnu­staði, en önnur jákvæð áhrif á svæðin séu veru­lega tak­mörk­uð.

 

Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None